Tíminn - 23.01.1964, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.01.1964, Blaðsíða 4
 RITSTJORI. HALLUR SIMONARSON EILÍFUR HAFSTEINSSON. — Fyr- IrliSi íslandsm. Akraness f 3. flokkl. Islendin kapphlaupi við tí Segir H. Wendler nýráðinn þjálfari hjá Fram Alf-Reykjavfk, 22. janúar íslenzk knaftspyrnufélög hafa kunnað að meta störf erlendra knattspyrnuþjálf- ara, sem starfað hafa hér öðru hverju, enda er það svo, að þeir flytja með sér nýjungar, er knattspyrnu- menn okkar hafa ekki áð- ur kynnzt. — Knattspyrnu- félagið Fram hefur nú ráð- ið til sín sem þjálfara, 29 ára gamlan Þjóðverja, Dieter H- Wendler að nafni og mun hann þjálfa yrjgri flokka félagsins. Dieter hef ur mikla reynslu að baki varðandi íþróttakennslu. Hann er útskrifaður íþrótta kennari frá háskólanum í Heidelberg, stundaði lengi knattspyrnu í heimalandi sínu og hefur einnig verið leikmaður í enskum liðum. Dieter hefur verið búsettur á íslandi í tæp tvö ár og er kvæntur íslenzkri konu. Hann starfar sem gjaldkeri hjá Volks wagen-umboðinu, en er einn- Fara utan að for- göngu Ríkharðs! . .. ao ,Ettod 'Vif. STSSÖOr ðs SflffUi Alf-Reykjavfk, 22. janúar. Það er ekki á hverjum degi, að úngir og éfhilegir kna'tt- spyrnumenn fá tækifæri til að læra listir knattspyrnunnar á erlendri grund. Ríkharður Jónsson, hinn kunni knattspyrnu- maður Akurnesinga, hefur nú haft forgöngu um það, að tveir ungir Akurnesingar eru sendir til þjálfunarbúða í Vestur- Þýzkalandi, þar sem þeir munu dvelja næstu sex til átta vikurnar. Piltarnir heita Eilífur Hafsteinsson og Benedikt Rúnar Hjálmarsson. Staðurinn, sem um ræðir er Duesburg í V-Þýzkalandi, en þar er ein mesta íþróttamiðstöð Evrópu og þar æfir m- a. þýzka landsliðið. Ríkharður hefur áður haft for- göngu um það, að piltar héðan færu til þessara sömu þjálfunar- búða, en fyrir tveimur árum hafði hann milligöngu um för Keflavík- inga þangað. Við hringdum í Ríkharð í dag, og inntum hann nánar eftir för piltanna. Hann sagði okkur, að piltarnir fengju allt uppihald frítt á meðan dvöl þeirra ytra stæði. Það sem þeir borguðu sjálfir væri flugfargjöldin. —Telurðu ekki mjög gagnlegt, að ungir knattspyrnumenn fái að- stöðu til að æfa sig i þessum þjálf- unarbúðum? — Mjög svo- Og ég er mjög þakk látur Gísla Sigurbjörnssyni, for- stjóra, fyrir að þetta er mögulegt. Hann er lykillinn að samskiptum við Þjóðverja. — Hvernig er æfingum háttað? — Þama læra menn allt milli himins og jarðar hvað knattspyrnu viðvíkur. Þýzku félögin senda drengjahópa til staðarins og þar eru þeir rækilega þjálfaðir undir handleiðslu beztu kennara. Strák- arnir héðan munu sameinast ein- um slíkum hóp. — Eru piltarnir ekkert á vegum fþróttabandalags Akraness? — Nei. Þetta er eiginlega prí- vatmál. Eilífur og Benedikt Rúnar eru mjög efnilegir báðir tveir, og það var mér sérstök ánægja að geta greitt fyrir för þeirra. — Þurfa menn ekki að hafa meira en að vera bara efnilegir til að eiga kost á svona för? — Jú, við getum sagt það. Efni- legir og aftur efnilegir, og síðast en ekki sízt þurfa þeir að vera reglusamir. Reglusamir íþrótta- menn með mikinn áhuga og vilja til að læra þurfa ekki að óttast, að uppskeran verði rýr. Þessir piltar eiga - áreiðáhlega^-efitír " áð verða meistaraflokksliðinu okk^f mikill styrkur, þegar fram líða stundir. Stow-lofthitarar Steinolíukyntir, færanlegir, — hentugir fyrir vinnusali, fyrirliggjandi. Þ. Þorgrímsson & Co. Suöurlandsbraut 6 — Sími 22235 THRIGE RAFALAR Getum útvegaö með stuttum fyrirvara RAFSTÖÐVAR fyrir jafnstraum og riðstraum frá 0,5 kw. til 75 kw. Höfum fyrirliggjandi jafnstraums- og riíSstraums RAFMÓTORA ^gBfck lSTORR, Sími 1-1620 T æ k n i d e i I d ig kennari við Málaskólann Mími. Við spjölluðum stundarkorn við Dieter og spurðum hann hvernig honum litist á að ger- ast knattspyrnuþjálfari á ís- landi. Hann sagði að sér litist prýðilega á það. Hann upplýsti okkur einnig á því, að hann hefði fengið ungan landa sinn, Klaus Gondermann, sem starf- ar hérlendis, til aðstoðar og myndu þeir vinna saman að þjálfuninni hjá Fram. Gonder- mann hefur líka reynslu að baki sem knattspyrnumaður og hefur verið leikmaður í úrvals- liði heimaborgar sinnar, Dort- mund. — Hvað finnst þér um ís- lenzka knattspyrnu Dieter? — Mér finnst íslenzk knatt- spyrna vera góð, þegar tillit er tekið til þess, að þið eruð ein- ungis áhugamenn. Annars var ég mjög óánægður með lands- liðið ykkar á síðasta sumri. Það var greinilega undirbún- ingslaust landslið, sem þið teflduð fram. — Þú hefur kannski kynnt þér æfingaaðstöðu reykvískra knattspyrnumanna. Hvernig finnst þér hún vera? — Hjá sumum félögunum virðist hún vera nokkuð góð, en sums staðar afleit. Menn virðast hafa mjög lítinn tíma hér á íslandi, vinna er mikil — og þess vegna mæta menn á æfingar aðeins endrum og eins. Miðað við aðstöðuna, sem ís- lenzkir knattspyrnumenn búa við í dag, held ég, að þið ætt- uð að geta náð miklu lengra. DIETER H. WENDLER En það er alltaf þetta kapp við tímann . . . ! — Hvernig líkar þér annars að -búa á íslandi? — Mjög vel. Þjóðverjar þekkja yfirleitt vel til íslands og hafa mikinn óhuga á landi og þjóð. Það er langt frá því, að ég hafi orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. — Og þú hefur hugsað þér að dvelja hér áfram — og vinna við Volkswagen-umboð- ið? — Já, það hef ég hugsað mér að gera, að öllu forfalla- lausu, — því ekki það! V örubílst jóraf élagið Þróttur Allsherjaratkvæðagreiðsla um kosningu stjórnar, trúnaðarmannaráðs og varamanna fer fram í húsi félagsins, og hefst laug ardaginn 25. þ.m. kl. 1 e.h., og stendur yfir þann. dag til kl. 9 e h. og sunnudaginn 26. þ.m. frá 1 til kl. 9 e.h. og er þá kosningu lokið Kjörskrá liggur frammi í skrifstofu félagsins. Kjörstjórnin Vörubílstjórafélagið Þróttur Fundur verður haldinn í húsi félagsins í kvöld kl 20.30 Fundarefni: Félagsmál Stjórnin 4 TÍMINN, flmmtudaginn 23. janúar 1964. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.