Tíminn - 18.02.1964, Qupperneq 9

Tíminn - 18.02.1964, Qupperneq 9
r ske0.“ Svo heldur ritgerSin á- fram með tilvitnanir í Ara j fróða, bæSi í Landnámabók og fslendingabók, sem skráðar voru nokkuð eftir árið 1100, og j i allar þær sögur sem kunnar j eru flestum íslendingum. Eitt hið skemmtilegasta við notkun kaþólskra heimilda i þessu sambandi er það, að þá svo aUðvelt að „slá Colum- bus út“ á eigin vettvangi. Ka- þólska kirkjan hefur átt mik- in þátt í því að halda uppi á- róðrinum fyrir Columbus sem binn „eina rétta“ — fyrstan hvítra manna að stíga fæti á ameríska grund. Skólabörn og fullorðnir, hér í álfu, sjá í anda Christopher Columbus stigandi á strönd meginlands- ins með spánska fánann í hendi. Ef hugsað er um stað- reyndir aðeins augnablik, þá vita allir að sú mynd úr for- tiðinni er blekking ein. Colum- bus sá aldrei meginland Amer- íku. Árið 1492 fann hann eyju, sem tilheyrir nú Bahamaeyjum og lét hana heita San Salvador. Hann kom fjórum sinnum í þessa heimsálfu, náði til Mið- Ameríku og Suður-Ameríku og nærliggjandi eyja — en hver viti borinn maður veit það vel að hann sá aldrei meginland N orður-Ameríku, og I rauninni hefur því aldrei verið haldið fram. Kaþólskir mega vel montast af afrekum Columbus, og á hann sannarlega heiður skilið. En þeir kaþólsku eiga Leif heppna alveg eins og þeir eiga Coiumbus. Þegar maður talar um kristna trú á fyrri öldum, þá talar maður nærri eingöngu um Rómversk-kaþólsku kirkj- una. Leifur var hinn fyrsti ka- þólski trúboði til Vesturheims, sendur af Ólafi konungi Tryggvasyni í Niðarósi, og tveir prestar sem hann kom með til Grænlands kristnuðu lýðinn þar að mestu leyti, þó þeim hafi ekki tekizt með Eirík rauða sjálfan. Stundum er verið að grínast um ferðalög Columbusar — að hann hafi verið líkastur sum- um nútíma stjórnmálamönnum. Hann vissi ekki hvert hann ætl aði þegar hann fór af stað, ekki heldur hvar hann var, þegar hann náði landi, né hvar hann hafði verið þegar hann kom aftur heim — og að ferð- imar voru gerðar upp á láns- fé. Þetta er eins og hvert ann- að spaug. Ferðir Columbusar skapa þáttaskil í sögunni. Ekki tókst honum Þorfinni karls- efni að mynda varanlega ný- lendu hér á Ameríska megin- landinu. En í kjölfar Colum- busar sigldu landnámsmenn, og byggðir hvítra manna mynduð- ust, suður á bóginn. Þrátt fyrir þá vegsemd og virðingu sem ítalir sýna Columbus, úr því hann var fæddur í Genóa, þá finnst mér eitt sláandi. Hann ferðaðist á vegum Spánar, ekki Ítalíu, og það voru spönsk áhrif og tungumál Spánar sem hann veitti brautargengi. Nú hef ég talað þó nokkuð um kaþólskar heimildir og um trú þá sem ættfeður okkar héldu fram að siðabótinni, fyr- ir rúmum 450 árum. Staddur þar sem ég er í kvöld — í lút- herskri „dómkirkju" Vestur-ís- lendinga ætti ég vafalaust að fara að hætta því. Það er auð- velt, sérstaklega ef ég fer að vitna í grein sem birtist í Manchester Guardian á Eng- landi, um mitt sumarið, 1958. Það var þegar „þorska-stríðið“ geisaði milli íslendinga og Eng lendinga, og landar unnu loks rw * r iwwi——W— sigurinn í deilum um fiskveiða bann og útfærslu landhelgistak márka. Greinin er eftir James Morris og heitir „Iceland’s Spiky Isolation." Hún er grín- kennd, stundum hvöss, en yf- irleitt góðviljuð í garð landa. Hér er ein setning, til dæmis: „Það eru aðeins örfá hundr- uð sem fylgja kaþólskri trú á öllu íslandi, og varla nokkur Gyðingur, og jafnvel hestarn- ir og sauðféð eru með lútherskt augnaráð'*. Á frummálinu „There are only a few hundr- ed Catholics in the whole of Iceland ,and hardly any Jews, and even the ponies and sheep have a Lutheran look in their eyes.“ Eg læt ykkur dæma um það, hvað sé „lútherskt augna- ráð.“ Grein Morris byrjar á því að segja að íslendingar tala um Tyrkjaránið á seytjándu öld alveg eins og það hafi skeð í fyrra. Honum finnst landar sokknir f sögunni, montnir af þjóðerni sínu og bókmenntum, tortryggnir, en oft vingjarnleg- ir og gestrisnir, en bezt er þó að ganga að þeim með gætni. Við fyrstu kynni líta þeir á erlendan aðkomumann eins og laxfiskur mundi skoða síld — sem einkennilegan fisk af lak- ari tegund.“ Síðustu setningar greinar- innar eru víðtækar að efni, og aðeins meinfyndnar. Hann lýk- ur lýsingunum þannig: „En ís- lendingarnir, að meira leyti en flestir aðrir, eru mótaðir af umhverfinu, þar sem vantar allan mildleika; þeir þekkja sögu sína nákvæmlega; > þeir fagna unnum sigrum í bardög- um við grimma náttúru; o" þeir eru ákveðnir í því að halda öllu, sem unnizt hefur. Og þá, þegar þeir eru djarf- astir, og tæta í sundur milli- rikjasamning eða hrækja fram- an í flota Stóra-Bretlands, meg- um við kannske hugsa fyrst um útgerðarmenn í Grimsby, o- næst um þjóðarstolt okkar, og þaðan af um siðferði, og svo um hernaðarlist og loks um hagfræði — en áður en lýkur verðum við að hugsa um kring- umstæður íslands, lengst norð- ur í reginhafi, sokkið í sögunni, H með stífni einangrunarinnar, B þjáð af eldgosum og bullandi H hverum og ósvífnum Tyrkjum. g En samt, ef þú hefðir gifzt H inn f ætt Grúms Geitskörs H mundi ekki vígahugur grípa þig 8 við og við?“ Jæja, þá er komið að Grimi geitskó, og nærri ósjálfrátt fer maður að raula versið hans Jónasar Hallgrímssonar úr Ijóð inu „Fjallið Skjaldbreiður:" Hamragirðing há við austur Hrafna rís úr breiðri gjár. Varnameiri veggur traustur vestrið slítur bergi frá. Glöggt ég skil, hví Geitskór vildi geyma svo hið dýra þing. Enn þá stendur góð í gildi gjáin, kennd við almenning. Og nú er búið að vitna í gull fallegt, hrífandi ljóð. Kannske áheyrendur megi fara að hugga sig — ræðan hlýtur bráðum að taka enda. Getur verið að sumum finnist það hálf leiðinlegur vani. helzt hjá okkur Vestur-fslendingum, að fara að vitna í einhverjar ljóð- línur þegar loksins á að slá botninn í eitthvað erindi. Þetta er svo sem vel skiljanlegt samt. Guð sé lof fyrir það að þar sé til þessi sterki þáttur j hugarfari Islendinga sem gerir Frsmhald i 15 síSu Einár Ágústsson: IHALD OG ENNBU MORGIJ NBLAÐIÐ sendir okkur borgarfulltrúum Fram- sóknarflokksins kveðju sína s. 1 föstudag. Tilefnið er afgreiðsla borgarstjórnar á tillögu frá okk ur Birni Guðmundssyni svo- hljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavíkur a- kveður að láta fara fram athug un á því méðal borgarbúa, hvort þeir hafi innbú sín bruna tryggð — og ákveður jafnframt að beita áhrifum sínum til hins ýtrasta til þess að allir tryggi innbú sín“ Um rökstuðning okkar fyrir tillögunni vísa ég til frásagnar Tímans hinn 8. þ. m. Þetta treystu Sjálfstæðis menn í borgarstjórn sér ekki til að samþykkja. Aðalröksemdir þeirra voru að ekki mundi vera hægt að afla þeirra upplýsinga, sem tillagan fjallar um. Þess vegna breyttu þeir tillögunni í einfalda hvatningu til borgar búa um að brunatryggja innbú sitt og gerðu hana þar með að engu. Morgunblaðið hneykslast nú mjög á því að við Framsóknar- menn lýstum trausti okkar á starfsmönnum borgarinnar til að framkvæma umrædda athug- un. Virðist blaðið telja það hina mestu fásinnu að halda að starfsmenn borgarinnar valdi þessu verkefni. Ég skal ekki hefja deilur við Morgunblaðið um það, hvort hér hafi verið um oftraust að ! æða af okkar hálfu heldur viðurkenni fúslega að vel géti verið að áíit biaðsi'hs sé réttara, enda er hver sínum hnútum kunnugastur. Hinu vil ég hins vegar vekja athygli á, að réttsýni Morgun blaðsins og nákvæmni í frétta- EINAR ÁGÚSTSSON flutningi nýtur sín einkar vel í þessu máli. Framsókr.armenn hreyfa nauðsynjamáli í borgarstjórn. Sjálfstæðismenn breyta þeirn tillögu i lítilsverða áskorun til . borgarbúa og fella niður það frumkvæði borgarstjórnar, sem okkar tillaga gerði ráð fyrir. Samkvæmt fundarsköpum kemur breytingartillagan fyrr til atkvæða Með samþykkt hennar var útilokað; að aðaltil lagan yrði borin undir atkvæði Þess vegna gátum við af eðlileg- um ástæðum ekki samþykkt þá tillögu, sem að okkar dómi gekk of skammt. Morgunblaðið segir frá málinu á þann hátt að fólki er ætiað að álykta að Framsóknarmenn séu á móti innbústryggingum! Sannleikur málsins er vitan- lega sá, að með flutningi fram- angreindrar tillögu ætluðum við að fá tram raunhæfar að- gerðir borgarstjórnar í miklu nauðsynjamáli, en Sjálfstæðis- menn treystu sér ckki t;t V, stuðla að innbústryggingum með nokkrum þeim hætti, sem að gagni gæti orðið. Þetta finna þeir nú og þess vegna er gripið til gamalreyndra aðferða, sem óneitanlega hafa oft gefizt þeim vel. Við minnihlutamenn í borgar stjórn Reykjavíkur erum ekki óvanir því ;ð meirihlutinn felli tillögur okkar. Það er nær und antekningalaust regla þeirra. Venjulega aðferðin er að bera fram og samþykkja ein- hvers konar breytingar- eða frá vísunartillögu, misjafnlega mik ið í samræmi við dagskrármál- ið. Að þessu sinni tókst þó þann ig til að jafnvel meirihlutamenn gátu ekki allir greitt breyting- artillögunni atkvæði. Einn þeirra, Úlfar Þórðarson læknir, treysti sér ekki til að verða meiri hlutanum samferða að þessu sinni. Slíkt gerist ekki á hverjum degi í borgarstjórn Reykjavík- ur, og hefði verið full ástæða til þess fyrir Morgunblaðið að geta þeirra merku tíðinda. Það er þó ekki gert, hvað sem veldur. Ég hef ekki lagt það í vana minn að eltast við rangfærslur Morgunblaðsins í fréttaflutn- ingi af borgarstjórnarfundum, og ætla mér það heldur ekki í framtíðinni. Mér þykir þó í þetta sinn rétt að birta örfásr athugasemdir til þess að þeir mörgu er mál þetta varðar fái tækifæri til að kynn- ast staðreyndum þess betur en auðið er af frásögn Morgun- blaðsins. „andbúnaðarmál Nýtt heyvinnslu- tæki - fjölfætlan MIKIÐ frægðarorð hefur far ið af nýju heyvinnutæki, sem fluttist hingað til landsins í fyrsta sinn í fyrrasumar. Tæki þetta hefur fengið lögskráð nafnið fjölfætla með einka- rétti, og þótt það minni nokk- uð á skordýrsnafn, breytir það ekki þeirri staðreynd að fjöl- fætlan er margra manna maki við þurrkun á heyi. Hún hef- ur dugað betur við að snúa heyi en aðrar vélar að sögn þeirra, sem hana hafa notað, þannig að hún loftar það vel og tætir vel úr því, eins þótt land- ið sé óslétt. Það sem einkenn- ir þessa vél fyrst og fremst er, hvað hún hefur mikla vinnu- breidd, og að hún dreifir úr múgum, en hingað til hefur ekki verið hægt að gera það með vélum á viðunandi hátt. Fjölfætlan er vestur-þýzk framleiðsla og varð hún mest selda heyvinnuvél Þýzkalands árið sem leið og sú nýjung í bú- vélum, sem hvað mesta athygli hefur vakið erlendis á árinu. Innflytjandi hér er Þór h.f. f fyrra kostaði vélin hér sextán þúsund og níu hundruð krónur, meðalstærð, (sjá mynd). Vél þessi hentar á öllum meðalbú- um hér, en vinnuDreidd er 3,20 m. Stærri gerð er til með allt að 5 m. vinnubreidd. í léleg- um þurrki og stopulum flýtir þessi vél verulega fyrir við hey þurrkun, sem byggist á því hvað hún tætir vel úr. Fjórtán vélar af þessari tegund eru komnar til landsins. Þær hafa farið á ýmis helztu búin og í fyrra var vélin í prófun á Hvanneyri, og þar varð niður- staðan þessi: L o k a o r ð : Fjölfætlan FAHR Kh 4 L var prófuð af Verkfæranefnd ríkisins sumarið 1963 og notuð alls um 85 klst. Fjölfætlan reyndist snúa heyi með góðum árangri, jafn- vel á ósléttu landi. Einnig dreifir hún vel úr múgum, séa þeir ekki of þykkir. Afköst við snúning eru góð, eða 1,5—.2.5 ha á klst. Fjölfætlan er lipur og auð- veld í notkun og hirðingu og ending reyndist viðunandi góð. T í M I N N . hrlSiudaginn 18. febrúar 1944 — 0

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.