Tíminn - 01.02.1964, Qupperneq 1

Tíminn - 01.02.1964, Qupperneq 1
Lexía Bjarna byrjuð Allar vörur og þjónusta í landinu hækkar í dag samkvæmt boði ríkisstjórnarinnar TK-Reykjavík, 31. janúar Er fólk var að borða kvöldmatinn í gær dundi stanz- laust yfir það auglýsingar frá verðlagsstjóra um nýjar hækkanir og sjálfsagt verður lestrinum haldið áfram á morgun, því þá hækkar bókstaflega öll vara og þjónusta í landinu, sem nemur söluskattshækkuninni, en eins og kunnugt er lögfesti stjórnarliðið á Alþingi í gærkvöldi nær 100% hækkun á söluskatti í smásölu. Og það er engu hlíft. Því munu menn kynnast næstu daga, því að þessi nýi skattauki kemur meira að segja á soðninguna. Upptalningin á öllum hækk- ununum tók allan auglýsinga- tíma útvarpsins <pg menn náðu ekki að grípa þetta allt í einu, en sumt festist: fransbrauð í kr. 6,85, kaffi í 63 kr. kílóið, smjör líki í 21 krónu og svona mætti áfram telja. Það var sannar- lega blásið í lúðra „viðreisn- arinnar" í kvöld og bumbur barðar. Þetta var stríðsyfirlýsing á hendur launþegum, sem staðið hafa í löngu og fórnfreku verk falli til að rétta örlítið hlut sinn í dýrtíðarflóðinu. í stað þess að spyrna nú við fótum og stöðva dýrtíðina eys ríkis- stjórnin og hennar þæga 1-ið á Alþingi nú nýjum álögum yfir þjóðina og viðurkennir þó jafn framt, að það sé ekki af því að ríkissjóði sé fjárvant, heldur sé þetta til þess að geta haldið áfram hinni „heilbrigðu og vin sælu stefnu viðreisnarinnar, — sem hefur heppnast svo dæma- laust vel“. Enn fremur sagði forsætisráð herrann, að þetta væri eins kon ar ný lexía fyrir verkalýðshreyf inguna. Það borgar sig nefni- lega ekki að knýja fram launa- bætur í „viðreisnarþjóðfélag- inu“. Undanfarin ár hafa verið hundruð milljóna króna um- framtekjur hjá ríkissjóði og í Framhald é 15. sfSu. ii De Gaulle á blaðamannafundi í gær „VIÐ KOM- UMST EKKI HJÁ KÍNA“ KATLAN strönduð í fjörunnl og Eldey kemur tll hjálpar. Stuttu slSar var Eldey hætt komin. (Ljósm.: Guðm. Sigurðsson). TVÖ SKIP í HÆTTU í HÖFNINNI / KEFLA V/K KJ-Reykjavík, 31. janúar Flutningaskipið Katla var hætt komið í höfninni í Keflavík í dag, er hún var að leggja frá bryggju. Lenti hún upp í fjörugrjótinu, en leki kom ekki að henni, svo vitað sé. Nánari tildrög voru þau, að er Katla var að leggja frá bryggju rétt fyrir klukkan tólf á hádegi, var sleppt jafnt að aftan og framan, en vélar skipsins tóku ekki við sér. Austan strekkingur var á, er þetta gerðist, og skipti það engum togum, að skipið rak upp í klettana í fjörunni, og þar varpaði skipið akkerum. Eldey, sem er 140 lesta stálbátur, hafði legið utan á Kötlu. Var hann með allar vélar í gangi, og var þegar settur vír um borð í Kötluna frá Eldey, sem síðan dró Kötlu út fyrir höfnina. Er Kötlumenn slepptu vírnum, vildi svo óheppi- lega til, að hann fór í skrúfuna á Eldeynni, sem rak stjórnlaust að skeri, sem er rétt við hafnarminn- ið. Vélbáturinn Vilborg, sem hafði komið úr róðri þá rétt áður, brá skjótt við, og var komið togvír á milli bátanna, og dró Vilborg Eld- ey síðan að bryggju. Eldey steytti Framhalo á 15 siðu NTB-París, 31. janúar. DE GAULLE, forseti Frakk- lands, sagði á blaðamannafundi sínum í dag, að friður og framgang lur landanna í Suð-Austur Asíu yrði að byggjast á hlutleysissátt- mála, og að Kínverska alþýðulýð- veldið ætti að styðja slíka stefnu, þar sem ógerlegt væri að hugsa sér stríð eða frið í Asíu án þess að taka tillit til Rauða-Kína. „Við komumst ekki hjá Kína“ — sagði hann. Blaðamannafundurinn, sem hald inn var í hátíðasalnum í Elysee- höllinni, stóð í rúman hálfan ann- an klukkutíma. De Gaulle talaði talaði mest um Suð-Austur Asíu og viðurkenningu frönsku stjórn arinnar á stjórninni í Peking. — Frakkland viðurkennir Kín- verska alþýðulýðveldið sem sjálf- stætt og fullvalda ríki, og sem stórveldi — sagði de Gaulle, sem lagði áherzlu á, að heilbrigð skyn- semi gerði nauðsynlegt að Frakk- land tæki upp stjórnmálasamband við Rauða-Kína. Hann sagði, að franska stjórnin hefði í mörg ár verið samþykki því að viðurkenna Pekingstjórnina, eins og mörg önn ur ríki, þótt fyrst yrði af því nú. — Pekingstjórnin hefur mun sjálfstæðari stefnu en stjórn Þjóð- HITTA TUNGLIÐ! NTB-Kennedyhöfða, 31. janúar Bandaríska geimfarið Ranger VI., mun að öllum líkindum hitta tunglið beint í miðjuna, séð frá jörðu. Mun það gerast snemma á sunnudagsmorguninn. Vísindamennimir á Kennedy- höfða sendu í dag geislamerki til Rangers VI., sem settu stýrisvélar geimskipsins í gang. Við það jókst hraði skipsins frá 6.950 km. á klukkustund upp í 7,096 km. á klukkustund og komst skipið þá á rétta braut aftur. Vísindamennirnir eru mjög á- nægðir með tilraunina, sem virð- ist ætla að heppnast fullkomlega. Framhald á 15. siðu. ernissinna á Fonmósu — sagði de Gaulle, sem benti á, að allar stjórn málalegar framkvæmdir í Asíu kæmu Kínverjum við, hvort sem um væri að ræða Kambodsíju, La- os, -Vietnam, Indland, Pakistan, Af- ganistan, Burma, Kóreu Japan eða sjálf Sovétríkin. Hann sagði að ekki væri hægt að koma á friði né hlutleysi í Suð-Austur Asíu, án þess að hafa samband við Rauða- Kína. Um sambandið á milii Kína og Framhald á 15. sfðu. DE GAULLE á blaðamannafufidi. t

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.