Alþýðublaðið - 07.12.1950, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 07.12.1950, Qupperneq 6
6 ALÞVfHJRJ.A-Bm Fimmtudagur 7. des, 1950. nr. 21,1959, frá skömmfunarsijóra. výtveSið hefur verið, að „Skammtur 19“ (fioluhlár litur), aí núgildandi „Fjórða skömmtunarseðli 1950“, skuli vera lcgíeg innkaupaheimild fyrir 500 g af sykri, ‘ frá deginum rdag pg tíl loká ^íesga'áks. Jaínffamt.'hefur verið ákveðiðr áð „Skammtur 18“ (fj ó’ubl|r. Iííuk), af núgddahdi „ÉgdfiSá skömmtunarseðli. 1950“, skuli* vera lögleg imikáupaheimild fyrir 250 g .af smjöri, frá deginum í dag og til febrúarloka 1951. Þ&ssir nýju skammtar er,u því: hálft kíló sykur út á skammt 19, og kvart kíló smjör út á skammt 18. Verzlanir eru alvarlega áminntar um, að láta að- eins e;ina tegund skömmtunarseðla í hvert umslag, og b’ar.da ekki þessum nýju reitum saman við eldri reiti, og .skxifa síðan á þau nákvsemlega vörutegund og magn. Reykjavík, 6. desember 1950. Skömmtunarstjóri. Framh. af 5. síðu. þessi mál. Hann hefur því a'ð j'firlögðu ráði í forsetasæti í bæjarstjórn Sigliifjarðar lej'ft sér að brjóta þau lög og reglur, sem bæjárstjórn Siglufjarðar ber að starfa eftir. Þetta mun sá skerfur, sem Sjálfstæðis- flokkurir.n leggur fram í meiri hlutanum og geta samherjarn- ir vissulega verið ánægðir. Þessu til viðbótar má svo geta þess, að til þess að vera ekki eftirbátur, hefur bæjarstjóri gengið milli áhrifamanna í Reykjavík með alls konar gróusögur um Alþýðuflokks- menn á Siglufirði í sambandi við þetta mál, í þeim tilg^ngi að reyna að réttlæta þessi fá- heyrðu lagabrot. En hvaða orsakir liggja til þess að Framsóknarmenn ger- ast svo opinskátt liðsmenn kommúnista? Það er alkunna, að Framsóknarflokkurinn er fremur linur á hinni pólitísku línu, svo sem bezt má sjá á því, að hann er í ríkisstjórn með íhaldinu á sama tíma og hann leggur kommúnistum á Siglufirði til framkvæmda- Stjóra í bæjarmálum, og vinn- ur víða meg kommúnistum gegn lýðræðissinnum, eins og komið hefur í ljós í kosningum til síðasta Alþýðusambands- þings. Mun þetta vera kallað ,,skoðanafrelsi“ á máli þeirra Framsóknarmanna. Stutt er síðan Siglufjörður varð sérstakt kjördæmi. Síðan það varð, hefur Framsóknar- flokkurinn naft tvo menn þar í framboði. Báðir þessir menh hafa gengið kommúnistum á hönd, annar gengið í flokkinn, en hinn komið sér fyrir hjá þeim í fasta atvinnu sem bæj- arstjóri á Siglufirði. Auk þessa má geta þess, að þriðji aðilinn, formaður Félags ungra Fram- sóknarmanna á Siglufirði, var á lista kommúnista við full- trúakosninguna til Alþýðusam bandsþings, og sá eini, sem ekki var flokksbundinn kom- múnisti. Sat hann Alþýðusam- bandsþingið og fylgdi þar kom múnistum að málum sem flokksbundinn væri. Þetta er það m. a., sem ligg- ur til grundvallar kommúnista dekri Framsóknar, en það má segja siglfirzkum Framsóknar mönnum til hróss, að mörgum stendur stuggur af þessu ein- stæða „skoðanafrelsi“, og grun ur minn er sá, að ekki líði á löngu, þar til þeir þoka áhrif- um kommúnistadeildar Fram- 1 sóknarfélagsins til hliðar. Jón Kjartansson bæjarstjóri segir, að flokkarnir hafi slíðr- að hin pólitísku sverð og varð mörgum á að brosa, er þeif sáu það. Sannleikurinn er sá, hvað Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn snertir, að þar hafa engin pólitísk sverð eða spjót verið á lofti, nema þá helzt í innbyrðis átökum. En hin alvarlega hlið máls- ins er sú, að Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsókn hafa átt þess kost að velja milli Al- þýðuflokksins og kommúnista um samvinnu í bæjarmálum Siglufjarðar, og kosið þá síðar nefndu. Þeir hafa mátt velja á milli lýðræðislegra fram- kvæmda og ofbeldisaðgerða, og valið seinni kostinn. Það mun verða blettur á þessum flokkum í augum allra lýðræð issinnaðra manna, þótt flokk- ar þessir kunni síðar að bæta iáð sitt. NOKKUR ORÐ AÐ LOKUM. Siglufjarðarkaupstaður er illa settur atvinnulega. Síld- veiði hefur brugðizt sex sum- ur í röð og þar með helztu tekjustofnar bæjanns. Dýrtíð- in og afleiðingar gengislækk- unarinnar leggjast með ofur- þunga á Siglfirðinga eins og aðra landsmenn. Sparnaður og samdráttur verður því að eiga sér stað, alls staðar þar sem fyrir því eru full rök, og munu Alþýðuflokksmenn fyllilega taka á sig þá byrði að sínum hluta, enda aldrei lagt á móti eðlilegum sparnaði. Nýja atvinnuhætti þarf að taka upp, til að tryggja bæjar- búum lífsafkomu og bæjarfé- laginu tekjustofna. í þvi efni vantreystum við kommúnistum og bæjarstjóra, jafnvel þótt þeir nefni sig „björgunar- menn“. En siglfirzkir Alþýðu- flokksmenn eru reiðubúnir til samvinnu við alla þá, sem af atorku og heilum hug vilja vinna að því að tryggja fram- tíc þessa bæjarfélags. Reykjavík, 30. nóv. 1950: Sigurjón Sæmundsson. Hitaveifa að Korpúifssföðum BÆJARRÁÐ hefur falið hitaveitustjóra að láta leggja hitaveitu að Korpúlfsstöðum. F r ank Yerby „Vegná þess, a.ð þann minnir mig á eitthvað,“ svaraði hún. Hugh leit í sörmi áti, :en. á. scirxu andrá var klappaS a oxi1 haiís.i'Hfmi föK skjmt %iðbragð‘ eins og skylmingamáður og sá ókunnan mann standa frammi fyrir sér. Hugh starði undrandi á þau til skiptis. Hann sá, að Denisa starði stórum, björtum og heit- um augum á þennan ókunna mann. Hugh virti hann fyrir sér. Hann bar hinn bláa einkennis- klæðnað undirforingja úr Norð- urríkjahernum. Yfirandlit hans var hulið hálfgrímu; við neðri jaðar hennar sást Ijósgult efrivararskegg hans, og enda þótt nú léki bros um varir hans, mátti sjá, að munnsvipurinn vrar einbeittur og festulegur. Og augu hans voru fagurblá og hlý; augnatillitið þrungið ómót- stæðilegum gáska og glettni, eins og sjáöldrin endurvörpuðu sólargeislunum. „Vill ungfrúin sýna mér þann heiður — —?“ tuldraði hann. „Ég þarf víst varla að vekja athygli foringjans á því,“ mælti Hugh með hægð, „að Suðurríkja stúlkur haga sér ekki------“ „En ég er þeirrar skoðunar,“ greip Denisa fram í fyrir hon- um, „að ég sé einfær um að á- kveða hvað Suðurríkjastúlka telur sér sæmandi eða ósæm- andi. Ég tek boði yðar með þökkum, herra foringi!“ Hugh steig fram um skref, eins og hann hefði í hyggju að ganga á milli þeirra, en hætti vig það á síðustu stundu. Það var ýmislegt, sem hann taldi sér ekki sæma, þess á meðal var það að stofna til götu- óeirða, einkum þegar jafn lítil von var um sigur og nú virtist. Hann lét sér því nægja að kinka kolli stuttaralega, eins og til samþykkis, en festi sér þó vel í minni svip Norðurríkjamanns. ins og vaxtarlag. Denisa gekk til móts við for- ingjann, sem vafði hana örm- um og sveiflaði henni út í hringiðuna, brosleitur og djarf- ur. A næstu andrá voru þau horfin í þröngina. „Nú ætti ekki að vera nein hætta á því, að þessi illa haldni vinur yðar ónáði okkur í bráð,“ sagði Norðurríkjamaðurinn. ,,Ef til vill takið þár þó meira tillit til hans en mér virðist, og ef þér kjósið. fremur, að við léitúni' lianri * lippip þá er það ekki' néma' sjálfsagt.“ ' „Ég,“ svaraði Denisa, „á þá ósk heitasta, að einhver gerði mér þann greiða að skjóta hann!“ Norðurríkjamaðurinn rak upp h’.átur. „Hamingjan góða!“ hrópaði hann. „Þann greiða skal ég fús- lega gera yður einhverja nótt- ina, þegar ég hef leyfi frá störf- um!“ Hann laut að henni og horfði í augu hennar. „Ég veitti því athygli/1 mælti hann lágt, „að þér störðuð til- rnín. Og augnatillit yðar var svo ein- íœnnilegt; það var eins og þér væruð að reyna að mu.na eitt- hvag----------“ „Já; þér minntuð mig á mann, sem ég þekkti,“ svaraði Denisa. Rödd hennar var alger- Lega hlutlaus. Þar gætti ekki ku’da, og heldur ekki minnstu hlýju. „Mann, sem yður stóð ekki á sama um? Ef til vill hafið þér elskað hann?“ „Já.“ „Þá er ég stoltur af að vera líkur honum. Er ég mjög líkur honum?“ Denisa horfði lengi á hann. „Nei,“ svaraði hún. „Þér er- uð honum harla ólíkur. Engu að síður minnið þér mig á hann. Þér eruð.álíka á hæð. Þér ber- ið yður eins; þér hafið til að bera sama kæruleysið og dirfsk una í látbragði og hreyíingum. A.ð öðru leyti eruð þér ólíkur honum.“ „Var hann glæsilegur?“ Denisa hugsaði sig um nokkra stund, áður en hún ísyaraði spurningunni. „Laglegur hjtgg ég að hann geti • ekki talizt. Væri ég með sjáfri mér þessa stundina, mundi ég segja, að þér væruð iionum mun fríðari. En því fer fjarri, að ég sé með sjálfri mér!“ „Þá er það víst tilgangslaust fyrir mig, að gera mér nokkr- ar vonir?“ mælti hann. „Gersamlega tilgangslaust!" svaraði hún lágt. Foringinn úr Norðurríkja- hernum andvarpaði. Hann sá, áð'húrOvar algeflega á valdi minninganna. Augu henngr virtust stara á eitthvað óend- ‘ánléga fjárri, ogþáð brann héit gíóð í dimmu djúpi þeirra. Skyndilega laut hann að henrn. ,,Ég veit, ag það er gagnstætt öllum venjum, — en viljið þér lej'fa mér að lyfta grímu yðar aðeins eitt andartak? Sé andlit >’ðar jafn fagurt og augun . .. . “ Denisa brá hendinni upp að andlitinu og lyfti grímunni sem snoggvast. „Guð minn góður!“ hrópaði hann upp yfir sig. „Því hefði ég aldrei trúað, ag nokkur stúlka gæti verið svo dásamlegri feg- urð gædd!“ „Þakka yður fyrir, foringi!“ svaraði liún hljómþýðri röddu. „Foringi, — hvað heitið þér siginlega? Ekki get ég alltaf stagazt á titlinum. Það lætur svo heimskulega í eyrum.“ „Sanderson heiti ég,“ svaraði Norðurríkjamaðurinn. „Giles Sanderson. Og mér mundi vera það einstök ánægja, ef þér vild- uð kalla mig Giles.“ „Giles!“ endurtók hún. „Giles. Það er einkennilegt nafn. Ég minnist ekki að.Aafa heyrt það fyrr.“ „Þykir yður það fallegt?“ „Já. Það er fallegt nafn. Fal- legra en mitt. Ég heiti Denisa -----Denisa Lascals.“ „Já, einmitt. Mér datt það í hug, að þér væruð ekki spænskrar ættar. Spænskar stúlkur geta að vísu verið fríð- ar, en þær eru aldrei gæddar, þeim yndisþokka, er einkennir franskar stúlkur. Og þér eruð frönsk í báðar ættir?“ „Ef til vill eitthvað skyld Indíánum. í móðurættina.“ ,,Svo? Það verður þó ekki á yður séð, að þér eigið til villtra kynþátta ættir að rekja. Og þá kemur næsta spurningin senorita Denisa Lascals. Hvað sigum við að gera okkur til dægr ast j'ttingar ? “ „Halda á brott. Syo langt. burtu, að hvorki Hugh né bræð- ur mínir megi rekja slóð okk- ar. Mig langar lil að skemmta mér einu sinni á ævirmi, án þess að þurfa að taka tillit til annarra“. Giles leiddi hana í gegn um vmna. Hagslætt r Húsgagnavinnustofa Olafs H. Guðbjartssonar Laugavegi 7. — Sími 7558.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.