Tíminn - 03.01.1964, Side 13

Tíminn - 03.01.1964, Side 13
"ísar » Þorkell Guðnason frá FagraneskoiS Þorkell Guðnason frá Fagra neskoti 1 Suöur-Þingeyjar- sýslu, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi i Hafnarfirði 6. október síðast liðinn á 86. aldursári. Var út- för hans gerð frá Fossvogs- kirkju hinn 13. sama mánað- ar með yfirsöng séra Jakobs Jónssonar. Þorkell var fæddur að Jódís arstöðum í Skriðuhverfi í Suð ur-Þingeyjarsýslu 2. janúar 1878, sonur Guðna bónda þar jíónssonar og Önnu Þorkels- áóttur. Mér er ókúnnugt um upp- vöxt Þorkels; veit aðeins að hann var óskilgetinn og tel því víst.að hann hafi snemma orðið að sjá sér farborða af eigin ramleik, eins og títt var um börn á þeim árum, og ekki sízt þau, er fædd voru utan hjónabands, því fátækt var almenn, ekki sízt eftir harðindakaflann sem í hönd fór á 9. tug aldarinnar. Eigi að síður mannaðist Þorkell vel; fór I gagnfræðaskólann á Möðruvöllum og útskrifaðist þaðan árið 1901, 23 ára gam- all. Ég hverf nú í slóð minning- anna um meira en 60 ár aft- ur 1 tímann, til þeirra stunda er fyrst tókust kynni okkar Þorkels Guðnasonar. Hann átti þá heima í Fagraneskoti á norðurbakka Vestmanns- vatns í Reykjadalnum, en þar var hann lengi heimilisfastur. í Fagraneskoti bjó lengi Jón Jónsson frá Vaði, bróðir Kjart ans á Daðastöðum og þeirra systkina. Jón átti fyrir konu Steinunni dóttur Hansar á Hóli á Köldukinn, mestu fríð- leikskonu. Taldist Þorkell vera þar í húsmennsku, ó- kvæntur. Hitt mun þó hafa verið raunin að þeir Jón og hann hafi rekið þarna eins konar félagsbú, því Þorkell vann búinu að öllu og átti all margt af sauðfé. Kenndi Þor- kell sig ætíð síðan við Fagra- neskot. Enda átti hann þar sín fegurstu og hugljúfustu manndómsár við náttúrufeg- urð, sem aldrei getur úr minni liðið. Þorkell var á þessum árum frábærlega vinsæll og dáður um allar austursveitir Suður- Þingeyjarsýslu. Hann var fjör káifur hinn mesti. ágætlega gefinn, spaugsamur, vel hag- mæltur og listfengur á fleiri vegu. Hann stældi rithönd Benedikts frá Auðnum, eins og reyndar gerðu margir menn í Þingeýjarþingi- En Þorkeli tókst það bezt allra manna. Hann skrifaði fyrir Benedikt nokkra árganga af „Ófeigi“, félagsblaði Kaupfé- lags Þingeyinga, en það var jafnan skrifað í mörgum ein tökum, einu fyrir hverja deild félagsins. Tókst Þorkeli þetta svo vel, að Benedikt sjálfur átti örðugt með að finna mun sinnar eigin skriftar og hans. Mestu mun þó hafa orkað um almennar vinsældir Þor- kels í Þingeyjarsýslu að hann spilaði á harmoniku langtum betuir en aðrir menn þar um slóöir og fórnfýsi hans og elja að spila fyrir dansi á skemmti samkomum átti sér engin tak mörk. Á uppvaxtarárum mín- um í Reykjadal þótti það ekki áhorfsmál að efna- jpar - til skemmtisamkomu, ef ekki var áður tryggt, að Þorkell kæmi þangað til þess að spila fyrir dansinum. í Þingeyjarsýslu var uppi um sömu mundir ann ar hagmæltur gleðimaður, er spilaði á fiðlu betur en aðrir menn, þótt sjálílærður væri. Hann var Hjálmar Stefánsson frá Neslöndum, sem byggði nýbýlið Vagnbrekku í Mý- j vatnssveit og bjó þar til dauða : dags. Kona hans var Kristín Jónsdóttir frá Kraunastöðum. I Hjálmar kom oft á skemmti- samkomur með fiðlu sína og i spilaði fyrir dansi. Og þegar! svo bar til að þeir „Keli í | Koti“ og Hjálmar lögðu sam- j an snilli sína og tónkynngi, steig dansgleðin í salnum svo að yfir tók allt er menn höfðu reynt og þekkt í þeim efnum efnum. Eg hafði unglingurinn á þessum árum nokkur p'ersónu leg kynni af Þorkeli. Hann mun nokkur fyrstu árin eftir skólagöngu sína hafa stundað barnakennslu á vetrum. Eg minnist þess að hann hafði þessháttar námskeið einhvern hluta úr vetri í Giaumbæ í Reykjadal. Við bræður, Jón á Laxamýri og ég, gengum þá til hans á kvöldin um nokk- urt skeið og nutum tilsagnar hans. Hann var skemmtileg-. ur fræöari og vel að sér. Minn isstæðastar eru mér þó rökk urstundirnar sem við áttum með honum, þegar við rædd- um um eitt og annað, laust og fast, settum saman vísur og höfðum uppi gamanmál. í þeim efnum hafði Þorkell T f M I N N, föstudaginn 3. janúar 1964- — skemmtilega hæfileika til að bera; var allt í senn: hug- kvæmur, hnyttinn og græsku- laus. Síðan lögðust ár og fjar- lægðir milli okkar Þorkels og kynni okkar tók af um langt skeið. En stuttu eftir að Ríkis útvarpið tók til starfa kom hann til mín og spurðist fyrir um atvinnu. Hann var þá fyr ir nokkru alfluttur til Reykja- víkur og átti hér fast athvarf um skeið. Tala útvarpsnot- enda var þá ört vaxandi og ekki sizt í Rvík. Utan Reykja- víkur var pósthúsum og póst- afgreiðslumönnum falið að hafa innheimtuna með hönd- um og greidd fyrir það lítils háttar þóknun. Enda höfðu þessir þjónustumenn jafn- framt með höndum eftirlit með útvarpsnotunum hver i sínu umdœmi, og höfð.u upp á | leyndum notendum. En á 1 þeim tók snemma að bera vegna ólöglegs innflutnings .viðtækja. Pósthúsið í Reykja vík tók ekki að sér þessa þjón ustu, og varð því að ráða sér- j staka innheimtumenn i höfuð borginni, því þótt margir kæmu af sjálfsdáðum til þess að greiða hið lága afnota- gjald (30 krónur), sem i fyrstu var ákveðlð, voru hinir þó fleiri, sem ekki komu. Nú stóð svo á er Þorkell leit aði til mín, að ég átti hægt með að verða við tilmælum hans. Þannig bar það að, að hann gerðist opinber þjón- ustumaður og varð fastráðinn starfsmaður Rikisútvarpsins i)m tugi ára. .iaovfic -• • ffitati rttrj I þessu starfi sínu kynnti Þorkell sig hið bezta, eins og hann ávallt um ævi sína hafði gert í öllum störfum og kynningu; var trúr, ástund- unarsamur, grandvar, dagfars prúður og vinsamlegur, glað- vær, spaugsamur og lét fjúka í kviðlingum. Mér er óhætt að staðhæfa það að hann hlaut þokka góðan og vinsæld ir hvers manns, sem með hon um störfuðu í útvarpinu. Þorkell lét eftir sig eina dóttur barna, Önnu að nafni. Hún er nú fulltíða kona, mjög mvndarleg og virðist honum lfk, flugfreyja að atvinnu. — Móðir hennar er frú Elinborg Kristjánsdóttir og búa þær mæðgur saman að Grettis- götu 44A í Reykjavík. Þorkell Guðnason var ó- venjulega vel gerður maður um gáfur og eiginleika þá, sem prýða góðan dreng. Glað- værð samfara hófstillingu og velvild auðkenndu dagfar hans allt. Mér urðu kynni mín af honum, fyrr og síðar á- vinningur. Þau auðguðu mig að hlýhug og bjartsýni. Fyrir þvi er mér Ijúft að minnast hans nú á 86. afmælisdegi hans. Minningin um hann verður mér hugstæð, meðan ég er ofar moldu. Ég bið bonum blessunar Guðs og hugsa gott til end- urfunda. 2. janúar 1964. JÓNAS ÞORBERGSSON. RAFGÆZLUMANNSSTARF í Neskaupstað er láust til omsóknar. Laun og önnur kjör samkvæmt hinu almenna launakerfi opinberra starfs nanna Frekari upplýsingar um starf og kjör eru veittar hjá rafmagnsveitum ríkisms, Laugavegi 116, Reýkjavík. Sími 17400. Umsóknarfrestur er til 10. lanúar. Upplýsingar um menntun og fyrri störf ry]gi umsókninni. Rafmagnsveitur ríkisins Fiskibátar óskast Útgerðarfélag Siglufjarðar n i. óskar eftir að kaupa tvo báta, hvorn 70 tii 90 smálestir að stærð. Bátarnir mega ekki vera eidii en 5 ára. Tilboð sendist oss fyrir 15 :anuar 1964. Útgerðarféla^ Siglufjarðar h.f. Starfsstulkur óskast Starfsstúlkur vantar nú þegar í eldhús Klepps- spítalans. Upplýsingar hjá matráðskommni í síma 38164. Reykjavík, 2. janúar 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna OKKUR VANTAR til starfa við frystihúsið. Ákvæðisvinna við pökk- un og snyrtingu. Enn fremt.r nokkra karlmenn í fiskaðgerð. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í símum 1104 og 2095. HRAÐFRYSTIHÚS KEFLAVÍKUR H.F. BERLÍNARBRÉF Framhald af 7 síðu. Okkur hefur löngum verið inn- prentað að aðaltilgangur manns- ins hér á jörðu sé að bæta okkur sjálf, í von um fegurra mannlíf. Því miður sjáurn við alltof sjald- an þrúgur þessarar sjálfsögðu hugsunar, því oftast eru a.m.k. pólitísk góðverk aðeins tæki til framdráttar skoðunum en eru ei til vegna þeirra sjálfra. Aldoux Huxley segir einhvers staðar: „Allt sem sameinar er gott, allt, sem sundrar er illt.“ Því tilfæri ég þetta, að borið hefur á gagnrýni á samkomu- lagið, og hefur ýmsum hér vestan megin þótt það hafa slíkt póli- tískt áróðursgildi fyrir „tilveru- baráttu" austansvæðisins að fórnað hafi verið framtíðarhags- munum fyrir stundarlöngun. Skulum við vona, að svo sé ekki, enda held ég að þegar lengra er litið, geti pólitísk barátta ekki hagnazt á létti mannlegra þján- inga. Hinu ner ei að leyna, að aust- anmenn hafa notað þetta til hins ýtrasta til stuðnings tveggja ríkja kenningu sinni. Og því er það, að mér finnst eins og ekki hafi verið látið und- an af einskærri mannelsku eða náungakærleik fyrir líðandi mannskepnum. Heldur, að þeir snjöllu áróðursmenn þekkja veik leika okkar mannanna að við er- um svo þakklát fyrir hverja sól- skinsglætu, sem við fáum, að við þökkum jafnvel honum, sem einu sinin afnam hana, fyrir gæzku hans og mildi, er við fáum að sjá hana aftur Við þökkum fyrir að fá það keypt, sem við einu sinni 'áttum. Það ber því austantjalds stjórn spekingum ómerkilegan vott um kærleiksást eða kristilega mildi að nota slíkt mannúðarmál sem áburðarkerru í hugsjónalegum á- róðri og pólitískri valdagræðgi. En þrat fyrir alla gagnrýni, og jafnvel þótt samkomulag þetta sé afsprengi vonarinnar um á- róðursgildi þess, þá er það gott svo langt sem það nær, því það sameinar en sundrar ekki, — því óvíða á þessari jörðu er gleði mannanna jafr, óblandin eða jóla- hátíðin jafn kærkomin sem hér í Berlín þessa köldu desember- daga. Vonandi var þetta einn ein- stakur tilviljaður atburður sprott inn af augnabliksþörf, heldur upphaí þess að stjórnmálin hér í Berlín taki tillit til mannlegra tilfinninga, og beri virðingu fyrir manninum, sem sjálfstæðum ein- staklingi. Þröstur Ólafsson. 13

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.