Alþýðublaðið - 29.09.1951, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.09.1951, Blaðsíða 5
Laugardafur 30. -iépt. 1951 ALÞÝf)l !RI. Af)lf> HEIMILI Viðfal við Pálma Jósefsson skóla- stjóra Miðbæjarskólans NU ERU SKOLAR BÆJAR INS að byrja og skólalífið set ur sinn svip á bæinn og heim ilin, því á lang flestum heim- ilum í Reykjavík stunda fleiri og færri eitthvert skólanám. En þeir sem fyrst hefja skóla göngu á hverju hausti eru litlu 'börnin. Fyrsta september eru J>au kölluð í skólann og síðan trítla þau þangað daglega ó- trauð og mannaleg með penna stokk og eina bók í tösku. Kvennasíða Albýðublaðsins átti nýlega stutt viðtal við skólast.jóra Miðbæjarskólans Pálma Jósefsson, en hann hef- ur eins og kunnugt er starfað ötullega við þann skóla í nær- íellt þrjá áratugi. — Mættu börnin vel fyrsta september? „Talsvert vantaði fram eft- ir mánuðinurn. Ýmsir foreldr- ar, sem eiga börn í sveit óska þess að þau séu þar lengur, jafn vel fram yfir réttir; iætur skól inn það jafnan eftir. Séu börn- in hins vegar komin í bæinn um þessar mundir, þá er ekki nema gott að þau hafi eitthvað við að vera hiuta úr degi, og enn fremur er það gott fyrir1 yngstu nemendurna að venj- ast dálítið skólalífinu í fá- j menni áður en aðalskólinn og unglingadeildirnar byrja“. — Henær hefjast tímar á morgnana? „Við í þessum vkóla eigum ekki við mikil þrengsli að búa, því skólahverfi Miðbæjarskól- ans er ekki mjög mannmargt. Sjö, átta og níu ára börnin byrja ekki á veturna fyrr en kl. 9,30. Eldri börnin og ung- lingadeildir byrja kl. 8. Bezt væri að öll börnin þyrftu ekki að byrja fyrr en 9,30, sökum þess, að oft á það sér nú stað, að börnin fara fyrst á fætur af heimilisfólkinu. Fólk fer hér seinna til vinnu en t. d. í ná- grannalöndunum, húsmæðurn ar þar meðtaldar. Eitt er líka leitt í þessu sam bandi, og það er það, að götu- Ijósin hafa oft verið slökkt í þann mund er bömjn eru á leið til skólans á skammdegismorgn unum og verða þau að paufast í myrkri. Ætti slíkt ekki að þurfa að eiga sér stað“. — Hvaða nesti hafa börnin með sér í skólann? „Þau koma nú orðið með smurt brauð og mjólk eða berja safa. Ekki sætar kökur eða gos drykki. Lýsi fá þau börn hér í skólanum, sem ekki taka það heima. En eins og menn vita, þá eru matgjafir úr sögunni nú. Ekki ber á sælgætisáti í skólanum. og kennarar krefjast þess, að börnin hræki út úr sér tyggigúmmí, ef þau ætla að japla á slíku í kennslustundun- um“. Er . framkoma barna og þroski nú á dögum svipuð þvi, sem gerðist er þú fófst fyrst að kenna? „Formfesta gagnva’-t kennur um hefur minnkað. Fvrr meir he'lsuðu börnin ávallt kennur um sínum. nú ]áta þau bað flest: ógert og öll búa kennarann. enda virðast þérino’ár vera að léggiast nvður, o® að b’ú er ef til vill ekki mik'll skaði. Skól- unum er oft legið á hálsi fyrir, að þe:r kenni börnunum ekki almenna kurteisi, en því er til að svara, að þegar börnin koma í skólann, hafa náð 7 ára aldri, þá er framkoma þeirra og um- gengnisvenjur þegar allmótað ar. | Andlegur þroski barnannp er alveg ámóta fyrr og nú, e'n iík- ! amsvöxtur er mun meiri, kem j ur þar fram aukin velmegun j almennings síðasta áratug. j Sama máli gegnir með klæða- burð. hann breyttist að mun til hins betra. En nú fer aftur að harðna í ári hiá fólki“- — Hvernig er bezt að koma á samvinnu milli skóla og heim ila? „Því miður hefur komið í ljós að foreldrafundir hafa ekki verið vel sóttir. Kennarar kom- ast ekki yfir að koma á heim- ili nemenda sinna. Bezt væri ef forráðamenn barna settu sig í samband við kennara barns síns og ræddu við hann um barnið og bæru fram kvart Frá barnaskólum Reykjavíkur Mnáudaginn 1. okt. komi börnin í skólana sem hér segir: KI. 9 börn fædd 1939 (12 ára) KI. 10 börn fædd 1940 (11 ára) KI. 11 börn fædd 1941 (10 ára) Þau börn, sem flytjast milli skóla, skulu hafa með sér prófskírteini og flutningstilkynningar. Kennarafundur kl. 3 e. h. laugardaginn 29. sept. Skólastjórarnir. Pálmi Jósefsson. anir ef ástæður væru til — og létu líka í ljós ánægju yfir því, sem vel tekst í kennslustarf- inu. Slíkt er mikil uppörfun fyrir kennara, en viðurkenning in vill oft liggja í parrnargildi". — Að lokum, á ekki kvenna síðan að körna á framfæri ein- hverjum tilmælum frá þér til foreldra og heimila? „Ég vil t. d. biðja forráða- menn barna að sjá um að börn komi ekki í skólann með pen- inga eða verðmæta muni, sem þau geta týnt, skólinn getur ekki tekið ábyrgð á slíku. Hér liggja oft ýmsir hlutir, sem ekki er einu sinni spurt eftir. Annað sem ég vildi gjarnan segja við foreldra barna er þetta: Reynið að láta börnin mæta stundvíslega í skólanum. Framhald a, 7. síðu. . þing ís isia verður sett í dag kl. 1.30 í samkomusal vél- smiðjunnar Hamars, Hamarshúsinu við Tryggva götu. Iðnnemasamband íslands. Hafnfirðingar og nágrenni. Framkvæmum rafísgnír Fyrirliggjandi LJÓSAKRÓNUR með glerskálum, LOFTSKERMAR úr plast óg pergament. GÓLFLÁMPAR — VEGGLAMPAR o. fl. KYNDILL, Gunnarssundi 8, Hafnarfirði. Sími 9980. Mahogni krossviður fyrirliggjandi HUSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR. Fjórtán dœmi enn úr skýrslu verðgœzlustjóra: ökrið á vörunum, sem flutfar eru inn fyrír báfagjaídeyr BJÖRN ÓLAFSSON, viðskiptamálaráðherra, höfuðpaur hinnar „frjálsu verzlunar“, hefur hvað eftir annað látið það í veðri vaka. að verðlagseftirliti yrði skellt á að nýju, ef verzl unarfrelsið yrði misnotað. En nú er eftir að vita, hvað hann kallar hæfilega álagningu heildsala og smásala. Hér skulu nefnd nokkur einstök dæmi úr skýrslu verðgæzlustjóra um hækkun álagningar á vörum, sem fluttar eru inn fyrir bátagjaldeyri, umreiknuð þannig, að fram komi innkaupsverð, út- söluverð og skattur neytenda til þessarar „frjálsu verzlunar“ af einstökum hlutum, og verður viðskiptamálaráðherrann nú að segja til, hvort hann telur þetta misnotkun „frjálsrar verzlunar" eða ekki. ^ Hækkun Samanl. kostnaður, ' Þóknun vöruv. tollar, söluskattur, ('Álagning) heildsala Endanlegt söluverð vegna styrkur til úígerðarm. og smásala til nsytenda „frjálsrar. Miðað við ákv. Eftir afn. ákv. Miðað við ákv. Frjáls Miðað við ákv. Frjálst verðl. verzl,“ Inn- kaups- verð Kx. Kr. Kr. Kr. Kr. Kr. Kr. Kr. 1 stk. þvottavéi. 1534.00 1752.00 1765.00 427.00 1076.00 3713.00 4375,00 662.00 1 stk. gólfteppi 948.00 1703.00 1720.00 468.00 1352.00 3119.00 4020.00 901.00 1 krukka sulta 2.45 4.88 4.91 2.02 4.54 9.35 11.90 2.55 1 dós niðurs. ávextir 2.85 5.39 5.57 2.24 11.38 10.48 19.80 9.32 1 kassi döðlur 102.06 146.15 156.60 63.17 274.14 311.38 532.80 221.42 1 kassi ávaxtasafi 53.70 51.85 . 54,30 28.90 150.00 134.45 258.00 123.55 r t yá 1 par nylonsokkar 14.00 17.35 17.95 6.92 15.65 38.27 47.60 9.33 c • 1 m. kjólefni 11.10 10.45 10.60 5.55 12.00 27.10 33,70 6.60 1 dús. rakvélablöð 12.00 9.11 9.37 8.45 20.63 29.56 42.00 ✓ 12.44 1 stk. eldhúsklukka 44.54 87.85 88.83 40.39* 89.86 172.78 223.23 45.45 * 1 brúsi fægilögur 2.08 2.87 2.90 1.04 2.53 5.99 7.51 1.52 1 dós bón 4.75 3.93 4.00 1.82 4.78 10.50 13.53 3.03 1 dós skóáburður 1,39 2.21 2.27 0.75 3.84 4.35 7.50 3.15 1 sending blúndur 4468.00 8249.00 8760.00 4359.00 29.885.00 17.075.00 43.113.00 26.038,00 Ath. 2. dálk: Samardagður kostnaður, tolla, söluskatts og útgerðarmannastyrkur. Mismunurinn, sem þar kemur fram, bygg- ist á því, að vegna hækkaðrar áíagningar kaupmanna, hækkar söluskatturinn i smásölu. Þannig græðir ríkissjóður þó nokkrar krónur á hinu frjálsa verðlagi, það er að segja, éf fullar heimtur verða á söluskattinum, en hver efast um það? U n

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.