Tíminn - 01.02.1964, Side 5
11. UMFERÐ.
Tal-Nona 1:0.
Gligoric-Ingi 1:0.
Wade-Ingvar 1:0.
Arinbjörn-Freysteinn 1:0.
Magnús-Trausti 1:0.
Guðinundur-Friðrik Vi'.Vz-
Jón-Johannessen biðskák.
LÍNURNAR skýrðust nokkuð
í bessari umferð. Tvö efstu sæt
in munu örugglega falla í hend-
ur þeim Tal og Gligoric, en um
þriðja sætið mun standa mikil
barátta milli þeirra Friðriks og
Jobannessen. Þá er og ljóst, aö
einhver þeirra Guðmundar,
Wade og Inga hreppi fimmta
sætið, en þeir standa nú allir
svipað að vígi.
Tal-Nona. — Spánski leikur-
inn. Tal fékk fljótlega rýmri
stöðu, en Nona varðist af mik-
illi festu og gaf hvergi á sér
færi- Þegar leiknir hafa verið
30 Ieikir hafði lítil breyting átt
sér stað, en Nona var þá kom-
'in í talsverða tfcnaþröng og
varð að fara að leika hratt. —
Hóf hún illa undirbúna atlögu
á miðborðinu, sem lyktaði með
peðstapi. Átti Tal ekki í mikl-
um erfiðleikum með að færa
skákina til sigurs eftir það.
Gligoric-Ingi. — Spánski
leikurinn. Ingi valdi afbrigði,
sem er akaflega traust, en jafn-
framt vandteflt. Varð honum á
ónákvæmni snemma í taflinu,
sem varð þess valdandi, að Gli-
goric náði að lama drottningar
væng hans. Við þetta stóð lengi,
en smám saman rétti Ingi sig
úr kútnum og tókst að koma
mönnum sínum í gagnið. 'Gli-
goric hélt samt sem áður betra
tafli og átti Ingi alltaf í vök að
verjast. í 28. leik varð honum
á yfirsjón, sem gaf Gligoric al-
gjöra yfirburðastöðu og varð þá
séð, hvert stefndi. Gafst Ingi
upp í 39. leik.
Wade-Ingvar----Franskt tafJ.
Ingvar valdi aftur afbrigðið,
sem hann tefldi á móti Gligor-
ic í 9. umferðinni þ. e. 1. e4,
e6. 2. d4, d5. 3. Rc3, Bb4. 4.
e5, Dd7. 5. Bd2, b6. — Fékk
hann heldur lakara tafl upp úr
byrjuninni og hóf Wade stór-
sókn á drottningarvængnum,
eftir að Ingvar hafði hrókerað
þeim megin. Reyndist Ingvari
þessi sókn mjög erfið viðfangs
og tókst Ingvari ekki að finna
fullnægjandi úrræði til varnar.
Reittust smám saman af honum
fjaðrirnar og gafst hann upp
er mikið liðstap var sjáanlegt.
Arinbjörn-Freysteinn. Kóngs-
indverskt tafl. Byrjunin tefld-
ist rólega en bráðlega varð Ar-
inbirni á ónákvæmni, sem gaf
Freysteini mun frjálsari stöðu.
Ekki virtist Freystéinn kunna
að færa sér yfirburði sína í nyt
og jafnaðist þá staðan von bráð
ar aftur. í flækjum miðtaflsins
reyndist Arinbjörn skeinuhætt
ari og tókst að snúa á andstæð-
ing sinn. Fylgdi hann vel á eft-
ir og varð Freysteinn að gefast
upp í 42. leik.
Magnús-Trausti. — Kóngs-ind
verskt tafl. Skákin hélzt í jafn-
vægi framan af, en með góðum
skilningi sínum á stöðunni
tókst Magnúsi að snúa taflinu
sér í vil. f miðtaflinu áttu sér
stað drottningarkaup, en að
lokum kom upp endatafl, þar
sem Magnús stóð betur að vígi
vegna biskupaparsins. Gerði
hann harða hríð að peðum
svarts drottningarmegin og
tókst Trausta ekki að verja
þau. Gafst hann þá upp.
Guðmtmdur-Friðrik. Kóngs-
indverskt tafl. Byrjunin tefld-
ist með all frumlegu sniði, og
tókst Friðriki að ná fram hag-
stæðara tafli, eftir að Guð-
mundur hafði sóað tímanum
með gagnlausum drottningar-
leik. Staða hans var þó traust
og tókst Friðriki ekki að finna
neinn snöggan blett enda þótt
færi hans væru óumdeilanlega
betri. Jafnaðist taflið smám
saman og sömdu teflendur um
jafntefli í 35. leik.
Jón-Johannessen- — Franskt
tafl. Hvítur náði snemma rýmri
stöðu eins og oft vill verða í
frönsku tafli. Virtist hann um
tíma hafa góð færi á kóngs-
vængnum, en Johannessen
hafði augun hjá sér og gaf and-
stæðingnum ekki tækifæri til
að leggja til atlögu. Tókst hon-
um von bráðar að ná mótsókn
á drottningarvængnum og
neyddist Jón þá til að falla frá
kóngssóknaráformi sínu. Mikil
mannakaup urðu í miðtaflinu
og er nú komið upp hróksenda
tafl, þar sem Johannessen stend
ur betur að vígí.
FH átti / miklum erfíð-
leikum meS botnliðið!
— Unnu Ármann þó með aðeins eins marks mun, 18:17
Tsikynning
um söluskatt
í 5. gr. laga um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins
o. fl., er sett voru á Alþingi 30- janúar s.l., eru
eftirfarandi ákvæði um söluskatt:
Hjalti Emarsson átti mjög góðan leik í markinu.
FH ÁTTI f miklum vandraeðum
með botnliSið f I. delld, Ármann, á
fímmtudagskvöld, þegar þesslr aðll-
ar masttusf’ T fyrrl umferð fslands-
mótsins. FH rétt marði sigur, 18:17,
og -getur einkum þakkað 'Hjalta Ein-
arssyni, að þessi eins marks sigur
vannst, en-J leiknum sýndi Hjalti oft
frábæra markvörzlu og varði ótrúleg
ustu skot. Frammistaða Ármanns
kom mjög á óvart, og það var greini
(iegt, að FH-ingar voru óviðbúnlr
henni.
Síðari hálfleikur var mjög spenn-
andi og náði hámarki, þegar Árm.
náði að jafna stöðuna i fyrsta skipli
í leiknum, 14:14. Áfram hélt leikur-
inn og FH náði forustunni aftur en
Ármann fylgdi fast eftir. Einni og
hálfri mitnútu fyrir leikslok skildu
tvö mörk á milli, 18:16, og það var
þá, sem dómarinn, Magnús Péturs-
son, vísaði Ragnari Jónssyni, FH,
réttilega út af fyrir skrípal'æti. Mað-
ur bjóst við, að Ármenningar myndu
ná að jafna bilið, sjö á móti sex
Hafnfirðisnigum. Lúðvik skoraði 17.
mark Ármanns, en þá var tíminn
líka útrunninn og FH hlaut bæ'öi
stigin.
Það, sem réði úrslitum í þessum
leik, var afar góð markvarzla Hjalta
í FH-markinu og á það þá kannski
mest við fyrstu 12—13 mfnútur leiks
ins, en þá tókst Ármenningum ein-
ungis að skora tvisvar sinnum með-
an FH skoraði átta sinnum. — Ann-
ars áttu Ármemningar mjög góðan
leik og léku taktiskt. Hörður og
Lúðvík, ásamt Þorsteini markverði,
voru beztu menn liðsins, en Hans
Guðmundsison átti lél'egan leik,
missti boltann oft og hélt uppi
meira tempói, en góðu hófi gegndi.
Mörk Ármanns skoruðu Lúðvík og
Hörður 6 hvor, Árni 4 og Hans 1.
FH-liðið hreinlega vanmat Ármann
—o’g kæruleysi var á dagskrá. FH
hafði mikla möguleika til að gera
út um leikinn fljótlega — gat hæg-
lega aukið sex marka forskot, 8:2,
í átta til tíu marka. Það kom sér
sannarlega vel fyrir FH, að Hjalti
var í stuði. Annars áttu Ragnar og
Öm ágætan leik. Mörkin skoruðu
Ragnar 9, Örn 5, Einar, Guðlaugur,
Páll og feirgir 1 hver.
Magnús Péturssón dæmdi vel.
ÍRogKR
í kvöld
Meistaramót íslands í körfu-
knattleik hefst að Hálogalandi í
kvöld. Tíu félög senda 31 lið til
keppni að þessu sinni, og er það
með allra mesta móti, þótt ekki
séu nema þrjú lið í meistaraflokki
karla, þ.e. ÍR, KR og Ármann.
Ekki er hægt að segja annað en
mótið byrji skemmtilega, því í
kvöld eigast við í meistaraflokki
íslandsmeistarar ÍR og lið KR,
sem hefur reynzt ÍR skeinuhætt
í síðustu ieikjum.
Annars fara þessir leikir fram
um helgina:
Laugardagur klukkan 8.15:
Ármann — Skallagrímur í 1. fl.
KR — ÍR í meistaraflokki.
Sunnudagur klukkan 8.15:
KR — Skallagrímur í 1. flokki.
ÍR — KFR í 3. flokki
Skarph. — Laugarvatn í 1. fl.
Bogi Þorsteinsson, form. KKÍ,
mun setja mótið í kvöld.
Lögfræðiskrifstofan
hfgslRsa, IV. hæd
Tómasa» Arnasortar og
Vilhjá.'ms Árnasonar
52. Skjaldar-
glíma Ármanns
Skjaidarglíma Ármanns 1964
verður háð að Hálogalandi n.k.
sunnudag, 2. febrúar, og hefst
hún kl. 4 síðdegis.
Þetta er 52. Skjaldarglíman
í röðinni frá upphafi, en hún
fór fyrst fram árið 1908.
Að þessu sinni eru 12 kepp-
endur skráðir til keppninnar,
6 frá Glímufélaginu Ármanni
og 6 frá KR.
Skjaldarglíman verður að
þessu sinni helguð 75 ára af-
mæli Glímufélagsins Ármanns,
og er einn þáttur í víðtækum
hátíðanöldum félagsins í tilefni
þessa merkisafmælis.
Glímudeild Ármanns sér um
undirbúning og framkvæmd
mótsins eins og venjulega.
„Söluskattur samkvæmt II. kafla laga nr. 10/1960
um söluskatt, skal frá 1. febrúar 1964 nema 5%%
af andvirði seldrar vöru og hvers konar verð-
mætis, eftir því sem nánar er ákveðið í téðum
lögum.
Við framtal til söluskatts fyrir fyrsta ársfjórðung
1964 skulu framteljendur skila tveimur framtals-
skýrslum, annarri fyrir janúar og hinni fyrir febr-
úar og marz. Skattyfirvöld geta krafizt þess, að
söluskattsskyldir aðilar láti í té hvers konar upp-
lýsingar varðandi skiptingu viðskipta milli þess-
ara tveggja tímabila, þar á meðal má til saman-
burðar, ef ástæða þykir til, krefjast hliðstæðra
upplýsinga um skiptingu viðskipta á fyrsta árs-
fjórðungi 1963“.
Reykjavík, 31. janúar 1964
Skattstjórinn í Reykjavík
Útsala — Útsala
ÚTSALAN heldur áfram.
Ullarfrakkar á kr- 1500.00
Rykfrakkar á kr. 500.00
Drengjaúlpur á kr. 385.00
Klæðaverzlun
Braga Brynjólfs
Laugavegi 46
Fóstrur — Fóstrur
Forstöðukona óskast við leikskóla Selfoss frá 1.
júní—1. sept. Umsóknir ásamt meðmælum sendist
skrifstofu Selfosshrepps Eyrarvegi 5 fyrir 1. marz.
Uppl. gefur Katla Magnúsdóttir í síma 149.
TIMINN, laugardaginn 1 fcbrúar 1964 —
5