Alþýðublaðið - 17.06.1951, Page 8

Alþýðublaðið - 17.06.1951, Page 8
Gerizt áskrifendur að Alþýðublaðinu. ! Alþýðublaðið inn á ' hvert heimili. Hring- f ið í síma 4900 og 4906 Alþýðublaðið Sunnudagur 17. júní 1951 Börn og unglingar. Komið og seljið ALÞÝÐUBLAÐIÐ AHir vilja kaupa Alþýðublaðið JSýi útvarpsscndirinn fj &lþinglshúsgarður- i Það heldur áfram á íþróttavellinum kl. 3 -------------------»------- ÞJÓÐHÁTÍÐARMÓTIÐ heldur áfram á íþróttavellinum í daq; og hefst kl. 3 síðdegis. Vcrður þá keppt í 11 íþróttagrein- um, og munu mcnn híða úrslitanna í flestum þeirra með mikilli eftirvæntingu; en þau munu einna óvissust í 100 m hlaupiu, kringlukastinu og 1500 m h’aupinu. En ekki má heldur gleyma stangarstökkinu og 400 m hlaupinu, þó að gengið sé að því vísu, hverjir þar verði sigurvegarar. Menn spyrja þess, hvaða afrek rorfi og Guðmundur Lárusson muni vinna í þessum greinum. í dag verður keppt töldum íþróttagreinum; eftir- Nýi Marconi-sendirinn er fimm metrar á lengd, og enda þótt eidri sendirinn sé fjórum metrum lengri, er þessi að mörgu Ieyti honum tæknilega fullkomnari. Til dæmis eru hljómgæði hans meiri, einkum mun niðsins, sem útvarpshlustendum er kunnur og hvimleiður, gæta sáralítið við sendingar, eftir að hann hefur verið tekinn í notkun. Að undanförnu hafa farið fram reynslusendingar eftir venjulegan útvarpstíma, og haía margir hlustendur álitið, að hljómplötur þær, sem leikið var af, hlytu að vera nýjar. Svo hefur þó ekki verið, heldur hafa hljómgæði nýja sendisins sagt þar til sín. ákveðið að fSytja fil Engfands I sumar 25 fonn a Hugsanleg útflutningsvara, ef hann reynist vera gott hráefni. ---------------*-------- ÁKVEÐIÐ ER NU að senda í sumar til Englands tuttugu Og fimm tonn af biksteini frá Lóðmundarfirði til reynslti. Mun svo verða unnið úr biksteininum ytra til þess að komast k ðraun um, hversu vel hann er fallinn til frandeiðslu e«n- angrunarefnis og hvort tiltækilegt þykir að hefja vinnsln hans Lér til útflutnings. Þórarinn Andrésson fulltrúi í klæðaverzlun Andrésar And- réssonar, fór til Englands 17. maí síðast liðinn til þess að - kynna sér möguleika á sölu þessa hráefnis þangað og hefur Alþýðublaðið haft tal af Þór- arni, eftir að hann kom heim úr Englandsförinni. Hann hvað því ekki verða með góðu móti við komið að flytja út meira magn en 25 tonn af steinum nú í fyrstu, en minna mætti það heldur ekki vera, ef úr því yrði skorið, hvort hann væri gott hráefni til einágrunarefn- is. Ef flytja ætti meira út, mundi nauðsynlegt að leggja í nokkurn vélakostnað. Steinn verður fluttur út í pokum. Sú var ætlunin í fyrstu, að flytja Loðmundarfjarðarbik- steininn til A-meríku, þar eð skortur er á honum á Atlants- hafsströndinni, en af því gat ekki orðið. Nú hefur fyrirtæki í Englandi hafið framleiðslu á einangrunarefni úr bikstein í 110 m. grindahlaup: (íslenzkt met: 15,0 sek. Örn Clausen). Þátttakendur: Ingi Þorsteinsson, KR og Örn Clau- sen IR. Stangarstökk: (íslenzkt met: 4,25 m. Torfi Bryngeirsson). Þátttakendur: Torfi Bryngeirsson, KR, Bjarni Linnet, Á, og Kolbeinn Krist- insson, UMFS. Kringlukast: (íslenzkt met: 50,13 m. Gunn ar Huseby). Þátttakendur: Þor steinn Löve, ÍR, Sigurður Júlí- usson, FH, Gunnar Huseby, KR, Gunnar Sigurðsson, KR, Bragi Friðriksson, KR, og Frið rik Guðmundsson, KR. 100 m hlaup: (íslenzkt met: 10,5 sek. Finn björn Þorvaldsson). Þátttakend ur: Haukur Clausen, ÍR, Örn Clausen, ÍR, Hörður Haralds- sc«n, Á, og Finnbjörn Þorvalds- son, IR. 1000 m hlaup: (íslenzkt met: 33:57,6 mín. Viktor Múnch). Þátttakendur: Sofus Bertelsen, H, og Viktor Múnch, Á. Þrístökk: (ííslenzkt met: 14,71 m. Stef án Sörensen). Þátttakendur: Bjarni Linnet, Á, Helgi Daní- elsson. ÍR, Kristleifur Magnús- son, ÍBV, Jón Bryngeirsson, ÍBV, Hjálmar Torfason, HSÞ, Kári Sólmundarson, Skgr. og Bjarni Olsen, UMFN. Spiótkast: (ís’enzkt met: 14,71 m. Stef- Sigurðsson). Þátttakendur: Jó- el Sigurðsson, ÍR, Gylfi Gunn- arsson, ÍR, Þórhallur Ólafsson, UMFÖ, Adólf Óskarsson, ÍBV, Hjálmar Torfason, HSÞ, og Vil hjálmur Páísson HSÞ. 1500 m hlaup: (íslenzkt met: 3:53,4 mín. Óskar Jónsson). Þátttakendur: Stefán Gunnarsson, Á, Helgi Veutrliðason, Á, Eggert Sigur- lásson. ÍBV, Sigurður Guðna- son, ÍR, Hörður Guðmundsson, Englandi og mun það fúst að taka við steininum. Ekki er vitað með vissu hversu auðug biksteinsnáman í Loðmundarfirði er, og ekki verða heldur neinar fullnaðar áætlanir gerðar um vinnslu Gteinsins, fyrr en lokið er til- raunum með hann í Englandi. UMFK, Þórhallur Guðjónsson, UMFK, og Kristján Jóhannes- son, UMSE. 400 m hlaup: (íslenzkt met: 48,0 sek. Guð- mundur Lárusson). Þátttakend ur: Sveinn Björnsson, KR, og Guðmundur Lárusson, Á. 100 m hlaup kvenna: (íslenzkt met: 12,9 sek. Haf- dís Hagnarsdóttir). Þátttakend ur: Hafdís Ragnarsdóttir, KR, Sesselja Þorsteinsdóttir, KR, Elín Helgadóttir, KR, Hildur Heldadóttir, UNÞ. Margrét Hall grímsdóttir, UMFR, Þórey Sig urðardóttir UMFR og Inga Gunnarsdóttir, UMFR. 4X400 m hlaup: (fslanzkt met: 3:24^8 mín. KR). Þátttakendur: Sveitir KR, ÍR og Ármanns. Barnateikningar á sýningu í LISTVINASALNUM á Freyjugötu stendur yfir sér- kennileg sýning um þessa helgi. Það eru barnateikningar, gerð- ar af börnum á aldrinum 2—13 ára. Á sýningunni eru samtals um 100 myndir, og var þessi sýning send til Danmerkur og Þýzkalands og er nýkomin þaðan. Eru myndir þessar aðal- lega eftir skólabörn hér í bæn- um. — Sýningin verður opin til mánudagskvölds og er ó- keypis fyrir börn í fylgd með fullorðnum; en annars kostar inngangurinn 5 krónur. ALÞINGISHÚSSGARÐ. URINN verður opnaður fyrir al menning í dag og verður fram vegis opinn í suraar alla daga milli kl. 12—7. Undanfarin sum ur hefur alþingishússgarðurinn verið hafður opinn, enda hefur fólk kunað að meta það, og margur átt þar næðisstund á bekkjunum í þessum friðsæla og fagra stað. Hefur fólk yfir- leitt gengið vel um garðinn sv© að til fyrirmyndar er og er þess vænst að svo verði enn. Það var Fegrunarfélagið, sem beitti sér fyrir því á sín- um tíma að Alþingishússgarð- urinn yrði hafður opinn á sumr- in fyrir almenning. Síðudu leikir ísiands mótsins á sunnud. sg __ FJÓRIR síðustu leikir íslands mótsins verða háðir eftir helg ina; á mánudag og miðviku- dag. Samkvæmt upplýsingum er blaðið fékk í gær hjá Ólafi Hall dórssyni, sem sæti á í knatt- spyrnuráði, er mótinu flýtt þetta mikið vegna landsleiks- ins við Svía, sem fram fer 29. júní til þess að landsliðsmenn- irnir fái nokkra daga hvíld fyr ir leikinn. Landsliðsnefnd mun jafnvel hafa farið þess á leit að mótinu yrði frestað nú, þar eð margir menn, sem koma til greina í landsliðið eru meiddir og þurfa nokkurn tíma til að ná sér. Hins vegar ákvað knattspyrnu- ráð í gærdag í samráði viði landsliðsnefnd, að mótinu skyldi lokið í þessari viku og var það m. a. gert með tiliti til Akurnesinga, en ef mótinu hefði verið frestað, var tvísýnt um að þeir gætu haldið áfram. þar eð sumir úr Akranesliðinu munu fara norður á síldveiðar um næstumánaðamót. Á mánudagskvöld kl. 7 keppa KR og Víkingur og kl. 9 ÍBA og Valur. Á miðvikudagskvöldið fara svo tveir síðustu leikirnir fram, en þá keppa Fram og Val ur kl. 7 og ÍBA og Víkingar Listdanssýningar á Norðuríandi. NÚ UM HELGINA leggja þær Sigríður Ármann, Sif Þórz og Ellý Þorláksson af stað í danssýningaför um Norður- og Vesturland. Á efniskrá verða að jafnaði ellefu til tólf dansar, og hefur verið hagað þannig til að sýn- ingarnar gætu orðið sem fjöl- breyttastar. Sýndir verða ball- etdansar, skapgerðardansar, nýtízku sýningardansar, ,,akro batik“ og „stepp“. Dansarnir eru ýmist sólódansar, tvídans- ar eða þrídansar. Fyrst verður dansað á skemrntun á Blönduósi 17. júní, en fyrsta sjálfstæða sýningin verður á Sauðárkróki 19. júní. Síðan verður farið til Akureyr ar, og hsldnar sýningar þar og í nágrenninu. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem fleiri en einn list- dansari koma fram sameigin- lega á Norðurlandi. Sif Þórz og Sigríður Ármann hafa áður haft sýningar víða um landið, en Ellý Þorláksson hefur ekki áður sýnt dans utan Reykja- víkur Undirleikari á þessum sýn- ingum verður Jón Óskar Ás- mundsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.