Alþýðublaðið - 17.06.1951, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 17.06.1951, Qupperneq 4
I ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 17. júní 1951 Útgefandi: Alþýðirflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emilía Möller Ritstjórnarsími: 4901 og 4902. Augiýsingasimi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Á þjóðhátíðardaginn í DAG eru liðin sjö ár frá því að íslenzka lýðveldið var end- urreist á alþingi við Öxará og aldarlöng barátta íslendinga fyrir stjórnarfarslegu fullveldi til lykta leidd. Þann atburð ber hæst í samtíðarsögunni. Fá- menn smáþjóð, sem aðeins var mikil af afrekum fornrar menn- ingar, sá þann dag fegursta og þráðasta draum sinn rætast. Fu’lveldið er fengið, en sjálfstæðisbaráttan er ævar- andi. Hún á að vera háð af sérhverjum íslendingi, hvar sem hann stendur í stétt og hvaða störf sem hann vinn- ur. Engin “þjóð fær varðveitt fullkomið sjálfstæði, nema hún sé starfsöm, menntuð og vönd að virðingu sinni. Og meti ein- hver þjóð annað meira en frels- ið. þá glatar hún frelsi sínu. Svo víðtæk er sjálfstæðisbaráttan, svo margir þurfa liðsmenn hennar að vera. Baráttan fyrir fullkomnu sjálfstæði er einnig barátta gegn fátækt, afturhaldi og órétti. Hún er stjórnmálaleg barátta eigi síður en þjóðernis- leg og menningarleg og fé- lagsleg eigi síður en efnahags- leg. * Viðhorfin í veröldinni hafa breytzt til mikilla muna á skömmum tíma. Tækninni hef- ur fleygt fram með slíkum hraða, að vikuferðir fortíðar- innar eru nú orðnar da^’eið- ir. Lönd, sem áður voru ein- angruð og afskekkt, eru kom- in í þjóðbraut. ísland er í þeirra tölu. Fjarstaða þess er úr sögunni og einangrun þess rofin. ísland er eyja í miðju At- lantshafi, en einnig hólmi í ólgusjó heimsviðburðanna. Þetta er staðreynd, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Og íslendingar hafa orðið að taka tillit til þessarar stað- reyndar vegna sjálfra sín og vinsamlegra nágrannaþjóða. Þetta hefur leitt til miki’la og margvíslegra samskipta okkar við aðrar þjóðir, og sú þróun hefur gerzt með ævintýraleg- um hraða. Hún hlýtur að halda áfram, og henni fylgja vanda- mál, sem íslendingum ber heil- ög skylda til að glöggva sig á. Þjóðhátíðardagurinn er kjörin stund til að hyggja að þeim af raunsæi og alvöru. Baráttan fyrir eflingu og varðveiz’u máls okkar og menningar hefur sennilega aldrei verið brýnni en einmitt nú. í því efni er ný sjálfstæð- isbarátta framundan eða fram- hald hinnar fornu. Hún verður háð við ólíkar aðstæður að flestu leyti, en tilgangur henn- ar er óbreyttur og nauðsyn hejinar meiri en nokkru sinni fyrr. Að þessu er vikið nýlega í ritstjómargrein tímaritsins Skinfaxa, málgagns ungmenna- félaganna, sem prentuð er á öðrum stað hér í blaðinu í dag. Alþýðublaðið vill hvetja a’.la lesendur sína til þess að kynna sér þá athyglisverðu og tíma- bæru grein rækilega. Þar er þetta mál rætt með þeim hætti, að ekki geta orðið skiptar skoð- anir um, að rétt sé að farið. Þar er heitið á samvinnu allra ábyrgra íslendinga til eflingar og varðveizlu á því sem okkur er dýrmætast, máli okkar og menningu. Það ávarp verða a’lir sannir íslendingar að heyra, þeirri eggjun ber okkur öllum að gefa gaum, en fyrst og fremst æsku la'ndsins, fé- lagssamtökum hennar sem ein- staklingum og einstaklingum hennar sem íélagssamtökum. Vissulega ættum við að vera vaxnir raun þessarar nýju sjálfstæðisbaráttu. Við byggj- um mál okkar og menningu á gömlum og traustum grund- velli. Fræðslumál okkar þykja í farsælu horfi. Við höfum fyrir hendi allt það, sem dugði kyn- slóðum fortíðarinnar bezt í sams konar baráttu og þeirri, er nú fer að. Og við stöndum tneira að segja betur að vígi um flest eða allt. En tækin eru ekki örugg til sigurs í neinni baráttu. Áhugi liosmannan.ua, köllun þeirra og hugsjón skipt- ir mestu máli. Þess vegna ríður á því, að þjóðleg vakning komi til sögunnar á íslandi. Ekki öfgafull sýndarmennska, sem hreykir sér hátt til falls, heldur skipulögð vörn og markvís sókn ábyrgra manna og kvenna, er strengja þess heit að skila landinu betra og menn- ingunni fullkomnari í hendur kynslóðum framtíðarinnar. Bókmenntir okkar hljóta að verða öflugasta virkið í þessari baráttu. Mál og menning sér- hverrar þjóðar er jafnan í ó- rofa tengslum við lifandi bók- menntir, fagran skáldskap og þjóðleg listaverk. ís’endingar hafa getið sér ódauðlegan orð- stír fyrir afrek sín á sviði bók- menntanna og halda vel í horf- inu En áhugi almennings fyrir bókmenntunum þarf að verða meiri en nú er. Skólarnir verða að gefa aukinn gaum að þess- um lífsþræði máls okkar og menningar. Æskulýðurinn, sem hafsjór erlendra áhrifa skellur á af vaxandi þunga, verður að fá leiðsögn til helgilinda ís- lenzkrar tungu, íslenzkra erfða og íslenzkrar sögu. Málinu og menningunni ber ekkj að líkja við gull, er nokkrir valdir varð- menn fái gætt, heldur tekju af þjóðarakri. Þess vegna er þörf fyrir alla til sáningar, aðhlynn- ingar og uppskeru, þátttöku í hinni andlegu sjálfstæðisbar- áttu íslendinga, sem alltaf kall- ar að og aldrei má linna. Þjóðhátíðardagurinn á ekki aðeins að vera vettvangur glæsilegra minninga. I helgi- dómi hans ber þjóðinni að treysta heit sín og fylkja liði til varnar og sóknar. Þannig verður bezt og raunhæfast minnzt hinnar stóru stundar íslandssögunar, serri upp rann, þegar lýðveldið var endurreist á a’þingi við Öxará fyrir sjö árum. Mikfar kröfugöngur í Teheran í fyrradag Einn ráðherranna varar við erlendum flugumönnum í landinu. MIKILAR KROFUGONGUR fóru fram í Teheran á föstu- daginn. Er talið að 40 000 manns hafi tekið þátt í þeim. Kröfð- ust ræðumenn, sem töluðu fyrir þessum mannfjölda, þess, að lög ín um þjóðnýtingu olíuvinnsl- unnar yrðu látin koma til fram kvæmda tafarlaust. Nokkuð hefur borið á fjand- skap í garð brezkra starfs- manna Anglo Tranian olíufélags ins í Abandan síðustu dagana, og minntist einn sem talaði í Teheran á föstudaginn, á þetta. Varaði hann Ianda sína við öllu ofbeldi og sagði, að þeir mættu ekki láta flugumenn erlends valds, sem að verki væru í landinu, æsa sig til neinna ó- happaverka. Sumarbaðsfaðurinn í Nauthólsvík opnaðurí dag BAÐSTAÐURINN í Naut- hólsvíkinni verður opnaður fyr ir almenning í dag og verður framvegis opinn alla daga kl. 1—7 síðdegis, en á þeim tíma verður þar sérstakur eftirlits- maður, eða baðvörður, og er það Karl Guðmundsson íþróttakenn ari. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá borgarlækni í gær, hefur baðstaðurinn við Nauthólsvíkina aldrei verið í Okkar á milli sagt; ÁSKELL LÖVE er nú orðinn prófessor við Manitoba- háskóla í Winnipeg. ’!l * * Ef einhvern norrænumann langar til að feta í fótspor hans, þá eiga umsóknir um hinn nýja kennarastól í íslenzku þar að berast til háskólaritara þar vestra fyrir 9. júlí. ÝMIS IÐNFYRIRTÆKI eru farin að finna fyrir sam- keppni frá hinum mikla innflutningi, og liefur frétzt um samdrátt og jafnvel yfirvofandi mannauppsagnir hjá ullar- dúka- og skóverksmiðjum; og ótrúlegt er, að ekki þrengist verulega hagur hreinlætisvöruframleiðenda, sultugerða og efnagerðanna með búðingana sína. VIKUTÍÐINDIN réðust harðlega á prófessora norræmi- deildarinnar nýlega fyrir lítinn andlegan skörungskap, sem þ’aðið telur að stafi aðallega af Nordalsótta. * * * Blaðið segir, að nær allir æðstu menntamenn þjóðarinnar séu svo andlega hóglífir, að þeir séu líkastir alisvínum, sem ekki mundu nenna að bjarga lífi sínu, þótt þeim væri velt ofan í óstætt vatn eða sjóðandi leirhver. ÞAÐ MÁ BÚAST VIÐ að strætisvagnastjórar uni því illa, að mega ekki fara úr vögnunum á Lækjartorgi, nema bráð- nauðsynlegt sé, og fólk að koma að lokuðum vögnum; en þó ber þetta allt vott um ti’raun til fastari sjórnar. * * * Pen- ingapottarnir eru góð tæki, en mjög frumsæðir. Fást slíkir baukar erlendis mjög fullkomnir og þykja það bezta við inn- heimtu gjalda af farþegum. * * * Nefnd hefur verið skipuð til þess að rannsaka áfram möguleika á notkun rafmagnsstrætisvagna hér. * * * Vonandi verður næsta skrefið að leggja Lækjartorg niður sem aðal- stöð vagnanna. ANDRÉS Á SÍÐUMÚLA á ekki að verða þingmaður nema þetía kjörtímabil, ef hann heldur Mýrasýslu fyrir Framsókn, sem þó er mjög vafasamt. * * * Hinn rétti erfingi Bjarna Ásgeirssonar cr kornungur bóndasonur, Magnús Sig- urðsson á Gilsbakka, sem á að fara fram við næstu venju- legar kosningar. * * * Það er þetta öílu frekar en framboð Andrésar, sem Daníel á Hreðavatni reiddist. * * * Daníel mun sennilega ekki styðja Berg, heldur skila auðu. SKÝRSLU BARNAVERNDARNEFNDAR, sem nýlega var gerð opinber, var allt of lítill gaumur gefinn, því að hún gaf vissulega ti’efni til alvarlegrar íhugunar um uppeldismál Reykjavíkur. ÞAÐ ER VERIÐ að undirbúa teikningar að húsnæði fyrir verknámsdeild við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar * * Hús- næðið er að Hringbraut 121. íþróttabandalag Reykjavíkur neitar að veita Ungmenna- félagi Reykjavíkur aðstöðu við hátíðahöldin 17. júní til jafns við íþróttafélögin. Búið er að skipa nefnd til þess að greiða úr bygginga- málum iðnfyrirtækja í bænum, meðal annars lóðamálum; og stendur til að úthluta fyrirtækjum lóðum án þess að þau hafi fjárfestingarleyfi. SVO ER SAGT, að sendinefndin, sem fór til Sovét, sé hætt að segja ,,Guði sé lof“, og segi nú „Stalin sé Iof“, eins og þeir gera fyrir austan tjaldið. * * * Þegar Stalin deyr, er hins vegar búizt við, áð menn verði að taka aftur upp gamla siðinn og segia „Guði sé lo£“! betri hirðu og nú. Þá tók borgarlæknir það fram, að þar sem flugvallarhó- Ólíkt aðhafzt par og hér telið væri nú lokað, gæti fólk að sjálfsögðu haft með sér nesti að baðstaðnum, en það jafnframt tekið fram, að þess væri vænzt að fólk gengi hreinlega um stað inn og fleygði ekki frá sér um búðum af matvælum eða öðru slíku, enda verður komið fyrir sérstökum kröfum, sem ætlast er til þess að fólk láti rusl í. UNDANFARNA DAGA hafa borizt fréttir af því, að verið sé að herða mjög á verðlags- eftirliti í Bandaríkjunum vegna hættunnar á verðbólgu og dýrtíð af völdum endur- vígbúnaðarins. En strax eftir áramótin síðast liðinn vetur má segja, að Bandaríkja- stjórn hafi breytt um stefnu í þessum efnum og byrjað að byggja upp verðlagseftirlitið á ný; en á því hafði verið mjög slakað eftir stríðið. FYRIR NOKKRUM DÖGUM gaf Truman forseti það í skyn, að þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til aukins verðlagseftirlits síðan í vet- ur væru þó ekki nema byrj- unin á því, sem gera þyrfti til þess að fyrirbyggja verð- bólgu og dýrtíð, því að hann boðaði enn rótttækari, ráðstafanir til þess að halda verðlagi í landinu í skefjum; og komst hann svo að orði, að ef það tækist ekki, ættu Bandaríkin hrun á hættu á sviði atvinnulífsins, sem þýða myndi stórsigur fyrir kom- múnismann í heiminum án þess að hann þyrfti að skjóta einu einasta skoti. Svo alvar- legum augum lítur Banda- ríkjaforsetinn og stjórn hans á hættu dýrtíðar og verð- bólgu þar vestra; og svo hik- Iaust er þar gripið til róttæks verðlagseftirlits á ný til þess að fyrirbyggja hana. EN Á SAMA TÍMA og þetta gerist í Bandaríkjunum er ríkisstjórn íha' dsflokkanna hér norður á íslandi önnum kafin við það að rífa niður það verðlagseftirlit, sem hér hefur verið. Síðan hún tók við völdum hefur hver varan og þjónustan eftir aðra verið undanþegin því. Síðast liðinn vetur náði þetta ábyrgðar- leysi áður óþekktu hámarki, þegar verðlagseftirlitið var afnumið með öllum vörum, sem fluttar eru inn fyrir hinn svokallaða „frjálsa gjaldeyri“ eða bátagjaldeyri. En þó er ástæða ti’. að óttast, að áfram verði haldið á þessari óheilla braut, því að ríkisstjórnin lét starblindan meirihluta sinn á alþingi veita sér heimild til þess í þinglok, að afnema allt verðlagseftirlit í landinu. Og er öll þessi vitleysa framin undir kjörorðinu „frjáls verzlun"! AFLEIÐINGARNAR eru þá og eins og við var að búast. Dýrtíðin magnast dag frá degi, og vísitala framfærslu- kostnaðarins, sem ákveðiu var 100 fyrir rúmu ári síðan, þegar gengi krónunnar var fellt, er nú komin upp í 140! Og þetta er árangurinn af starfi þeirrar stjórnar, sem £ upphafi taldi sig til þess kall- aða að vinna bug á verðbólgu og dýrtíð! En við hverju er líka að búast, þegar heildsali er settur í viðskiptamálaráðu neytið, og sérhagsmunir braskaranná eru settir yfir þjóðarhag? ÞAÐ ER ÓLÍKT, sem að er hafzt í Bandaríkjunum og hér hjá okkur í þessum efn- um. Þar er verðlagseftirlitið tekið upp á ný og róttækari ráðstafanir boðaðar en nokkru sinni áður til þess að fyrirbyggja dýrtíð og verð- bólgu. Hér er allt kapp lagt á það að rífa verðlagseftirlitið niður og magna dýrtíðina!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.