Alþýðublaðið - 19.11.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.11.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐÍÐ Sunnudagur 19. nóvember 1350 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Hitetjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal; þing- fréttaritavi: Helfci Sæmundsson; auglýs- irigastjórL: Emilíá Möller. Ritstjórnar- síinar: 4901 og 4902. Auglýsingasími :4&06. AfgreiSausimi 4300. Aðsetur: Ai- þýðubúsiS. AlþýSuprenó-oaiðjan h.f. TUTTUGASTA GG ANNAÐ ÞING Alþýðusambands ís- lands hefst í Reykjavík 1 dag. Störfum þess mun verða veitt mikil athygli næstu daga, og miklu meiri en störfum alþing- is, enda fátt uppbyggilegra frétta þaðan um þessar mund- ir. Þjóðin gerir sér Ijóst, að alþýðusamtökin eru orðin rík- ur þáttur í lífi hennar, cg þing þeirra í ár hlýtur að verða mjög mikilvægt með tilliti til þeirra viðhorfa, sem nú blasa við. Forseti og framkvæmda- stjóri Alþýðusambandsins lýstu því í nokkrum orðum í við- tali við Alþýðublaðið nýlega, hver verða munu meginvið- fangsefni þessa sambandsþings. Ðýrtíðarmálin og atvinnu- ástandið í landinu verða aðal- mál þess. En það mun einnig fjalla um skipulagsmá! sam- bandsins, úrsögn þess úr hinu kommúnistíska alþjóðasaxn- bandi verkalýðssamtakanna og fyrirhugaða inngöngu í hið nýja alþjóðasamband frjálsra verkalýðssamtaka lýðræðis- þjóðanna. Enn fremur mun þingið taka afstöðu til öryggis n vinnustöðvum, en það mál bíður nú meðferðar alþingis og virðast núverandi stjórnar- fíokkar lítinn áhuga hafa á að afgreíða það tímabæra og sjálfsagða mál, sem þó hefur veiig rækilega undirbúið. * Þetta þing Alþýðusambaríds íslands sækja um 280 fulltrú- ar 138 verkalýðsfélaga, er telja innan vébanda sinna rúmlega 25 000 vinnandi menn og kon- ur. Lýðræðissinnar verða í ör- uggum meirihluta á þessu þingi, þar eð kommúnistar fóru enn meiri hrakfarir í kosningunum til þess en í kosn ingunum til tuttugasta og fyrsta þingsins fyrir tveimur árum, en þá var endi bundinn á óstjórn komrríúnista í Al- þýðusambandinu og pólitíska misnotkun þeirra á því. Full- trúakjörið er því óræk trausts yfirlýsing á fráfarandi sam- bandsstjórn, enda hefur hún unnið mikið starf og gott, þótt kommúnistar hafi rægt hana og svívirt og talið öll verk hennar óa’andi og óferjandi. En annars var auðvitað elcki að vænta úr þeirri átt. Af verkefnum sambands- stjórnar á liðnu kjörtímabili háfa dýrtíðarmálin og kaup- gjaldsmálin verið fyrirferðar- mest og mikilvægust. Alþýðu- ramband íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja unnu í sameiningu mikinn sigur í Eumar, þegar ríkisstjórnin sá sig til þess neydda að taka aft- ur bráðabirgðalögin um fölsun júlívísitölunnar. Þar sýndu verka’ýðssamtökin festu og þrautseigju, sem Ieiddi til skjóts sigurs. Sambandsstjórn in hefur á kjörtímabilinu beitt sér mjög fyrir því, að sam- ræma kaupgjald í landmu, en þau mál voru í algeru öng- þveiti, þegar valdatíma komm- únista lauk. Á því svið'i hefur tekizt að ná þeim árangri, að nú má heita, að kauptaxtar í iandinu séu ekki nema tve;r, kr. 9,00 og kr. 9,24 á klukk Gtund; og á þessu kjörtímabili ; hafa: veriö gerðir fleiri kaup-; sarnningár en nökkru sinni áð- ur á jáfnstuttum tíma í sögu framtakanna eða. aTs 250—300 Famningar, og með þeím öllum fengust kjaraþætur viðkom- nndi félögum til handa. Þessi dæmi nægja til að sýna það, að fráfarandi sambandsstjórn r.efur unnið vel og dyggilega að því, sem henni bar og hún var til kjörin á alþýðusam- bandsþinginu fyrir tveimur árum. , I j Þegar þetta £.lþýðusambands þing kemur saman, eru við- horfin ærið breytt frá því, sem verið hefur undanfarin ár. At- vinnuöryggi landsmanna hef- ur stórminnkað, og atvinnu- levsi er víða farið að gera al- varlega vart við sig. Dýrtíðin hcfur aldrel verið meiri. Af- leiðingar gengislækkunarinn - ar hafa reynzt miklum mun þungbærari en nokkurn gat órað fyri r í upphafi. Ríkis- ctjórnin Iætur sem 'hún viti okki af vandamálurn atvinnu- lífsins. Stuðningslið hennar á alþingi leggúr til, að tillögum Alþýðuf.’okksins og Alþýðu- sambandsins um athugun þess og ráðstafanir til úrbóta sé ^ vísað frá. Ríkistjórnin. beitir sér meira að segja fyrir þvi, | að vinnumiðlun á vegum rík- i isins sé hætt, þegar hennar er) mest þörf. Vestfirðingar hafa nkorað á ríkisstjórnina áð hefj ast handa um ráðstafanir til þess að auk.a atvinnu og draga úr atvinnuleysi. Sveitarfélög og verkalýðsfélög hafa gert sams konar eða hliðstæðar ályktanir. En ríkistjórnin Ginnir þessum málaleitunum engu. Hún virðist ekki telja um öðrum vandamálum en iieyleysi bænda á óþurrkasvæð unum norðan lands og austan! Slíkar eru kveðjur ríkis- stjórnarinnar og meirihluta al- astæðu til að hyggja áð nein- þingis til verkalýðssamtakarma í landinu, þegar þing þeirra er að setjast á rökstóla. En þessir aðilar munu :sannfærast um, að ís’cnzk s.Iþýða er staðráðírí. i.aS fylkja liði til baráttu við erfiðleikana. Iíún læ'tur ekki kalla yfir sig neyð og skort að óreyndu. Verkalýðshreyf- íngin hefur mótað ýtarlega og raunhæfa stefnu í dýrtíöar- málunum. En óskum hennar hefur ekki verið sinnt. Þvert á móti hefur. afturhaldið grip- ið til gengi sl ækku nar innar, ráðstöfunar, sem verkalýðs- samtökin vöruðu eindfegið við og börðust gegn. Nú heíur nær átta mán'aða reynsla sýnt og sannað, að stefna verkalýðs- ramtakanna var rétt, en stefna afturhaldsins og ríkisstjórnar þess röng. Verkalýðshreyfing- Ln mun á því alþýðusambands þingi, sem nú er að hefjast, vafalaust ítreka sína fyrri af- stöðu og krefjast þess, að haf- izt verði handa um að bægja frá dyrum bjóðarinnar vanda þeim, sem nú steðjer að. Þess vegna verða dýrtíðarmálin og atvinnumálin aðalmál sam- bandsþingsins. Og þjóðin öll mun gefa gaum að því. sem fulltrúar verkalýðshreyfingar- innar hafa þar fram að færa. Alþýðublaðið býður tuttug- asta og annað þing Alþýðusam bandsins velkomið til starfs og árnar því og samtökum verkalýðsins á íslandi heilla og góðs árangurs. Samtök verkalýðsins hér á landi hafa löngu sannað tilverurétt sinn og háleitt hlutverk. En mest cr um þau vert, þegar þjóðín er í hættu stödd vegna að- a s ÞAÐ ÆTLA AÐ VERÐA heitar umræður um rekstur út- .varpsms, eins og spáð var í þessum dálki nýiega. * £: * Á morgun, mánudag, kemur út pési um betta efni eftir Helga Hjörvar, sem þegar hefur 'skrifáð tvær blaþagreinar um málið. . ,.y ' 'BALTfC: TBAÐING." COMPANY, hið jiýja heildsölu- fyrirtæki kommúnista. s’em ríkisstjörsiirí cr að hlúa'áð 'með- því aðTeyfa jiví innílutning á: t'aiiv. f 'ni- ‘hvéM; hlómgast' 'ríá á .' jötunn. **fk: Hírítáfé þess hcfuf nýléga-'-yc'nð 'átókíð tím 40 0Ö0 kr. Jóhánn Hafstein hefur látið af formennsku í Hæringi, en við tekið Pétur Sigurðsson sjöliðsforingi. . WKO, heilbrigðismálastofnun sameinuðu þjóoamia. hefur óskað eftir ýtarlegum skýrslum ura bérkiasji'.klinga hér á landi. TH að gera skýrslurnar barf fullkomnar bókháldsvélar, og mun WHO, Reykjavíkurbær og Ilagstofan nú saméiginlega reyna að fá leyíi til að.-leigja amérískar líollerith vélar. ’*’** Leigan er $ 12 000 eða 214 000 kr. á ári. Fríkirkjusöfnuðurinn kvartar undan því, að Hafnarfjarðar- vegnarnir hafa aðsetur framan við kirkjudyrríar. Ferðaskrifstofa Marshalllandanna, ETC, hefur rneðal ann- ars auglýst. Island sem ferðamannaland vestan hafs. ÍSLENZKAR STÚLKUS skara fram úr hváð fegurð sncrtir, hvar sem þær eru. *** Af 9 siúlkum, sem valdar voru ti! aö taka þátt í fcsrurðarsamkcpjmi í Manitobahá- skóla í Winnipég, vorU 3 íslenzkar. *** Auðvitað sigraði ein þeirra, Ruth Thorvaldson, 17 ára. „Glitra daggir. grær fo!d:t er ein vinsælasta kvikmynd, sem hér hefur verið sýnd. * 4000asti gesturinn, sem sá myndina á Akureyri, Hólmfríður Guðmundsson, fékk fagra silkislæðu í verolaun. Tónlistarfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að stofna tón- listarskóla og ráði.ð Guðmund Gilsson skólastjóra. VERZLUNIN: Ingibjörg Sígurðardóttir, Öldugötu 51, hefur keypt hlut Thoru Friðriksson í verzluninni París. Þorvaldur Guðmundsson hefur keypt hlut Steingríms Magnússonar í Síld og fi.ski og á fyrirtækið nú einn. Bæjarráð hefur neitað að samþykkja sunnudagaskólahald í görnlu mjólkurstöðinni við Snorrabraut. ÍSLAND í F.RLENÐUM BLÖÐUM; Nýlcga birtist í blað- inu New York Sunday News eftirfarandi klausa: „ Lausaleiks- böin eru verulega mörg á íslandi, þar scm minna en þriðjungur þjóðarinnar er giftur. Sarnt er fæðingatalan ein hin hæsta í he5mi. Til þess að komast út úr bessum vandræðum samþykktí alþingi lög, sem afnema orðið „ungfrú“, cn fyrirskina, að allar stúlkur skuli, er þær ná 14 ára aldri, ósjálfrátt verða „frúr“.“ steðjandi erfiðleika og inn- lendrar óstjórnar, eins og nú. Bertrand Russel og kommúnistar, UMMÆLI ÞJÓÐVILJANS í tilefni af úthlutun bók- menntaverðlauna Nóbels á dögunum hafa vafalaust vak- ið undrun margra. Hér skal ekki rætt um það, sem komm únistablaðið tilfærði eftir einu mesta auðstéttarblaði heims um skáldskap Williams Faulkners, þótt hvorki væri það smekkleg né gáfuleg kynning á þessum snjalla og sérkennilega rithöfundi. Hins vegar er ástæða til að víkja öríáum orðum að umsögn Þjóðviljans um brezka heim- spekinginn, rithöfundinn og mannvininn Bertrand Russ- e’l, en h;nn hlaut við þetta tækifæri þann dóm kommún- istablaðsins, að hann væii hoðberi „lauslætis og kjarn- orkustríðs"! ÞESSI MÁLFLUTNIN GUR komrnúnistablaðsins er senni lega einsdæmi. Sú ásökurí, að Russell sé boðberi lauslæt- is, mun byggg á því, að hann hefur ritað bók um hjónaband . ið, þar sem hann mælir hisp- urslaust með því, að hjón, sem ekki uni hjúskapnum,. slíti samvistum. 0g satt að sagja má það furðulegt telj- ast, ef þessi afstaða Bertrands Russe’ls getur talizt hneyksl- unarverð. Sér í Irgi er það þó hjákátlegt, að íslenzkir kom- múnistar skuli vera að fetta' fingur út í hana, því að sjálf- ir hafa þeir gefið út bækur um ástir og hjónabönd, bar sem haldið er fram allt öðru og meira „lauslæti", ef Þjóð- viljinn vill hafa það orð, en hinn frjálslyndi og þó hóf- sami brezki spekingur gerir. Nægir því til sönnunar að minna á bækling Katrínar Thoroddsen, „Frjálsar ástir“, .sem Kommúnistaflokkurinn gaf einu sinni út. TILEFNI ÞESSA vindhöggs liggur annars í augum uppi. Bertrand Russell er einn þeirra, sem orðið hafa fyrir vonbrigðum af byltingunni í Rússlandi og þróun stjórnar- farsins þar í landi eftir bylt- ingpna. Og hann hefur gert grein fyrir þessum skoðunum sínum eins og öllum öðrum einarð’ega og ærið óþægilega lyrir kommúnista. Hann hef ur í áheyrn heimsins boðað þann röksíudda sannleika, að k ommú n isminn í Rússlandi sé í dag sams konar hætta og nazisminn í Þýzkalandi og fasisminn á Ítalíu var fyrir síðari heimsstyrjöldina. Þess vegna hata kommúnistar Bertrand Russell. Þeir standa berskjaldaðir gagnvart hon- um, þegar hann ber fram á- kærur sínar á harðstjórana og kúgarana í Rússlandi og svikarana við hugsjónir bylt- ingarinnar, en eins og jafn- an reynist hatur þeirra því ofstækisfyllra sem varnar- ’eysig er meira. SN ÞESSI AFSTAÐA komm- únista á ekki aðeins við um Bertrand Russell. Þeir beita sömu vopnum gegn öllum andstæðingum sínum. Heims- frægir rithöfundar, sem kom múnistar áttu ekki orð til að lofa fyrrum, þegar þeir töldu þá hliðholla sér og Rússum, hafa orðið ritskussar og and- leg vesalmenni á samri stundu og þeir snerust gegn harðstjórninni og kúguninni í Rússlandi og hundslegri hlýðni kommúnista annarra landa við húsbændurnar austur í Kreml. Sú var tíðin, að kommúnistar dásömuðu franska rithöfundinn André Gide, og Kristinn Andrésson tsldi hann meistara meistar- anna í rítgerð í Rauðum penn um. Síðar sneri Gide baki við kommúnistum, er hann kynnt ist þeim nánar austur á Rússlandi, og hefur sagt þeim óvægilega til syndanna. Híinn missti um leið skáld- gáfuna að dómi kommúnista. Og ekki nóg með þa3. André Gide hafði að þeirra áliti aldrei maður verið! ÞETTA ERU MENNIRNIR, sem þykjast þess um komnir að meta og dæma bókmennt- ir og rithöfunda! Andstæðing arrtir eru óalandi og óferj- andi, þótt þeir hafi náð efstu tindum listarinnar, og fyrr- um verið átrúnaðargoð kom- múnista. En hlýðnir og fylgi- spakir samherjar kommúu- ista, sem aldrei hafa komizt upp úr mýrlendi meðal- mennskunnar, eru taldir hin- ir mestu snillingar! er safo srtiá- sagoa og leijcrita. HEIMSKRINGLA hefur gef íð út nýja bók eftir Hálídór Stefánsson, og nefnist hún „Sögur og smáleikrit“. Flytur bókin fjórtán smásögur og fjög ;ir leikrit. Þet.ta er fimmta bók Hall- dórs Stefánssonar. Áður hafa !comig út eftir hann smásagna nofnin „í fáum dráttum“, „Deuðinn á þriðju hæð“ og ,,Einn er geymdur11, svo og nkáldsagan ,.Innan sviga“. Smásögurnar í hinni nýju bók Halldórs bera þessar fyr- irsagnir: Draumur til kaups, „England e-rpects every man o do his duty“, Flækjur, Girt vyrir g’apræði, Grafið Ijóð, Grimmd, Hinn rnikli segull, Manfundir, Salómonsdómur, Sigur í kohmi, Sori í bráðinu, Sprettur Valdstjórnin gegn .. . og Þjófnðaur. Leikritin í bók- Inni neínast: Arfur, Evusátt- aiáli og Orsök ókupn. „Sögur og smáleikrit“ er um 200 blaðsíður að stærð, prent- uð í prentsmiðjunni Hólar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.