Alþýðublaðið - 02.12.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.12.1950, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. desember 1950 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Samþykkt 22. þings Alþýðuflokksins iim 22. ÞING ALÞÝÐUFLOKKSINS liefur í sérstöku ávarpi 'tíl þjóðarinnar markað beildarstefnu sína og starfsaðferðir. Varðandi dægurmál þau, sem nú eru efst á baugi, ályktarj þihgið eftiMrandi: ’ ’ 19 tr.srU j IV ÁtvíríntifttáíV Þingið leggur á það ríka áherzlu, a'ð fjölbreytt og blóm- Segt atvinnulíf þróist í landinu, og telur, að undir slíkt renni þrjár meginstoðir: sjávarútvegur, Iajidbúnaður og iðnaður. Álítur þingið það skyldu ríkisvaldsins að sjá svo um, að öll atvinnutæki séu hagnýtt til fulls og öflugar ráðstafanir gerðar til þess að lcoma í veg fyrir atvinnuleysi. I því sambandi leggur þingið áherzlu á, að dreifing atvinnutækjanna og staðsetning iðna'ðar sé við það miðuð, að atvinnuskilyrði verði sem jöfnust, Iivar sem er á landinu. Krefst þingið þess, að athugun verði þegar í stað látin fara fram á atvinnuástandinu í kaupstöðum og kauptúnum og ráðstafanir gerðar ti[ úrbóta, þar sem þess feynist þörf. 2. Rekstur útvegsins. Þingið telur affarasælast, að hin stórvirku atvinnutæki út- Vegsins, togararnir, séu reknir af bæjarfélögum e'ða ríki, og Staðsettir þannig, að atvinnulífinu unt land allt verði að þeint 6em mestur stuðningur. Þingið álítur eðlilegast að reka báta- Útveginn einkurn í formi samvinnufélagsskapar. 3. Aukning stóriðnaðar. Þingið telur nauðsynlegt, að rannsókn fari frarn á hrá- efnalindum landsins. Það lýsir sig fýlgjandi fyrirætlunum unt byggingu sementsverksmiðju og áburðarverksmiðju, sent og þinum fyrirhuguðu rafvirkjunum. Það álítur og nauðsynlegt ^ð fullgera fiski'ðjuver ríkisins og styðja allan slíkan stóriðnað í þágu útflutningsframlciðslunnar. 4. Efling landbúnaðar. Þingið er þeirrar skoðunar, að við landbúnaðarframleiðsl- tma beri að auka sem niest véltækni, gagnnýtingu og afköst svo og skipuleggja framleiðsluna sem bezt me'ð tilliti til mark- aða og frantleiðsluskilyrða, þannig að unnt verði að koma Jtvoru tveggja til leiðar, að gera afurðirnar ódýrari fyrir neyt- endur og bæta jafnfrantt hag bændastéttarinnar. 8. Ráðstafanir til að tryggja rekstur j',ööí8bn's íias2 ■ Þingið átelur það sinnulqjsir stjórnarvalda, að haía ekki . -k i ■ * ‘ n * v •* ^ • 11 ' , þegar gert ráðstafanir til þess áð íryggja rekstur bátaflotans á kontandi vetrarvertíð. Þingið telur, áð ekki komi til mála að grípa til frekari gengislækkunar útveginum til aðstoðar. Það lýsir sig og alidvígt því, að reynt ver'oi að leysa vandantál báta- útvegsins með því að fá útvegsmönnum ótakmarkaðan ráð- stöíunarrétt yfir gja'deyri þeim, er þeir afla, eða með því að beina útflutningnum í stórauknum mæli yfir á vöruskipta- grundvöll, þar eð hvort tveggja jafngildir gengislækkun og mundi stórhækka vöruverð í landinu, auk þess sem reynsla hefur sýnt, að óheilbrigðir verzlunarhættir og brask siglir í kjölfar slíks skipulags. Þingið telur, að vandamál bátaútvegs- ins eigi fyrst og fremst að leysa með auknum sparnaði í rekstri og bættuni vinnuaðferðum, bæði v|ð veiðar og vinnslu aflans, og telur óverjandi að leggja nýjar byrðar á almenning útveg- inum til hjálpar, fyrr en slíkar ráðstafánir hafa verið gerðar. Að svo mikfu lcyti, sem þær kynnu ekki að vera nægilegar, bendir þingið á þá leið, að ríkissjóður greiði niður ýmsa kostn- aðarliði, fyrst og fremst þá, sem teknir eru af óskiptu, svo að báðum aðilum komi að gagni, sjómönnum og útvegsmönnum. Þá skorar þingið á stjórnarvöld að semja nú þegar reglugerð fyrir fiskveiðades'd hlutatryggingarsjóðs og sjá síldveiðideild hans fyrir nægilegu fé til þess að sjóðurinn goti greitt síldveiði- sjómönnum allar inneignir þeirra frá síðustu vertíð fyrir næstu áramót. 9. Heilbrigð fjármálastefna. Þingið telur verðbólgu og jafnvægisleysi í þjóðarbúskapn- um mjög andstætt liagsmunum alls almennings og telur nauð- synlegt, að ríki og bankar hagi fjármálastefnu sinni þannig, að jafnvægi sé tryggt og komið í veg fyrir verðbólgu. I því sam- bandi leggur þingið sérstaka áherzlu á, að fjár til framkvæmda sé aflað með eðlilegum hætti, ríkisbúskapuriiin sé raunveru- Iega hallalaus og litlánastarfsemi bankanna gætileg. Enn frem- ur álítur þingið nauðsynlegt að gera allsherjarráðstafnir til sparnaðar í rekstri ríkis, bæjar- og sveitarfélaga, opinberra stofnana, einkafyrirtækja og samvinnufyrirtækja. 10. Skattamál. 1 5. Hagkvæmari verzlun. Þingi'ð telur óhjákvæmilegt að endurskipuleggja utanrík- isverzlun landsmanna og þá sérstak’-ega innflutningsvcrzlun- Sna til þess að gera hana ódýrari. Bendir þingið í .því sam- l>andi á stofnun einkasölu með sumar vörur, en eflingu inn- Itaupasambanda xitvegsmanna, iðnaðarmanna, byggingarfélaga, samvinnufélaga og smákaupmanna á öðrum sviðum. Þingið hvetur til stuðnings vi'ð samvinnulireyfinguna til þess að stuðla að lækkuðum dreifingarkostnaði innan Jands. Enn fremur telur þingið nauðsynlegt að gera sérstakar ráðstafanir til þess að draga úr dreifingarkostnaði innlendrar landbúnaðarvöru. Jafnframt átelur þingið harðlega þann skort, sem nú er á Jientugum vinnufatnaði, og telur nauðsvnlegt, að stjórnarvöld- |n bæti bar úr. 6. Lækkun dýrtíðar. Þingið telur það skyldu stjórnarvaldanna að gera öflugar ráðstafanir til þess að reisa rönd við dýrtíðinni, sem enn fer ört vaxandi, en álítur þau hafa brugðizt þessari skyldu. Þingið jkrefst þess, að innflutningur neyzluvöru verði stóraukinn frá því, sem verið hefur, svo að aldrei sé skortur á nauðsynjum og ráðstafanir gerðar til að uppræta algei-lega „svartan mark- ,að“. Það telur nauðsynlegt að gera neytendum kleifí að kaupa 'sjálfir vefnaðarvöru til fatagerðar, svo að þeir séu ekki neydd- ir til þess að kaupa hana sem verksmiðjuunninn fatnað. > 7. FuII dýrtíðaruppbót á laun. Þingið telur nauðsynlegt að endurskoða allt skatta- og tollakerfi landsins með það fyrir augum að lækka tolla á nauðsynjavörum og auka persónufrádrátt, en hækka skatta á óhóflegum gróða, verðhækkunum fasteigna og erí'ðafé. Enn fremur álítur þingið brýna nauðsyn bera til að gera öflugar ráðstafanir til að tryggja rétt framtöl og gera skattheimtuna einfaldari og ódýrari. Þingið skorar á alþingi að samþykkja frumvarp Soffíu Ingvarsdóttur um að gera giftar konur, sem vinna utan heimilis, áð sjálfstæðum skattgreiðendum. II. Aukin bygging verkamanna- og samvinnubústaða. Þingið telur það eitt brýnasta hagsmunamál alls almenn- ings að ráðin sé bót á húsnæðisskörtinum og öllu heilsuspillandi húsnæði útrýmt. Það telur stóraukna bvggingu verkamanna- bústaða öruggustu leiðina að því marki og skorar á stjórnar- völd landsins áð gera byggingarfé’ögum verkanxanna og sam- vinnubyggingarfélögum kleift að byggja senx mest. 12. Efling almannatrygginganna. Þingið mótmælir eindregið þéirri stefnu núverandi stjórn- arvalda að draga úr fjárframlögum til almánnatrygginga. Það leggur ríka áherzlu á að haldið sé áfram að auka og bæta tryggingarnar og vili sérstaklega benda á nauðsyn þess að lög^ lei'ða áltvæði urn mæðralaun. Það telur og sjálfsagt, að greidd sé full dýrtíðarunpbót á allar bætur. (Innanlandsflug). Frá Reykjavík: Sunnudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja Mánudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja Þriðjudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Blönduóss — Sauðárkróks 1 Miðvikudaga: Til Akureyrar — Vestmannaevja — Isafjarðar — Hólmavíkur — Hellissajids Fimmtudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Reyðarfjarðar — Fáskrúðsfjarðar — Norðfjarðar — Seyðisf jarðar — Sauðárkróks Föstudaga: Til Akureyrar •— Vestmannaeyja — Hornafjarðaj" — Fagurhólsmýrar — Kirkjubæjarklausturs Laugardaga: Til Akureyrar , — Vestmannaeyja — ísafjarðar — Blönduóss •— Sauðárkróks I Frá Akureyri: Til Siglufjarðar alla virka — Kópaskers fimmtudagí •— Austfjarða föstudaga E§ep i FLUGFÉLAG ÍSLANDS. Kaup - Sala umboðssala. Gólfteppi Útvarpstæki Útvarpsfónar Plötuspilarar Ritvélar Karlmannafatnaðir o. m. fl. VERZL. GRETTIS- GÖTU 31. Sími 5807. Minningarspjöld Þar eð dýrtíð hefur á undanförnum mánuðum vaxið miklu sneir en stjórnarvöld gerðu ráð fyrir, þegav gengislögiu voru sett, og kjör almennings hafa auk þess rýrnað umlanfarið vegna ótryggs atvinnuástands og vöruskorts, kiæfst þingið þess, að gengislögunum ver’ði breytt á þá lund, að full dýrtíðaruppbót verði greidd mánaðarlega, og skorar á alþingi að samþykkja frumvarp það um þetta efni, sem þingmenxv, Alþýðufiokksins liafa flutt. 13, Aukin hvíld á togurum og öryggi á vinnustöðvum. Þingið lýsir fylgi sínu við frumvarp Finris Jónssonar um 12 stunda hvíld á togurum og frumvarp Emils Jónssoiiar um öryggi á vinnustöðvum og skorar á alþingi að samþykkja þau. Dvalarheimilis aldraðra sjómanna fást í skrifstofu Sjómannadagsráðs, Eddu- húsinu, sími 80788, M. 11—12 og 16—17, Bóka- búð Helgafells í Áðalstr. og Laugavegi 100 — og í Hafnarfirði hjá Valdi- j mar Long. Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.