Alþýðublaðið - 03.06.1951, Side 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Sunnudagur 3. júní 1851
ilC
5
,'tj
;iis
SameinaSa
gufuskipaféEagið
befur haldið uppi siglingum milli
ISIANDS OG ÚTLANDA
lengur en nokkurt annað starfandi félag.
Semfum sjómönnum kveðjur
á sjémannadaginn.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen.
Erlendur Pélursson.
■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Sjómenn!
- ■ •!—;• ■sr,\ hssysasjg
A sjómannadaginn
fæmm við öllum
sjómönnum
vorar bezfu
heillaóskir
H.f. Skallagrímur
ÞRJÚ myndarleg kaupskip
sigla nú undir hinum græna
fána íslenzku samvinnufélag-
anna, Hvassafell, Arnarfell og
Jökulfell, samtals á sjötta þús
und brúttólestir. Eru þetta allt
ný skip, smíðuö í stríðslok og
eftir stríð, hið fyrsta fyrir tæp
lega fimm árum og hið síð-
asta kom fyrir skömmu síðan.
Þrátt fyrir þennan skipaflota
hafa samvinnufélögin orðið að
taka mörg leiguskip, og hefur
SÍS því von um leyfi til að láta
byggja tvö ný skip til að geta
sjálft annað flutningaþörf
sinni.
Það er gamall draumur sam
vinnumanna hér á landi, að því
er blaðinu var tjáð af skipadeild
SÍS, er það leitaði upplýsinga
hjá henni nýlega, að samtök
þeirra eignist sín eigin kaup-
skip. Var það frá öndverðu
skoðun þeirra, að öflug sam-
tök neytenda og framleiðenda,
er reyndu að hafa veruleg á-
hrif á verzlunar- og fram-
leiðsluhætti í landinu, mundu
hafa feikinóg verkefni fyrir
eigin skip og verða það hag-
ræði, að geta hagað siglingum
þeirra eftir eigin þörfum.
Skömmu eftir fyrri heims-
styrjöldina var SÍS aðili að
kaupum gamals skips, sem
ekki naut lengi við. Fyrir síð-
ari styrjöldina keypti KEA á
Akureyri strandað skip, lét
gera það upp og átti um skeið.
En skipadeild SÍS, sem nú ann
ast rekstur Fellanna þriggja
og margra leiguskipa, var ekki
stofnuð fyrr en eftir síðari
styrjöldina.
Það mun hafa verið 1942,
sem aðalfundur SÍS samþykkti
að stofna skipakaupasjóð og
var þegar hafin söfnun hluta-
fjár. í styrjaldarlok var stofn-
aður framkvæmdasjóður Sam-
bandsins og skipakaupasjóður-
inn sameinaður honum. Var þá
ákveðið að festa þegar kaup á
skipi og kom Hvassafeil til
landsins haustið 1946.
Hvassafell var keypt frá
Ítalíu. Var það upprunalega
smíðað fyrir ítölsku stjórnina
til hergagnaflutninga, en í
stað þess að þjóna stríðsguð-
inum á Miðjarðarhafi varð
hlutverk þess friðsamlegir af-
urðaflutningar og aðdrættir
fyrir íslendinga. Skipið hefur
heimahöfn á Akureyri, er
2300 lestir og var fyrsta nýja
skipið, sem til landsins kom
eftir stríð, og þá um skeið
stærsta skip flotans. Skipið
hefur reynzt hið hentugasta
og hefur flutt afurðir til Mið-
jarðarhafslanda, inn í Eystra-
salt alla leið til Finnlands og
loks til nálægari landa í Ev-
rópu. Skipstjóri á Hvassafelli
er nú Bergur Pálsson.
Annað skip samvinnumanna
var smíðað fyrir þá í Sölves-
borg í Svíþjóð. Er það Arnar-
fell, sem kom til landsins
haustið 1949, og er í ö’lum
aðalatriðum eins og Katla.
Þetta skip, sem hefur heima-
höfn á Húsavík, hefur einnig
reynzt mjög hentugt og hefur
siglt á sömu slóðir og Hvassa-
fell, en auk þess farið eina ferð
til Ameríku. Skipstjóri á Arn
arfelli er Sverrir Þór.
Þriðja skip SÍS er Jökulfell,
sem kom til landsins í apríl-
mánuði síðast liðnum. Er það
rösklega 1000 lesta kæliskip,
smíðað í Óskershöfn í Svíþjóð.
Flutti það fullfermi heim og
tók land á Reyðarfirði, þar
sem heimahöfn þess er. Fór
það síðan umhverfis land til
að taka fisk og kjöt, er það
flutti til Bandaríkjanna. Skip-
ið er nú í leigusiglingum vest-
an hafs fram á haust, en yfir
sumarmánuðina er að jafnaði
lítið futt út af frystum af-
urðum. Skípstjóri á Jökulfelli
er Guðni Jónsson.
Skip þessi eru öll' undir
stjórn ungra manna, og voru
þeir Sverrir, Bergur og Guðni
al’ir stýrimenn á Hvassafelli,
er það kom til landsins haust-
ið 1946.
vegar verið flutt með skipum
annarra íslenzkra félaga. Þá
hefur verið leitazt við að láta
skipjn flytja vörur beint á
hafnir um land allt í stað þess
að afskipa þeim í Reykjavík.
Höfðu samvinnusk;p til dærnis
315 viðkomur í 53 höfnum í
landinu á síðast liðnu ári, auk.
þess sem þau komu 90 sinn-
um í 32 hafnir í 13 öðrum
löndum.
ENN MÖRG LEIGUSKIP.
Þrátt fyrir þessa skipaeign
og það, að stykkjavara kaup-
félaganna og Sambandsins hef
ur verið flutt með öðrum ís-
’enzkum skipum, héfur Sam-
bandið orðið að taka mörg er-
lend skip á leigu til að annast
flutningaþörfina. Námu flutn-
ingar leiguskipanna í fyrra 40
000 smálestum og er það álíka
mikið og Hvassafell og Arnar-
fell fluttu saman.
Til þess að minnka enn
gjaldeyrisútlát vegna leigu-
skipa hefur Sambandið sótt
um leyfi fjárhagsráðs til • að
skipin beinlínis komið í stað | smíða tvö ný kaupskip, en
leiguskipa. Öll stykkjavara | ekki hefur enn frétzt, hvernig
samvinnufélaganna hefur hins þeirri umsókn verður tekið.
REKSTUE SKIPANNA.
Hvassafell og Arnarfell hafa
verið rekin þannig, að þau
hafa fyrst og fremst flutt til
landsins þungavöru, svo sem
kol, salt, sement og timbur,
sem leiguskip annars hafa ann
azt að mestu leyti fyrir íslend
inga undanfarin ár, og hafa því
Arnarfell.
Jökulfell,