Tíminn - 09.01.1964, Síða 1

Tíminn - 09.01.1964, Síða 1
STJÓRN F.Í.B. SEGIR, AÐ NÝJU VEGALÖGIN NÁI EKKI TILGANGI SÍNUM Aðeins 43% af tekjum af umferðinni fara í vegi TK-Reykjavík 8. jan. Stjórn Félags islenzkra bifreiða eigenda boðaði ; dag blaðamenn á sinn fund. Var l>að í tilefni hinna ínýju vegalaga og verðhækkunar- innar á benzíni. Afhenti stjórnin 'biaðamðnnum gieinargerð frá fé- Jaginu þar sem hún segir .að fram komi sjónarmið þeirra, sein allan kostnað af vegagerðinni greiða og vegina nota, þ. e. bif- rei'ðaeigenda. öcntu þeir meðal annars á, að þcátt fyrir aukning- 1 una á vegafé & þessu ári vegna hinna nýju laga, þá hefur hlut- fall-log aukning á framlögum af tekjum af umfcðinni engin orðið og niðað við t. d. árið 1961 verður um hlutfallsleg i Iækkun að ræða á árinu 1964. Áætla má, að tekjur af umferðinni verði á þessu ári um 570 milljónir en fjárfram- Iög 244 milljónir eða um 43% en á árinu 1961 námu framlögin 44,9% af tekjuiium. Á síðasta árí komust þau hins vegar niður í 29,5%. Þá telur F.í.ö. að einhæfur sam anburður á benzínverði hér og í öðr.'m löndum ;é villandi. Bendir fél., á, að í öðrum löndum sé víð- tæk flutningastarfsemi á 'andj, sem nýtur styrks frá ríkinu. Þá er rekstur bifreiða á ekinn km. hærri hér en í öðrum löndum, vegna þes° hve slitið á bifreiðum er hér miklu meira en annars staðar og stofnkostnaður hár vegna mikilla toila og aðflutningsgjalda. Þá telur F.Í.B þungaskattinn á dieselbifreiðum allt of háan. Sér- lega ósanngjarnt sé, að allar bif- reiðar undir 2 þús. kg. beri sama skatt. Léttar dieselbifreiðar bex-a því tiltölulega hærri skatt en stór ar bótt þær slíti vegunum minna. Er þannig ver'ð að refsa þeim, sem vilja spara fyrir sig, þjóðfélag ið og gjaldeyrissjóði landsins. Til þess að eigendur lítilla dieselbíla njóti jafnréttis við eigendur benz- ínbíla í þessu sambandi þurfa þeir að meðaltali aó aka yfir 20 þús. km á ári, en þetta mark er langt of hátt að áliti sijórnar F.Í.B. Framhald i 15. slðu. Meistarar felldu - Tré- smiðir auglýstu taxta KJ-Reykjavík, 8. janúar. TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavík- nr hefur auglýst 15% hækkun á öll nm kauptöxtum sínum frá og með SOLHEIMA JÖKULL HLAUPINN 100 M. SÁÞ-VÍK, S janúar. EFTIRLITSMENN urðu þess varlr ( byrjun desember, að Sól- heimajökull var hlaupinn um hundrað metra niður i pilinu, þar sem Jökulsá á Sólheimasandi rennur undan honum. Jafnframt hafðl hann hækkað töluvert að framan við þessa hreyfingu. — Ekki er vitað hvenær jökullinn hefur hlaupið, enda hafði enginn orðið var við þetta fyrr en i þess- arl eftlrleit. Einn eftirlltsmanna, Erlingur ísleifsson, Sólheimum, hefur tjáð blaðinu að meira hafi verið í Jökulsá i kuldunum í nóvember heldur en venjulega. Gæti það að vísu bent til þess að jökullinn hefði hlaupið á þeim tíma, þótt ekkert verði um það sagt. Erl- ingur mun hafa í hyggju að huga frekar að jöklinum þegar færi gefst. 9. janúar. Gildir hækkun þessi til 21. júní 1964, hafi nýir samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Á sunnudag hótst. samningafundur kl. 4 og stóð hann til kl. 2 á mánu dag. Annar fundur var svo boðað- ur á þriðjudag kl. 2 og stóð sá fundur til kl. fimm í morgun. Á þessnm fundi var gert samkomu- lag um 15% hækkun á tímakaupi og hað svo lagi íyrir Trésmiðafé- lag fteykjavíkui og Meistarafélag húsasmiða í dag. Samkomulagið var samþykkt hjá Trésmiðafélag- ir.u með 160 atkv. gegn 51 en fellt hjá Meistaraféiaginu með 29:24. Meistarafélag1 ð hafði áður gert trósir.iðum cilboð um 15% hækkun á ákvæðisvinnu og það skilyrði að stoÁiaður yrði gerðardómur til úr- skurðar á ágreiningsatriðum sem upp kunna að rísa varðandi upp- mæimgartaxta. Vildu trésmiðir ekk’ una, að gerðardómur yrði lát inn fjalla um mál þeirra og var því ekki gert samkomulag um á- kvæðisvinnu, heidur einungis um 15% hækkun á tímakaupi, en það felidi Meistaraíélagið svo á fundi sfnum í dag. Tiésmiðir hafa aflýst verkfall- inu og hefst vinna hjá þeim því á morgun. Jarðhræringar og gufugos FB-Reykjavík, 8. janúar. | í gærkvöldi fundu Vestmanna-1 kl. 15,36, sá næsti kl. 21,10, og síð- GOSIÐ í Surtsey byrjaði aftur! cyingar jarðhræringar, sem þeir | an kl. 21,31, 0,33, 7,01, 8.11 og sá um kl. 11 í morgun, en hefur þó j gizkuðu á að ættu rætur að rekja ] sfðasti kl. 8.39. verið heldur lítið í dag. Mest hef- ur verið um gufugos, en annnð slagið hafa gosið upp svartir mekk ir. Ekkert hefur sézt til goss i Surtlu í dag. til Surtseyjar. En frá því í gæt j kl 15,36 til kl. 8,39 í morgun mæld ust 7 jarðskjálftar á mæla veður- stofunnar. Fyrsti kippurinn kom Upptök kippanna virðast vera í 114 km. fjarlægð frá Reykjavík, og geta þau því vel verið í nánd við Surtsey. MÚRNUM ER LOKAÐ AUSTUR-þýzkur landamæravörður fyllir upp í litla hliðið, sem brotið var á Berlínarmúrinn við Ober- baum-brúna, þegar jólaheimsóknir Vestur-Berlínarbúa til Austur-Beri ín hófust 17. des. Er heimsóknar- timinn rann út á miðnætti s- I. sunnudag, höfðu 'um 1,2 milljónir Berlínarbúa heimsótt ættingja tg vini hinum megin við múrinn. 10 PUNKTAR J NTB-Washington, 8. jan. Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkjanna, lagði fram í skýrslu sinni til Þjóðþingsins áætfl- un í tíu Iiðum um hvemig skapa skyldi heim án styrjalda: • Bandaríkin verða að halda fast við öryggi sitt og hernaðarlega yfirburði. • Þau verða að stiga ný skref í friðarátt, m.a. með tillögum í Genf um strangt eftirlit með herafla, eða ef til vill algjöra afvopnun. • Ekki má nota valdbeitingu í baráttu fyrir friði. • Bandaríkin verða áfram að vera leiðandi þjóð í rannsókn himingeimsins, og þau verða að stefna að ferð til tunglsins innan næstu 10 ára. Ber þeim að hafa samvinnu við aðrar þjóðir um slíka ferð, ef mögulegt er. Heimsverzlunin verður að aukast og Banda- ríkin að kaupa og selja meira. Halda verður áfram að vinna að því, að koma á greiðslujöfnuði við önnur ríki. Bandaríkin verða að veita hinum frjálsu ríkjum í Ameríku oetri stuðning. Bandaríkin verða að styrkja getu frjálsra þjóða, hvar sem er í heiminum, til þess að vera sjálfstæðar, og til þess að bæta lífs- kjörin. Samvinnan innan NATO og SEATO verður að sameinast, og Sameinuðu þjóðirnar verða að gerast áhrifameiri. Bandaríkin verða, ásamt bandamönnum sín- um, að finna nýjar leiðir til þess að brúa bilið milli austurs og vesturs. V.Vv ■V.-..C<‘A'VvVVy-. •.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.