Tíminn - 14.01.1964, Qupperneq 15

Tíminn - 14.01.1964, Qupperneq 15
FLUGFÉLAGIÐ Framhald af 16. sí3u. löndunum við Miðjarðarhafið. Til samanburðar sa"ði Sveinn, að á s.l. snmri hefði FÍ. farið 12 ferðir til útlanda á viku, en aðeins um háannatímann, sem stóð mun skemur en nú er áætlað. Sem dæmi um aukningu ferðamanna- straumsins frá London sagði Sveinn, að sumarið 1962 flaug F.f. einu sinni í viku þangað, sum árið ’63 bættis'. ein ferð við, og næsta sumar verða þær sem sagt þrjár. Nú verður suinarannatími Flug- féiagsins lengri en nokkru sinni áður, hefst þegir 1. apríl og stend- ur fram eftir liausti. Stafar það m. a. af lágu vor- og haustfargjöld unum fyrir fslendinga, sem valda því, að margir taka smarfríið ann að nvort á vorin eða haustin og bregða sér þá út á þessum lágu gjöidum, sem gilda ekki aðeins til beirra staði, sem F.f. flýgur til, heldur einnig áfram. Svo hefst hinn eiginlegi ferðamannastraum- ur i júní og stendur fram á haust- ið. í fyrrasuma” fór Flugfélagið átta ferðir til Grænlands, og nutu þær mikilla vinsælda, jafnt af útlendingum og íslendingum. I sumar verða farnar 12 ferðir, 6 fjögurra daga ferðir til Narssars- suaq og 6 eins dags ferðir til Kulu- suk. Er þegar búið að bóka mik- ið í þær ferðir EYÐILAGÐIR Framhald af 16. síðu. fjörð, og vilöi Aðalsteinn færa mönnum þakkir sínar fyrir veitta aðstoð, því margir höfðu farið lang an veg í vondu veðri í þeim til- gangi að reyna að finna bátinn. — Loks fannst hann brotinn við Þor- kelsey, sem er ein af úteyjum Skál eyja. Náðist hann út, og er nú kominn aftur til Hvallátra, en ekki sagðist Aðalsteinn vita hvort hægt "rði að gera við Draupni, en í j ( iótu bragði virtist það verða "Kostnaðarsamara eri smíða nýjan bát, og jafnvel myndi þeim ef til vill ekki takast að ná honum á land, þar eð kjölurinn væri mikið brotinn, en þó ætti eftir að at- huga þetta betur. í Hvallátrum hafa verið smiðað- ir bátar frá því fyrir aldamót, sagði Aðalsteinn að lokum, o,g var Draupnir stærsti báturinn, sem þar hefði verið smíðaður, 4 ára gamall. LOFTLEIÐSR (FramhalO at 2 síðu) ir boða vegna vaxandi samkeppni, sagði Sigurður, að frétta væri að vænta af því máli einhvern næstu daga. Hann sagfíi, að enn þá væri ekkert ákveðið, hvaða tegund yrði fyrir valinu, né hvort ein eða fleiri vél yrði keypt í einu. Og hvað DC-6B flugvélarnar snerti, þá yrði haldið áfram að nota þær, þótt skrúfuþotur kæmu til sögunnar. PANAMA (Framhald af 2. síðu) fánans á svæðinu, og fengu þeir vilja sínum framfylgt. Óeirðir síð ustu daga hófust, þegar stúdentar frá Panama réðust inn á svæðið til þess að dragn fána sinn að hún við hlið bandaríska fánans, en af eintverjum orsökum hafði Banda ríkjamönnum láðst að gera það. Bandarísk blr.ð hafa rætt málið nokkuð, og segi'. New York Times t. d. að landsvæðið við skurðinn \ sé eini staðurini, á jörðinni, þar \ sem finnist banúaríkjamenn með nýlenduhugafari. New York Her-! ald Tribune segir, að Bandaríkin verði að koma rausnarlega fram við Panama í þessu deilumáli, ekki einungis í sambandi við fánamál ið, heldur einnig fjárhagslega Tekjur af skurðinum munu nema um 10 miHjónum dollara, en Pan- ama fær í leigu árlega einungisl,9 i míiljónir dollara. Brotist inn í mjólkurbúð KJ-Reykjavík, 13. janúar. Eitt innbrot var framið í nótt. Var.farið inn um glugga í mjólkurbúðinni að Gnoðarvogi 44 og stolið þaðan 300 krónum í skiptimynt og einhverju af lakkrís. SKÁKKONAN Framhald af 16. síðu. — Jón Kristinsson. Önnur og þriðja umferð verða tefldar á miðvikudag og fimmtudag, ekki teflt á föstudag, en biðskákir á laugardag, og síðan haldið á- fram á sunnudag og mánudag. Friðrik teflir á svart við ungfrú Gabrindasvili í 2. umferð, við Gligoric í 8. og við Tal í 12. og hefur hvítt á móti þeim. Þrír hinna útlendu gesta hafa komið hingað til lands áður, Tal. Johannesen, og Wade. Aust urEvrópufólkið lét í ljós mikla hrifningu yfir kynnum sínum af íslandi, er það kom fljúgandi hingað með Sólfaxa frá Glas- gow í gær, sem flaug með far- þegana hringinn yfir gosstöðv- arnar við Vestmannaeyjar. Þau Tal, Gabrindasvili og Gli goric, koma beint hingað frá Englandi, þar sem þau tóku þátt í Hastingsmótinu, sem er nýlokið. Blaðamaður stórmeistari. Það kom upp úr kafinu í við- tali við meistarann Gligoric frá Júgóslavíu, að hann er ekki at- vinnuskákmaður, heldur er at- vinna hans fréttamennska. Hann hóf blaðamennsku fyrir átján árum, var einn af skæru- liðum Titos í stríðinu, vann síð- an við blöð, en hefur síðustu árin unnið við erlendar fréttir hjá júgóslavneska útvarpinu og sjónvarpinu. Hann sagðist einu sinni áður hafa fengið boð um að lioma til íslands, nrið Í955,' að loknu skákmóti erlendis, en fréttastjóri hans hafi þá kvatt hann heim vagna anna og ekki viljað gefa honum frí til að fara til íslands það ár. Hann taldi sig heppinn að hafa fengið leyfi til að taka þátt í þessu móti hér, því að aldrei hafi hann verið eins lengi frá frétastarfi sínu heima fyrir og síðastliðið ár, meira en hálft ár alls, því að hann hefur tekið þátt í, hvorki meira né minna en tíu meiri háttar mótum á árinu, bæði austan hafs og vestan. Hann var ánægður með árang- urinn, og ekki kvaðst hann finna til þreytu. Gabrindasvili er rúmlega tvítug stúlka og nýorðin heims- meistari kvenna í skák. Hún hefur einnig oft teflt við fær- ustu skákkarla í heimalandi sínu og t.d. unnið bæði Bron- stein og Petrosjan í hraðskák. En nú brá svo við á skákmót- inu í Hastings, að hún vann allar skákir nema eina. Ég spurði hana, fyrir hverjum hún hefði tapað, og hún sagði, að sá héti Taylor. En ég hTeraði úr annarri átt, að hann væri nú enginn garpur. Svona getur það farið í skák, að meistarar tapi fyrir hálfgerðum skussum. Að- spurð kvaðst ungfrúin hafa fyrst tekið þátt í skákmóti tólf ára gömul, en hingað til hefur hún teflt á sex alþjóðamótum erlendis, og er ísland sjöunda landið Hún sagðist hafa byrj- að að tefla fimm ára gömul. Hún er Georgíustúlka og á nú heima í Tiflis og kvað marga kunna sovétskákmenn vera það- an komna, t.d væri Petrosjan fæddur þar, þótt hann væri Armeníumaður að ætterni. Og algengt væri, að stúlkur í Ge- orgíu fengjust við að tefla skák. SJÓSLYSIN Framhald af 1. síSu. það hvernig e.gi að snúa þeim við, og kunni hann vel á þetta allt saman. Hrmn var fljótur að snúa bátnum, og lét ég strákana síðan hoppa hvern af öðrum í bát- inn og gekk það allt vel. Við blotn iðum að vísu allir meira og minna en --arð ekkert meint af því. Árni Þorkelsson tók okkur svo um borð, en við vorum ekki nema svona 10 mínútur í gúmmíbátnum, þeir voru þarna allt í kring um okkur hinir bátarnir og sáu hvað var að ske. Við vorum 10 í þessari ferð, og vantaði einn upp á fulla áhöfn. — Og hver heldurðu svo að or- sökni sé til þess að báturinn hall- aðist svona mikið og sökk? — Það er nú ekki gott að segja það að svo stöddu, en síldin getur hafa farið svona mikið út í annað borðið. Annars verða sjópróf á morgun, og þá fæst væntanlega úr því skorið hvað olli. — Ertu búinn að vera lengi með Hringver? — Nei, ekki get ég nú sagt það, byrjaði núna i september með hann. Var annars í landi í sumar, en í fyrravetur. þegar hann Erling ur iV. fór niður. var ég nýhættur á honum. — Hvernig batur var Hringver? - — Eg kunni nú bara sæmilega vi'ö hann. Við íórum í siglingu í vetux. en það er náttúrlega allt annað því það var svo létt í hon- um þá, allur ísinn og loftar mikið á milli. Þetta vgr í fyrsta skipti sem ég var með svona mikinn afla um borð. — Þú ert Vestmannaeyingur eða hvað? — Já, fæddur og uppalinn hérna og hef alltaf vtrig á sjónum síðan ég iauk meira fiskimannaprófinu við Stýnmannaskólann. — Kvæntur, og hvað gamall? __ Já, ég er kvæntur, á þrjú bö'-n og er 27 ára gamall. Jómfrúferð skipsticrans á r’ re Þorkelsryni fsleifur Guðleifssori skiþstjóri á Árna Þorkelssyni VE 46 var í sinni jómfrúferð, þegar hann varð svo lánsamur að bjarga 10 manna áhöfn Hringvers. — Við vorum ekki langt undan, þegar ég heyröi þá kalla út. Við vorum að enda við að háfa inn kast, og ég gekk inn og heyrði kallið. Ég fór strax út aftur og fór að líta í kringum mig, og sá þá ijósin á Hringver og sá hann hall- ast gríðarlega mikið. Ég setti auð- vitað allt í botn og eftir svona 5— 7 mínútur vorum við komnir að honum, en þá var hann að sökkva og við sáum hann fara nið ur í geislanum frá ljóskastaranum. Við höfðum einnig gúmmíbátinn í geislanum, og náðum mönnum fljótlegá inn. — Það var ágætis veður og sæmilegt í sjó, svo við gátum gert allt, sem þurfti að gera. íselifur var í sinni jómfrúrferð á Árna Þorkelssyni, en var áður stýrimaður á Manna frá Keflavík. Hann er 32 ára gamall. \foru a8 háfa Guðjón Ólafsson skinstjóri á Ág- ústu er 58 ára gamalí, 2ja barna faðir og hefur verið með Ágúsfru í 5—6 ár. Honum sagðist svo frá: — Við vorum búnir að fá einar 800 tunnur af síld, en vorum að háfa inn um 400 tunna kast, þegar kokkurinn og mótoristinn tóku allt i einu eftir að leki var kominn að bátnum. Við gáturn alls ekki gert okkur grein fyrir því, hvar lekinn var. Við höfðum ekki við að ausa og þegar drapst á vélunum var ekki annað að gera en hætta. — Elliði var þarna skammt und- an, en við höfðum siglt í áttina að honum á meðan hægt var. Við komumst í annan af tveimur gúmmíbátunum, sem voru utn borð í Ágústu, en hinn blés eig ekki upp fyrr en eftir að honum hafði verið náð um borð í Elliða. Það kemur stundum fyrir að það frýs á stútunum á gúmmíbátunum, og þá blása þeir sig ekki upp. Um kl. hálf átta fórum við allir um borð i Kóp, secn flutti okkur til Vest- mannaeyja. Tíu skipverjar vorú á Ágústu, og varð þeim ekki meint af volk- inu, að sögn skipstjórans. Siór í lúkarnum Guðiaugur Einarsson kokkur á Ágúst varð fyrstur var við, að leki var kominn að bátnum. — Ég var einn niðri í lúkar, þegar ég tók allt í einu eftir, að sjór flaut yf- ir gólfið. Við byrjuðum strax að ausa, og héldum því áfram þar til ijósin slökknuðu, en þá var ekki um annað að gera en yfirgefa skip- ið. Við komumst auðveldlega yfir í Elliða, sem lá þarna rétt hjá. Guðlaugur er 44 ára gamall, fjög- urra barna faðir og hefur verið 2 vertíðir á Ágústu. Hjálmar Kristinsson skipverji á Ágústu sagðist halda að klukkan hafi verið um hálf sex, þegar þeir urðu fyrst varir við sjó í lúkar og vél. Þeir fóru að ausa og hleypa síldinni af dekkinu. Skccnmu síð- ar fóru þeir að gera björgunarbát ana klára, og komust síðan yfir í Elliða, sem var þarna skammt frá. Hjálmar heldur að allt hafi þetta tekið um eina klukkustund. „KAFSIGUNG' Framhald af 16. sfSu. hafi þeir því slitnað upp í rokinu. Ölver er sagður gerónýtur, en Sædís mikið skemmd. Eigandi Pól- stjörnunnar mun með snarræði sínu hafa getað bjargað bátnum. Hann var vakinn upp um 7-leytið á laugardagsmorgun og honum skýrt frá því, að báturinn lægi upp undir Hafnarstræti. Brá hann þá skjótt við, og óð út í bát- inn og gat komið honum út aftur. Báturinn skemmdist nokkuð, en ekki mikið En bað gerðist fleira sögulegt á ísafirði þessa nótt. Brezkur togari lá inni, og hafði hann beðið hafnsögumann urn að koma og lóðsa sig út. Þegar hafn- sögumaður kom niður eftir, lá maður á bryggjunni meðvitundar- laus. Höfðu nokkrir íslendingar verið við drykkju úti í skipinu, er lauk henni með því að einum þeirra var kastað upp á bryggj- una, eftir nokkur orðaskipti hans og skipverja, en hinir voru farnir í land áður. Hafnsögumaðurinn gekk frá og bað skipstjóra að bíða sín, á meðan hann sækti hjálp handa manninum. Þegar hann kom aftur var maðurinn horfinn, kom- inn um borð í skipið aftur, og landfestar höfðu verið leystar, og nú rak togarann stjórnlaust um pollinn. Að sögn fréttaritara blaðs ins, var mönnum ekki svefnsamt þessa nótt, því togarinn sigldi um pollinn í lengri tíma, og meðan glumdi flauta hans. Að lokum tókst varðskipinu Alfreð að koma í hann vír og dró hann aftur upp að bryggjupni. Togarinn brotnaði eitthvað, og stýri hans brotnaði einnig. IþróítsP Aston Villa 26 West Ham 26 Birmingham 25 Stoke City 25 Blackpool 26 9 5 12 39-39 23 7 9 10 40-50 23 8 4 13 31-52 20 6 6 13 44-58 18 6 5 15 27-51 17 Bolton 26 4 6 16 32-51 14 Ipswich 26 3 5 18 29-74 11 2. deild. (Efstu og neðstu lið): Leeds Utd. 26 15 9 2 43-19 39 Sunderland 27 16 6 5 49-29 38 Preston 26 15 8 3 54-34 38 Cardiff Grimsby Bury Scunthorge Prymouth SUNDIÐ FramoaJd af 1. siðu. náði taki á kaðlinum, sem er í kringum þessa báta, komst þannig í stigann á honum, og stóð í honum og snéri bátnum þannig við. Ég lenti undir hon- um þegar hann skall' yfir, en það kom ekki að sök, því gott var í sjóinn og ég synti bara undan honum. — Þú hefur kunnað vel með gúmbáta að fara? — Já, við lærum meðferð þeirra á námskeiðum, sem hald- in eru öðru hvoru, og svo er alltaf farið yfir reglurnar um méðferðina þegar bátarni?' koma úr skoðun, og bátana okkar fengum við báða einmitt úr skoðun á laugardaginn, en samt blés hann sig ekki upp nema til hálfs þarna, þegar við þurftum á honum að halda. — Og hann hefur þá borið ykkur alla? — Það var nú ekki meira en svo, hann maraði þetta í hálfu kafi þegar aliir voru komnir í hann. — Og skipstjórinn komst í talstöðina. — Já, hann komst í stöðina, og þeir voru þarna skammt und an á honum Árna Þorkelssyni, en þó sögðust þeir ekki hafa séð ljósin hjá okkur. — Var ekki vont að svamla þarna í sjónum og allt í myrkri? — Vélin drap nú ekki á sér alveg strax, en annars tók ég ekkert eftir Ijósunum, maður hafði um nóg að hugsa þarna. Við vorum svo teknir um borð í Árna, ætli við höfum verið lengur en svona tíu mínútur í marandi bátnum. En þegar ég ætlaði um borð í Árna flæktist ég í einhverju og varð að synda að bátnum. — Hvað heldurðu að það hafi verið langt? — Ég veit það ekki, það var nógu langt. Sigurbjörn er Vestmannaey- ingur, og hefur stundað sjóinn frá 15 ára aldri. Hann hafði verið 1. vélstj. á Hringver frá því í haust, er 26 ára gamall, kvæntur og á tvö ung börn. gggg^JbillíaBiata GUÐMUNDAR Bergþ6rusötu 3. Slmxxr 19032, 20070. Heíui avalii ttl sölu ailai ceg undii bifreiða Tökum bifreiðii i umboðssölu Öruggasta biónustan. bílcisalQ GUÐMUNDAR Hergþórugötu 3 Simar 19032, 20010 24 7 6 11 32-51 20 26 5 9 12 29-49 19 24 6 4 14 34-49 16 23 5 6 12 29-39 16 27 3 9 15 26-50 15 Hjartans þakkir sendum vlS öllum fjær og nær sem sýndu okkur samOS og vinarhug vegna fráfalls Guðmundar Stefánssonar frá Gllhaga, sem fórst me8 vélbátnum Hólmari, Sandgerði, 29. nóvember s. I. Gu3 blessi ykkur öll. Foreldrar, systklni og aSrlr vandamenn. TÍ.MINN, þriðjudaginn 14. janúar 1964 — 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.