Alþýðublaðið - 03.06.1951, Blaðsíða 3
Sunnudaguf 3. júní 1951
ALÞÝÐUBLAÐlö
3
D »
jorguna
Þ'EIR ATBURÐIR gerðust á
Faxaflóa 6. apríl árið 1906, að
þrír kútterar héðan úr Reykja-
vík fórust í aftaka útsunnan
veðri og með þeim 68 sjómenn.
Tveir kútteranna, Emelía og
Sophie Wheatley, sem báðir
voru um 80 smálestir að stærð
og hvor hafði 24 manna áhöfn,
íórust upp við Mýrar, en sá
þriðji. Ingvar, er var 77 smá-
lestir og hafði 20 manna áhöfn,
strandaði hérna rétt fyrir fram-
an, við Viðey, og gegnum sort-
ann og særokið sáu bæjarbúar
tuttugu fríska sjómenn farast
svo að segja í landsteinunum,
án þess að geta nokkuð hafzt að
þeim til bjargar.
HTJGMYNDIN VERÐUR TIE
Þessir atburðir urðu, svo sem
að líkindum lætur, Reykvík-
ingum harla minnisstæðir.
Sama daginn höfðu 68 sjómenn
farizt úr höfuðstaðnum einum.
Menn fóru að velta því fyrir
sér, hvort engin ráð mætti
finna til þess að auka öryggi
inanna á sjónum, og kom þá
ílestum til hugar, að brýna
nauðsyn bæri til að kaupa
björgunarbát, sem jafnan yrði
hafður til taks, ef út af bæri
ttm skip hér í nágrenninu. svo
að atburðurinn við Viðey frá 6.
apríl endurtæki sig ekki. Þótti
mönnum sem unnt mundi hafa
verið að bjarga áhöfn kútters
Ingvars, ef slíkur bátur búinn
nauðsynlegum tækjum hefði
verið við hendina. Ekki var þá
heldur látið sitja við orðin ein.
heldur safnað fé nokkru til
bátskaupaona,
NEFNÐARÁLIT UM ÖRYGGI
SJÓFARENDA
Svo leið og beið, og ekki var
báturinn keyptur. en sjóðurinn
var geymdur og ávaxtaðist. Og
þótt eldki yrði neitt úr fram-
kvæmdum að sinni, má með
sanni segja, að fólki hafi nú
orðið Ijósara en áður, hv.e nauð
synlegar og sjálfsagðar slysa-
varnir á sjó eru með fiskveiða-
og siglingaþjéð eins og íslend-
ingum.
Lítið mun þó hafa gerzt í
þessum málum. unz, skipuð var
nefnd manna árið 1925 á aðal-
fundi Fiskifélggsins í Reykja-
vík til að gera tillögur um bætt
öryggi sjófarenda. Nefndina
skipuðu: Benedikt Sveinsscm
alþingismaður, Geir Sigurðsson
skipstjóri, Sigurjón Á. Ólafs-
son. formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur, Sigurjón Óiafs-
son skipstjóri, sein var formað-
ur nefndarinnar, og Sveinbjörn
■ Sæbjörg, björgunarskip Slysavarnafélags íslands.
Egilsson ritstjóri. Nefndin
skilaði greinagóðu áliti tæpu
ári síðar og lagði meðal annars
til að keypt-yrðu til landsins
björgunarskip, vönduð og
traust og búin öilum nauðsvn-
legum tækjum, og skyldu þau
gegna gæzlu- og björgunarstör.f
um á hafinu við strendur lands-
ins. Var Jón E. Bergsveinsson
upp úr þessu ráðinn til fiskjfé-
lagsins til þess að annast örygg-
ismál sjómanna.
Verulegur skriður komst þó
ekki á málið fyrr en með stofn-
un Slysavarnafélags íslands, —
en það var stofnað 29. janúar
árið 1928 að tilhlutan Fiskifé-
lags íslands og Skipstióra- og
stýrimannafélagsins Öldunnar
með þá Guðmund Björnsson
landlækni og Jón E. Bergsveins
son í fararbroddi. Varð það þeg
ar eitt merkasta stefnumál fé-
lagsins að kaupa björgunai:skip
tjl að fylgjast með fiskiflotan-
um á miðunum og veita aðstoð,
ef á þyrfti að haldai Að nokkr-
um árum liðnum var búið að
safna nægilegu fé til kaupanna,
og þá var auðvitað ekki beðið
boðanna.
SÆRJÖRG KE'MUR.
Sjaldan hefur nokkurt skip
verið smíðað með meir.i og ná-
kvæmari undirbúningi en þetta
fyrsta biörgunarskin íslend-
inga, Skriíað var. til? flestra sigl
ingaþjóða til.að afla upplýsinga
um, smíði. slíkra skipa og bún-
að, en loks var ráðið af að fá
sk‘p smíðað í Danmörku eftir
teikningum íslenzks skipa-
smiðs. Þorsteinn Þorsteinsson í
Þórshamri. þáyerandi fprseti
Slysavarnafélags íslands, fór.
til Danmerkur og hafði eftirlit
með smíði: skipsins. Kom skipið
svo til íslands arið 1937 og var
nefnt Sæbjörg, en í skýrslu.
slysavarnafélagsins fyr.ir það
ár segir íorseti féiagsins svo:
..Þrátt fyrir að bvgging skjpsr
ins tæki miklu lengri tíma. en
'til stóð eftir samningi og sam-
komulag mjlli mín og skipa-
smiðsins væri stundum ekki
Maria Júlía, björgunarskip Vestfjarða.
meira en í meðallagi, er ég þó
sérstaklega glaður yfir því að
vera kominn heim með sérstak-
lega sterkt og í alla staði vand-
að fyrsta flokks skip, sem mun
sýna, þegar tímar líða. að það
getur gert mikið gagn.“
Sæbjörg, fyrsta biörgunar-
skip íslendinga. var 67 smálest-
ir að stærð. með 180 hestafla
Boiindervél. traust skip, en
seint í svifurn. Kom hún í góðv
ar þarfir Qg reymdist vel. Leið
svo fram yfir stríðslok, og á
því tímaþili hafði Sæbjörg
bjargað hvorki fleiri né færri
en 1237 sjómönnum.
SÆBJÖRG STÆKK.UÐ
OG ENDURBÆTT
En nú voru tímarnir brevtt-
ir, vélbá'wiflótinn fór hraðvax-
andi. hjnir nýju bátar voru
stærri en áður gerð;~t og einnig
hraðskreiðari, Björgunarskipið
gat ekki komið að tilætluðum
notum, ef það hefði ekki
nokkra yfirburði yfir þau skip,
sem það átfi að aðstoða í nauð-
um, og varð slvsavarnafélaginu
ljóst, að annaðhvort þyrfti að
gera: kaupa nýtt skip og selja
Sæbjörgu eða stækka hana og
endurbæta. Var síðari kostur-
inn valinn. Sami skipasmiður
og te;knað hafði skipið í upn-
hafi, Þorsteinn Daníelssón, tók
að sér að koma bessu vérki í
framkvæmd í skipasmiðastöð
föður síns, Daníels Þorsteins-.
sonar.
Sæbiörg er í rauninni orðin
uvtt skip eftir breytinguna.
Hún var 4,5 metrum lengri og
100 smálestir í stað 67 og það
e:na, sem eftir er af gamla
skipinu, er skuturinn og stefn-
ið neðan við hvalbak. Hún hef-
ur nú 300 hestafla Atlas Im-
nerial Diesel vél. og búin er
hún miklum leitarljósum,
traustum rafmagnsvindum á
þilfari og dráttarútbúnaði, á-
samt hinum fullkomnustu sigL
,inga- og. björgunartækjum, —
má þar til nefna mjög. vönduð
radartæki.
BJÖRGETNARSKIP VEST-
FJARÐA, MARÍA JÚLÍA
En auðvitað nægði ekki eitt
bjöi'gunarskip. Sæbjörg hafði
nóg að gera, meira én nóg að
gera á Faxaflóa og við. Suður-
land, en eihs þurfti að stuðla
að öryggi sjórnanna annars
staðar við strendur landsins,
Fyrir mörgurn árum þá£Si því
verið hrevft á Vestfjörðum, að
bangað þyrfti að fá biörgunar-
skip. Mun síra Einar Sturlaugs
~on á Patreksfirði fyrstur hafa
hafið f jársöfnun í því skyni, en
ýmsir létu þar mikið fé af.
mörkum, bæði einstakjingar og
slysavar.nadeildirnar á Vest-
fjörðum, einkum kvennadeild-
:rnar, en sérstaklega ber þó að
geta bjónanna Maríu Júlíu
Gísladóttur og Gúðmundar Br.
Guðmundssonar á ísafir.ði, sem
Framhald á 7. síðu.
úr Sisal. allar stærðir. — Fiskilínur úr ítölskum :"
hampi frá 1 til 9 punda. /»
ðnglar
og öngultaumar.
Bofnvörpugarn
lir Manila og Sisal.
og saumagarn.
Bofnvörpur
fyrir togara og togbáta.
Kynnið yður verð og gæði. 1
Sjómenn!
Á sió
inn
færum við öifum
sjomönnum
lil íands og sjávar
bezfu heiiíaóskir
£
r.
l
fe