Tíminn - 03.01.1964, Side 14
á Þýzkalandi — á hernum, lögregl-
unni, stjórninni, fólkinu — voru
of algjör til þess að hægt væri að
losa um þau með nokkru því, sem
þeir gátu látið sét detta í hug
að gera.
Hassell heimsótti dr. Schacht 15.
ágúst í nýju piparsveinaíbúðina
hans í Berl'ín. Efnahagsmálaráð-
herrann, sem látinn hafði verið
fara frá, var nýkominn úr sex
mánaða ferðala'gi til Indlands og
Burma. „Skoðun Schachts er sú,“
skrifaði Hassell í dagbók sína, „að
við getum ekkert gert nema hafa
augun opin og bíða, — að allir
hlutir muni fara eins og þeim er
ætlað.“ Hassell sjálfur sagði Gise-
vius sama dag, samkvæmt dagbók-
inni ,að hann „væri einnig hliðholl-
ur því að beinum aðgerðum yrði
frestað um sinn.“
En hvaða „beinum aðgerðum"
þurfti að fresta? Halder hershöfð-
ingi, sem var jafn ákafur og Hitl-
er í að gera út af við Pólland,
var í augnablikinu ekki hrifinn af
hugmyndinni um að losa þjóðina, fluttur til vestursvæðanna. An
við einræðisherrann. Von Witz-
leben hershöfðingi, sem hafði átt
að stjórna herjunum þegar for-
ingjanum yrði steypt af stóli árið
áður, hafði nú verið settur yfir
herdeild á vestursvæðinu, og hafði
því ekkert tækifæri til þess að
stjórna aðgerðunum í Berlín, jafn-
vel þótt hann hefði feginn viljað
gera það. En vildi hann það þá
hvort eð var? Gisevius heimsátti
hann í aííalbækistöðvum hans og
hitti svo á, að hann var að hlusta
á fréttir frá BBC r í London og
gerði sér fljótlega grein fyrir því,
að hershöfðinginn hafði aðeins á-
huga á að komast að því, hvað var
að gerast. /
Sama máli gilti um Halder herS-
höfðingja, hann var önnum kafinn
við síðustu áætlanirnar um árás-*
ina á Pólland, og landráðahugs-
anir um að koma Hitler frá, kom-
ust þar hvergi að. Þegar hann var
yfirheyrður eftir styrjöldina — 26.
febrúar 1946 — í Niirnberg, þá
hafði hann mjög svo mikið að
segja um það, hvers vegna hann
Gg aðrir, sem taldir voru óvinir
þýzku nazistastjórnarinnar, höfðu
ekkert gert síðustu dagana í ágúst
til þess að koma foringjanum frá
og bjarga þannig Þýzkalandi frá
því að dragast út,í styrjöld. „Það
var ekki hægt,“ sagði hann. Hvers
vegna? Vegna þess að von Witz-
leben hershöfðingi hafði verið
Witzleben gat herinn ekkert að-
hafzt.
Hvað um þýzku þjóðina? Þegar
Sam Harris höfuðsmaður, banda-
ríski sækjandinn, minnti Halder
á, að hann hefði sagt, að þýzka
þjóðin væri andvíg styrjöld og
spurði: „Ef Hitler var óumbreyt-
anlega ákveðinn í því að leggja
út í styrjöld, hvers vegna gátuð éÞýzkal'ands, en hélt, „að Hitler
þér þá ekki treyst á stuðning þjóð-
arinnar fyrir innrásina í Pól-
land?“ Halder svaraði: „Þér verð-
ið að afsaka að ég bx>si. v Ef ég
heyri orðið ,,óumbreytanlega“ not-
að um Hitler, þá verð ég að segja,
að ekkert var óumbreytanlegt-1. Og
yfirmaður hsrforingjaráðsins hélt
áfram og útskýrði, að jafnvel 22.
ágúst, eftir að Hitler hafði á fund-
'inum í Obersalzberg sagt hers-
höfðingum sínum frá hinni „óum-
breytanlegu" ákvörðun sinni um
að ráðast á Pólland og berjast
gegn vesturveldunum, ef nauðsyn
krefði, þá hafi hann sjálfur ekki
trúað því, að foringinn myndi gera
það, sem hann sagðist ætla að
gera. Þetta er sannarlega undarleg
yfirlýsing, þegar tekið er tillit til
þess, sem Halder skrifaði sjálfur
í dagbækur sínar á þessum tíma.
En það er gott dæmi um ekki að-
eins Halder, heldur flesta sam-.
særismennina^
Hvar var Beck hershöfðingi, eft-
irmaður Halders sem yfirmaður
herforingjaráðs landhersins og
eins og kunnugt ’er, foringi sam-
særismannanna? Að því er Gise-
vius segir, skrifaði Beck bréf til
von Brauchitsch hershöfðingja,
en yfirmaður landhersins tók ekki
á móti því. Næst segir Gisevius,
að Beck hafi átt langt samtal við
Halder, sem samþykkti, að stór-
styrjöld, myndi þýða eyðileggingu
251
myndi aldrei leyfa heimsstyrjöld,“
og því v^ri ekki ástæða á þessari
stundu að kollvarpa honum.
Hassell snæddi kvöldverð sinn
með Beck, 14. ágúst, og sagði frá
hinum ruglingslegu tilfinningum
þeirra í dagbók sinni.
— Beck (er) mjög menntaður,
aðlaðandi og gáfaður maður. Því
miður hefur hann mjög lágar skoð-
anir á leiðtogum landhersins. Af
þeim ‘ástæðum gat hann ekki séð,
hvert við gætum snúið okkur til
þess að fá fótfestu. Honum er full-
ljóst hið spillta“ eðli stefnu Þriðja
ríkisins.
Sannfæring Becks — og hinna
sem í kringum hann voru — var
góð og gild, en á meðan Adolf
Hitler var að undirbúa að steypa
Þýzkalandi út í styrjöld, reyndi
ekki einn einasti þessara manna
að stöðva hann. Verkið varð vissu-
lega erfitt og ef til vill var, þegar
hér var komið sögu, ómögulegt að
framkvæma það. En þeir reyndu
það heldur ekki.
Thomas hershöfðingi reyndi ef
til vill. Hann fylgdi eftir skýrslu
sinni, sem hann hafði persónulega
lesið fyrir Keitel yfirmann OKW
um miðjan ágúst, með því að fara
á fund hans sunnudaginn 27. ágúst,
og samkvæmt eigin frásögn, „af-
henti honum talfræðilega sönnun,
með teikningum til skýringar . . .
(sem) sýndi ljóslega, hina geysi-
legu hernaðarlegu og efnahagslegu
yfirburði Vesturveldanna og þær
skelfilegu þrengingar, sem við
ættum í vændum.“ Keitel sýndi
Hitler þetta, með óvenjulegu hug-
rekki, en hann svaraði, að hann
deildi ekki með Thomas hershöfð-
ingja „áhyggjunum yfir hættunni
á heimsstyrjöld, sérstaklega þar
eð hann hefði nú fengið Sovétríkin
á sitt band.“
Þannig enduðu tilraUnir „sam-
særismannanna“ til þess að koma
: í veg fyrir, að Hitler kæmi af stað
annarri heimsstyrjöldinni, nema
j að undanskildum síðustu örvænt-
j ingarfullu tilraunum dr. Schachts,
sem hinn klóki fjármálamaður
gerði mikið úr í sjálfsvörn sinni í
Nurnbergréttarhöldunum. Þegar
hann kom aftur frá Indlandi í á-
gúst, skrifaði hann Hitler, Göring
og Ribbentrop bréf — á þessu al-
vöruaugnabliki virðist enginn sam-
særismannanna hafa gert meira
en skrifa bréf og skýrslur — en
honum „til mikillar undrunar",
eins og hann sagði síðar, fékk hann
engin svör. Næst ákvað hann að
fara til Zossen, fáeinar mílur suð-
austur af Berlín, þar sem komið
hafði verið upp aðalbækistöðvum
landhersins fyrir pólsku herferð-
ina og hitta þar von Braushitsch
í eigin persónu. Og hvað ætl'aði
hann að segja honum? í vitnastúk-
unni í Niirnberg útskýrði Schacht,
að hann hefði hugsað sér að segja
yfirmanni landhersins, að það væri
ekki í samræmi við stjórnarskrána
að hefja styrjöld, án samþþykkis
Reichstag! Því væri það skylda
yfirmanns hersins að virða eif
sinn við stjórnarskrána!
Sem betur fór, hitti dr. Schacht
aldrei Brauchitsch. Hann fékk að-
vörun frá Canaris um, að kæmi
hann til Zossen, cnyndi yfirmaður
landhersins „ef til vill láta hand-
taka okkur alla þegar í stað“ ör-
lög, sem þessum fyrverandi stuðn-
ingsmanni Hitlers fundust ekki
girnileg. En raunverulega ástæð-
an fyrir því, að Schacht fór ekki
til Zossen í hinum hlægilegu er-
indagerðum sínum (það hafði ver-
ið barnaleikur fyrir Hitler að fá
Reichstag til þess að samþykkja
styrjöldina, hefði hann viljað
40
Ég hef ;bara- ekki séð þig í háa
herrans tíð.
— Ég hef aðallega starfað á
fæðingardeildinni, ég bjóst satt að
segja ekki við því að geta gert
mikið fyrir þig þar, svaraði Phil.
Gamli maðurinn hló dátt að þess-
ari fyndni og yfirgaf sjúkrahúsið,
ánægður í sinni. Phil skiptist á
nokkrum orðum við starfsfólkið á
deildinni og fór síðan til sinna
starfa. Hann var þreyttur. Hann
þráði að komast í heitt bað og
skipta um föt. Hann ætlaði að
reyna að losna, eins fljótt og hann
gæti.
En klukkan var orðin fjögur,
áður en hann Iosnaði. Hann bað
fyrir töskuna til Page og fór til
dyravarðarins að vitja um póstinn
sinn. Og þar, sitjandi í lÆurstól
gegnt lyftunni, fann hann Min
Brady.
— Nei, en Min . . .
Hún horfði á hann, án þess að
brosa, og reis á fætur. — Hvar í
ósköpunum hefurðu haldið þig?
spurði hún allt að því önuglega.
Ég hef nú setið um þig í heila
þrjá daga
Hún var hattlaus, hárið gljáa-
laust og úfið, og farðinn dugði
ekki til að hylja baugana undir
augunum.
— Ég skrapp út úr borginni,
sagði hann. Mér þykir leitt
— Ég efast ekki um það.
Slepptu bara kurteisinni. En ég
verð að tala við þig, rauðhaus. Ég
verð!
Hann hvarflaði augunum i kring
um sig og mætti forvitnislegu
augnaráði viðstaddra. — Vertu ró-
leg, sagði hann. Ég ætla að taka
póstinn minn, og ,svo förum við
upp í íbúð mína. Farðu inn í lyft-
una og bíddu mín.
Þcgar hann kom inn í lyftuna,
stóð hún þar og hallaði sér upp
að veggnum og virtist örmagna.
Ilann mælti ekki orð af vörum,
fyrr en hann opnaði dyrnar að
íbúðinni. — Gakktu inn fyrir,
sagði hann róandi og leiddi hana
að hægindastólnum, en áður en
þau náðu þangað, fann hann, að
herðar hennar skulfu, og tárin
runnu hömlulaust niður vangana.
— Min! í guðanna bænum, hvað
er að?
Svo datt honum skyndilega eitt
í hug. — Min, hefur eitthvað kom-
ið fyrir Whit? spurði hann hörku-
lega.
Hún hristi höfuðið og horfði á
hann í gegnum tárin og skalf af
ekka. — Ó, Phil, stundi hún.
Að sjálfsögðu gat hann ekki bet-
ur gert en draga hana að sér og
leyfa henni að gráta við öxl sér,
um leið og hann reyndi að hvísla
að henni huggunarorðum.
Það var hins vegar ekki jafnj
heppilegt, þegar Page skyndilega
gekk inn um hálfopnar dyrnar.
Hún hafði komið til hótelsins, að-|
eins örfáum mínútum á eftir Phil, j
ÁSTIR LÆKNISINS
ELIZABETH SEIFERT
og taskan, sem beið hennar þar,!
sýndi henni, að Phil var kominni
líka Hún hljóp niður stigann til
þess að hitta hann J . — Ó, sagði
hún í hreim, blönduðum undrun
og hryggð og sneri^t hvatskeyt-
lega á hæli
Phil aðeins stóð þarna og kom1
ekki upp nokkru orði. Það var
Min, sem áttaði sig og hrópaði:
— Bíðið! um leið og hún stökk af
stað. Það lá við, að hún yrði að
beita valdi til að fá Page til að
koma aftui inn í herbergið Hún
lokaði dyrunum vandlega á eftirj
sér. — Til þess að halda hinum,
vinkonunum fyrir utan. sagði hún
við Page.
Phil stóð vandræðalegur og,
kreisti póstinn milli fingranna,
bréf frá Berilo og nokkra reikn-
inga.
— Bezt að greiða úr þessari vit-1
leysu, áður en hún verður enn
flóknari, sagði Min ákveðin.
Page reyndi að losa handlegg-
inn, sem Min hélt fast um, ákveðin
í að láta hana ekki sleppa. — Ég
fæ ekki séð, að hér sé þörf skýr-
inga, sagði hún stirðlega. Þetta
liggur allt saman ofur ljóst fyrir
mér.
— Þar hefurðu þó á röngu að
standa, vinkona, sagði Min.
Sumum geðjast ekki að frökku
hátterni Min, öðrum finnst það
töfrandi. Mér hefur alltaf fundizt
það bera vott um einstaka hrein-
skilni hennar og hugrekki.
— Sem gömul og reynd blaða-
kona, sagði húi. við Page, sem stóð
stíf og hvít í framan, án þess svo
mikið sem líta í áttina til Phil, þá
vil ég ráðíeggja þér að gera þér
allar staðreyndir ljósar, áður en
þú segir söguna. Það er ekki alltaf
viturlegt að ganga út frá hlutunum
sem gefnum
— Jæja? sagði Page. Hún hafði
nú losað sig úr greipum Min, en
stóð kyrr og horfði á hana
— Nei. sagði Min og renndi
fingrunum i gegnum hárið Ég
skal fúslega viðurkenna, að þetta
hefur ekki litið vel út í gegnum
skráargatið
Roði hljóp fram i kinnar Page,
og Phil hafði nú náð sér nægilega
til að gefa frá sér hljóð i and-
mælaskyni.
— Ég tek aftur þetta með skrá-
argatið, sagði Min fljótmælt. En
þú gekkst inn — eins og þú vafa-
laust hefur rétt til — og komst að
mér, grátandi upp við öxlina á
piltinum þínum. Ég geri ráð fyrir,
að þú sért pilturinn hennar, rauð-
haus?
Phil andvarpaði og gekk í átt-
ina til þeirra. — Page, sagði hann.
Þetta er gömul vinkona mín, sem
ég hef oft sagt þér frá — Min
Brady. Min, má ég kynna fyrir
þér dr. Page Arning?
Min deplaði augunum og horfði
á hávöxnu, Ijóshærðu stúlkuna. —
Doktor? sagði hún í himinhróp-
andi undrun.
— Ekki í læknisfræði, sagði
Phil. Líffræði.
— Ó, sagði Min. Ég skil.
Phil hló og það hreinsaði loftið.
Þeim létti öllum. — Þú skilur
I fjandakornið ekki nokkurn skap-
j aðan hlut, sagði hann við Min.
! Fylgdu nú þínum eigin ráðum.
j Gerðu ekki ráð fyrir neinu, fyrr
j en þú veizt allar staðreyndir. Page
i var í sínum fulla rétti að ganga
i beint hingað inn, þar sem dyrnar
| voru opnar í hálfa gátt. Hins vegar
get ég fullvissað þig um, að það er
j í fyrsta skipti, sem hún veitir
mér þamf heiður Og hvað þér við-
víkur, þá varst þú í fullum rétti
^að gráta upp við öxlina á mér,
hvað svo sem orsakar hryggð þína.
Nú, nú, ungu dömur
— Bíddu við, Phil, sagði Page
virðulega. Ég ei enn á þeirri skoð-
un, að ég muni snúa aftur til her-
bergis míns og leyfa ykkur ung-
frú Brady að halda því áfram, sem
ég var að trufla. Ef hún er í vand-
ræðum og langjir til að segja þér
frá þeim, þá ætla ég ekki að standa
í veginum Þú getur slegið á þráð-
inn, þegar þú ert laus
— Nei, heyrðu nú, Page, mót-
mælti Phil .
— Bíddu hæg, vinkona, sagði
Min.
En Page brosti við þeim. —
Brottför mín er með allt öðrum
hætti nú en áðan, sagði hún ró-
lega. Ég er hvorki æst né reið.
Ef ég þá nokkurn tíma hafði rétt
til þess að vera það. En nú ætla
ég að fara.
Og hún sneri við þeim bakinu
og gekk út rólegum skrefum með
upprétt höfuð og bein í baki. Phil
leit á Min og þaut svo á eftir Page.
Hann náði henni á ganginum og
greip um handlegg hennar. —
Page.
Hún nam staðar og sneri sér að
honum. — Þetta er allt í lagi, Phil.
— Hún er í vandræðum. Hún
hefur verið að bíða eftir mér dög-
um saman, segir hún. Hún er
gömul vinkona mín og hefur rétt
til þess að leita minnar hjálpar, ef
ég get eitthvað gert fyrir hana.
— Auðvitað. Það er auðséð, að
hún. á eitthvað bágt. Farðu til
hennar, Phil. Ég mun bíða eftir
þér, eins og ég sagði. ■
Hún var föl í andliti, og augun
ljómuðu ekki. Phil horfði rann-
sakandi á hana.
— Þú misskilur ekki, Page?
— Ne — ei.
Hún brosti titrandi vörum. Svo
tók hún sig á. — Það er aðeins,
Phil — þú vaktir mig svo skyndi-
lega til lífsins. Og ég innbýrði
slíkan fróðleik um fólk í svo stór-
um skömmtum þessa dagana, að
— að ég á dálítið bágt með að
melta það allt.
14
T I M I N N, föstudaginn 3. janúar 1964.