Alþýðublaðið - 04.11.1950, Síða 1

Alþýðublaðið - 04.11.1950, Síða 1
Verkleg kennsla verði aukin, en dregið úr lexíunámi — ------♦-------- Rætt um afnám prófskyMu á þingi norrænna skólamanna f Gautaborg ---------------------*-------. ÞAÐ ER SAMEIGINLEGT ÁLIT norrænna skólamanna, að auka beri verklega kennslu í barna- og unglingaskólunum, en draga úr lexíunáminu eftir því sem kostur er á. Jafnframt er álit margra, að leggja beri niður próf í j'msum námsgrein- um, t. d. lesgreinum, en í stað þeirra komi vitnisburður kenn- arn og skólastióra. Óhlýðni við Rússa er röng afsíaða fil friðarins! FORUSTUMENN „friðar. þings“ kommúnista, sera halda ó í Sheffield í Englandi um miðjan þennan mánuð, lýsti yfir því í blaðaviðtali í London i gær, að Júgóslavar væru úti- lokaðir frá þátttöku í þinginu vegna þess, að þeir hefðu ekki rétta afstöðu til friðarins. Hefur það vakið mikla st- hygli, að Júgóskvar eru útilok- aðir frá því að taka þátt í ,.frið arþinginu“ og hafa „friðarvin- ir“ kommúnista verið inntir eftir því oft og mörgum sinn- um, hvað því valdi. Nú er svar- ið fengið. Óhlýðni við Rússa er röng afstaða til friðarins. ----------«---------- Samningar um stað- seíningu sements- verksmiðjunnar - |- SAMNINGAR milli ríkis- stjórnarinnar og Akranessbæj- ar um sementsverksmiðju rík- isins hafa nú verið undirritað- ir. Eru í samningunum ákvæði um staðsetningu verksmiðjunn ar, lóðir, vatns- og rafmangs- notkun og annað er kemur við verksmiðjunni. Bæjarstjóri, Sveinn Finnsson og bæjarráð undirrituðu samninginn, svo og verksmiðjustjórn, en formaður hennar er Jón Vestdal. ----------■»--------- Eiginkonur og skattar, BANDALAG strfsmanna ríkis og bæja gerði þá kröfu á nýafstöðnu þingi sínu, að sú breyting veroi gerð á skatta- lögunum, ag giftar konur verði sjálfstæðir skattþegnar. --------------------------- r Bjarni Olafsson var með 291 lest ÞAÐ VAR RANGHERMI, að bilun hefði orðið hjá togar- anum Bjarna Ólafssyni í síð- ustu veiðiför, heldur tafðist skipið lítillega vegna veðurs. Aflinn var 291 lest, þar af 281 lest af karfa, 9 lestir af þorski og löngu og tæplega lest af lúðú. Nú er unnið af kappi við að frysta þennan mikla afla í öllúm þrem frystihúsum .Akra- ness, og vinna afganginn í fiskimjölsverksmiðjunni, en togarinn mun vera farinn á veiðar á ný. * Þetta -sagði Helgi Elíasson fræðslumálastjóri í viðtali við blaðamenn í gær, en hann og Jónas B. Jónsson fræðslufull- trúi eru nýkomnir af fyrsta þingi norrænna fræðslumála- '-t:ió’'a og námsstióra, sem haldið var í Gautaborg 5.—7. október. EÞir þingið . heim- sóttu þeir félagar marga skóla j Qg f'-^ðs1ustofnan;r á Norður- löndum og fengu mikinn fróð- Jeik af. A binginu mættu um 70 skólamenn frá Svíbjóð, 11 frá i Danmörk. 10 frá Noregi, 2 frá F.innlanöi og 2 frá Islandi og fluttu fræðslumálastiórar allra landarma erindi á þinginu, svöruðu fvrrsþurnum um hin ýmsu atrioi varðandi skólsmá] síns lands, og síðan voru al- mennar umræður um erindin, Fræðslumálasjtóri Svía Rosén setti þingið og ræddi hin ýmsu i vandamál í sambandi við skólamálin og óskaði upplýs- inga um þessi mál frá hverju landi um sig. Það kom fram á þinginu, að aðaláhyggjuefni skólamanna er ítroðslan í skól unum, það er kröfurnar um það að gera alla jafn menntaða án tillits til hæfileika eða á- hugamála. Skólarnir ættu ekki eingöngu að vera fræðslustofn- anir, heldur jafnframt uppeld- isstofnanir. Það, sem vakti athygli á skólamálum okkar var hve skólarnir væru samfelldir, það er að nemendur stundi nám í sömu skólum til 14—15 ára aldurs. Annars staðar er fyrir- komulagið víða þannig, að þeir sem hyggja á framhaldsnám, verða að skipta um skóla á 11. eða 12. aldursári. Þá var sérstaklega rætt um hlutverk námsstjóranna, sem alls staðar annars staðar en hér eru fastskipaðir starfs- menn, en hlutverk þeirra er tvíþætt. Þeir eiga að vera leið- beinendur kennaranna og „auga og eyra fræðslumála- stjóranna“, eins og Helgi Elí- asson komst að orði. Taldi fræðslumálastjóri, að þing þetta hefði mikið gildi fyrir skólamennina, ekki ein- ungis fyrir þá fræðslu, sem fengizt af fyrirlestrum og um- ræðum, heldur og vegna þeirra persónulegu kynna, sem skap- azt hefðu milli þeirra, sem; færu með yfirstjórn skólamál- anna. Ákveðið var í þinglok að næsta þing skyldi haldið í Dan- mörku að 2—3 árum liðnum. --------------*----------- ilmræður um pípugerðina. BORGARSTJÓRI upplýsti í gær, aff nokkru bjartari horfur væru rni um rekstur pípugerff- ar bæjarins, en litlit var fyrir áffur; en þá leit út fyrir aff liún yrffi aff fækka mönnum vegna efniSskorts. XXXI. árg. Laugardagur 4. nóvember 1950 244. tbl. Þýðingarmikil samþykkf sameinuSu þjóðanna: Allsherjarþingið lær vald lil að fyrirskipa vlðnám gegn árás Slærsfa hraðfrysfi- hús ísafjarðar- kaupstaðar undir hamarinn STÆRSTA hraðfrystihúsið á ísafirði, íshúsfélag ísfirff- inga h.f„ átti að seljast á op- inberu uppboði í gær, en samkvæmt frétt frá ísafirði í gærkveldi var uppboðinu frestað á síðustu stundu um einn mánuð. ísliúsfélag ísfirðinga h.f. hefur verið lokað um hríð, en eins og áður hefur verið :;kýrt frá hér í blaðinu, eru »11 hraðfr.vstihús á Vest- fjörðum lokuð og neyðará- stand ríkjandi á sviði at- vinnulífsins þar. Þingið í Suður- Kóreu heimtar nýjar kosningar ÞINGIÐ í Su3ur-Kóreu felldi í gær með 100 atkvæð- um gegn 21 að viðurkenna for- sætisráðherra, • sem Syngman Rhee hafði útnefnt. Jafnframt samþykkti þingið áskorun i»m, að nýjar kosning- ar yrðu látnar fara fram í Suð- ur-Kóreu svo fljótt sem unnt væri. j ^ ; Ef öryggisráðið reynist óstarfhæft á slíkri stundu vegna beitingár neitunarvaldsins ALLSHERJARÞING sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær tillögu Bretlands, Bandaríkjanna og fimm annarra þátt- tökuríkja um að liægt sé að lcalla það saman til fundar með a’ffeins sólarhrings fyrirvara, ef friður hafi verið rofinn og öryggisráðið reynzt óstarfhæft vegna neitunaivaldsins. En einn- ig er allsherjarþinginu samkvæmt tillögu þessari fengið vald til að fyrirskipa vopnað viðnám sameinuðu þjóðanna til að stöðva slíka árás. Tillaga þessi var samþykkt4 ‘ með 52 atkvæðum gegn at- kvæðum Rússlands og fjögurra leppríkja þess, en 5 ríki sátu hjá viff atkvæðagreiðsluna. Einnig var samþyJ;kt tillaga um fyrirhugaðan öryggisher sameinuðu þjóðanna með 45 at- livæðum geg'n 5, en 7 ríki sátu liiá. Forseti allsherjarþingsins léi svo um mælt að lokinni at- kvæðagreiðslunni, að hér væri um að ræða einhverja mikil- vægustu samþykkt sameinuðu þjóðanna frá stofnun þeirra og sagði, að nú væri nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr, að öll þátttökuríki sameinuðu þjóð- anna legðust á eitt um varð- veizlu friðarins í heiminum. Allsherjarþingið samþykkti einnig á fundj sínum í gær til- lögu írans og Sýrlands um að stórveldin efni til sérstakrar ráðstefnu í því skyni að reyna að ná samkomulagi um helztu ágreiningsatriði heimsstjórn- málanna innan vébanda sam- einuðu þjóðanna. Pekingúlvarpið viðurkennir þáffföku Kínverja í Kóreu! -------«------- Segir unga kínverska kommúnista hafa farið þangað og gerzt sjálfboðaliðar! r . ------♦------- PEKINGÚTVARP kínversku kommúnistastjórnarinnar viðurkenndi í gær í fyrsta skipti, að kínverskir kommúnistar befðust nú við hlið árásarliðsins í Kóreu. Sagði það, að kín- verskir ungkommúnistar hefffu gerzt sjálfboðaliðar í her Norð- ur-Kóreu og tækju virlcan þátt i vopnaviðskiptum þar. Hersveitir Norður-Kóreu voru enn í sókn í gær, og voru þær á einum staS staddar 80 km norðvestur af Pyongyang og höfðu innikróað mildð lið sameinuðu þjóðanna á þessum slóðum. Áður hafði verið til- kynnt í aöalbæki.stöðvnm Mac- Arthurs, að sex herfylki sunn- anhersins ættu í vök að serj- ast á þessum vígstöðvum og að liarðir bardagar geisuðu hjá Unsan. Á austurströnd Norður-Kó- 'reu eru tvö herfylki Banda- rikjamanna hins _vegar í öfl- u.gri sólrn, og mæta þau engri teljandi mótstöðu. Tekið var fram í aðalbækistöðvum JVIac- Arthurs í gær, að mikill liðs- auki væri nú á leiðinni til Kó- reu víðs vegar að. 2 milljón króna lán fyrir bæjarútgerðina. BÆJARSTJÓRN samþykkti í gær tveggja milljóna króna lánsheimild fyrir bæjarútgerð- ina vegna stofnkostnaðar við fiskverkunarhús. Kemur hún auga á neyðina þar! ÞINGMENN Alþýðuflokks- ins í efri deild, Hannibal Valdi mundsson og Haraldur Guð- mundsson, báru fram í gær breytingartillögu við frum- varpið um aðstoð við bændur á óþurrkasvæðunum á Aust- ur- og Norðurlandi. Er þar lagt til, að aðstoðin nái einnig til vélbátaútvegsins á Vestfjörð- um og ríkisstjórninni jafn- framt heimilað að leggja fram allt að álfri milljón til aðstoð- ar vélbátaútveginum þar á yf- irstandandi haustvertíð til a'ð afstýra neyðarástandi vegna langvarandi aflabrests. Er nú eftir að vita, hvort rík isstjórnin kemur auga á neyð- arástandið á Vestfjörðum, bó að hún væri fljót til að aðstoða bændurna á óþurrkasvæðun- um norðan lands og austan og sendi þingmann og frambjóð- anda á vettvang til að miðla henni. MsÓur lærbrotnar í FYRRADAG k'. 5 varð maður á reiðlijóli fyrir bifreið á Suðurlandsbraut, féll í göl- una og lærbrotnaði. Það var jeppi, sem ók í veg fyrir mann- inn af Háaleitisveginum, en í því bar fólksbifreið að, og varð maourinn fyrir henni. Rann- sóknarlögreglan óskar eftir að hafa tal af sjónarvottum og sömuleiðis bifreiðarstjóranúm í jeppanum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.