Tíminn - 01.02.1964, Qupperneq 7

Tíminn - 01.02.1964, Qupperneq 7
útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJrvæmdastjórl: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta. stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson. Ritstjómarskrifstofur i Eddu húsinu. símar 18300—18305 Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl.. sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Krag og Bjarni Fyrir rúmu ári síðan, áttu Danir við verulegan vanda að etja í efnahagsmálum. í Danmörku fóru þá með stjórn eins og nú flokkar jafnaðarmanna og radikala. Þeir hafa veika aðstöðu á þingi, eða líkt og ríkisstjórnin hér. Krag forsætisráðherra taldi áhættusamt fyrir stjórnina að hefj- ast handa um víðtækar efnahagsaðgerðir, án þess að freista þess a. m. k- áður að ná víðtæku samstarfi um lausn þeirra. Þess vegna sneri hann sér jöfnum hönd- um til verkalýðssamtakanna og flokka stjórnarandstöð- unnar á þingi. Þetta bar þann árangur, að víðtækt sam- komulag náðist um lausnina og framkvæmd hennar var þegar tryggð. Almennt er nú álitið í Danmörku, að þetta hafi verið hyggilega ráðið. íslendingar standa nú vafalaust frammi fyrir miklu meiri vanda í efnahagsmálum en Danir gerðu í fyrra. Framsóknarmenn telja ástandið svo alvarlegt, að þeir álíta hyggiiegt að reyna nú að fara sömu leið og Krag forsætisráðherra fór í Danmörku í fyrra — þ. e. að freista þess að ná víðtæku samkomulagi bæði utan og innan þings uin lausn efnahagsmálanna. Frumskilyrði þess er vitanlega nákvæm úttekt á efnahagsmálunum, enda ekki öðru vísi hægt að átta sig á því, hvað þarf að gera- Á grundvelli slíkrar úttektar er hægt að meta þær leiðir, sem til greina koma. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og félagar hans hafa hins vegar annað viðhorf í þessum málum en danska stjömin. Tillögu Framsóknarflokksins um að reyna að leysa þessi mál með víðtæku samkomulagi var hafnað. Morgunblaðið í gær fer ekki dult með ástæðuna- Slíkt samstarf hefði getað kostað það að fórna hefði þurft því, er eftir stendur af „viðreisninni“, en það er forgangs- réttur hinna ríku og sérhagsmunir þeirra. Þessar leifar „viðreisnarinnar“ skulu varðar meðan auðið er. Þjóðin mun dæma um, hvort þetta sé rétt stefna. Telur hún það meira virði að verja forgangsrétt hinna ríku en að freista þess að leysa vanda efnahagsmálanna með sem víðtækustu samstarfi? V aldabraskarar í umræðum þeim, sem hafa orðið um hin nýju lög um söluskattshækkun og fiskuppbætur, hafa talsmenn stjórnarflokkanna lagt áherzlu á, að hér hafi verið farin „skársta leiðin“ af þremur, sem um hafi verið að velja, en hinar tvær hafi verið almenn kauplækkun eða geng- isfelling. ff Fyrir fjórum árum, þegar „viðreisnin11 svonefnda var lögfest, var því hins vegar haldið fram, að uppbótar- leiðin væri verst af öllum leiðum. Á þessu sama var mjög hamrað fyrir kosningarnar í vor. Engin, sem hlýddi á talsmenn stjórnarflokkanna þá og lagði trúnað á mái þeirra, mun hafa átt von á því, að það yrði fyrsta verk þeirra á hinu nýbyrjaða þingi, að taka upp stórfelldar uppbætur og úrskurða það „skárstu leiðina“!! Ekkert sýnir betur, að orð núv. valdhafa er ekki neitt að marka. Þeir eru valdabraskarar, sem segja eitt í dag og annað á morgun og hafi ekki annað markmið en að hanga í stólunum til að verja hagsmuni nokkurra forréttindamanna- Þetta er augljósara nú en nokkurru sinni fyrr. Fðnísfugrem w MProdusenfeni<( Afkoraa landbúnaðarins er vandamál í flestum löndum En hvarvetna er hann nauðsynlegur undirstöðuatvinnuvegur í umræðum um landbúnaðar. mál hér á landi, gætir oft þeirr ar skoðunair, að það sé íslenzkt fyrirbrigði, er sé örðugum skil- yrðum að kenna, að hið opin- bera þarf að gera ýmsar ráð- stafanir til að tryggja hag land- búnaðarins. Sannleikurinn eir hins vegar sá, að landbúnaðar- inn hér nýtur á margan hátt minni styrkja og fyrirgreiðslna en í mjög mörgum löndum. Jafnvel í Bandar., þar sem bún- aðarskilyirði eru stórum betri, nýtur landbúnaðurinn stór- felldrar, opinberrar aðstoðar. í grein þeirri, sem hér fetr á eftir og þýdd er úr norska blaðinu „Produsenten“, sem er gefið út af Landbrukets Sentralforbund, er nokkuð vikið að hinum mis- munandi vandamálum, sem landbúnaðurinn glímir nú við víðs vegar um heim. En þótt vandamálin séu mismunandi, virðast menn þó hvarvetna sam. mála um eitt: Landbúnaðurinn er undirstöðuatvinunvegur, sem engin þjóð getur án verið, ef ekki á i'lla að fara. Hefst svo greinin úr „Produsenten“: LANDBÚNAÐUR er atvinnu- vegur, sem á við sín vandamál að stríða í öllum löndum, en I þáu eru ekki sama eðlis alls | ,stáðár. í svo nefndum þróunar- ’ ion'dum ér venjulega aðal vandamálið að auka framleiðsl- una til þess að veita ört fjölg- andi og vannærðum íbúum nægilega fæðu Kommúnista- ríkin eiga einnig í miklum erf- iðleikum með að ná þeirri aukn ingu, sem valdhafarnir gera ráð íyrir í áætlunum sínum. Á liðnu ári varð mjög mikill upp- skerubrestur af völdum þurrka í Sovétríkjunum og Austur- Evrópu Þetta olli því, að þessi ríki urðu að flytja inn korn í miklu stærri mæli en venjulegt er. Vandamálin eru allt annars eðlis í hinum þróaða hluta heimsins, en iðnþróuðu ríkin í Norður-Ameríku og Vestur- Evrópu eru mikilvægustu ríki þessa heimshluta. íbúar þess- ara landa búa þegar við gnægð matar, og þar eykst framleiðsla landbúnaðarvara örar en eftir- spurnin eftir þeim. ÞETTA FRÆÐIR okkur mik- ið bæði um styrk og veikleika fjölskyldurekstrar-fyrirkomu- lagsins, en það er alls ráðandi i landbúnaði þessara landa Hæfni til þess að nýta fram leiðslumöguleikana er yfirgnæf- andi, enda þótt búin séu flest of smá til þess að hagkvæm- ustu framleiðsluaðferðum verði við komið. En skipting framleiðslunnar á mjög mikinn fjölda sjálf- stæðra smábúa veitir litla mögu leika til að haga framleiðsl unni i samræmi við eftirspurn ina, eins og iðnaðinum er í höf- uðdráttum kleift. Þetta viðhorf var undirrót gamla orðtaksins um, að iðnaðurinn hagræði framleiðslunni, en landbúnað- urinn hagræði verðinu. Þróun- in á kreppuárunum milli 1930 og 1940 sýndi okkur, hvernig þessi regla verkar í fram- kvæmd. OFFRAMLEIÐSLA gerði ’ fljótt vart við sig í þróuðu löndunum aftur upp úr 1950, og varð meira og meira vanda- mál. Síðan hafa verið fyrir hendi öll skilyrði til nýrrar landbúnaðarkreppu í hinum efnahagslega þróuðu löndum. En valdstjórn hvers lands um sig hefir leitazt við að koma í veg fyrir of alvarlegar afleið- ingar. Ástæðan til afskipta yfirvald- anna er annars vegar sú, að í nútíma þjóðfélagi væri ekki látið líðast að ein atvinnugrein yrði sárri fátækt að bráð, þegar aðrir þegnar þjóðfélagsins njóta örra, efnahagslegra fram- fara. En hins vegar hefir nokkru valdið óttinn um, að verð landbúnaðarvara kynni að valda smitun meðal annarra at- vinnuvega AÐGERÐIR YFIRVALD- ANNA hafa verið með ýmsu móti í hinum ýmsu löndum. En hvarvetna hefir markmiðið ver- ið að tryggja landbúnaðinum hærri tekjur en hann hefði bor ið úr býtum, ef afskiptin hefðu ekki komið til. Almennasta að- ferðin hefir verið að veita inn- lendum landbúnaði forgangs- rétt á heimamarkaði, svo að þar gæti gilt hærra verð. Þetta ^ einföld aðferð ef framleiðslan fer ekki fram úr eftirspurninni. En fari fram- leiðslan fram úr því marki, verður að flytja út það, sem umfram er. Þegar til þess kem- ur, er að mæta verndarráðgerð- um annarra landa gegn inn- flutningi. Venjulega verður því að selja hina útfluttu vöru fyrir mun lægra verð en framleið- endur í influtningslandinu fá fyrir sína framleiðshi. Smátt og smátt hefur sótt í það horf, að Landbútnaðarmálin valda ráðamönnum mjög miklum áhyggjum, en þó óvíða meiri en í Sovétríkjunum, þar sem ríkisreksturinn hefur vægast sagt gefizt illa. landbúnaðarvörur, sem fluttar eru milli landa, eru seldar við verði, sem ekki á neitt skylt við framleiðslukostnaðinn. ÞETTA hefir komið harðast niður á framleiðendum í þeim löndum, sem verða að flytja út mikinn hluta af landbúnaðar- afurðum sínum. En landbúnað- ur annarra landa hefir orðið að búa við þrúgandi áhrif þess lága gerviverðs, sem nefnt hef- ir verið heimsmarkaðsverð. Við verðum einnig varir við þetta hér hjá okkur, (þ.e. Norð- mönnum) Hér fer á sömu leið og í öðrum löndum. Þeim, sem landbúnaðinn stunda, tekst ekki að fylgjast með í hinni al- mennu velmegunarþróun, þrátt fyrir mikla hagræðingu fram- leiðslunnar og þá fækkun við framleiðsluna, sem af henni stafar. Vandamál landbúnaðarins lúta engum landamærum. Þetta kom skýrt fram á fundi í Amst- erdam nú fyrir skömmu, þar sem Evrópumenn og Banda- ríkjamenn ræddu þessi mál, en bandaríska landbúnaðarráðu- neytið hafði gengizt fyrir þess- um fundi. Sumir kunna að halda. að erfiðleikar landbún- aðarins hér hjá okkur séu eitt- hvað alveg sérstakt fyrir þetta land. Þeir hefðu komizt að raun um allt annað ef þeir hefðu verið viðstaddir fyrrnefndan fund. Tilgangurinn með fundinum var að ræða þessi mál 1 sam- bandi við milliríkjaverzlun með landbúnaðarvörur. í fundinum tóku þátt fulltrúar iðnaðarins, verzlunarinnar og sambanda launþega Meginvandamálið reyndist vera tekjuhlutfall þeirra, sem landbúnað stunda, og hvaða möguleikar væru á aðferðum, er leiddu til heppi- legri þróunar í þeim efnum en við höfum átt við að búa síð- ustu tíu eða tólf árin. z TÍMINN, laugardaginn 1. febrúar 1964 —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.