Tíminn - 07.01.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.01.1964, Blaðsíða 6
MINNIHG (Framhald af2 sí3u) ♦■ólags fslands. Með samhentum á- tökum þe:rra í - bústörfum varð búreksturirin til fyrirmyndar í um gengni allri og meðferð bústofns- ins þrátt. t'yrir fjarvistir húsbónd- ans við störf að héraðs- og land- búnaðarmáium. Jón Eiríksson var höfðingi í sjón og raun. Hann ólst upp, lifði og starfaði í stárbrotnu umhverfi, þar sem náttúruöflin, voldug og sterk, fóru hörðum höndum um gróður jarðar, hvar Hfii háði baráttu við deyðandi öfl. Jo.’ unni gróðri jarð ar og hinni lifandi náttúru, vann því að ræktun landsins og verndun gróðurs, allt ev hann orkaði, og verksvið hans gaf honum aðstöðu á því sviði til mikilla áhrifa. Hinu skai ekki gleymt, að Jón unni hinni stórbrotnu náttúru og dáði þá hamslausu orku, er brauzt fram í afli stórra vatnsfalla og þungum öldum úthafsins við sendna strönd. Það var unun að ferðast með hon- um um héraðið hlýða frásögnum hars um fortíð þess og framtíð og jarnframt að finna, hve óskiptur hann vann því að framfaramálum þess héraðs, er átti hug hans frá æskuárum til æviloka. Hinztu mánúðina var hugur þinn heima hjá lífsfórunaut þínum, er þú unnir. Hún fór á undan þér yfir móðuna miklu og mun rétta þér hendur við heimkomuna eins og fyrrum, er þú komst úr ferð. Einn vegur liggur heim, á þeirrí leið erum við öll. Hin milda móð- uriörð heimahéraðs þíns býr þér nú hinztu hvílu við hlið ástríkrar eiginkonu þinnar. Þið eruð bæði komin heim. Leiðir okkar lágu saman öðru hvoru í hartnær 40 ár. Frá þeim kvnnum hefi ég mikið að þakka. sem eigi verður upptalið. Á sam- vistarstundum miðlaðir þú mér af Mfsreynslu þinn’. vísaðir til vaðs. er elfur erfiðleika lögðust á leið þeirra viðfangsefna, sem sameig-. inlega var unnið að. Að leiðarlokum flyt ég þér per- .sónulega mínar beztu þakkir fyrir samstarfið fyrr og síðar. Landnám ríkisins þakkar þér öll þín störf í þágu þess málefnis, er það hefur með höndum, sem þú vannst að. Þeir, sem með þér unnu, geyma minninguna um þig í þakklátum bnga. Þig man ég gætnastan og sterkastan, þegai mest á reyndi. Pálml Einarsson. ÞEGAR öldur ljósvakans fluttu andlátsfregn Jóns Eiríkssonar fyrr verandi bónda og hreppstjóra í Volaseli I Lóni, að kvöldi annars jóladags átti ég tregt tungu að hræra nokkra stund, líkt og Egill skáld, er hrönn hafði brotið skarð 1 frændgarð föður hans. Ekkert hafði þó skeð, sem kom beint á óvart, nema tómleikinn, sem gríp- ur hug þess, er eftir stendur og tregar góðan vin, sem lagðúr er upp í sína síðustu langferð. Jón Eiríksson var einn af sam- ferðamönnum mínum í Bæjar- hreppi um 30 ára skeið, þótt ald- ursmunur okkar væri nærri þriðj- ungur aldar. Þessum samferða- mönnum fer nú ört fækkandi. Hér verður ekki gerð nein til- raun til að rita eftirmæli í annáls- formi aðeins stiklað á nokkrum rninningamolum í kveðjuskyni að leiðarlokuin. Enn þá eru mér í fersku minni fyrstu kynni mín af Jóni Eiríks- syni. Ég var þá mjög ungur að árum, og nýbyrjaður að þekkja stafina. Prófasturinn, séra Jón Jónsson var kominn í húsvitjunar- ferð, sem prestar þeirra tírna ræktu með mikiili kostgæfni og fylgdarmaðurinn var Jón Eiríks- son á góðhestinum Faxa. Próf- asturinn átti að reyna lestrar- kunnáttu barnanna á heimili mínu ug ég reyndi að tyga mig karl- imennsku og ganga á fund hans. En ég var hlédrægur og kjarklít- ill og þorði ekki að sleppa hendi pabba. Þá var það, að fylgdarmað- ur prófastsins ávarpaði mig með svo miklum hlýleik að allur ótti og minnimáttarkennd hvarf á svip- stundu og ég skynjaði að styrks var að vænta frá þessum milda og broshýra manni. Og nú sá ég próf- astinn í nýju ljósi og prófið, sem ég átti að ganga í gegnum, reynd- ist mér miklu auðveldara en ég þorði að vona í fyrstu. Upp frá þessu augnabliki var Jón Eiríks- son góðvinur binn til hinztu stundar. Um rúmlega 30 ára skeið var Jón Eiríksson næsti nágranni æskuheimilis míns og heimilisvin- ur. Það lætur því að líkum að samskiptin hafi verið mikil og margþætt á þessum árum. Heimili okkar áttu engjar og beitilönd saman, sameiginlegt skógarítak og fjalllendi og sameiginlega götu til útróðra og kaupstaðaferða. Um ýimsar af þessum' landsnytj- um hafði kynslóðin á updan okk- ur glímt o.g vegizt með bröndum1 orða og athafna eins og þá var oft títt meðan heimilin áttu mik- ið af lífsafkomu sinni undir oln- bogarými. Eftir að Jón Eiríksson kom í nágrennið voru olnbogaskot milli nágrannanna óþekkt hugtak og ból aði á einhverju slíku í öðru byggð- arlagi var vísast að Jón Eiríksson væri kjörinn til að jafna misklíð þar. Það tókst honum ætíð giftu- samlega með nærveru sinni. Slík- ur mannasættir var Jón Eiríksson að öll misklíð hjaðnaði við nær- veru hans. Ótaldir munu þeir dánarbeðir, sem Jón Eiríksson sat við og veitti þeim, sem voru að leggja út á móðuna miklu handan þessa lífs síðustu hjúkrun og syrgjandi ást- vinum þeirra styrk til að takast á við mótbyr líðandi stundar. í félags- og menningarmálum sveitarinnar var hann líf og sál um langt skeið. Þar starfaði bún- aðarfélag og málfundafélag af miklu fjöri. Einn eða fleiri sjón- leikir voru sýndir ár hvert og var Jón einn með snjöllustu leikurum hreppsins á tímabili. Auk þess gegndi hann flestum trúnaðarstörf um, sem til eru í einu hreppsfé- lagi af mikilli alúð o.g skýldu- rækni. Hér er þó ekki talið nema fátt eitt af því, sem tengdi Jón Ei- ríksson sterkum böndum Bæjar- hreppi og íbúum hans á langri og viðburðaríkri ævi. Eftir að hann fiuttist hér á Höfn var hugurinn ætíð bundinn Bæjarhreppi og þar kvaðst hann mundu hvíla að loknu ævistarfi. Þegar Jón Eiríksson var á mörk um æsku og fullorðinsára hugðist hann að gerast farmaður og sigla um framandi höf. Dvaldi hann þá um tjma úr vetri á Panaósi, hin- um forna verzlunarstað Austur- Skaftfellinga. En skipið, sem "tti að flytja Jón um úthöfin kom aldrei fram. Það fórst í hafi og vegir Jóns sveigð- ust inn á þær leiðir, sem lágu til mannaforráða heima í Lóni. En nú hefur Jón stigið á skips- fjöl og lagt upn í siglinguna miklu, sem okkar allra bíður. Okkur sem átt höfum með honum langa sam- leið finnst ekki ósennilegt að hann hagi þeirri siglinau líkt og sægarpurinn Stiáni blái í kvæði Arnar Arnarsonar, að hann reisi segl við hún og beiti í vindinn, beina leið á fund þess herra, er ræður fari sævar og vinda. Og vel má vera að hann verði þar kjör- inn til nýrra trúnaðarstarfa, sem hann muni leysa af hendi með sömu trúmennsku og hann gerði í hverju starfi er honum var trúað fyrir í jarðlífinu. En í síðustu för- ina fylgja honum hlýjar kveðjur og árnaðaróskir rneð innilegri þökk fyrir góða og skemmtilega samfylgd: TorfL Þóiíáteins'íým. UMFERÐARMERKI Framhald af 7 síðu Skiifi mega ekki vera of möra Áður fyrr var einungis al- mennt skilti þar sem unnið var við vegargerð Nú er komið nýtt skilti sem varar við laus- rnn san,,i. Ti! að umferðin geti naldið áfram með sem átaka- minnstum h"tti hefur einnig verið gert sKÍlti sem bannar vörubílim að fara fram úr öðr- um ök uækium í brekkum. ECE er andvígt of mörgum (/mferðarskiKum, þar sem þau geti tri flað athygli ökumanna, en nefrdin ræður einstökum ríkjum sem eru einráð um til- högun iimfe’ðe. heima fyrir, til að hafa samráð við önnur ríki ’ ið samningu umferðarmerkja, svo þau verði öllum bílstjórum aaðskilir. fFrá uiiplýsmgaskrifstofu SÞ i Khöfn) að aka bíl en rétt að setja í gang- En þetta var nú útúrdúr. í náinni framtíð mun standa fyrir dyrum að taka reglugerð um hreindýraveiðar og annað þar að lútandi til gagngerðrar endurskoðunar. Verður eigi að óreyndu öðru trúað en að stjórnarvöld og náttúruverndar ráð sjái sæmilega fyrir hag þess ara innflytjenda í dýraríki ís- lands. Jafnvel þótt hreindýrin kunni að eiga sér óvildarmenn, sem gjarnan vildu ráðsmennsk- ast með örlög þeirra, án þess að slíkt kæmi svo mjög fram í sviðsljósið. Þeirmunu líka flest ir í fullu fjöri, sem drengileg- a«t unnu að friðun stofnsins ár- ið 1939 Karl Magnússon. HREINDÝRAVEIÐI Framhald af 9 síðu. og vinna ekki til“. Til að l'yrir- byggja allan grun og dylgjur um óleyfilegar veiðar mætti t d. setja það skilyrði um skot- vopn til hreinaveiða, að rifflar væru í umsjá löggæzlumanna utan veiðitíma. Kannski væri slíkt skerðing á persónufrelsi? Líka mætti auka löggæzlu um veiðitímann, því aö hún er ekk- ert smáræðisverk, ef vel á að vera. Hvenær skyldi það annars verða, að menn yrðu skyldaðii til að sanna hæfni sína með prófi (sbr. bílpróf), áður en þeir fá yfirleitt nokkurt skot- vopnaleyfi? Það er hrein hörmung að sjá marga handleika byssur, þótt þeir geti jafnvel skotið sæmi- lega í mark og hafi hegningar- vottorð í lpgi. Það þarf að kenna fleira til Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs Sendum um allt land. HAUDOR Skól^vörðustíg 2 di Frá Dánsskóla Hermanns Ragnars, Reykjavík Innritun nýrra nemenda hefst í dag, þrfóiudag 7. jan., frá kl. 10—12 og 1—6 e h., og stendur til föstudags. Skírteini /etða afhent á laugar- daginn 11 jan. : Skátaheimilinu frá kl. 3—6. UTSALA SKOFATNADI hefsi í fyrramálið. — Seljum m. a. kufdaskó úr leðri meó gúmmisóla fyrir börn, unglinga og kvenfólk. Verð aðeins kr. ISÍ.oo — Áður kr. 389.oo InniskófatnaSur og strigaskófatnaíur, sléttbotna($ir me5 fylltum hæl og kvarthæl fyrir óírúlega lágt verft. Enn fremur karlmannaskór úr leöri. Verö aðeins kr. 298.00, o. m. fl. Kaupið ádýran skófatnað meðan birgðir endast SkóhúB Austurbæjarim^ ™ T í MIN N, þriðjudaginn 7. janúar 1963 -I í ! i l1 !' h

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.