Tíminn - 01.02.1964, Page 8

Tíminn - 01.02.1964, Page 8
Þegar sól var í hádegisstað, Magnús Hannesi stjórnartaumana Svo var drukkin hestaskál í kampa- víni. - íslenzkur ráðherradómur v sextugur í dag f DAG eru 60 ár liðin síðan fs- land fékk stjórn sérmóla sinna og fyrsti íslenzki ráðherrann tók við starfi. Fyrsti ráðherrann var Hann es Hafstein, sem settist gullbrydd- ur í ráðherrastólinn, og er víst eini gullbryddi ráðherrann, sem íslendingar hafa átt, jiví að skraut legur einkennisbúningur ráðherra Iagðist fljótlega niður sem kunn- ugt er. Annað bindi ævisögu Hannesar Hafstein eftir Kristján Albertsson hefst á því að segja frá þessum sögulegu tíðindum, er Hannes sett ist í ráðherrastól, á þennan hátt: „Þegar birtir af degi 1. febrúar 1904 eru fánar dregnir að hún í Reykjavík til að fagna fyrstu inn- lendri stjórn á íslandi — allir dönsku fánarnir, sem blakta yfir höfuðstaðnum á tyllidögum, aðeins endrum og eins hafð: sézt hvít- ur valur á bláum feldi á flagg- stöng, og kallaður íslenzkur fáni. Fólk nemur staðar á götu þennan morgun til þess að horfa á Hann- es Hafstein, setrn _nú á að stjórna íslandi, fyrstur fslendinga síðan iand byggðist, ganga hægt upp stíginn að hvíta húsinu við læk- inn, þar sem nýja stjórnin mun hafa aðsetur sitt. Áður hafði lands höfðingi búið þar, og haft þar skrifstofur sínar, en á jólaföstu höfðu smiðir tekið að breyta íbú5 hans, svo að skrifstofur ráðherra- stjórnarinnar fengju rúmazt í hús- inu. Salurinn pr orðinn að her- bergi ráðherrans, borðstofan að 'biðstofu. Héðan af heitir hin gamla bygging Stjórnarráðið. Undir hádegið gengur annar maður, roskinn, lágvaxinn, nokkuð lotinn í herðum, upp stíginn að hvíta húsinu, Magnús Stephensen, síðasti fulltrúi erlenda valdsins á íslandi. Allt starfslið hinnar nýju stjómar, samtals tólf menn (og kemur fram í blöðum, að sumum vex í augur.n kostnaður af þessu mannahaldi) er saman komið inni hjá ráðherra. „Þegar sól var geng- in í hádegisstað fékk Magnús Stephensen honum stjórnartaum- ana í hendur. Var síðan drukkin hestaskál í kampavíni*'. (Ingólfur) (Blaðið bætir við: „Er nú vonandi, að Hannes sitji eigi verr stjóraar- folann en Pegasus. En ríða verður hann folanum til landvarnarskeiðs, ef hann vill fá hrós fyrir taum- haldið“)“. Þannig hófst íslenzk landsstjórn þennan vetrarmorgun fyrir sex ára tugum. En þeir atburðir áttu sér alimikla forsögu, og raunar hafa þessi tímamót ísíenzkrar sögu ver ið talin til ársins 1903, vegna þess, að þá var þessi skipan mái- anna fastákveðin mcð lögum og satnningum. ST JÓRN ARSRÁIN SAMÞYKKT. Aiþingiskosningar fóru fram í Fyrsti ráSherrann — Hannes 'Hafstein í embættisskrúða. Fyrsta ráðherrafrúin — Ragnhelður Hafstein í hátíðabúnlngi sfnum. byrjun júní hér á landi 1903. — Fullnaðarúrslit þeirra urðu kunn um 25. júní. Kosningu náðu 14 heimastjórnarmenn, 13 Valtýingar og 3 utan flokka. Alþingi var síð- an sett 1. júlí. Daginn eftir var stjórnarskrármálið tekið fyrir í neðri deild og því vísað til nefnd- ar. í jan. 1902 barst sá boðskapur frá konungi, að hann vildi yerða við óskum íslendinga um sérstak- an ráðgjafa fyrir ísland og sér- stakt stjórnarráð með aðsetri í 'Reykjavík- Var síðan boðað til kosninga það ár og Alþingi stefnt saman 26. júní 1902. í þeim kosn- ingum fengu Heimastjórnarmenn hreinan meirihluta, 17 þingmenn en Valtýingar 10 og 3 náðu kosn- ingu utan flokka. Voru kosningar þessar mjög harðsóttai og gerðust þau tiðindi, að báðir fortnenn meg inflokkanna féllu í kjördæmum sinum, Valtýr Guðmur.dsson í Vest MAGNÚS STEPHENSEN, landshöfðingi. mannaeyjum, og Hannes Hafstein í ísafjarðarsýslu. Þegar Alþingi kom saman 1902 var frumvarp kon ungs um breytingar á stjórnar- skránni lagt fram og sérstök nefnd kjörin til þess að fjalla um það. F’ormaður hennar var Pétur Jóns- son. Gerði nefndin á því smá- vægilegar breytingar og málið af- greitt frá þinginu 18. ágúst. Megingreinar frumvarpsins voru ó þessa leið: Konungur hefur æðsta vald yfir öllum hinum sérstaklegu málefn- um íslands, með þeim takmörkun- um, sem settar eru í stjórnarskrá þessari, og lætur ráðg.iafa fyrir ís- land framkvæma það. Ráðgjafinn fyrir ísland má eigi hafa annað ráðgjafaembætti á hendi, og verð ur að tala og rita íslenzka tungu. Hann skal hafa aðsetur í Reykja- vík, en fara svo oft utan, sem nauðsyn er á, til Kaupmannahafn- ar, til þess að bera upp fyrir kon- ungi í ríkisráðinu lög og mikilvæg- ar stjórnarráðstafanir . . . Ráðgjaf ir.n veitir þau embætti, sem lands- höfðingja hefur hingað til verið falið að veita- Ráðgjafinn ber ábyrgð á stjórn- arathöfninni. Alþingi getur kært ráðgjafann fyrir embættisrekstur hans eftir þeim reglum, er nánar verður s'kipað fyrir v.m með lög- um. En málið var ekki komið í höfn með þessu. Þetta var stjómarskrár breyting. Þess vegna skyldu að nýju fara fram kosningar næsta ár og málið lagt fyrir það ný- kjörna þing aftur. Eins og fyrr seg ir fjallaði þingið 1903 uro málið, Kosningarnar höfðu sýnt, aðþjóðin aðhylltist málið og samstaða var um það roilli helztu þingflokkanna — Stjómarskráraefnd þingsins skilaði aftur einróma áliti um það. Þá hefur nafninu „ráðgjafi" verið breytt í „ráðherra“. í áliti um málið segir nefndin: „Fyrirmæli stjórnarskrárinnar um, að ísiand skuli hafa stjórn sér mála sinria út af fyrir sig, kemst nú fyrst til fullra framkvæmda að því er löggjöf og landsstjórn snert ir, nú er stjórnarathcfnin er verk lega aðgreind frá öllum öðrum stjórnarstörfum í ríkinu, og ráð- herrann ásamt stjórnarráði sínu verður í landinu sjálfu . . . Þar sem vér erum fullkomlega sann- færðir um, að ákvæði frumvarps- ins geti ekki á neinn hátt skert réttindi eða sjálfstæði íslands, né dregið neitt af því valdi, sem lands stjórninni ber úr höndum hennar, en hins vegar álítum vér stórmik- ið uppfyllt af sjálfstjórnarkröfum þjóðarinnar, þá hikum við ekki við að ráða hinni háttvirtu þingdeild tii þess að samþykkja frumvarpið KLEMENZ JÓNSSON landritari. óbreytt í öllum greinum. Hinn 31. júlí 1903 var frumvarp ið samþykkt endanlega á Alþingi með ölluen atkvæðum gegn einu, Sigurðar Jenssonar þingmanns Barðstrendinga. IIVER VERÐUR RÁÐHERRA? Samkvæmt stjórnarskránni var það í hendi konungs að tilnefna ráðherrann, og var fátt meira um- ræðuefni síðari hluta sumars 1903 hér á landi en það, hver fyrir •valinu yrðí. Töldu flestir, sem þessum málum voru kunnugir, að Hannes Hafstein, sýslumaður ís- firðinga, mundi verða fyrir vali konungs og dönsku stjórnarinnar. Varðist hann þó allra fregna um það hvort til sín hefði verið leit- að í því efni. Þessi orðrómur fékk þó byr undir vængi, er Hannes iHafstein kom að vestan með Lauru seint í október, hafði litla dvöl í Reykjavík og tók sér far til Kaupmannahafnar, án þess að nokkuð væri látið uppi um er- indið. Fréttist síðan ekkert um útnefninguna hingað til lands fyrr en 25. nóvember, er fregnin um útnefningu Hannesar barst hing- að. Skyldi hann taka við embætti 1. febrúar 1904 og fá fullt umboð tii þess að annast þær breytingar, sem gera yrði vegna hinnar nýju umboðsstjórnar. Þjóðólfur, blað Heimastjórnar- manna, fagnaði þessum fregnum mjög og kvað það mikil gleðitíð- indi öllum sönnum ættjarðarvin- um, og heimastjórnarmönnum sér- staklega, — því að menn vissu, — að Hannes mundi hvorki skorta hæfileika, góðan vilja, kjark og lipurð til þess að gegna stöðunni og sjá svo um, að a T ÍMINN, laugardaginn l' febrúar IW4

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.