Alþýðublaðið - 07.12.1950, Page 5
Fimmtudagur 7. des. 1950.
ALÞÝÐUBLAÐIÖ
5
Grein Sigurjóns Sæmundssonar: Síðari hiuíi
arsfjórnarntairihlyfans á Sigl
KIÐUKSTOÐUR MALSINS
Niðurstöður þessa einstæða
,, sparnaðar “-br þ.lts ■ meir ihlut-,.
ans eru því þær, að þar er um
engan sparnað að ræða annan
en þann, sem fulltrúar Al-
þýðúflokksins samþykktu, þ. e.
istarf gæzlumanns hafnarbáts
kr. 4000,00; greiðsla til hests
sorphreinsunarmanns kr. 8000
og starf heilbrigðisfulltrúa kr.
4000, eða samtals kr. 16 000,00.
Auk þess kemur til sparn-
aðar ca. 9000,000 kr. vegna
bókasafnsins, sem er á kostnað
menningarmála bæjarins. Hinn
raunverulegi sparnaður er því
25 000,00 kr., en ekki 130 þús.
kr. eins og J. K. og bæjar-
stjórnarmeirihlutinn hafa hakl
íð frain án nokkurs rökstuðn-
ings. En þar frá dregst það,
gem væntanlega tapast á öðr-
um aðgerðum, eins og t. d. því
að leggja niður röragerðina, svo
búast má við að hagnaður
verði enginn af ,,sparnaðar“-
aðgerðunum.
Það er því eins greinilegt og
verða má, að allt þetta brölt
bæjarstjórnarmeirihlutans er
hreinar atvinnuofsóknir á
bendur siglfirzkum Alþýðu-
flokk^mönnum, settar fram að
tundirlagi kommúnista, sem sjá
sér leik á borði að nota lýðræð-
isflokkana tvo með sér til
slíkra óhæfuverka. Sem dæmi
má nefna, að fyrir skömmu var
Þjóðviliinn að hrópa upn um
það, að um atvinnuofsóknir
Væri að ræða á hendur starfs-
manna Reykjavíkurbæjar, og
er illt til þess að vita ef satt
ræri. En á Siglufirði hefur
formaður verkamannafélagsins
forgöngu í því, að atvinnuof-
sóknum er beitt gegn þremur
af duslegustu verkamönnum
bæjarins og hefði þó mátt á-
líta, að hann k'lti .sig málefni
Verkamanna meira skipta en
borgarstjórinn í Reykjavík.
En þetta virðist réttlætan-
legt, af því menn þessir eru
ekki kommúnistar og nú þegir
Þjóðviljinn.
Meirihlutinn hefur að vísu
klofna.ð í þessu máli, eins og
ejá má á ráðningu bæjarverk-
Btjórans'. Sömuleiðis var bóka-
vörður ráðinn á ný og treysti
meirihlutinn sér ekki til að
ganga á móti honum vegna sér
Etakra vinsælda hans. En gerð
þeirra er söm gagnvart öðrum
Alþýðuflokksmönnum, sem
reknir voru.
9,AFREK“ kommúnista.
Það verður að leita lengra
én til líðandi stundar, ef finna
á réttar orsakir fyrir þessum
atburðum öllum. Orsakanna er
að leita í skipan hinna póli-
fcísku flokka í bænum. Komm-
túnistar eru stærsti flokkurinn.
Halda þeir uppi skefjalausum
éróðri, sem þeirra er vandi,
hafa blaðakost á við alla hina
íiokkana til samans og launað
og ólaunað starfslið án tak-
Snarkana, að því er virðist. Hér
Biun líka vera sterkasta vígi
kommúnista á íslandi að til-
tolu og hér hafa þeir látið fram
ffara hinar fyrstu tilraunir til
ýmissa ofbeldisaðgerða, sem
framkvæmdar hafa verið hér
á landi. Á fyrstu árum Komm-
únistaflokksins á íslandi, eða
1924, fór hér fram hinn svo-
nefndi Dettifoss-slagur. Það
var ekki ofbeldismönnunum
að þakka, að ekki hlutust af
dauðaslys og margir bera minj
ar þéssara <"< átaka' Ail: 'æviloka.
Þetta var nokkurs konar próf-
stýrjöíd,'; séth ÍýÖráéðiifíokkuri-
um tók.st þó að hnekkja, en
varð upphaf að sams konar
villimannlegum uppþotum, og
er hið síðasta árásin á Alþing-
ishúsið 30. marz 1948. Nú eru
sjálfstæðismenn í mjög náinni
samvinnu við þessa menn, með
fullu samþykki og velvi’.ja
'íokksforustunnar í Reykjavík,
að því er viroist. Morgunblað-
ið hefur lagt blessun sína yfir
,:samræminguna“ og átelur
siglfirzka Alþýðuflokksmenn
fyrir að skerast úr leik. Mun
þess því eigi langt að bíða, að
,samræmingin“ nái til Reykja
víkur og má því telja víst að
næsta árás á Alþingishúsið
verði sigursæili, þegar komm-
únistum hefur tekizt að skipu-
Seggja Morgunblaðsliðið í fvlk
ingarbrjósti til árásar á æðstu
tákn lýðréttinda á íslandi.
Næsta skref kommúnista
hér, sem vakti athygli alþjóð-
ar, var meðferð þeirra á mál-
efnum Kaupfélags Siglfirðinga.
Beittu þeir þar aðferðum, sem
iðeins þekkjast austan járn-
tjalds, ráku úr félaginu lög-
Iega kosna aðalfundarfulltrúa
og fóru höndum um eignir fé-
lagsins, eins og væru hinir
verstu óvinir Öðru sinni tókst
lýðræðisflokkunum að hrinda
árás þeirra og koma í veg fyr-
ir frekari skemmdarstarfsemi
í verzlunarsamtökum ísienzkr-
ar alþýðu, en þetta mun hafa
átt að verða upphaf slíkra að-
gerða. Nú hafa Tíminn og Dag-
ar að fullu viðurkennt þessa
menn sem „björgunarmenn“ i
bæjarmálefnum Siglufjarðar
og trúa sýnilega engum betur
fyrir framtíð bæjarfélagsins.
Mun þess því eigi langt að
bíða, að liðsoddar Framsókn-
ar opni kommúnistum leið inn
i kaupfélögin til þess að leyfa
þeim að fara ránshendi um
sjóði þeirra og eignir og til
þess að koma af stað svipaðri
„þróun“ og átti sér stað í Kaup
félagi Siglíirðinga á sínum
tíma.
Og enn eru kommúnistar á
ferðinni á Siglufirði. Nú hafa
þeir aðstoð borgaraflokkanna
tveggja, Sjálístæðis- og Fram-
sóknarflokksins, um pólitíska
atvinnuárás á Alþýðuflokks-
menn. Tylliástæðan, atvinnu-
hallæri og fjárhagslegt van-
mætti bæjarfélagsins, er mjög
vel til valin og líklegt að þeir
komist langt með að telja
mönnum trú um réttmæti þess
ara aðgerða, þeim sem ekkert
til þekkja. En almenningur og
allir frjálshuga menn munu
fordæma þessar aðgerðir, eins
og hinar fyrri og festa þær sér
í minni til viðvörunar síðar
rneir.
Það má vél véra,' áð mönri-
um. finni^t, að þeir. atbúfði'r séu'
ektó '.sérlega vérðir íhugurfar,
sem gerast"í 'émábæ 'fiorðúr í
landi. En þegar betur er að
gætt, kemur annað í íjós. Mál
þetta getur verið prófsteinn á
það, hvernig snúast beri við
viðfangsefnum eins og þessum.
Og allir þeir, sem nokkuð
virða persónufrelsi, heimilis-
helgi og atvinnuöryggi, vita
hvað þeim ber að gera er slík
málefni koma á dagskrá.
Hvaða orsakir liggja til sam-
fylkingar Sjáífstæðisl- og
Framsóknarflokksins við
kommúnista?
Fyrir nokkrum árum var
Sjálfstæðisf’okkurinn á Siglu-
firði allsterkur flokkur ,og var
tvísýnt hver hinna þriggja
flokka, Alþýðuflokkurinn,
Sjálfstæðisflokkurinn eða kom
múnistar, hlytu þingmann kjör
dæmisins fyrst eftir að Siglu-
fjörður varð sérstakt kjör-
dæmi. En síðan hafa þau póli-
tísku veðrabrigði skeð, að fylgi
sjálfstæðismanna hefur dvínað
mjög verulega, og stafar það
að mik’.u leyti af innbyrðis á-
tökum. Beztu mönnum flokks-
ins hefur verið þokað til hlið-
ar og við almenna listakosn-
ingu, svo sem til bæjarstjórn-
ar, hefur það verið mjög und-
ir hælinn lagt, hvar efstu menr:
listans lentu í röðinni að kosn-
ingum loknum. Hafa útstrikan
ir verið svo tíðar, að þær hafa
ekkert gefið eftir sambærileg-
um athöfnum Sjálfstæðisflokks
ins í Reykjavík, sem slíkt hef-
ur framkvæmt af mikilli fimi
Af þessum sökum hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn á Sighri.rði
misst kjölfestuna og ver;3 eins
konar vogrek, og er þao sízt
hryggðarefni fyrir Alþýðu-
flokkin. En það er aftur á móti
skýring á ýmsum aðgerðum
Sjálfstæðismanna í seinni tíð.
Fyrir rúmum tveimur árum
fékk Sjálfstæðisflokkurinn hér
liðsauka, ungan og greindan
rnann frá Reykjavík. Hugðu
siálfstæðismenn gott til þess
að honum kynni að takast að
sameina hin stríðandi ófl í
flokknum. Á framboðsfundi til
síðustu alþingiskosninga vakti
það athygli manna, að fram-
bjóðandi þessi ræddi lítiö um
þjóðmál og snerist ræða hans
að mestu um manngildi. Þótti
fyrrverandi forustumönnum
Sjálfstæðisflokksins sem með
þessu væri nokkuð að sér
sneitt, en aðrir töldu að hér
mundi um nýja stefnu að ræða
af hendi Sjálfstæðisflokksins.
En hvernig hefur þessi mann
gildishugmyrd reynzt í fram-
kvæmd. í bæjarmálum Siglu-
fjarðar hafa sjálfstæðismenn
Verkakvennafélagið Framsókn
heldur fund föstudaginn 8. þ. m. kl. 814 í Alþýðuhúsinu
við Hverfisgötu.
FUNDAREFNI:
1. Félagsmál.
2. Tryggingar og skattamál.
3. Fréttir af Alþýðusambandsþinginu.
Konur fjölmennið.
Stjórnin.
siglt beggja skauta byr í opin
faðm kommúnista. Þeir hafa
séð' úxn hlna lögfræðilegu hiið'
í ágréiriingbriiálurn við kornm-
únistakííkuna <3g forseti þæj-
árSÍjórnar hefúr kveðið úpp
hvern'úrskurðinri á fætur öðr-
um í bæjarstjórn, sem vægast
sagt verða að teljast mjög
hæpnir.
Sem dæmi um þetta má
nefna tillögu, er meirihlutinn
bar fram og getið er um í Al-
þýðubl. 27. okt. s.l., þar sem
þeir hafa þann hátt á, að skipa
2 menn í venjulega 3ja manna
nefnd og kjósa einn, til þess að
ráða vali allra mannanna. Máli
þessu skutu Alþýðuflokksfull-
trúarnir til félagsmálaráðu-
neytisins og hefur það kveðið
upp eftirfarandi úrskurð:
„24. nóvember 1950.
Með bréfi dags. 29. f. m. hafa
þrír bæjarfulltrúar Alþýðu-
flokksins í bæjarstjórn Siglu-
fjarðar, þeir Kristján Sigurðs-
s«-n, Sigurjón Sæmundsson og
Haraldur Gunnlaugsson, farið
þess á leit við þetta ráðuneyti,
að það úrskurði ógilda kosn-
ingu nefndar, sem kjörin var á
bæjarstjórnarfundi 24. f. ih. til
að ganga frá kaupum á togara
bæjarins o. fl„ og fyrirskipi
bæjarstjórninni að láta fara
fram kosningu í nefndina á ný
með hlutbundinni kosningu.
Málavexti kveða kærendur
vera þá, að á fundi í bæjar-
stjórn Siglufjarðar hinn 24. f.
m. hafi komið fram svohljóð-
andi tillaga:
„Jafnframt samþykkir bæj
arstjórn að fela bæjarstjóra,
forseta bæjarstjórnar og ein-
um manni kjörnum af bæjar-
stjórn að athuga möguleika á
útvegun nægilegs reksturs
láns, að því fengnu er nefnd-
inni falið að ganga frá kaup-
um á togaranum fyrir hönd
bæjarstjórnar.“
Að tillögu þessari fram kom-
inni kveðast kærendur hafa
lagt fram eftirfarandi breyting-
artillögu:
„Bæjarstjórn samþykkir
að kjósa þriggja manna nefnd
til að athuga möguleika á út-
vegun nægilegs rekstursláns
vegna hins nýja togara, sem
fyrirhugað er að kaupa, að
því fengnu er nefndinni falið
að ganga frá kaupum á togar-
anum fyrir hönd bæjarstjórn-
ar.“
f ræðum sínum um tillögur
þessar kveða kærendur sig hafa
tekið fram að í ofangreindri
breytingartillögu fælist krafa
um að kosið væri hlutbundnum
kosningum í nefnd þessa. Engu
að síður hafi breytingartillaga
þeirra verið felld með 6 at-
kvæðum gegn 3 og krafa þeirra
um hlutbundna kosningu í
nefndina þar með áð engu höfð.
í 14. kafla laga nr. 81/1936
um sveitarstjórnarkosningar,
sem fjallar um kosningar innan
bæjarstjórna og hreppsnefnda,
segir svo í upphafi 31. gr.:
„Kosningar í nefndir, er
bæjarstjórn eða hreppsnefnd
kýs, skulu jafnan vera leyni-
legar og enn fremur hlut-
bundnar, ef þess er krafizt og
fleiri skal kjósa en einn
mann . . .“
Þá segir svo í upphafi 5. gr.
fundarskapa fyrir bæjarstjórn
Siglufjarðar, sem staðfest eru
14. des. 1938:
Smurf brauð
Ódýrast og bezt. Vinsam-
legast pantið með íyrir-
vara.
MATBARINN
Lækjárgötú d'. Íími'80340.
„Nefndir til þess að starfa
að einstökum málum, hvort
sem þær eru fastanefndir eða
nefndir til þess að fjalla um
einstök mál, skal kjósa hlut-
bundnum kosningum eftir að-
ferð þeirri, sem kennd er við
de Hondt, nema bæjarstjórn
sé öll sammála um anr.að
kosningafyrirkomulag . . .“
Þar sem hér er um kosningu
þriggja manna nefndar að ræða
(sbr. niðurlag tillögu þeirrar,
sem samþykkt var: „. . . að því
fengnu er nefndinni falið að
ganga frá kaupum á togaranum
fyrir hönd bæjarst jórnar''),
sem enginn getur talizt sjálf-
kjörinn í, virðist Ijóst að um
fyrirkomulag á kosningu manna
í hana verður bæjarstjórnin að
fara eftir fyrirmælum gildandi
fundarskapa og 14. kafla laga
nr. 81 1936, sem nefnd hafa ver
ið hér að framan. Getur ráðu-
neytið því ekki fallizt á þá skoð
un, er fram kemur í bréfi for-
seta bæjarstjórnar til ráðuneyt-
isins, dags. 18. þ. m„ að hér hafi
verið um nefnd að ræða, sem
aðeins hafi átt 'að kjósa einn
mann í, og fyrirmæli 31. gr.
lagaA nr. 81/1936, um hlut-
bundna kosningu því ekki átt
hér við.
Með skírskotun til fyrr-
greindra ákvæða í Iögurn nr.
81/1936 og fundarsköpum bæj-
arstjórnar Siglufjarðar Htur
ráðuneytið svo á, að kosning
nefndar þeirrar, sem áður til-
greindir bæjarfulltrúar Alþýðn
flokksins hafa kært til ráðu-
neytisins, sé ólögmæt, þar sem
hún hafi ekki verið hlutbundin,
svo sem fyrir er mælt í nefnd-
um ákvæðum, en þar. er, eins og-
áður er vikið að, skýrt fram
tekið, að nefndir 'sem þessa
skuli kjósa hlutbundinni kosn-
ingu nema bæjarstjórn sé öll
sammála um annað kosninga-
fyrirkomulag.
Þetta tilkynnist yður hér
með.
F. h. r.
Jón S. Ólafsson
(sign.)
/Hallgrímur Dalberg
(sign.).“
Eíns og sjá má af þessu, hef-
ur meirihlutinn með þessum
aðgerðum hugsað sér að þver-
brjóta allar lýðræðisreglur.
sem gilda um þessar kosning-
ar, eingöngu til þess að hindra
Alþýðuflokksmenn í þátttöku í
félagsmálum. Þarf því engan
að undra þótt þeir beiti at-
vinnuofsóknum, þar sem þeir
hika ekki við að brjóta lög, til
að koma áformum sínum í
Cramkvæmd. Og þetta sannar
enn fremur, að það er ekki i’ó
bæjarsjóðs, sem á að spara,
heldur á að spara þátttöku Al-
þýðuflokksmanna í störfum og
opinberum málum.
Það er sérstaklega vert að
ithuga það í þessu sambanái,
að forseti bæjarstjórnar er lög-
fræðingur og því mjög vel
kunnugur öllum reglum urn
Framh. á 6. síðu. •