Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 13
HEIMA OG HEIMAN að fyrirverða sig. Og það er af 1'ötunum að segja, að hann gat aldrei gengið í þeim, en varð að íaupa sér enn ný. Sá Ásgrímur, að ekki gæti hann komizt langt með þá peninga, sem hann hafði með sér að hciman og yrði því að útvega sér vinnu. Leitaði hann til íslendings í Kaurinannahöfn, sem var honum hjálplegur o.g útvegaði honum nú vinnu við að mála hús- gögn, sem hann vann við í þrjú ár meðfram skólanáminu- Þá var lika við nám þar í borginni Einar .Tónsson myndhöggvári. Um tíma rjuggu þeir saman, Einar og Ás- grímur, og einu sinni notuðu þeiv jólaleyfið til að ferðast suður meg inlandið, komust alla leið til Vín- arbor.gar og s.koðuðu dásemdir listaborgarinnar, síðan til Berlín- ar og þar varð Ásgrímur yfir sig hrifinn, er har,n skoðaði myndir eftir Rembrandt. Eftir fimm ára rivöl í Kaupmannahöfn hélt Ás- grírnur heim til íslands og árið eft ir hélt hann sína fyrstu málverka- sýningu- Þá sótti hann líka um lístamannastyrk til Alþingis. Lét hann nokkrar myndir fylgja um- sókninni, svo þingmenn gætu séð handbragðið á verkum hans. Ein tnyndin nefndist „Fögur er hlíð- in“ af því er Gunnar sneri aflur, og var hún hengd upp í Alþingis- húsinu. Ekki voru þingmenn sér- lega hrifnir. En einn, sem var þó Ásgrími velviljaður, vakti athygli á því, að hestur Gunnars væri beizl islaus á myndinni. Það þótti þing- mönnum skrýtið og- varð sumura ráðgáta. En þá sagði sá, sem fyrst ur nefndi þetta, að það væri ekki um að villast, að listamaðurinn gæfi nýja skýringu á því, hvers vegna Gunnar á Hlíðarenda sne'i aftur: Hann hefði ekki átt neitt beizli og því hafi hann verði til neyddur að sitja heima. Segir sagan, að þetta hafi riðið bagga- muninn, Ásgrímur fékk styrkinn. Þegar Bjarnveig safnvörður Bjamadóttir bauð blaðamönnum á sýninguná í gær og ræddi við þá yfir kaffi og pönnukökum, kvað hún þessa sýningú handa skóla- æskunni vera nýjung af hálfu safnsins. Nú væri margt rætt og ritað um spillingu aldarfarsins og því væri nauðsyn að beina hugum unga fólksins á góðar brautir. — Mætti víst telja það hollan skóla fyrir unga fólkið að komast í nána snertingu við fagrar listir, því væri unga fólkinu í skólunum nú boðið að koma og skoða þessa sýningu c,g kynnast hinu fábrotna og lát- lausa heimili þessa fræga lista- manns, þar sem hann naut kyrrð- ar og næðis við sköpun listaverka sinna, en hin svonefndu veraldleg:; gæði hafi honum verið lítils virði. Ásgrímssafn að Bergstaðastræti 74 er opið almenningi klpkkan bálf tvö til fjögur á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum, en skólar geta pantað sértíma hjá forstöðukonu safnsins í síma Í4090. Af einstökum myndum á þessari sýningu má nefna það, að ein er nú sýnd í fyrsta sinn, þjóðsagna- rnyndin „Fljúgðu, fljúgðu, klæði” Hún fannst í geymslu listamanns- ins rykfallin og ekki sjón að sjá. Nú er hún fyrir nokkru komin úr hreinsun og viðgerð frá Ríkislista safninu í Kaupmannahöfn. Margar myndir hafa verið sendar út til sfíkrar hreinsunar og viðgerðar, sem er mikið r.ákvæmnisverk og dýrt. En hagnaður af sölu lista- verkakorta safnsins rennur allur til þessa verks. Svo nokkrar aðrar sjaldséðar n;yndir á þessari sýningu séu nefndar, má telja tvær Þingvalla- myndir, málaðar báðar af nákvæm iega sama stað, en harla ólíkar. af því þær eru séðar í tvenns kon- ar dagsbirtu. Þá er mynd úr her- bergi þvi á Húsafelli, sem Ásgrím- ur gisti jafnan í, er hann var að mála þar í efra og dvaldist stund um sumarlangt. Þá er blómamynd- in, Kóngaliljur, vænn blómvöndur i vasa. Er sú saga til hennar, að þegar Ásgrímui var sjötugur, — iór Kjarval í Flóru og keypti kóngaliljur og bað að þær yrðu stndar heim til afmælisbarnsins í blómsturvasa, og var það gert. — Varð Ásgrímur svo hrifinn af lilj- unum og ekki síður vasanum, að fáum dögum var hann búinn að rnála tvær mynöir af blótnunum í vasanum. En eftir nokkra daga kemur sendisveinn úr Flóru heim til Ásgríms og segist eiga að sækja vasann, sem lánaður hefði verið undir blómin frá honum Kjarval. Þessa sögu sagði Bjarnveig okkur, kveðst sjálf hafa verið stödd þar og farið til dyra. En myndir Ás- gríms af liljuvasanum urðu sem sagt ekki nema tvær. yettvangiErimn stungið upp á, að komið verði á fót alþjóðlegu eftirlitskerfi. Hver fangi skal fá leyfi til þess að taka á móti eftirlitsmanni, sem skipað- ur er af lögfræðingum, en ekki af viðkomandi yfirvöldum, — einu sinni á ári. Þessi eftirlitsmaður skal sjá um, að fanginn njóti þeirra lágmarfcfc'éttinda, sem kveð ið er á um í samningnum. Hann á að gefa skýrslu um hvern fanga, og skal sú skýrsla m. a. send til til Rauða Krossins, og á þann hátt séð um, að skoðanafangarnir gleymist ekki. Enn þá er ekki gott að segja, hvernig fer með þetta samnings- uppkast. Mörg þróuð lönd með- höndla skoðanafánga sína á svip- aðan hátt, og kveðið er á um í samningsuppkastinu, en önnur lönd eru sem kunnugt er ekki svo mannúðleg í þeim efnum. AMN- ESTY reyndar að skapa almenn- ingsálit í heiminum, sem að lok- um fái öll lönd til þess að sam- þykkja uppkastið. Hvert ár held- ur AMNESTY hátíðlegan 10. des. — mannréttindadaginn. Og hreyf- ingin geíur út skýrslur um, 'Wversp langt hin ýmsú lönd eru kbminjí því, að meðhöndla skoðanafanga sína á sómasamlegan hátt. Samningsuppkastið mun lagt fyr ir allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna. En hverja meðferð, sem það fær þar, þá hefur AMNESTY Int- ernational gert gott verk, og á vissulega skilið virðingu okkar — og þátttöku. DANSKA bifrelSaeftirlltið hefur birt tölur um sölu á óýjum blf- reiSum á árlnu sem lelS. Athygl- isvert er þar, aS ein tegund vöru- bifreiSa er se'd langtum meira en nokkur önnur, en þaS er Bedford, sem seldist í 1769 „eintökum". 726 Mercedes Benz-vörubilar seld ust, 564 Volvo og 413 Ford vöru- bílar. MeSal fólksblla og sendi- ferSabíla skarar engin sérstök teg und úr, eins og Bedfordinn með- al vörubílanr.a. Litli Fólksvagn- inn er stöSugt mest seldur af fólksbílum er. Opel Rekord og Caravan koma þétt á eftlr. 10296 Fólksvagnar seldust og 10211 i Opelar. Næst á eftlr komu 4313 Ford Cortina. Af sendiferSabllum seldust flest VW, eSa 4917, en næstmest Opel eSa 4248. J ATHUGASEMD vi3 greinargerð Péturs Guðmundssonar fiugvailar- stfóra um Keflavíkurfiugvöil UM ÁLYKTANIR Framhald af 8 síðu haldi áfram starfi sínu í ríkis- stjórninni" Þessi síðasta álykt- un, sem er í aigjörri andstæðu við allar hinar ályktanirnar, er lokapunkturinn í þessari löngu romsu, sem líklega er tilraun til þess að ..Téttiæta“ samstarfið við íhaldið. Álylttanir sem þessar eru í- j gætar fyrir fólk, sem hefur það fyrir tómstundagaman að iesa sprenghiægilegar blaðagreinar. En flokksstjórn íhaldskrata j hefði samt sem áður átt að hlífa Alþýðubiaðinu við að eyða papp ír og prentsvertu á slíkan kjafta vaðal. — FL-JO. Regnklæði Síldarpils Sfósfakkar Svuntur o. fl. Mikill afsláttur qefinn Vopni ASalsfræfi 16 (við hliðina á bílasölunni) Pétur Guðmundsson flugvallast.i. hefur sent dagblöðum ýtarlega greinargerð um stöða Keflavíkur- ílugvallar í hinu svonefnda flug- vallarmáli. í greinargerð þessari eru nokkr ar missagnir, í þeim þætti sem fjallar um veðurfar, og vill Veður stofan því 'koma eftirfarandi at- hugasemdum á framfæri. Flugvallarstjórinn segir, að Veð urstofan hafi gert samanburð á veðri á Keflavíkur- óg Reykjavík- urflugvöllum fyrir flugvallasér- fræðinginn James C. Buckley. — Þetta er ekki rétt. Veðurstofan iét sérfræðingnum einungis í té veðurskýrslu fyrir Reykjavíkur- ílugvöll og var hún fyrir árin 1950 —1959. Sérfræðingurinn hefur hins vegar sjálfsagt haft aðgang að öllum þeim skýrslum um Kefla- víkurflugvöll, sem til voru í USA, þegar hann gerði athugun sína. Þann samanburð á flugvöllunum sem flugvallarstjórinu ræðir, gerði Veðurstofan hins vegar nú í des- ember, fyrir flugvallarstjórann sjálfan. Þar voru notaðar állar at- huganir frá Keflavíkurflugvelli. sem tiltækar voru í sambærilegu fcrmi við þá skýrslu, sem gerð var um Reykjavíkurflugvöll fyrir James C. Buckley. Voru það sam- tals 29.216 athuganir gerðar á 3ja tima fresti árin 1953—1962. Úr þessum skýrslum má m. a. íá þá niðurstöðu, sem flugvallar- stjórinn réttilega getur um, að í 5,2 klst- á mánuði megi búast við að veður á Reykjavíkurflugvelli sé jnnan einhverra þeirra þriggja marka, sem fara hér á eftir. 1) Skýjahæð minni en 200 fet, en skyggni betra en xk míla eða nákvæmlega Vi míla. 2) Skyggni lakara en Vz míla, en skýjahæð 200 fet eða meira. 3) Skýjahæð minni en 200 fet og skyggni samtímis lakara en Vi míla. Á Keflavíkurflugvelli má hins vegar, samkvæmt skýrslunum, bú- ast við, að sömu veðurskilyrði ríki í 13,2 klst. á mánuði. Með öðrum orðum; Slæm veð- urskilyrði eru sem næst 2% sinn um tíðari á Keflavíkurflugvelli cn Reykjavíkurflugvelli. Þess ber þó að geta, að ekki var um nákvæm- iega sörnu árin að ræða í skýrslun- um. Sameiginleg eru 7 ár, en ár- in 1950—1952 eru aðeins athug- uð í Reykjavík og árin 1960—1962 aðeins í Keflavík. Einnig er vert að hafa í huga, að ekki eru söm;i aðferðir notaðar til að ákvarða skýjahæð og skyggpi á flugvö’l- unum. Niðurstaða Veðurstofunnar virð ist hins vegar vera í góðu samræmi við álit flestra sem veður þekkja á báðum stöðum af persónulegri reynslu, og einnig eru þær í fullu samræmi við rannsóknir, sem áður hafa verið gerðar fyrir styttri tíma bil. Flugvallarstjórinn telur sig hins vegar hafa í höndum ,,stórum ná- kvæmari samanburð" og kemst að þeirri lokaniðurstöð i „að mismun urinn á veðurfari sé enginn". — Byggir hann þá á amerískri skýrslu um athuganir á klukku- stundar fresti í Keflavík árin 1940 —1960 (að árinu 1948 undan- skildu) og telur, að samkvæmt þeirri skýrslu sé Keflavíkurflug- völlur lokaður 6,5 klst. á mánuði, en skýrir ekki nánar frá, við hvaða mörk skyggnis og skýjahæðar sú lokun sé miðuð. Á Veðurstofu íjlands er til bandarísk skýrsla um athuganir á klukkustundar fresti á Keflavíkur j flugvelli og vantar þar ekkert í nema aprílmánuð 1947. Samkv. þeirri skýrslu er skýjahæð minni en 200 fet og skyggni samtímis % míla eða minni í 6,5 klst á mán- uði og er þar komin sama tala og flugvallarstjórinn notar. En þessi veðurskilyrði eru sem næst þau sömu og tilgreind eru í einum af þeim þremur þáttum, seW teknir voru með í rannsókn Yeðurstofunn ar á slæmum lendingarskilyrðum. Ilina þættina er heldur ekki hægt að sjá nákvæmlega af bandarísku skýrslunni, en samkvæmt henni er skýjahæð 150 fet eða minni í 8,6 klst., og skyggni 0—% míla í 15 3 klst. Hin ameríska skýrsla er þann ig ekki fyllilega nothæf til saman- burðar, en bendir þó ótvírætt í sömu átt og rannsókn Veðurstof- unnar. Slæm veðurskilyrði fyrir flug eru 2—3 sinnum tíðari á Kefla- víkurflugvelli en í Reykjavík. — Hitt er svo annað mál að ýmsar aðrar aðstæður geta vegið á móti þegar rætt er um notagildi flug- vallarins, en þá er komið út yfir það efni sem Veðurstofan rannsak ar. Veðurskýrslur eru stundum í fremur flóknu formi, og það þarf mikia aðgát þegar tölur eru tekn- ar til samanburðar úr mismunandi töflum. Það er því ekkert að undra þótt mistök geti orðið, en Veðurstofan er að sjálfsögðu ávallt reiðubúin að veita mönnum alla aðstoð í meðferð veðurfræðilegra gagna. Adda Bára Sigfúsdóttir, deildarstjóri Veðurfarsdeildar Veðurstofu fslands. Laxveiðijörð Til sölu er mjög góð jörð í Skagafjarðarsýslu- — Sérstaklega góð sauðfjárjörð. Góð laxveiði. Fjár- hús fyrir 400 fjár. íbúðarhús úr steini. 12 hekt- arar ræktað tún, góð skilyrði til að auka ræktun. Öll hús raflýst. Skipti á íbúð í Reykjavík eða Kópa- vogi koma til greina. Allar nánari upplýsingar veitir sölumaðurinn FASTEIGNASALA KRISTJÁNS EIRÍKSSONAR Laugavegi 27. Sölumaður: Ólafur Ásgeirsson Sími 14226, utan skrifstofutíma sími 41087 13 TÍMINN, laugardaginn 15. febrúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.