Alþýðublaðið - 31.10.1951, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.10.1951, Blaðsíða 1
Veðurútlit: Suðaustan kaldi; skúrir. XXXII. árgangur. Miíívikudagur 31. október 1951 248. tbl. Forustugrein: Kosningalœrdómar frá Bretlandi. Fjórír þingmenn flytja Frumvaro til laga um mæðralaun Einstæðar mæður með fleira en eitt barn á framfæri eiga að fá þau 3. kjarnorku- sprengjan reynd í Nevada í gsr í GÆR varð kíar^ovku spreng'ng á tilraunasvs°ðinu í eyðimörkinni í Nevada í Banda ríkjunum. Er þetta briðta kjarnorkuspreng'ngin, og sú stv»’'sta sem gerð hefur verið. I fyrstu tilrauninni sem bar var gerð með kiarnorku- sprengiu var þannig að sprengia var látin falla til jarðar úr stál turni sem til þess var gerður. Er önnur sprengian var revnd var henni varpað úr flugvél. Sú sprengja var mun stærri en sú fyrsta og talin vera af svipuð- um styrkleika og sprengjurnar sem va^nað var á Nagasaki og Hiroshima í lok síðustu styrjald ar. En sprengjan sem reynd var í gær var hin stærsta sem reynd hefur verið. Engar nánari fregnir hafa verið gefnar út um sprenging- una. -------------------- Arabaríkin ræða varnarbandalag RÁÐHERRAR hinná sjö Arabaríkja komu saman í Egyptalandi í gær til að ræða tillögur um vamarbandalag landanna fyrir botni Miðjarðar hafsins. FJÓRIR ÞINGMENN úr öllum stjórrmálaflokk- um bera fram í neðri deild alþingis frumvarp um, að bætt verði í almannatryggingarlögin ákvæðum um nýjan bótaflckk, mæðralaun. Er lagt til, að mæðra- laun verði greidd einstæðum mæðrum, sem hafa fleiri en eitt barn á fraœfæri sínu, þannig að kona með tvö börn fái sem svarar þriðjungi lífeyris, kona með þrjú börn tvo þriðju lífeyris og kona með fjögur börn eða fleiri sem svarar fullum lífeyri samkvæmt lögunum. Flutningsmenn frumvarpsins' eru Gylfi Þ. Gíslason. Kristín Sigurðardóttir, Helgi Jónsson og Jónas Árnason. Grunnupphæðir mæðralauna mega nema samkvæmt frum- varpinu: 1. Til mæðra með 2 börn kr. 1360 á 1. verðlagssvæði, kr. 1020 á 2. verðlagssvæði. 2. Til mæðra með 3 börn kr. 2720, kr. 2040.3. Til mæðra með 4 börn eða fleiri 4080, 3060. Tryggingarráð ákveður mæðraiaunin með hliðsjón af fjárhagástæðum móðurinnar. Mæðralaun falla niður, ef móðirin giftist, og greiðast ekki, ef hún býr með karlmanni, þótt ógift séu. Svo segir í greinargerð: „Segja má, að móðir, sem hefur aðeins fyrir einu barni að sjá og fær greiddan með því Algerff affvinnuleysi og neyðar- ásfand ríkir nú í Súðavík -- w-----— 35 fjölskyldufeður atvinnulausir í tvo mánuði — aðeins 3—4 hafa nú vinnu. GERSAMLEGA ATVINNULAUST má nú telja í Súðavík við Álftafjörð og hreint neyðarástand áð skapast, þar eð ekki eru neinar horfur á, að atvinnu- ástandið faki neinum breytin'gum til bátnaðar næstu vikur eða mánuði. , Samkvæmt upplýsingum Al- berts Kristjánssonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Álftfirðinga, til Alþýðusam- bandsins, hafa aðeins 3—4 menn þar vinnu við smíðar að Langeyri, þar sem Kaupfélag ísfirðinga er að láta byggja við hraðfrystihúsið. Um aðra vinnu er ekki að tala. Nú í október eru þar 49 menn atvinnulausir, þar af 35 fjölskyldufeður með 123 á framfæri sínu að þeim sjálfum með töldum, og 14 einlileypir. Allir þesir menn hafa verið vinnulausir í sept ember og október og sumit' lengur eða allt að þremur mánuðum. Samanlagðar itekjur þesara 35 heintilis- feðra það, sem af er árinu, nema 273 000 krónum eða kr. 2218,45 á hvern einstak- ling á þeira framfæri. Tekj- Framhald aj 7. síðu. barnalífeyri, e'gi jafnaðarlega að geta komizt af án frekari styrks. Eftir því, sem börnin eru fleiri, er móðirin að sjálf- sögðu bundnari af þeim, qg þeg ar börnin eru orðin fjögur, má ætla, að öll vinna móðurinnar sé bundin við að annast þau. Mikill meiri hluti þeirra kvenna, sem mæðralaun mundu njóta samkvæmt þessum ákvæð um, eru ekkjur og fráskildar konur, því að flest óskilgetin börn eru einbirni mæðra sinna“. Churchill iækkar laun ráðherra Egipffar vopna ,freisissveilirrr Breffar auka lið við Súez —.... ♦--------— Fleiri og fleiri egipzkir verkamenn láta af vinnu við Súez og hverfa þaðan. í FREGNUM FRÁ EGIPTALANDI í gær segir, að ólgan Iþar fari vaxandi meðal alþýðunnar, og eru nú stofnaðar frelsis- sveitir í öllum borgum og héruðum Egiptalands. Ta’smcnn i hreyfingar þessarar segja, að tilgangur hennar sé að berjast fyrir sjálfstæði landsins. Hafa sveitirnar viðað að sér vopnum af ýmsum tegundum. Innanríkismálaráðherra Egipta tjáði fréttamönnum, að ríkisstjórnin ætti enga h'utdeild í sfofnun frelsissveitanna, og væru þær eingöngu skipaðar sjálfboða'ið- um, og hún léti þær ekki hafa vopn. Hins vegar sagði hann, að fólkinu væri heimilt að afla sér vopna, ef því tækist það. —• Brezka herstjórnin ti’kymyi í gær, að hún myndi auka lið sitt á Súezsvæðinu vegna hinnar sívaxandi ófriðarliættu þar eystra. ' Lið frá Bretlandi og Libíu verður flutt til Suez næstu daga. Flotamálaráðuneytið brezka til kynnti einnig í gær að tvö flug vélamóðurskip myndu höfð til taks ef á þarf að halda. Kommúnislar krefj- asi uppgjafar iand svæða í Kóreu í stjórn sinni WINSTON CHURCHILL hélt fyrsta fund með ráðherr- um sínum í gær. Eru ráðherr- arnir 16 talsins og var helm- ingurinn skipaður í gær. Meðal þeirra eru Harold MacMillan, sem fér með heilbrigðismál, og James Stuart, sem er Skotlands málaráðherra. Að ráðuneytis- fundinum loknum boðaði Churchill ýmsar sparnaðarráð- stafanir í ríkisrekstrinum. Verða laun ráðherranna lækkuð úr því sem nú er, úr 5000 punda árslaunum í 4000, og laun forsætisráðherra úr 10 000 pundum í 7000 pund. Vegna þess að sýnt þótti, að Eden myndi hafa svo annríkt í þágu utanríkismála, verður honum ekki falin forusta í- haldsmanna í neði dei'.d þings- ins. Brezka þingið kemur sam- an til fundar í dag, og verður þá kosinn forseti neðri deildar. TIL MIKILLA óeirða kom í Teheran í gær. Fór múgurinn í kröfugöngu um borgina þrátt fyrir bann stjórnarinnar. Marg ir særðust er lögregla og herlið gerðu tilraunir til að dreyfa mannfjölanum, sem hrópaði ó- kvæðisorð um Breta. Óstaðfest ar fregnir herma að Tudeh flokk urinn, sem þar hefur verið bann aður standi fyrir múgæsingum og stuðli að óeirðum. FREGNIR FRÁ KÓREU herma, að nefnd sú, er athugar ! möguleika á samkomulagi um jmarkalínu milli herja kommún , ista og sameinuðu þjóðanna, hafi komið saman til fundar í gær, en að samkomulag hafi ekki náðst. Talsmaður sameinuðu þjóð- anna sagði í gær, að kommún- istar krefðust þess, að her sam- einuðu þjóðanna láti af hendi ýmsa hernaðarlega mikilvæga staði á miðvígstöðvunum, en fái í staðinn landsvæði á vest- urströndinni, þar sem aðstaða til varnar er erfiðari. Kommún- istar krefjast þess einnig, að her sameinuðu þjóðanna hörfi til baka allt að því 25 km frá núverandi víglínu. Kommúnistar hófu harða sókn á vígstöðvunum norðan Kumchon, en áhlaupum þeirra var hrundið og hélzt vígstaðan óbreytt í gær. Umferð um Súezskurð fer stöðugt minnkandi vegna skorts á leiðsögumönnum og hafnar- verkamönnum. Talið er nú að 14 prósent af egipzkum verka mönnum, sem vinna fyrir Breta hafi lagt niður vinnu. Einnig er talið að þeir hafi verið beittir 'þvingunum til að hætta vinnu fyrir brezka setuliðið og hefur egipzka lögreglan verið kærð fyrir stjórninni fyrir að hafa hindrað verkamenn í því að komast á vinnustað. Erskin yfirhershöfðingi Breta við Suez sagði í útvarpi til her manna sinna að þeir yrðu að gæta stillingar í framkomu sinni við Egipta en standa fast á rétti .sínum. Sagði hann að Bretar yrðu ekkl þvingaðir til að yfirgefa stöðvar sínar með ofbeldi eða öðrum ráðum og myndu þeir halda uppi lögum og reglu svo lengi sem þess væri kostur. Tillaga Haralds Guðmundssonar; Uppbóff á lífeyri opinberra sfarfsmanna frá 1. maí 1950 -------»------ HARALDUR GUÐMUNDSSON leggur til á alþingi, að ríkisstjóriiinni sé falið að sjá um, að þeir, sem njóta lífeyris úr lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, lífeyrissjóði barnakennara, lífeyrissjóði lijúkrunarkvenna og lífeyrissjóðis ljósmæ'ðra, fái greidda,á hann verðlagsuppbót frá 1. maí 1950 samkvæmt þeim reglum, sem gilda um greiðslu verð'.agsupphótar á laun starfs- manna ríkisins. Rannveig Þorsteinsdóttir og Kristín Sigurðardóttir báru fram áður þingsályktunartil- lögu um, að verðlagsuppbót yrði greidd á lífeyri greiddan úr lífeyrissjóði starfsmanna rík isins, en ekkert var minnzt á lífeyrissjóði annarra stétta, og ekki heldur fram tekið frá hvaða tíma verðlagsuppbótin skyldi greiða. Flytur Haraldur tillögu um, að þingsályktunartillögu þess- ari sé breytt í framan greint horf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.