Alþýðublaðið - 01.12.1951, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 01.12.1951, Qupperneq 4
AB-Aíþýðublaðið I. des 1951 Karlakórinn Fóslhrœður 35 ára Tekjuafgangur ríkissjóðs HANNIBAL VALDIMARS- SON hefur nú upplýst í nefndaráliti, að • tekjuafgang- ur ríkissjóðs í ár muni nema allt að 120 milljónum króna. Upplýsingar þessar eru komn ar frá ríkisbókhaldinu, en það skýrir frá því, að flestir gjaldaliðir gildandi fjárlaga hafi farið stórkostlega fram úr áætlun. Er þannig komið í Ijós, að Iiannibal hafði full- komlega rétt fyrir sér, þegar hann hélt því fram við af- greiðslu núgi’dandi fjárlaga, að tekjuáætlun þeirra væri miklu læ:gri en efni stæðu til. Sú afstaða þótti þá hin mesta goðgá, sér í lagi af Eysteini Jónssyni fjármálaráðherra afturhaldsstjórnarinnar. Og í ár á að endurtaka sama leik- inn. Allar horfur virðast á því, að tekjur ríkisins á næsta ári reynist mun meiri en þær eru áætiaðar í fjárlagafrum- varpinu, sem alþingi fjallar nú um. En Eysteinn vill hafa sama sið og í fyrra og þyk- ist sjá öllum öðrum betur þó að rangsýni hans þá sé nú komin á daginn. Auðvitað er það hárrétt, að ríkisstjórnin hefur enga stjórnskipulega heimild til að ráðstafa tekjum þeim, sem renna í ríkissjóð umfram á- ætlun gildandi fjárlaga. Það er í verkahring alþingis. Og sannarlega þarf ekki að leika á tveim tungum, hversu verja beri þeim 120 milljónum, sem í'íkissjóði áskotnast með þess um hætti í ár Það er nóg við þá peninga að gera. Og sjálf- sagt er, að þeim verði í senn varið til þess að auka brýnar verklegar framkvæmdir og draga úr skattabyrðinni eins og þingmenn Alþýðuflokksins leggja nú til. Astandið í efnahags- og at: vinnumálum ber svipmót öng þveitisins, og sífellt hallar meira á ógæfuhliðina. En rík- issjóður hefur aldrei gengið harðara að landsmönnum um skattagreiðsiur en einmitt í ár. Ríkisstjórnin hefur ekki mátt heyra það nefnt, að sölu skatturinn væri afnuminn. Röksemdir hennar hafa ver- ið þær, að hún hefði brýna þörf fyrir sérhverja krónu, sem hún kæmist í færi við. Þannig hefur henni tekizt að safna 120 milljóna tekjuaf- gangi í einhverju versta ár- ferði, sem íslendingar muna um áraskeið. En hvað hugsar svo ríkis- stjórnin sér að gera vjð þessa peninga? Hún hefur hingað til ekki fengizt til að ljá máls á því að afnema söluskattinn eða létta öðrum sköttum af þjóðinni. Henni hefur ekki dottið í hug að verja neinu af þessum milljónum til auk- inna verklegra framkvæmda, enda þótt vofa atvinnuleysis- ins gangi ljósum logum urn gervallt landið og háski at- vinnuleysisins verði meiri með hverri vikunni, sem líð- ur. Hún hagar sér eins og verstu nirflarnir í gamla daga, sem ekki hikuðu við að svelta hjú sín, þrátt fyrir nægar vistir og nóg úrræði. Og fyrr en varir er svo at- vinnuleysið orðið óviðráðan- legur voði. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að fá skattana og tollana, þegar kaupgetan er komin undir frostmark og atvinnulífið í rústum? Henni væri hollt að leggja þá spurn- ingu fyrir sig áður en allt er komið í óefni. Sannleikurinn er sá, að hér þyrfti ekkert atvinnuleysi að vera, þrátt fyrir erfitt árferði. Og ríkisstjórnin hefur að minnsta kosti enga afsökun, meðan hún liggur á milljóna- tugum, sem eru tekjuafgang- ur umfram áætlun. En hún lætur sem hún viti ekki af vandræðum þeim, sem steðja að þjóðinni og eru rökrétt af- leiðing af stefnu og starfi stjórnarvaldanna. Áhrifamesti ráðherrann í efnahagsmálum lýsir yfir því í útvarpsræð- um, að ekkert atvinnuleysi eigi sér stað á íslandi sam- tímis því, sem þúsundir fá ekki handtak vikum og mán- uðum saman og verða að draga fram lífið við sultar- kjör, sem helzt minna á öng- þveiti kreppuáranna fyrir stríð. Nú getur ríkistjórnin ekki borið fyrir sig féleysi lengur. Það er mikið hægt að gera fyrir 120 milljónir, þrátt fyr- ir dýpííðina og öngþveitið. En það er eftir að sjá, hvort ríkistjórnin tímir að verja þeim til þess að bæta úr at- vinnu’eysinu og búa í haginn fyrir framtíðina. F. U. J. F. U. i: Kvöldskemmtun heldur F.U.J. í Hafnarfirði laugardaginn 1. desember í Alþýðuhúsinu. SKEMMTISKRÁ: Fið'jusóló. Gamanvísur. Jitterbug-keppni Dans. Félagar úr F.U.J. í Reykjavík heimsækja. Ferðir verða að loknum dansleiknum til Reykjavíkur. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti! Aðgöngumiðar seldir í Alþýðuhúsinu eftir kl. 5 í dag. Sími 9499. Aðgangur kostar aðeins kr. 15,00. NEFNDIN AB — AlþýSutolaðiS. Útgefandi: AJþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán PjeUirsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Bitstjórnarsimar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- ,simi: 4906. — Afgreiðslusimi: 4900. — AlþýSuprentsmiSjan, Hverfisgötu 8—10. AB 4 Karlakórinn Fóstbræður á um þessar mundir 35 ára afmæli, og er þess nánar getið á 8. síðu blaðsins í dag. Á myndinni sést kórinn eins og hann er nú skipaður. Hin nýi söngstióri hans, Jói^ Þórai-insson, er í miðið í fremstu röð. Bœkur og höfundar: Sigurjóu Jónssou: Yngvildur fögurkinn. Skáldsaga. Fyrri hluti. Iðunnarútgáfan. Vík- ingsprent. Reykjavík 1351. SVARFDÆLA telst víst ekki til hinna merkari fornrita, en hún er ógleymanlegi skemmti- leg afiestrar og'súr.'iar persónu- lýsingarnar meista-alegar. Yng- vildur fögurkinn mun verða flestum lesendum hennar hvað minnisstæðust þeirra, sem þar koma við sögu. N i hefur Sig- urjón Jónsson raðizt í þann vanda að semja skáldsögu um ævi þessarar fögru oj æfukonu Fyrri hluti hennar kom út fyr- ir nokkrum vikum og lofar góðu. Höfundurinn stiklar á stóru, þegar hann segir söguna, en nær þó ærið föstum tökum á efninu, bnegður upp glöggum myndum, speglar vel aldarfar og þjóðhætti og virðist undir- búa dyggilega það, *sem síðar á fram að koma. Bezt tekst hon- um lýsingin á Klaufa Hafþórs- syni, og er hún þó iangsamlega vandasömust. Hann gerir Klaufa að barni og trölli í senn , og tekst það svo vel, að lesand- j inn fær ynnilega samúð með i þessum kynlega óhappamanni, j sem minnir einna helzt á Lenna Johns Steinbeck í „Mýsum og mönnum". Myndin af Yngvildi er einnig skýr og vel dregin, en samt á hún áreiðaalega eftir að stækka og dýpka. Mörgum aukapersónum eru gerð ágæt skil, og sagan ber sterkt svip- mót fornaldarinnar. Hér er þess ekU kostur að fella dóm um byggingu sög- unnar, en höfundi.ium virðist ætla að fara hún vel úr hendi af byrjuninni að ráða. Sigurjón hefur alltaí skrifað hressilegt mál og persónulegan stíl, én hó aldrei eins og í þessari sögu. j Samtöl hennar eru undantekn I ingalítið með ágætum. Þau varpa ljósi á hugrenningar og afstöðu sögufólksins o- gefa oft ótvírætt í skyn þa 5, sem á bak i við býr og jafnan er torveldast' að koma á framfæri við les- andann. Frásagnarkaflar sög- unnar eru hins vegar nokkuð misjafnir og ýmsir þeirra ekki svo vel unnir, sem þurft hefði að vera. Sigurjón er ljóðrænn í lýsingum sínum og tekst oftast að gæða þær birtu og hljómi. Þó missir hann stu.idum marks þegar mikið er í húíi. En gallar sögunnar eru smámunir í sam- anburði við kostina. Hún er heiðarleg og líkleg til vinsælda. Undirritaður mun c kki að sjálf ráðu láta framhald hennar framhjá sér fara. Helgi Sæ nundsson. ágúsíi í Birlmp- olti kom<»r ffl EN.DURMINNINGAR Ágúsfs Helg-asonar í BiríingalioHi eru komnar út á vegum Norðra. Ágúst heitimn skráði baer sjálf- ur sköminu fyrir andláí sitt, en séra Sigurður Einarsson bjó þær síðan undir x>rentun og hefur ritað ýtarlegan formála að bókinni. Formála sinn að bókinni nefnir séra Siguður „Ágúst Helgason og Birtingaholtsheim- ilið". CEndurminningar Ágúst skiptast í tólf kafla, en bólcin er 181 bláösíða að stærð, prentuð í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. í formála sínum fer séra Sig- urður þessum orðum um endur minningar Ágústs: „ÖIl frásögn Ágústs miðar að þvi, sem horía má til fróðleiks og skilnings 'á STÚDENTABLAÐIÐ 1. des- ember 1951 er aS miklu leyti helgað handritamálinu, og skrifa um það margir kunnir háskói'amenn. Er Stúdenta- blaðiS að þessu sinni allmiklu stærra en venjulega og vel til þess vandað. Þeir sem skrifa um handrita- málið eru: Höskuldur Clafsson stud. jur., formaður stúdenta- ráðs háskólans, er ritar grein- ina Handritin heim, Próíessor Alexanaer Jóharmssson, rektor liáskólans, og nefnist grein hans Háskóli íslands — rnið- stöð íslenzkra fræða, dr. phil. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor rítar greinina Hvar eiga íslenzku handritin að vera? Ólafur Lárusson prófess- or: Handritamálið, dr. Björn Sigfússon háskólabókavörður skrifar greinina Til hvers vinna íslendingar í Árnasafni — og tii hvers Danir? Kristján Eld- járn þjóðminjavörður skrifar grein, er hann nefnir „Fædre- nelandets Oldsager'1 pg Jakob B'snediktsson cand. mag. grein ina Aðbúnaður og starfsskilyrði í Áfnasafni. Af öðru efni Stúdentablaðs- ins má nefna kvæðin Nætur- vaka, Tvö sönglög og Vísur e’ftir Ólaí H. Ólafsson stud. med. Eg skal vaka, kvæði eftir Sigurð V. • Friðþjúfsson stud. mag. og Hart er í heimi, kvæði eftir Sverri Haraldsson stud. thel. Þá er í blaðmu smásagan Milli vita eftir Erling E. Hall- dórsson stud. mag. Hugleiðing- ar um bók eftir Sigurð V. Frið- þjófsson, höfundatal og fleira. Loks er mikiil fjöidi mynda í blaðinu. því tímabili, sem hann lifir, hög úm rnanna, háttum og aðstöðu, lífsbaráttu þeirra og erfiðleik- um, viðleitni þeirra til viðrétt- ingar og framfara. Og hlut sinn í þeirri viðleitni gcrir hann hvergi meiri en efni standa til, oft mikið minni, og reyndar alltaf eins lítinn og auðið var.“ og þess vegna seljum við öll Ieikföngin fyrir mjög lágt verð. p onuo U) □ o qySj^ ilcmw$

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.