Tíminn - 09.01.1964, Side 16

Tíminn - 09.01.1964, Side 16
í'TSEJ f Fimmfudagur 9. janúar 1964 6. tbl. 48. árg. OLDUHÆDIN t'A m f'B-Reykjavík 8. janúar. í kvöld var orSið allhvasst út af Vestfjörðum, 10 vindstiga útsynn- ingur og éljagangur og stórsjór. Aftur á móti var stillt veður á Austurlandi og bjart. Á Vestfjörðum var ekki hvasst í kvöld en þegar út á sjó kom var veðrið orðið slæmt, 10 vindstig, stórsjór og éljagangur. Veðurskip A'fa tilkynnti að ölduhæð væri 81 j metri, en skipið er statt á Grænlandshafi. Annars staðar var suðvestanáit 'im land ailt og sums staðar smá él, en búizt við að veðrið snerist upp í suðaustanátt með morgn- inum. UNGLINGAKLUBBUR F.U.F. Skemmtikvöld einkum fyrir eldri j meðlimi Unglingaklúbbs F.U.F., j verður laugardaginn 11. janúar að Skemmtikvöld fyrir yngri með- limi klúbbsins verður sunnudag- inn 12. janúar að Tjarnargötu 26, Tjarnargötu 26, kl. 8. Dansað og kl 8 00. Spiluð télagsvist og dans- fieira til skemmtunar. I að. Kennarínn sagði að Betty kynni ekki að syngja! FB-Reykjavík, 8. janúar. HIN heimsfræga, bandaríska messósópransöngkona Betty Allen, sem hingað kom árið 1960, syngur á morgun með Sinfóníuhljómsveit íslands, sem þá heldur sjöundu tónleika sina á þessu misseri. Hljómsveitar- stjóri að þessu sinni er dr. Róbert Abraham Ottósson. Betty Allen kom hingað fyrst árið 1960 á vegum Tónlistarfé lagsins, og söng þá bæði hér í Reykjavík og á Keflavíkurflug velli. í þetta sinn er hún einn- ig á vegum félagsins, en þegar fréttist um komu hennar hing- að var ákveðið að fá hana tií þess að syngja með sinfóníu- hljómsveitinni. Á tónleikunum á morgun syngur Betty Allen, Lieder ein- es fahrenden Gessellen (Ljóð förusveinsins) eftir Gustav Mahler. Á fundi með blaða- mönnum sagði söngkonan, að hún hefði frá upphafi verið mjög hrifin af verkum Mahlers. Þegar hún söng í fyrsta sinn fyrir kennara sinn til reynslu, var það lag eftir Mahler. — Kennarinn sagði, að hún kynni ekki að syngja, en hefði góðan stnekk og fyrir það sagðist hann ætla að taka hana í söngnám. Þess má geta, að þetta er í fyrsta sinn, sem Ljóð föru- sveinsins verða flutt hér. Önnur verk á efnisskránni að Framhald á 15. sI8u. iohnson kom ölium á óvart og hafði fjárlögin lægri en 1963 NTB-Washington, 8. janúar. „BANDARÍKIN munu minnka kjamorkuvopnabirgðir sínar í framtíðinni, úraníumframleiðsian mun vera 25% minni í ár en í fyrra, fjórar verksmiðjur, sern framleiða plútóníum, verða lagðar riður, og fjölda ónauðsynlegra liernaðarmannvirkja verður iok- að,“'sagði Lyndon B. Johnson, for seti Bandaríkjanna í ræðu sinni í Þjóðþinginu í dag. Johnson sagði, að hann myndi leggja fyrir þingið fjárlagaáætlun fyrir næsta ár, sem nasmi einung- is 97,9 milljörðum dollara, eða 500 milljónum lægri upphæð en í fyrra. Kom það mjög á óvart, því búizt var við fjárlagafrumvarpi að upphæð 100—103 milljörðum. Ræða Johnsons, er hann gaf bandaríska Þjóðþinginu yfirlit yfir stöðu ríkisins, einkenndist af þeirri ósk hans, að skapa heim ón styrjalda. — Þótt ekki sé til neinn samningur um algjört bann við kjarnorkuvopnum, þá mega Bauda ríkin ekki hervæðast í þeitn mæli, að það geti orðið til ögrunar fyr- ir önnur ríki. Og við vonum að andstæðingar okkar hugsi á sömu leiðj sagði forsetinn. Forsetinn hóf ræðu sína með því að biðja Þjóðþingið um »ð hjálpa honum til þess að gera þetta þingár að hinu bezta í sög- unni. — Gerum þetta þingár þekkt sem árið, þegar meira var gert fyrir jöfn réttindi allra borgara en á síðustu hundrað árum til sam ans, sem ár mestu skattalækkaua í vorri tíð, sem ár opinbers .sttlos gegn fátækt og atvinnuleysi i Bandaríkjunum, sem ár sjúkra- tiygginga fyrir eldra fólk og sern ár áhrifamestu og beztu hjálpar innar við önnur ríki, sagði John- son, og lagði áherzlu á, að allt þetta yrði að- gerast og gæti gerzt áður en sumarfrí þingmanna hefst. Johnson sagði, að Þjóðþiugið ætti að ko.na í framkvaemd áætl unum Kennedys, ekki vegna sorgar heldur vegna þess, að þær eru hið rétta. — Við verðum að afnema allt kynþáttamisrétti, sagði hann. — Ameríkumenn af öllum kynþátt um verða að fá jöfn tækifæri til vinnu og menntunar. Þeir standa hlið við hlið í Berlín og í Suður- Vietnam. Þeir geta örugglega einn ig unnið, borðað og ferðazt hlið við hlið hér í Bandaríkjunum. SIMABORD LOGADI, - 0G RAF- MAGNIÐ FÓR AF í 6 SVFITUM FB-Reykjavík. 8. jan. 1 gær gekk óskaplegt þrumuvcð- ur yfir Suðurland, eins og blaðið hefur skýrt frá Eldingum laust niður í símastaura og símalínur bráðnuðu niður. Þá laust eldingu niður I rafmagnsíínu á einum stað og fór rafmagnið af öllum bæjum í Grímsnesi, L&ugardal, Biskups- tungum, Hrunami, nnahreppi, Gnúp verjahreppi og á Skeiðunum. Þrumuveðrið hófst um klukkan jivtur að enda á þeim stærsta1 half ellefu i gairmorgun og náði það hámarki um klukkan 11. Á næsia klukkutíina töldu menn 12 skruggur og fylgdi þeim mikill hávaði og ijósagangur. Eldingu laust niður í símalínu við Stekkholt í Biskupstungum og brolnuðu þar 4 símastaurar og símalínan bráðr.aði niður. Einn staurinn var því Jíkastur, sem hefði hann farið í gegnum sögunarvél, svo var hann sundurklofinn frá toppi niður í rot. að sögn Garðars í Aratungu. Rafmagmð var aftur komið á um klukkan 4 í gær, en í Biskups tungum kom það um klukk- an 1 í nótt. Þegar stærstu elding- unni laust nið’ir gerðist það í Austurhlíð í iBskupstungum, að hvert einasta öiyggi í húsinu og hver pera sprakk, og þar hefur verið rafmagns. aust síðan, því við FramhaM á 15. s(Su. KJ-Reykjavík, 8. jan. Þegar dregið var í 5. flokki Haippdrættis Háskóla íslands í maí í vor, kom hæsti vinning- urinn á heilmiða, seldan í um- boðinu á KeflavíkurflugvellL Eigendur miðans voru 4 vinnu- fðlagar, málarar, sem keypt höfðu röð af miðum við síðustu áramót, 50 heilmiða. Á myndinni sjást hinir lán- sömu, ásamt umboðsmanninum í Keflavík, Þóri Halldórssyni, sem er lengst til vinstri, síðan eru Olgeir M. Bárðarson, Ytri- Njarðvík, Högni Gunnlaugsson, Kefl'avík, Jóhann R. Benedikts- son, Keflavík, og Kristján Sig- mundsson, Keflavík. Þeim fé- lögum hafði dottið í hug, að gaman væri að eiga svona miða röð saman, þrátt fyrir að þeir ættu fleiri og færri miða hver í sínu lagi. Það var ekki erfið- leikalaust að fá miðana, því fimmtíu heilmiða í röð var ekki gott að fá um þetta leyti. Þó rættist nú úr því um síðir, vegna þess að starfsmenn flug- stjómarinnar á Keflavíkurflug- velli, sem átt höfðu 50 miða í röð, tvístruðust, og hættu við miðana, sem málararnir fengu svo. Heppnin var með þeim félögum í fyrsta drætti, því þeir fengu tvo vinninga. Við endurnýjunina varð umboðs- manninum að orði að nú yrðu þeir að fá góðan vinning með alla þessa miða, og það varð. Ekki nóg með hæsta vinning- inn, heldur fengu þeir báða aukavinningana líka. Þeir fengu svo fleiri og færri vinninga í hverjuim mánuði eftir þetta, og voru komnir upp í 247 þús. um áramótin. Fengu þeir vinn- Framhalo á 15 siðu i) ■) í VjV,V}' i' :• 't’i ii\ í, \ t r ■/. \ i t t ,\ i >,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.