Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR
FASTAN TEKJUSTOFN
TIL
KJUBYGGINGA
ÞEfR Halldór E. SigurSsson,
Gunnar Gíslason, Magnús Jóns-
son og Þórarinn Þórarinsson hafa
lagt fram tlllögu ttl þingsálykt-
unar um tekjustofn handa þjó3-
klrkju íslands og aSstoð ríkis-
ins vlð klrkjubygglngar I land-
inu. Kveður tillagan á um að rlk-
isstjórnin undlrbúi og leggi fyrir
Alþingi frumvarp til laga hér að
lútandi. f grelnargerð með til-
lögunni segja flutningsmenn:
Þjóðkirkja íslands er elzta
stofnun j þessu landi. Um alda
raðir var hún, auk þess að
vera samnefnari kristinnar trú
ar, eina verulega menningar-
og menntastofnun þjóðarinnar.
Margir af höfuðskörungum
þjóðarinnar voru þjónar kirkj-
unnar, svo sem biskuparnir Jón
Arason, Brynjólfur Sveinsson
og Jón Vídalín og skáldin Hall
grímur Pétursson og Matthías
Jochumsson, svo að örfá nöfn
séu nefnd. Ekki orkar það held
ur tvímælis, að klaustur- og
klerkastétt eigum við m.a. það
að þakka, að fornbókmenntir
okkar hafa varðveitzt.
Þrátt fyrir það, að þjóðkirkja
okkar sé elzta stofnun í þessu
þjóðfélagi og andlegir og ver-
aldlegir skörungar hafi yerið
þjónar kirkjunnar og fólkið í
landinu sé yfirleitt trúrækið og
meti og virði kirkju sína, hefur
verið og er illa að kirkjunni
búið á okkar landi, og lítið eitt
eigum við af kirkjum frá fyrri
tímum, svo sem aðrar kristnar
þjóðir eiga. Er Hóladómkirkja
sú, sem helzt ber að nefna.
Með siðaskiptunum var kirkj
an svipt eignum sínum og jafn
framt möguleikum til kirkju-
búnaðar, svo að sæmilegt væri,
og hefur svo verið síðan, þó
að á allra síðustu árum hafi
fólkið látið sér skiljast, að lítt
eða illa búin kirkja hafi áhrif
á helgihald kristinna manna.
Eins og kunnugt er af sögu
fyrri alda, féllu eignir kirkj-
unnar á miðöldum til hins ver-
aldlega valds, þ.e. konungs og
síðar til íslenzka ríkisins sem
arftaka konungs. Af þeirri á-
stæðu hefði verið eðlilegt og
sjálfsagt, að íslenzka ríkið
hefði staðið fyrir kirkjubygg-
ingum. En svo hefur ekki ver
ið nema að litlu leyti.
Samkvæmt þeim upplýsing-
urn, sem fengnar eru frá em-
bætti biskups um tölu kirkna
(það skal þó tekið fram, að
embættið hefur fyrirvara um
það, að þessar upplýsingar eru
ekki grandskoðaðar, en munu
þó vera nærri því réttar), eru
í landinu um 280 kirkjur, sem
skiptast eftir efni á þessa
leið:
Timburkirkjur 184
Steinkirkjur 89
Timbur- og
steinkirkjur 5
Torfkirkjur 2
í byggingu eru 17 kirkjur,
er Skálholtskirkja þar með-
talin. Á 10 kirkjustöðum er
kirkjulaust, og 18 af kirkjum
landsins eru mjög lélegar. Eig
endur þessara kirkna eru sem
hér .segir:
Söfnuðir 236
Bændur 26
Ríkið 18
Eins og áður er að vikið,
hefði verið eðlilegt, og væri
eðlilegt, að ríkið legði fram
verulega fjárhæð til bygging-
ar kirkna í landinu. En svo
er ekki. Ríkissjóður hefur á
síðari árum varið smáfjárhæð
til að endurbæta þær kirkjur,
sem eru ríkiseign, ef viðkom-
andi söfnuður hefur þá tekið
við þeim til eignar, en annars
ekki, og svo hefur ríkissjóð-
ur lagt kirkjubyggingasjóði
til hálfa og nú eina milljón
króna árlega, sem sjóðsstjórn
in hefur svo orðið að skipta
á milli allra kirkjubygginga í
landinu sem lánsfé. Þetta er
eina aðstoðin, er íslenzka rík-
ið veitir til kirkjubygginga.
Þegar aðstoð ríkisins við aðra
uppbyggingu í landinu, svo
sem 'skóla, sjúkrahús, félags-
heimili, íþróttamannvirki o.fl.
er borin saman við aðstoð
þess við kirkjubyggingar, sést,
hve raunalega mikið qlnbogg-
barn þessi elzta og virðuleg-
asta stofnun þjóðarinnar er,
og það svo, að undrun sætir,
og er þó aðstoð ríkisins við
uppbygingu þá, sem nefnd er
hér að framan, hvergi um of.
Ljóst er, að hér þarf að
verða • breyting á og það nú
þegar. Ráðamenn þjóðarinn-
ar þurfa að bæta fyrir van-
rækslu fyrri alda og ára.
Eins og áður er að vikið,
heíur verið á síðari tímum og
er nú mikið um kirkjubygg-
ingar þrátt fyrir sinnuleysi
ríkisvaldsins. Hafa söfnuðir
sýnt þar lofsverðan áhuga.
Enn fremur hefur aukin rækt
verið lögð við listrænt gildi
kirkna við byggingu þeirra
hin síðari ár. Má þar til nefna
Matthíasarkirkju á Akureyri,
sem er bæ og söfnuði til
sóma, <enda er hún að gerð
og staðsetningu með þeim
hætti að sameina hið stór-
brotna og viðfeðma í anda-
gift Matthíasar og þann helgi
dóm, sem felst í boðskap henn
ar.
Hér í Reykjavík stendur yf-
ir stórbrotin og mikil kirkju-
bygging, sem á að verða verð
ugur minnisvarði um hið
dáða trúarskáld Hallgrím Pét-
ursson. Fjárskortur tefur, að
því verki miði svo sem eðli-
legt og séskilegt væri, enda
með öllu óeðlilegt, að einn
söfnuður framkvæmi það
verk, heldur á framlag frá
þjóðinni allri að koma þar til.
Ýmsir fleiri söfnuðir hafa
byggt sér myndarlegar kirkj-
ur og valið þeim fagra staði,
þó að þeirra verði ekki getið
hér.
Kirkjubygingar síðari ára
og þær kirkjur, sem í smíðum
eru, sýna áhuga fólksins á
kristinni trú og kirkju, og er
slíkt ánægjulegt. Þennan á-
huga þarf að hagnýta og örva
með því að ríkisvaldið komi
til móts við hann með skiln-
ingi og fjárframlagi, en láti
ekki sinnuleysi og deyfð eyða
honum, eins og nú horfir. —
Fjárhagur þessara kirkjubygg
inga er yfirleitt svo erfiður,
að nægt gæti til að bera þenn
an áhuga ofurliði.
Með þingsályktunartillögu
þessari er lagt til, að samið
verði frv. til laga um tekju-
stofn handa þjóðkirkju ís-
lands og ákveðin aðstoð ríkis
ins við kirkjubyggingar í
landinu. Væri eðlilegt frá
sjónarmiði flm., að lögin um
kirkjubyggingasjóð yrði felld
þar inn í.
Hér að framan hefur verið
bent á óþrjótandi verkefni í
kirkjubyggingum bæði kirkju
smíðum, þar á meðal stórverk
eins og Hallgrímskirkju í
Reykjavík, sem þarfnast stór-
kostlegra fjármuna, sem þjóð
in á að leggja til, og kirkjur,
sem þarf að byggja, og einnig
kirkjur, sem búið er að
byggja, en söfnuðurnir ráða
ekki við fjárhagslega valdið
að aðstoða við að leysa með
því að koma til móts við á-
huga fólksins í landinu og á-
kveða með löggjöf, hvernig
tekna til kirkjubygginga verði
aflað. Til þess að hrinda því
verki í framkvæmd er tillaga
þessi flutt.
MINNING
Björn Sigurðsson
læknir
BJÖRN SIGURÐSSON læknir í
Keflavík varð hráðkvaddur fimmtu
caginn 12. des. s. 1., aðeins 52 ára
oð aldri.
Hann var fæddur í Reykjavík 4.
júní 1911, sonur hjónanna Sigurð-
ar brunamálastjóra, Björnssonar,
tónda á Tjörn á Skaga í Húna-
vatnssýslu Sigurðssonar, og Snjó-
laugar Sigurjónsdóttur frá Laxa-
mýri. — Björn lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
19 ára gamall, árið 1930 og prófi
í læknisfræði frá háskólanum árið
1936. Næstu 3 árin var hann við
iramhaldsnám í Danmörku, en var
SKÍpaður héraðslæknir á Hvamms-
tanga árið 1939- Það embætti hafði
liann á hendi til loka ársins 1944
en fluttist þá til Keflav., þar sem
hann gegndi læknisstörfum til dán-
ardægurs. Hann var þó erlendis
1952 og aftur um tíma 1959 við
fjamhaldsnám í fræðigrein sinni
Á síðari árum var hann sérfræð-
ingur í lyflækningum.
Eins og að iraman er frá skýrt,
hóf Björn Sigurðsson læknisfenl
sinn sem héraðslæknir á Hvamms
tanga, og gegndi því starfi á sjötta
ár. Hann kom þangað frá fram-
naldsnámi erlendis, og náði skjótt
hylli héraðsbúa vegna ágætrar
framkomu og samvizkusemi í störf
um. Á þeim tíma var læknisþjón-
usta að ýmsu !eyti erfiðari en síð-
ar varð. Vegir utn héraðið voru þá
iakari en nú, og ferðalög vegna
sjúkravitjana því örðugri. Þá var
litið sjúkraskýl! á Hvammstanga,
en fyrir nokkrum árum var reist-
þar nýtt og gott sjúkrahús, og hef-
ur bygging þess að sjálfsögðu orð-
ið til þess að bæta starfsaðstöðu
læknisins.
Björn læknir lagði sig vel fram
við sín skyldustörf. Hann var sér-
staklega viðkynningargóður og
mesta prúðmenni. Hann var ham-
ingjumaður í einkalífi sínu, kvænt
ur ágætri konu, Sólveigu, dóttur
Sigurbjarnar kaupmanns Þorkels-
sonar í Reykjavík, og áttu þau
gott heimili Börn þeirra .eru fjög-
ur, tvær dætur Hjördís Gróa og
Elín Þórdís, og tveir synir, Sigurð-
ur læknir og Sigurbjörn, sem er
yngstur systkinanna, 10 ára gam-
all.
Á næstliðnu ári áttum við, íbúar
Bvamimstangalæknishéraðs, á bak
að sjá tveimur fvrrverandi héraðs-
læknum okkar, Brynjúlfi Dagssyni
í febrúar og Birni Sigurðssyni i
rtesember. Þeir voru báðir á góð-
Framhald á 15. sfðu.
Bændur!
Hliðgrind er heimilisprýði
Eigum jafnan hliðgrindur af stærðum 2x2 m og
1x4 m. Einnjg gönguhlið og staura.
Smíðum einnig eftir máli, ef óskað er.
Skrifið, hringiS eða komið
FJÖLIÐJAN HF.
við Fífuhvammsveg, Kópavogi. Sími 40770
TÍMINN, laugardaginn 15. febrúar 1964 —
L