Tíminn - 18.01.1964, Blaðsíða 7
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson.
Ritstjómarskrifstofur í Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skrif
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan-
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. —
Afurðalánin
Afurðalán til bænda út á framleiðslu hvers líðandi
árs hafa verið veitt mörg undangengin ár og er tilgang-
ur þeirra sá að bændur njóti nokkurs réttlætis og fái
hluta launa sinna greiddan fljótlega eftir að störfin eru
af hendi leyst þar sem flestar aðrar stétth’ fá þau að fullu
jafnskjótt. Afurðalán til sjávarútvegsins hafa verið veitt
í sama skyni og talið, að nokkurt jafnræði ætti að vera
um þessa atvinnuvegi í veitingu afurðalána.
Afurðalán til bænda hafa að mestu verið greidd þeim
með milligöngu samvinnufélaga þeirra, sem annast sölu
varanna. Árið 1958 voru afurðaiánin til bænda 67% af
andvirði framleiðslunnar, og var sízt talið of mikið. En
síðan hafa þau staðið í stað að krónutöiu, en það þýðir
auðvitað, að þau hafa minnkað stóriega að hundraðs-
hluta, þar sem framleiðslukostnaður hefur stórhækkað
og verðlag á landbúnaðarvörum sómuleiðis og framleiðsl-
an einnig aukizt.
Þetta hefur komið mjög illa jið rekstur samvinnufé-
laganna, því að nú urðu þau að taka af naumu rekstr-
arfé sínu til þess að reyna að greiða bændum svolítið
meira upp í kaup en afurðalánum nam, enda þörfin brýn.
Skerðing afurðalánanna var mikið ranglæti í garð
bænda og samvinnufélaga, og þau hafa mjög reynt til
þess að fá leiðréttingu. í sumar var því lofað af stjórnar
völdum, að þessi lán skyldu hækka upp í 55%, en að
því hefði orðið nokkur bót, og Seðlabankinn taldi sjálf-
ur, að hækkunin ein mundi nema um 130 millj. kr. En-
þegar til átti að taka var lánvehingarreglunum breytt.
svo að heildarupphæð varð allt önnur en fyrirheit höfðu
verið gefin um. Lánin urðu aldrei meiri en 51% í stað
67% áriS 1958.
Samkvæmt upplýsingum, sem Tímlnn hefur aflað sér
voru afurðalán, sem Samband ísi. samvinnufélaga tók
á móti fyrir hönd kaupfélaganna út á landbúnaðaraf-
urðir um síðustu áramót aðeins 8 míllj. kr. hærri en þau
höfðu verið við næstu áramót á undan.
Eitt stjórnarblaðanna hefur haldið því fram, að stjórn-
in hafi aukið afurðalánin til bænda um 90 millj. á síðustu
mánuðum. Sé svo hafa þau að m nnsta kosti fárið eitt-
hvað annað en um hendur SÍS og kaupfélaganna.
Sannleikurinn er sá, að stjórnin beitjr skerðingu af-
urðalána enn linnulaust til þess að þrengia að bændum og
samvinnufélögum.
Nauðsyn fiskiðnskóla
Undanfarin þing hafa Ingvar líslason og fleiri flutt
tillögu um stofnun fiskiðnskóla hér á landi. Hefur mál
ið verið rækilega rökstutt í greinargerðum og fram
söguræðum fyrir tillögunni, og sj þingnefnd, sem sér-
staklega hefur um málið fjallað. nefur leitað umsagnar
flestra eða allra þeirra aðilja, sem mál þetta snertir
beinlínis. Er það einróma álit fis'vmatsstjóra, Bergsteins
Á. Bergsteinssonar og samtaka fiskiðnaðarins, s. s. Sölu-
miðstöðvar hraðfrystíhúsanna oí? Sjávarafurðadeildar
SÍS, að stofnun fiskiðnskóla sé hið mesta hagsmunamál
fyrir sjávarútveginn og mæla ail-r þessir aðilar með því
að hafizt verðí handa um stofnun fiskiðnskóla á grund-
velli tillögu Ingvars Gíslasonar og samGutningsmanna
hans. Undir nauðsvn fiskiðnskólarná1sin.r hefur einnig
verið tekið í blöðunum, m. a í Alþýöublaðinu og Vísi.
en hins vegar hefur meirihluti Albingis, Sjálfstæðismenn
og Alþýðuflokksmenn. leitt hja sér að sambvkkja ti)
löguna um fiskiðnskóla og með því tafið þetta nauö-
synjamál ár eftir ár.
ÍMMINN, laugardaginn 18. janúar 1964 —
Veldur deila um vatn styrjöld?
Æðstu menn Araba ræða um aSgerðir gegn áveituframkvæmdum ísraels
UNDANFARNA DAGA hef-
ur staðið yfir Kairó ráðstefna
æðstu manna allra Arabaríkj-
anna, og er það í fyrsta sinn,
sem þeir hafa allir mætt sam-
eiginlega. Þótt þeir eigi í hin-
um römmustu deilum innbyrð-
is, l'étu þeir þær víkja fyrir því
málefni, sem rætt var um. Eng-
in deilumál Araba sjálfra eru
svo stór, að þau víki ekki, þegar
um er að ræða samstöðu gegn
aðalóvini allra Araba, ísraels-
ríki.
Það mál, sem var til umræðu
á þessum fundi, var hin mikla
áveita úr Galíleuvatni, sem
ísraelsmenn eru í þann veginn
að taka í notkun og ætlað er að
breyta stórum hl'uta Negev-
eyðimerkurinnar í frjósamt
'and Ef þessi áætlun ísraels-
manna neppnast, mun íbúum
ísraels geta fjölgað, jafnvel svo
milljónum skiptir, en nú eru
íbúar ísraels um 2.5 millj. Ar-
abar telja sér því stafa mikla
hættu af þessu,og vil'ja því fyrir
all'a muni hindra þessa ráða-
gerð. Þeir telja jafnframt, að
ísraelsmenn taki hér vatn, sem
ekki tilheyri síður Arabaríkj-
unum.
Negev-eyðimörkin er að flat-
armáli álíka stór og ísland og
má rækta þar mikið land, ef
hægt er að koma vatni þangað.
Ef ísraelsmönnum tækist að
láta þann draum rætast að
rækta ÍSTegev-eyðimörkina, gæti
íbúatala ísraels tvöfaldazt, jafn
vel margfaldazt.
í STUTTU máli rakið, er
uppruna og rennsli fljóta þann-
ig háttað á þessu svæði, að
Jórdan-fljót verður til rétt inn-
an landamæra ísraels með sam-
runa þriggja fljóta: Hisbani,
sem á upptök i Líbanon, Bani-
as, sem á upptök í Sýrlandi, og
Dan, sem einnig á aðalupptök
í Sýrlandi, en nokkur í ísrael-
Jórdan fellur stuttu neðar í
Galíleuvatn (Tíberías), sem til-
heyrir ísrael, en austurbakkar
þess mynda landamæri ísraels
og Sýrlands. Jórdan fellur síð-
an úr Galíleuvatni og rennur
fyrstu mílurnar ýmist um land,
sem tilheyrir ísrael, eða um
afvopnaða svæðið, sem myndar
eins konar landamæri milli
ísraels og Sýrlands. Þar fellur
í Jórdan mesta þveráin, sem
rennur í hana, Yarmuk, sem
skilur á milli Sýrlands og Jór-
dan (ríkisins). Síðan myndar
Jórdan landamæri ísraels og
Jórdanríkis á 20 mílna svæði,
en eftir það rennur hún innan
landamæra Jórdans, unz hún
fellur í Dauðahafið. Af vatns-
magni Jórdanfljóts er talið að
um 78% verði til innan landa
mæra Arabaríkjanna, en 22%
innan landamæra ísraels.
ÞAÐ ER ALLANGT síðan að
fyrstu áætlanir voru gerðar um,
hvernig bezt mætti nota vatns-
magn Jórdans til áveitna og
ræktunar. í þeim áætlunum
hefur jafnan verið gert ráð
fyrir, að viðkomandi ríki stæðu
sameiginlega að slíkum fram-
kvæmdum og nytu öll góðs af
þeim, einkum þó ísrael og Jór-
dan Helzta áætlunin um þetta
var gerð á vegum Palestínu-
Uppdráttur, sem sýnir vatnasvæði Jórdans og leiðslur Tsraelsmanna.
hjálpar S.Þ. á árunum 1952—
53, og var hún kennd við
Bandaríkjamanninn Eric John-
ston. Minnstu munaði, að fullt
samkomulag hefði náðst um
þessa áætlun haustið 1955, en
það strandaði á því, að Araba-
ríkin töldu að staðfesting á
henni fæli í sér viðurkenningu
á ísrael sem sjálfstæðu ríki.
Bandaríkin höfðu boðizt til að
greiða % hluta kostnaðarins.
Meðan verið var að semja um
þessa áætlun, höfðu ísraels-
menn byrjað á að vinna að
framkvæmdum, sem höfðu að
takmarki að leiða vatn úr Jór-
dan til Negev-eyðimerkurinnar
Þá var ætlun þeirra að taka
vatn úr Jórdan, þar sem hún
fellur um afvopnaða svæðið
milli ísraels og Sýrlands. Sýr-
lendingar kærðu þetta til Ör-
yggisráðs S.Þ., sem lagði bann
á þessar framkvæmdir, og var
þeim þá hætt.
ÍSRAELSMENN voru samt
ekki af baki dottnir. Fljót-
lega eftir að samningar fóru
út um þúfur um Johnstons-
áætlunina, hófust þeir handa
Lim nýjar framkv. Að þessu
íinn. var áætlun þeirra sú
að taka vatn úr Galíleuvatninu.
sem liggur 210 m. undir sjávar
máli, og dæla því í 40 m. hæð
yfir sjávarmál og leiða það síð
an til Negev-eyðimerkurinnar
Samkvæmt þessu átti Galíleu
vatnið að vera einhver uppi-
staða áveitukerfisins, en þetta
vatn er allstórt eða um 165 fer-
km að flatarmáli og um 50 m
djúpt. Vatnsmagn þess er tal-
ið um 4 milljarðar kubik
metrar.
ísraelsmenn hafa ekki Iátið
sér nægja fyrirætlanir einar
Þeir hafa unnið kappsamlega
að framkvæmflunum á undan-
förnum árum, og hafa nú varið
til þessa um 300 millj. dollara.
Árangurinn er lika sá, að fyrsta
vatnið frá Jórdan mun koma
til Negev eftir hinu nýja á-
veitukerfi, innan fárra mánaða.
ÞAÐ ER í tilefni af þessu, að
æðstu menn Arabaríkjanna
komu saman til fundar í Kairó
á dögunum. Áður höfðu ýmsar
áætlanir um mótaðgerðir af
hálfu þeirra verið undirbúnar.
f blöðum Araba hefur talsvert
mikið verið rætt um, að ekki
dugi minna en að hindra þessar
fyrirætlanir ísraelsmanna með
vopnavaldi. Önnur hafa talið,
að hyggilegast væri, að Araba-
ríkin kæmu sér saman um á-
veituframkvæmdir, sem gerðu -
ráðagerðir ísraelsmanna um
ræktun Negev-eyðimerkurinnar
óframkvæmanlegar Arabaríkin
myndu þá fyrst grípa til vopna,
ef ísraelsmenr reyndu að
hindra þessar áveitufram-
kvæmdir Araba.
Mikil leynd hefur hvílt yfir
fundi Arabaleiðtoganna í Kairó,
en honum er nú lokið. Ekkert
hefur enn verið birt um álykt-
anir hans, en líklegast þykir,
að. þeir hafi valið þá leið að
svara ísraelsmönnum með á-
veituframkvæmdum, sem taki
það mikið vatn frá ísraelsmönn-
um, að þeir geti ekki ræktað
Negev-eyðimörkina, nema þá
að litlu leyti. ísraelsmenn áætla
að taka 40% af vatni Jórdans
eða það, sem Johnston-áætlunin
skammtaði þeim
En það er eitt að samþykkja,
og annað að framkvæma. Araba
skortir fjármagr. til svo stór-
felldra framkvæmda Hitt er
jafnframt að athuga, að þeir
eru fúsir til að fórna miklu,
þegar vinna þarf gegn höfuð-
óvininum, se n er ísrael að
dómi þeirra. þ.Þ.
1