Tíminn - 14.01.1964, Síða 4
RITSTJÓRI HALLUR SÍMONARSON
Staðan
Úrslit f 1. deild f íslandsmót
inu í handknattleik um helg-
ina:
ÍR:FH 27.27
Fram'Ármann 34:19
Staðan er þá þcssi:
Fram
FH
#R
Vík.
KR
Ármann
3 3 0 0
3 111
3 111
2 10 1
2 10 1
3 0 0 3
102:69 6
83:79 3
77:87 3
35:35 2
50:56 2
54:74 0
83:82
Á laugardaginn lék úrvalslið
Reykjavíkur í körfuknattleik gegn
úrva!li af Keflavíkurflugvelli. Leik-
urinn fór fram í stóra salnum
suður í Keflavík, og var allan tím-
ann mjög jafn og skemmtileguir.
— Reykjavíkurúrvalið fór með
sigur af hólmi, 83:82, og gefa
þessar tölur nokkuð til kynna,
hvað um jafna baráttu hefur verið
að ræða. Sigur íslenzka liðsins
var sanngjarn. — Það hafði mest
allan tímann yfir og sýndi betri
leik. Síðustu sekúriduir Ieiksins
voru mjög spennandi, og munaði
afar 'litlu, að Bandaríkjamönnum
tækist að skora sigurkörfu —
þ. e. 84:83, en þegar dómararnir
flautuðu leikinn af, var knöttur-
inn á leið ofan í íslenzku körfuna.
Í.R. reyndist F.H.-
ingum erfiður biti
Litlu munaði að Í.R. sigraði
Alf-Reykjavík, 13. janúar
Kornungur markvörður ÍR-liðsins, Árni Sigurjónsson,
sýndi framúrskarandi góðan leik með félagi sínu gegn FH á
sunnudagskvöld. Með sinni góðu markvörzlu, lék hann ÍR-
liðið upp, og óhætt er að segja, að ÍR hafi á sunnudagskvöld
leikið sinn langbezta leik um langan tíma. Viðureigninni lauk
með jafntefli, 27:27, og geta FH-ingar þakkað sínum sæ!a
fyrir að krækja í annað stigið, en dómari leiksins, Valur Bene-
diktsson, úthlutaði a. m. k. tveimur vítaköstum, sem FH
undir lok leiksins — þýðingarmiklum vítakóstum, sem FH
greip fegins hendi og notaði til hins ýtrasta Eftir síðustu
leikjum að dæma, virðist sól FH-liðsins senn hníga til við-
ar. Liðið hefur nú tapað þremur dýrmætum stigum og allt
gerir það erkióvininum Fram léttari róðurinn.
ÍR hefur upp á síðkastið teflt
fram ungum, nýjum mönnum með
liði sínu og hefur þetta breytt lið-
inu til hins betra, • einkum er það
þó hinn ungi markvörður, Árni
Sigurjónsson, sem sett hefur strik
í reikninginn. Eftir frammistöðuna
gegn FH held ég að sé óhætt að
taka ÍR af listanum um hugsanlegt
falllið í 1. deild í ár, en |R var
ofarlega á þeim lista eftir Reykja-
víkurmótið.
Leikur IR og FH á sunnudags-
kvöld var allan tímann jafn og
spennandi. FH hafði forustu út
nær allan fyrri hálfleikinn — með
einu, tveimur og upp í þremur
rnörkum yfir — en einu sinni tókst
ÍR að jafna. í hálfleik hafði FH
yfir 16:14.
Fljótlega í síðari hálfleik náði
ÍR að jafna og þegar u. þ. b. 15
mínútur voru liðnar af hálfleikn-
um, hafði ÍR náð forustu, 20:19.
Geysileg spenna var á dagskrá 'og
ekki hvað sízt, þegar ÍRj'ýkfor-
skotið í þrjú mörk, 26:23, og sig-
urinn virtist blasa við. En síðustu
mínúturnar voru mjög svo afdrifa
ríkar.
★ FH skorar sitt 24. mark og
að flestra dómi stígur FII-
ingurinn, Árni Þórðarson, á
línu, er hann skorar markði.
Dómari er ekki í aðstöðu til
að sjá þetta atvik. Og horna-
vörðurinn er upptekinn og
sér ekki hvað uni er að vera.
Einhver áhorfenda stóð við
hlið hans og er að spyrja
hann hvað klukkan sé!
★ Dómarinn, Valur Benedikts-
son. dæmir með örskömmu
millibili þrjú vítaköst á ÍR
— þar af tvö út í bláinn. —
Ragnar Jónsson skoraði úr
þeim öllum. Staðan var orð-
in 27:26 fyrir FH.
★ ÍR hafði ekki sagt sitt siðasta
orð og skömmu fyrir leiks-
lok jafnaði Hermann Samú-
elsson stöðuna fyrir ÍR, —
27:27.
ÍR sýndi góðan leik á sunnu-
daginn. Með sína ungu leikmenn,
Árna, Þórarin og Ólaf, virðist lið-
ið á uppleið, en um það verður
betur hægt að dæma í næstu leikj-
um. Gunnlaugur og Hermann voru
helztu stoðirnar í þessum leik hvað
útispilara snerti. Gylfi og Þórður
voru einnig nokkuð góðir. — Ann
ars var Árni markvörður aðal-
maðurinn á’ bak við frammistöðu
ÍR. Hann varði m. a. tvö vítaköst
og var mjög glöggur að reikna út
skot FH-inga. — Mörkin fyrir ÍR
skoruðu Gunnlaugur 8, Hermann
7, Gylfi 5, Þórður 4, Björgvin 2
og Þórarinn 1.
FH tapaði dýrmætu stigi og þótt
mótic sé ekki komið langt á leið,
eykur þetta mjög á sigurlíkur
Fram. FH-liðið barðist eins og ljón
í þessum leik, en hafði ekki árang-
ur sem erfiði. Liðið virðist nú
Hinn ungi ÍR-markvörður, Árnl, ver
f leiknum gegn FH.
mun lakara en undanfarin ár. FH
hefur aldrei getað leikið taktiskt,
en hraði og góð markvarzla Hjalta
Einarssonar hefur vegið hátt á
móti þessu. — Hjalti var lítið í
markinu á sunnudaginn og þá var
aðeins hraðanum til að dreifa —
en einn dugði hann ekki. Ragnar,
Páll og Birgir voru beztu menn
FH- — MörkiÁskoruðu Ragnar 11,
Birgir 7, Páll 5, Einar 2, Guðlaug-
ur og Árni 1 hvor.
Dómari var, eins og áður segir,
Valur Benediktsson og var hann
mjög mistækur í dómum sínum,
einkum í síðari hálfleik.
Armannsstúl kur
rnma Fram k >ff
Alf-Reykjavík, 13. janúar.
ÁRMANN og FRAM léku í mfl.
kvenna s. 1. Iaugardagskvöld. Eins
og vænta mátti, bar Ármann sigur
úr býtum, en þó með miklu meiri
mun, en reiknað hafði verið með.
Lokatölur urðu 13:4. Ármanns-
stúlkurnar byrjuðu mjög vel og
hvað eftir annað sendu þær knött-
inn í Fram-markið. Þegar sex mín.
Tveir leikit fara fram í 1.
deild í fslandsmótinu í Hand-
Knattleik í kvöld.
Víkinnur—KR
ÍR-—Árrrann
Fvrri leikin !nn hefst klukk-
sn 20,15.
voru liðnar, var staðan orðin 5:1
og í hálfleik var staðan 9:1.
Það var eins og Fram-stúlkurnar
vöknuðu af værum blundi fyrst í
síðari hálfleiknum og Guðrún og
Geirrún skoruðu þrjú mörk með
stuttu millibili. Díana og Steinunn
svöruðu fyrir Ánmann, en Ármann
náði aldrei sömu tökunum og í
fyrri hálfleiknum. Síðari hálfleik-
ur endaði með jafntefli, 4:4.
Ármannsliðið var mjög gott í
þesrrm leik og verður að líkind-
um í baráttusæti hvað toppinn
snertir. Díana og Steinunn voru
beztar í þessum leik.
Fram-liðið átti slakan leik, en
nýliðar í liðinu lofa góðu. — Dóm
ari var Daníel Benjamínsson og
dæmdi hann vel
St Mirren lék varnarleik
og nadi jafntefii i bikarkeppninni gegn Dundee Utd. á útiveiii
Rignar Jónsson, FH, er hér kominn Inn á línu, en er hindraður af
Hermannl.
Fy”sta umferð skozku
bikarkepprirnar fór fram
á laugardapinn, en eins og
menn muna hefur lið Þór
ólfs Beck St. Mirren, náð
ágætum árangri í þeirri
keppni undanfarin ár. Þó
virðist liðið nú miög óhepn
ið . drættinum. mætti
Dun iee Utd á útivelli —
en bað lið sigraði St. Mirr-
en fyrir nr.kkru með 6:2
St. Mirren lagði upp ein
dregna varnartaktik á laun
ardaginn og leikmennirnir
hugsuðu eingöngu um að
ná iafntefh. Þetta tókst —
leiknum lauk án bess að
mark vær' skorað Dundpe
sótti mikli' meira. en góð
ur varnar'eikur. einkum
markvarðarins, Beattv.
kom í veg fyrir að skorað
væri.
Tvö lið úr fyrstu deild
voru slegin út í þessari um-
ferð Aberdeen lék gegn
Hibernian og vann með
með 5-3 og 2. deildarliðíð
Stranraer sigraði Th. Lan-
ark með 2 1. Celtic og Rang
ers sigruðu mótheria sína
með vfirfcurðum. en efsta
liðið í 1 de.ld Kilmarnock
átti í erfiðieikum með Gala
Fairv lið utan deildanna
en sigraði pó að lokum með
2:1.
T í M I N N , þriðjudaginn 14. janúar 1964 —