Tíminn - 14.01.1964, Page 7

Tíminn - 14.01.1964, Page 7
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson. Ritstjómarskrifstofur f Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., simi 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán, innan- lands. í lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Stækkun búanna Um það er ekki deilt, að um þsssar mundir berst land- iyúnaðurinn í bökkum. Nú fara jarðir í eyði og bændum fækkar. Verðlag það, sem ákveðið er í verðlagsgrund- velíinum, nægir ekki til að greiða framleiðslukostnað meðalbóndans, að meðtalinni vinni bans, skylduliðs hans, og þá enn síður hjá þeim, sem mmna bú hafa. Fjöldi búa þarf að stækka, en til þess þarf meiri ræktun, meiri húsakost yfir fénað, fóður og allviða rneiri vélareign. Þetta allt og sjálf aukning bústofnsins krefst fjármagns, og vegna viðreisnardýrtíðarinnar hefur þessi fjármagns- þörf aukizt stórkostlega. Lán til íbúðarhúsa í sveitum hafa að vísu verið hækk- uð talsvert og önnur lán í hlutfalli við kostnað, en upp- hæðirnar, sem bóndinn þarf að afla á annan hátt, fara þó síhækkandi með ári hverju. Þar á ofan hafa vextir ver- ið hækkaðir um þriðjung og vel það. Ef einhver á von á að vera um það, að bændur geti við þessi skilyrði stækkað bú sín og með því bætt rekstrar afkomu búanna, verða hin óafturkræfu framlög ríkís- ins að hækka, svo að um muni, út a þær framkvæmdir, sem framlög eru veitt til. Og ekki þýðir að taka aftur með annarri hendinni það, sem veitt er með hinni, þ. e. að takmarka það fé með hámarksákvæðum, sem greiða ber í heild samkvæmt öðrum lagaákvæðum, eins og nu á sér stað um framlög til íbúðarhúsa og stækkunar hinna minni túna. Það er í samræmi við þessar staðreyndir, að Fram- sóknarmenn hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um þá breytingu á lögunum um stofnlánadeild landbún- aðarins að framlag það, sem ríkið veitir til að stækka núv. tún upp í 15 ha., verði hér eftir veitt til túnstækkunar upp í 25 ha., og jafnframt hækkí framlagið úr 50% í 65% af kostnaði. Hliðstæð breyt- ing verði einnig gerð á ákvæðum laganna um nýbýli. Bændastéttin stendur nú fjær þvi marki en hún stóð fyrir nokkrum árum, að eiga á haustnóttum það heyfóð- ur, sem til þarf. að ásetningur sé eins og hann þarf að vera til þess að mæta því, sem að höndum kann að bera. Ofan á þetta bætist, að fóðurbætir hefur stórhækkað í verði á þessum vetri. Sú bústærð. sem verðlag á búvör- um er miðuð við, þarfnast allt -^ð 20 ha. túnstærðar. Þessu búi er ætlað að skapa þær iágmarkstekjur, sem bóndinn þarfnast til búrekstrar og til þess að hafa hlið- stæð kiör, og aðrar stéttir. Með betta í huga og núver- andi ástand í þessum málum, er einsýnt, að tak- markið, sem nú er sett, megi ekki vera lægra en 25 ha. túnstærð. Og til þess að það dragist ekki allt of lengi, að þessu takmarki verði náð, þykm ekki verða hjá því komizt að veita Landnámi ríkisins heimild til að sjá svo um, að þeir, sem hafa ófullnægjandi. ræxtun, geti fengið alít að 65% framlag í heild til Umauka, á meðan þeir eru að koma ræktuninni í viðunandi horf Jarðræktin er ekki einungis grundvöilur að velmegun landbúnaðarins. Hún er tákn framsýni af hálfu þjóðfé- agsins. Það skapar þjóðinni öryggi og glæðir framtíðar- vonir hennar að vera sjálfri sér r.óg. Enda þótt þetta frv Framsóknarmanna feli í sér, ef að lögum verður, aukinn kostnað ryrir hið opinbera, er jafnframt á það að líta, að sú kostnaðaraukning mun verða öllum til góðs. Með því. sem ríkið leggur af mörk- um ár hvert á þessu sviði, er unníð að því að tryggja þjóðinni til frambúðar góða og neilnæisa fæðu á hóf- legu verði og skapa þeim kynslóðum, sem landið erfa, varanleg verðmæti og öruggari afkomu en áður hefur þekkzt með þjóð vorri. Agizkanir um eftirmann Nehrus Nú er hetzt rætt um Indiru Gandhi og Lal Bahadur Shastri HIN snögglegu veikindi Neh- rus, sem erlendir blaðamenn í Indlandi, telja yfirleitt alvar- legri en af er látið, hafa mjög stutt að umtfli og ágizkunum um, hver eftirmaður hans muni verða. Jafnvel þótt Nehru nái sér eitthvað eftir það áfall, sem hann hefur orðið fyrir, þykir ólíklegt, að hann muni endast l'engi úr þessu. Hann er orðinn 74 ára gamall og ellihrumleiki hans er orðinn augljós.Tiltrú til hans hefur að undanförnu mjög dvínað meðal hinna menntaðri Indverja, en meðal alþýðunnar nýtur hann sömu hylli og fyrr; einkum þó í sveitum. Meðal hinna menntaðri Indverja er ekki lengur reiknað með hon- uim sem framtíðarmanni, og hann þykir orðinn seinn og ó- ráðinn í ákvörðunum. í ræð- um hans lifir þó enn hin gamla glóð, en í þeim er hins vegar sjaldan nokkuð nýtt, heldur endurtekning eldri vígorða. UM ÞAÐ er nokkuð deilt, hvort Nehru geri sér fullkom- lega ljóst, að hann getur ekki átt langt eftir sem leiðtogi Ind- lands. A.m.k. bendir ekki neitt til þess, að hann hafi ákveðið eftirmann sinn og undirbúið hann til starfsins. Nehru virð- ist þvert á móti hafa gætt þess að láta algeran vafa leika um það atriði. Ef til vill hefur hann talið það heppilegast, því að það hefði getað valdið deil- um, er gert hefði eftirmannin- um erfiðara fyrir. Vel má vera, að það reynist eftirmanni hans styrkur, að ekki hafi staðið deilur um hann áður en hann tekur sér á herðar hið örðuga starf Nehrus. Síðan Nehru veiktist á dög- unum, hefur hann haft nánast samband við Indiru Gandhi, dóttur sina Lal Bahadur Shastri fyrrv. innanríkisráðherra og Kumaraswam1 Kamaraj, hinn nýja formann Kongressflokks- ins. Af þessu hafa ýmsir talið líklegt, að Nehru muni kjósa eitthvert þeirra þriggja til þess að taka við forsætisráðherra- embættinu, ef hann félli frá eða forfalíaðist skyndilega. Talsvert hefur verið rætt um, aðNehru muni helzt kjósa dótt- ur sína til þess að takast þetta starf á hendur. Hún er 46 ára, ekkja manns, sem var náskyld- ur Gandhi og bar sama nafn, INDIRA GANDHI og hefur verið föður sín- um mjög handgengin seinustu árin. Hún þekkir því mjög vel til mála, en hins vegar ber hún eindregið á móti því, að hugur hennar stefni í þá átt að erfa sæti föðurins. Til þess segist hún ekki hæf. Sennilega væri hún þó mörgum líklegri til að halda flokknum saman. Shastri, fyrrv. innanríkisráðherra, þyk- ir og líklegur til að halda flokknum saman, því að hann hefur staðið utan og ofan við deilur milli hægri og vinstri manna í flokknum, en mun þó heldur teljast vinstra megin. Það kom mjög á óvart, þegar Nehru lét hann hætta ráðherra- störfum fyrir nokkrum mánuð- um, ásamt Desai fjármál'aráð- herra og fleiri ráðherrum, en Desai, sem er 66 ára, er for- sætisráðherraefni hægri manna. Nehru byggði formlega þessa ákvörðun á því, að hann teldi óráðlegt, að menn gegndu lengi ráðherrastörfunum í einu, held- ur ættu þeir a.m.k. öðru hvoru að gefa sér góðan tíma til að ferðast um og kynna sér hugar- far fólksins og ræða við það. Það var Kamaraj, sem þá var nýlega orðinn formaður Kon- SHASTRI KAMAPAJ gressflokksins, sem átti upp- tökin að þessu. Kamaraj, sem er 60 ára gamall, var áður for- sætisráðherra í Madras og hef- ur sterkt fylgi þar. Þótt Shastri færi úr stjórninni, hefur Nehru samt haft náin skipti við hann. Shastri, sem er 59 ára, hefur yfirleitt unnið störf sín í kyrr- þey, er vel latinn af öllum og þykir mjög laginn samninga- maður. Hins vegar hefur Ne- hru haft lítið samband við Desai að undanförnu, og sama gildir um þá leiðtoga vinstri manna, sem áður voru farnir úr stjórninni, eins og Krishna Menon. MARGIR óttast, að miklar deilur muni hefjast í Kongress- flokknum við fráfal] Nehrus milli hægri og vinstri manna og jafnvel muni flokkurinn klofna. Á nýloknu þingi flokks- ins var yfirlýst því, að hann væri sósíalistiskur flokkur, er starfaði á lýðræðisgrundvelli. Þá óttast menn vaxandi deilur milli landshluta, en Indland er sambandsríki. Hinir nýju for- ustumenn í Kongressflokknum hafa flestir hafið göngu sína sem forustumenn einhvers rík- isins, eins og Ghavan, sem nú er varnarmálaráðherra, en hann var áður forsætisráðherra í Maharastra (Bombay). Aðrir slíkir leiðtogar eru Ghosh í Vestur-Bengal (Kalkútta), Pat- naik í Orissa og Gupta í Uttar Pradesh. Þetta eru allt duglegir menn og framgjarnir, en hafa þó enn ekki náð fylgi á lands- vísu, þótt þeir séu vinsælir í ríkjum sínum. Enginn þeirra mun líklega verða eftirmaður Nehrus, en þeir koma til greina næst á eftir. Nehru hefur haft þá miklu þýðingu fyrir Indland, að hann hefur haldið Kongressflokknum og þjóðinni betur saman en nokkur annar maður hefði get- að gert, sakir persónuleika síns og viðurkenndrar forustu í Framhald á 13. siðu. T f MIN N, þriðjudaginn 14. janúar 1964 —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.