Alþýðublaðið - 17.06.1951, Side 6

Alþýðublaðið - 17.06.1951, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 17. jiíní 1951 H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Ms. „Gullfoss” -A L LTM E Ðy EIMSKIR" fer frá Reykjavík laugardaginn 7. júlí kl. 12 á hádegi til Leith og Kaupmannahafnar. Pantaðir farseðlar skulu sótt- ir eigi síðar en þriðjudag 26. júní. — Það skal tekið fram, að farþegar verða að sýna fullgild vegabréf, þegar farseðlar eru sóttir. 110. dangur ’Ðorothy MacArdle..........*.... Ó B O Ð 1S I R GE S T I R "Vöðvan Ó. Sigurz Vöðvan Ó. Sigurz: ÍÞRÓTTAÞÁTTUR. Heilir íslendingar! Knattspyrnan er orð dagsins. Fram-KR-Víkingur-Valur meira umtöluð samtök heldur en sam einuðu þjóðirnar og allt það, kappleikirnir frægari á vinnu- stöðvum og í strætisvögnum heldur en Kóreustyrjöldin! Bravó, bravó. Svona á það að vera; íslenzk umræðuefni fyrir íslendinga; íslenzkar styrjaldir með öllu tilheyrandi, höfuðborg in gegn Skipaskaga,---húrra. Annars n;á ýmislegt gott segja urn þá á skaganum; þeir eru góðir sjómenn og rækta af- bragðs kartöflur. En þeír eru ekki vel að sér í innanríkiskurt- eisi, að er vist um það. Það verður nefnilega ekki annað séð, en þeir ætli sér að vinna ís- landsmótið og fara bæði með nafnbótina og bikarinn upp í sveit! Slíkt er eiginlega ekki hægt. Hér eru starfandi elztu knattspyrnufélög landsins. Enda þótt íþróttavöllurinn hafi nú löngum verið svona og svona, verður það samt elcki hrakið, að þessi félög hafa átt við svo góð- an aðbúnað að búa, að það er ekkert sambærilegt við neitt annarsstaðar. Auk þess hafa þessi félög farið fleiri keppnis- fefðir til útlanda, og altaf unn ið frægustu sigra, miðað við fólksfjölda og aðrar aðstæður. Þá hafa þau og fengið hingað ara- grua erlendra þjálfara, sem all- ir hafa dásamað landslagið og Esjuna og fullyrt, að knatt- spyrnumennirnir hér í Reykja- vík yrðu þeir beztu í heimi, bara ef þeir fengju grasvelli; hvað er þó tvíbent, því að urð in á vellinum hérna hefur alltaf verið okkar bezti framsentar gegn útlenzku knattspyrnulið- unum, — þar næst hestar og bodybílar! Til alls þessa hafa reykvísku knattspyrnufélögin fengið drjúga fjárstykri, þótt þau hafi vitanlega aldrei feng- ið nema sáralitinn hluta þess, sem þeim ber fyrir heilbrigða sál í hraustum líkama og aldeil is ómetanlega landkynningu; — einkum og sér í lagi þegar þess •er gætt, að þau hafa verið bara fjárans ári dugleg við öflun er- lends gjaldeyris, og nægir að minna á öll þýzku mörkin. sem þeir kræktu í í sinni síðustu og frægustu þýzkalandsferð! Bravó'. Bravó! Þegar alls þessa er gætt, þá gefur að skilja, að eitt ungt og fámennt knattspyrnufélag einhverstaðar utan af iandi, kannske ofan úr sveit, sem á sér bókstaflega enga sögu. hef- ur aldrei siglt.nema yfir fjarðar kjaftinn milli Akraness og Reykjavíkur, aldrei haft'erlenda þjálfara sem sögðu það efni í bezta knattspyrnufélag heims- ins; ekki ekki náð í svo mikið sem þýzkt túmark með gati í erlendum gjaldeyri, — slíkt fé lag á bókstaflega ekki með að sigra knattspyrnufélög höfuð- starðarins, sem öll eiga sína sögu og tradisjónir! Það >er ekki nóg að vera sæmilega kurteins í við skiptum við sér stærri þjóðir; kaupstaðir úti á landi verða líka að læra að vera kursteisir við höfuðborgina! Aldrei verð- ur Skipaskaginn höfuðborg . . . Sem sagt, Skagamenn! Þetta er ekki hægt. Ef þið sýnið oss hérna ekki tilhlýðilega virðingu þá . . . þá reynum við að gera eitthvað í málinu! Með íþróttakveðjum. Vöðvan Ó. Sigurðz. stað, að hún Ieyfi sér slíkt?“ spurði hann. ,,Þeirri konu er trúandi til alls. Eg hef sterkan og rök- ■ studdan grun um, að það hafi verið hún, sem stytti Carmel aldur,“ varð mér að orði. | Þetta var annars ljóta svart- sýnisþulan. Eg sárskammaðist mín. Max hafði þó sannarlega verið í nógu þungu skapi okkar vegna, þar eð hann | samhryggðist okkur af heilum huga, vegna þess að við skyld- um vera tilneydd að flytja úr Drangsvík. Hann tók sér þetta auðsjáanlega engu síður nærri. „Þetta er ljóta gaman- iö,“ varð honum að orði. 1 I j Eg varð því fengastur, þeg- ar Ingram kom niður og bætt- ist í hópinn. Hann var óvenju lega léttur í spori og glaður í bragði; það var meira að segja bjartur, hressandi glampi í augum hans. Skila- boðin frá Pamelu virtust valda s honum nokkrum áhyggjum, I t enda þóstt það væri honum 1 nokkur huggun, er hún full-' ,yrti, að krankleiki sinn stæði ekki í neinu sambandi við til- raunafundinn eða miðilsdáið. ' Þegar við vorum seztir að morgunverði, varð hann allt í einu hugsi, en hóf síðan máls á því, sem auðsjáanlega lá honum þungt á hjarta. j „Ef systir yðar hefði í i hyggju að heimsækja frænku sína í Dublin, — og það gæti einmitt orðið henni skemmti leg og nauðsynleg tilbreyting, þaldið þér ekki að hún hefði gaman af því að ferðast þetta loftleiðis? Eins og þér vitið, þá tekur flugferðin milli Bris- tol og Dublin ekki nema tvær klukkustundir. Mig hefur lengi langað til að fljúga þá leið, og ég gæti prýðisvel skroppið þetta einmitt núna, og ef til vill mætti mér þá | veitast sú ánægja, að verða henni samferða? Það er að segja, ef hún gæti komið því I við að skreppa einhverntíma í þessari viku?“ Hann hlakkaði svo mikið til fei'ðarinnar, að ég tók það nærri mér að segja honum, að Pamela mundi alls ekki hafa í hyggju að ferðast til írlands að sinni. t Max kom í veg fyrir þögn- ina með því að heita mér því ótilkvaddur, að hann skildi. senda mér spænska orðabók, | þegar, er hann kæmi til * Lundúna. Hann kvaðst líka gjarna vilja fá afrit af minn- isgreinunum, sem Ingram hafði skrifað kvöldinu áður, en Pamela hafði þá tekið þau með sér ásamt dagbókinni. Þegar Lizzie kom til þess að bera fram af borðinu, kvað hún Pamelu enn sofa væran. Eg sagði Pamelu frá skila- boðunum, sem jjaér höfðu bor izt frá Scott lækni, og bað hana að flytja Pamelu þau, þegar hún vaknaði. Þegar ég ók af stað með Ingram til brautarstöðvarinnar um ell- efu leytið, svaf Pamela enn, Ingram virtist hafa með öllu glatað gleði sinni. Hann leit um öxl, þegar við ókum af stað, virti fyrir sér húsið. áður en það hvarf honum sjón um, eins og drengur, sem kveður bernskuheimili sitt um skeið, er hann heldur á brott þaðan til skóladvalar. — Max var þungt hugsi og mælti ekki orð frá vörum. Lestin, sem Ingram ætlaði með til Bristol, átti að leggja af stað klukkan hálftólf, en lestin, sem Max hugðist fara með til London ekki fyrr en klukkan fjögur. Max kvaðst ætla að verja tímanum til að svipast dálítið um í þorpinu og nágrenni þess; hann skyldi farangurinn því eftir í bifreið- inni og hugðist leggja af stað í gönguferðina, þegar hann var í þann veginn að leggja af stað, var okkur sagt. að spurt vseri eftir mér í síman- um. Það var Pétur Carney; Pennant hafði átt tal yið hann og Pétur logaði af ákefð og eftirv'æntingu. Eg bað hann að doka svolítið við í síman- um, Max væri þarna á næstu grösum og ég skyldi kalla á hann, það væri hann, sem kom ið hefði þessu öllu í kring. Ég kallaði á Max, og hann fór þegar að tala við Pétur. „Til hamingju, Pétur .... Hver veit nema við eigum eft- ir að hittast hérna í kránni“, sagði Max. „Það getur meira en verið, að við Judith förum hingað og verðum hérna svo- lítinn tíma; þú ættir að koma og vinna að þessu viðfangsefni þínu hér Mér kom ,til hugar, að Max hefði ákveðið þessa dvöl þeirra hjóna í gisti- húsinu, með tilliti til þess, að þau yrðu Pamelu þar til af- þreytingar, og það lá við sjáift að ég reyndi að vekja athygli hans á því, að ef til vill væri hyggilegast að lofa Pamelu að hafa næði til að iafria sig. En ég hætti við það og labbaði mig út úr símaklefanum. Ingram stóð úti fyrir dyrum og virti fyrir sér landslagið, hrifinn mjög. „Ég er Max sam- mála um það, að hér hljóti að vera vetrarfegurð mikil“, sagði hann. „Ég vildi óska, að högum okkar væri þannig háttað, að ég gæti boðið þér til dvalar hjá okkur í Drangsvík um jóla- leytið“, varð mér að orði. Hann leit á mig og þakklætið ljómaði af svip hans. „Viljið þér leyfa mér að dveljast hjá ykkur í jólaleyf- inu, verði högum ykkar þann- ig háttað, að þið getið hýst mig, hvort sem það verður í Drangs vík eða á einhverjum öðrum stað?‘“ spurði hann. „Það er að segja, ef við hittumst ekki heima á írlandi“. Hann bar þessa beiðni fram án þess að nokkurrar tilfinn- ingasemi gætti í rómi hans, og ég gætti þess vandlega að svara honum á sama hátt, er Félaáslíf. KFUM og K, Hafn- Samkoma í kvöld kl. 8.30. Sr. Magnús Guðmundsson fra Súðavík talar. Allir velkomn- Samband smá$öluverzlana óskar að ráða skrifstofvi- stjóra. Umsækjandi þarf að vera vel ritfær og geta ynnið sjálfstætt. Hagfræði- eða lögfræðimenntun æskileg, en þó ekki nauðsynlegt skilyrði. Umsóknir sendist fyrir 25. júní. Samband smásöluverzlana, Bankastræti 7.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.