Tíminn - 23.01.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.01.1964, Blaðsíða 16
MOSFELLSSVEITARVEGUR NÆRRI ÚFÆR KLAKIÚR VECUM í BYRJUN ÞORRA! KJ—Reykjavík 22 janúar. Bflstjórar, sem fara Mosfel'ls- sveitarveginn, hafa undanfarið kvartað sáran undan ófærð á veg- inum, og mest í dag. Rlaðið hafði tal aíf bílstjóra á stórum bfl frá Kaupfélagi Borgfirðinga, og sagði hann að vegurinn í Mosfellssveit- inni væri versti kaflinn á leiðinni á milli Reykjavíkur og Borgarness. Bjlstjórinn sagði, að vegurinn væri arð vísu allur þungur og blautur yfirferðar, en holurnar væru hvergi eins slæmar og hérna rétt við höfuðborgina. Þarna væri mikil umferð þungra bifreiða og vegurinn fljótur að vaðast upp, ef tíðarfarið væri eins og núna und- anfarið. Um daginn, er frostið var hefði vegurinn verið eins og hefl- uð fjöl, en svo, þegar tók að hlána, óðst þarna allt út. Blaðið hafði samband við vega- málastjóra út af þessum harma- söng bílstjóranna. Hann sagði það Framnalo á Ib. siðu. Kosningar í Iðju Kosningaskrifstofa C-listans — lista lýðræðissinnaðra vinstri manna, er í Tjarnargötu 26. Símair: 160 66, 155 64 og 129 42. Þeir, sem vildu leggja fram vinnu við kosningaundirbúninginn og á kjördag (n.k. laugardag og sunnudag) eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna sem allra fyrst. Vinnum öll að glæsilegum sigri C-listans í Iðju n.k. laugardag og sunnudag. Listi lýðræðissinnaðra vinstri manna er þannig skipaður: Formaður: Hannes Jónsson (Ála fossi), varaform; Alda Þórðar- dóttir (Gefjun), ritari: Þrúður Helgadóttir (Dúk), Gjaldkeri: Tómas Sigurjónsson (Framtíðin), meðstjórnendur: Heiður Helga- dóttir (Elsa) Einar Eiríksson (Ofnasmiðjan), Sigurbjörn Alex- andersson (Vefarinn). Varastjórn: Jóhann P. Einarsson (Ölgerðin), Níels Hauksson (Ála- foss), og Guðni Eggertsson (Víðir). Endurskoðandi: Sveinn Vigfús- son (Jón Loftsson). Varaendur- skoðandi: Karl Eiðsson (Ölgerðin). Trúnaðarráð: Stefán Steinþórs- son (Ölgerðin), Vilhjálmur Hjálm arsson( Vefarinn,, Vigdís Aðal- steinsdóttir (Hólmur), Matthias Guðmundsson (Ofnasmiðjan), Brynjólfur Einarsson (Kassagerð- in), Þuríður Karlsdóttir (Sauma- stofa Guðrúnar Sigþórsdóttur), Kristján Norðmann (Ál'afoss), Fríður Helgadóttir (Dúk), Skúli Steinsson (Korkiðjan), Reynir Guðjónsson (Últíma), Matthías Hansson (Ofnasmiðjan), Gunn- laugur Björnsson (Últíma). Flóð í Hagaskóla Gleymzt hafði að loka fyrir vatnsleiðslurnar KJ-Reykjavík, 22. jan. f morgun var verið að prófa hitaveituleiðslur í nýju hita- veitulögninni í Fornhaga, og flæddi þá vatn inn í tvö hús þar Hagaskólann og Barnaheimil- ið Hagaborg. Að undanförnu hefur verið unnið að því, að leggja hita- veituleiðslur þarna um Hagana og var komið að því að prófa leiðslurnar í Fornhaga. Heita vatnið hefur enn ekki verið tengt við hitakerfi húsanna og á að vera lokað fyrir rörin inn í húsin, á meðan tenging hefur ekki farið fram. Leiðslunum inn , í Hagaskólann og Hagaborg, hafði hins vegar ekki verið lok- að, og afleiðingarnar urðu því þær að sjóðheitt vatnið flæddi inn í húsin góða stund, áður en rennslið yrði stöðvað. Þegar þetta gerðist, var klukkan um tíu og því fjöldi unglinga í Hagaskólanum. Brugðu þau fljótt við og komu húsverðinum Hafsteini Hall- dórssyni til hjálpar við að fjar- lægja vatnið. Er blaðið hafði samband við Hafstein í kvöld sagði hann, að skemmdir af völdum heita vatnsins hefðu orðið vonum minni. Gólfdúk- urinn hefði skemmzt á stöku stað, en unglingamir hefðu brugðið skjótt við og verið ötul- ir við að ausa og vinda. Ljós- myndari Tímans G.E. tók þessa mynd, meðan á vatnsaustrinum stóð, og má sjá, að unglingamir draga ekkert af sér. HEIDUR HELGADÓTTIR EINAR EIRÍKSSON SIGURBJÖRN ALEXANDERSSON JOHANN P. c.NARSSON xC ■ 1i l r\ NÍELS HAUKSSON -xC

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.