Alþýðublaðið - 10.12.1950, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 10.12.1950, Blaðsíða 9
Sunnudagur 10. desember 1950 alþýðublaðið 9 Pyrsta myndin: Ballkjól!. Blússan -alsett pallíetluni og pilsið úr tjulli. Hanzkar einnig úr tjulli. Kjólínn er svartur að lit. Takið eftir. aS kjóllinn er alveg gólfsíður að aftan, en dálítið styttri að framan. Önnur myndin: Hvítur tjullkjóll, með p’ísseruðum pífum úr sama efni. Þriðja myndin: Kjóll úr appelsíniigulu tafti, sanséruðu. Slæðan alveg síð úr svörtu tjulli. Kjóllinn er þrör.gur nicur fyrir mjaðmir, síðan mikil vídd. Þessar þrjár myndir sýna einn og sama kjólinn, en breyttan fyrir mismunandi taekifæri. Sá fyrsti er með s’.éttu þilsi og stuttum jakka úr sama efni, skreyttur með flaueli. Ann- pr:; Sami kjóllinn stuttjakkalaus, en við hann notað laust yfirpils úr öðru efni. Sá þriðji: Hér er stuttjakkanum og yfirpilsinu sleppt, en síður flauelsjakki notaður yfir kjólinn. Einnig þung og-mjúk satinefni (damaskvefnaður). Þá er 'erm fremur mikið notað brocade í kjóla og dragtir fyrir eftirmið- dagsboð, sem erlendis eru kall- aðir cocktail-klæðnaður. Skinn eru ákaflega mikið í tízku og or notað í handskjól (múffur) við alls konar klæðnað, kraga, og sem skraut á kjóla, einnig ballkjóla. Minkaskinn og leopardaskinn éru algeng, sömu’eiðis persían og ýmsar fleiri skinnategundir.“ — Hvað er um snið og sídd? „Sídd á pilsum er nú 14 til 16 þumlungar frá gólfi. Þetta ákvæði eins og ýmislegt fleira í lögmálum tízkunnar á samt að fara eftir vaxtarlagi fólks. Yfirleitt er sú sídd heppileg- ust, að pilsfaldurinn nái niður á miðkálfa. Nokkurn veginn iöfnum höndum eru notaðir axlapúðar eða axlir án púða. Þeir eru' þó undantekningarlít ið hafðir í kápum, og flestum fer betur að hafa dáiítið stopp E.s. „FJáLLFOSS" fer frá Reykjavík þriðjudaginn 12. þ. m. til Vestur- og Norður- landsins. Viðkomustacir: Patrek'f j örður, Bíldudaiur, ísafjörður, Siglufjörður, Húsavík. O - ^ Eftirmiðdags. eða kvöldkjóll úr dökkbláu rifsefni. Tvö laus stykki koma að framan utan yfir pilsið og liggja aftur fyrir. Stykkin eru úr sama efni, en stungin og sett steinum. fer til Færeyia og Kaupmanna- hafnar fimmtudaginn 14. þ. m. Tekið á móti smærri sending- um (jólagjöfum), sem eiga að fara í fragt, á mánudag og þriðjudag n. k. Tilkynningar um aðrar sendingar óskast sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Erlendur Pétursson. Ljósfjólublár eftirmiðdags- eða kvöldkjóll. Efnig er röndótt í sama lit. Önnur röndin er úr atlasksilki og hin úr tafti. Vídd pilsins er öll í hægri hlið þess. ÞRÁTT fyrir margumtalaðan skort á kjólaefnum og flestu því, er til klæðnaðar lýtur, langar okkur a’lar til að fylgjast með því, hvað tízk- unni líður í ár. Margar leggja í það að kaupa sér kjól fyrir jólin, einstaka eru svo lánsamar að eiga kjólefni, og allar vilja gjarnan breyta eða laga gamlan kjól þannig að hann tolli að einhverju leyti í tízkunni. í tilefni af öllu þessu átti 'kvennasíða Alþýðublaðs- ins viðtal við ungfrú Rut Guð- mundsdóttur, forstöðukonu tízkuverzlunarinnar Gullfoss. — Hverjir eru taldir aðallit- ir vetrartízkunnar, og hvaða efni eru eftirsóttust? „Áberandi tízkulitir eru fjólub’átt", segir ungfrú Rut, „skærblátt, grátt, og auðvitað svart. Pastellitir eru líka mikið notaðir. Flauel er nú eitt aðal tízkuefni og gjarnan í hvaða lit sem er. Það er notað bæði í eft- irmiðdagskjóla og kvöldkjóla. M.s. „lagarfoss" fer frá Reykjavík föstudaginn 15. þ. m. beint til Akureyrar. aðar axlir. Stórir kragar hafa verið mikiS í tízku og eru ann notaðir dálítið. Pilsin eru gjarnan þröng að mjöðmum og víð þar fyrir neðan. Einnig eru notuð alveg irlétt og þröng pils. Nú er miög algengt að nota við þröng pils yfirpils úr sama efni eða úr öðru léttara efni, er á vel við. Þetta er skemmtileg tízka og hentug, því með henni er auð- velt að breyta sama kjólnum á mismunandi hátt til notkunár við ýmis tækifæri11. S. I.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.