Tíminn - 18.02.1964, Side 13

Tíminn - 18.02.1964, Side 13
Sjötugur í dag: Jón Sörensson formaður í Húsavík Einn hinna kunnustu og dug- mestu eldri formanna í Húsavík er sjötugur í dag, Jón Sörens- son í Setbergi. Jón er fæddur á Máná á Tjörnesi 18. febrúar 1894, sonur hjónanna Sörens Ein arssonar bónda og selaskyttu á Máná og Sigurbjargar Friðbjarn ardóttur. Föður sinn missti Jón, er hann var sex eða sjö ára, og ólst upp við þröngan kost með móður sinni í stórum systkina- hópi. Jón varð snemma vel að manni, þróttmikill og áræðinn. afburðasjómaður og sjálfsagður til forystu á sjó. Hann fluttist til Húsavíkur og kvæntist þar 1923 Guðbjörgu Jóhannesdóttur, hinm ágætustu atgerviskonu. Þau byggðu sér þar fljótlega myndar- legt hús, Setberg, og hafa búið þar síðan. Jón stundaði jafnan hvers kon ar sjósókn, varð kappsamur og fiskinn formaður og ágæt sela- skytta á þeim árum, sem þær veiðar voru mjög stundaðar við Skjálfanda. Hann tók snemma að sér for- mennsku á vélbátum, og alkunn- ur og gifturikur varð þáttur hans við síldveiðar, aðallega í reknet, fyrir Húsvíkinga á stórum vél- bát. Voru þær veiðar að mestu til beituöflunar og því mikilvæg unffirstaða fiskveiðanna í Húsa- vík árum saman. Hér skal sjó- sóknarsaga Jóns Sörenssonar ekki rakin, en * það var allra manna mál, að þar færi saman óvenjulegt kapp og forsjá, enda varð aflasæld og önnur gifta hans meiri en almennt gerist. En þrátt fyrir mikla sjósókn á flestum tímum árs, stundaði Jón nokkurn landbúskap, eins og margir Húsvíkingar fyrr á árum, átti kýr og kindur og hafði af þeim yndi og góðan arð, þótt í smáum stíl væri. Þau hjónin eiga sjö börn á lífij og eru þau þessi: Jóhann kaupfélagsstjóri á Rauf arhöfn, kvæntur Þórhildi Krist- jánsdóttur. Sören, deildarstjóri hjá SÍS, Reykjavík, kvæntur Önnu Sigurðardóttur. Ingibjörg, gift Sigurði Jónssyni bónda í Sandfellshaga í Öxarfirði. Skúli, kvæntur Freyju Sigurpálsdóttur. Kristín Sigurbjörg, gift Krist- jáni Björnssyni, Húsavík. Hafliði, kvæntur Guðbjörgu Tryggvadótt- ur. Sigrún, gift Þórði Péturssyni. Öll eru börn þeirra hið mesta myndarfólk. Heimili þeirra Jóns og Guð- bjargar í Húsavík hefur ætíð ver ið á orði haft fyrir sérstakan myndarbrag, gestrisni og hjálp- semi, og mun vart hafa hallazt á með þeim hjónum í því efni. Eru þeir margir, bæði frændur og fjarskyldir, sem þar hafa góðs notið. Vart getur og traustari borgar^ cða betri. í .allri’ sambúð við samborgara eða ’í félagsstarfi. Jón Sörensson hefur ætíð ver- ið stórhuga maður, og sá stór- hugur hefur jafnt komið fram í störfum hans sem hjartahlýju. Enginn maður er heilli eða hrein^ skiptari í öllum viðbrögðum. í allri gerð hans er ekkert hálft, heldur allt heilt og svo stórbrot- ið, að stundum þótti sumum nóg um. En enginn hefur-þé-siSgsi.sB segja, að ekki hafi verið til nokk urs árangurs að leita til Jóns Sörenssonar, mætti hann þar Hð veita, sem honum þótti þðrf á, og ærið oft mun hann hafa átt óbeðinn frumkvæði til hjálpar, þar sem að svarf. Jón er greind ur vel, ómyrkur í máli og enginn vafningamaður. Á seinni árum hefur Jón Sðr- ensson orðið að draga úr víkinga ferðum á sjó, enda mun hann hafa lagt of hart að sér á fyrri árum. Síðustu ár hefur hann stundað mjög hrognkelsaveiðar og sinnt störfum heima, og ekki mun hann kunna því vel að vera verklaus lengi. Þeir munu margir, sem verður glatt og hlýtt í huga, er þeir minnast kynna við Jón Sörensson. Þau kynni hafa engan svikið. Og hlýjar óskir munu margar verða sendar hjónunum í Setbergi á þessu merkisafmæli húsbóndans. V. ÍSLANDSMINNI Ætli það sé ekki hægt að segia að við höldum þakklætis- hátíð hér í kvöld? Við erum sannarlega í þakklætisskuld við þá sem settu Þjóðræknisfélag- ið á stofn fyrir 45 árum. Til- raunir okkar til þess að varð- veita hinn dýrmæta arf er við eigwm sem mðjar felands^ hefðu sannarlega borið minni árangur ef slíkt félag hefði ekki orðið til. Ekki má gleyma því heldur, ihve þýðingarmikið Þjóðræknis- félagið hefur verið sem sam- einingarafl. Eg á ekki bara við þróun síðari ára, þar sem fé- lagið hefur í vaxandi mæli orð- ið áhrifamest í tengslum milli þjóðarbrotsins hér vestra og íslendinga heima á Fróni. Það er þakkarvert og þýðingarmik- ið starf út af fyrir sig. Þjóð- ræknisfélagið hefur líka stutt og eflt sameiningu meðal okk- ar sem Vestur-íslendinga. Gömul deilumál eru nærri því gleymd. Eg varð meira var við þetta, þegar ég fór, núna um daginn, að skoða handritið af fyrstu ræðunni sem ég flutti á Þjóðræknisþingi — á Fróns- mótinu fyrir nærri því þrjátíu árum, hér í Winnipeg í febrú- ar mánuði 1935. Eg talaði þá um „ísland eins og það kom mér fyrir sjónir“, úr því ég hafði í fyrsta skipti á ævinni heimsótt landið seint að sumri 1934. Þá voru deilur okkar Vestur-íslendinga það ofarlega í huga mínum, að ég kom með þessa klaufeu í ræðunni: „Það er margt í eðli Islend- inga, sem vel mætti gleymast. Ágreiningur, oft æstur og óum- burðarlyndur, skiptir voru litla þjóðarbroti í flokka. Heima á fslandi er æsingin og rifrildið í pólitíkinni lúalegur ósómi fyr- ir landið, eins og oft vill verða hjá okkur þessu megin hafsins. (Þá var ég ungur og lítt reynd ur í pólitíkinni!) Við Vestur íslendingar höfum enga póli- tík okkar á milli sem hægt er að rifast um — svo í stað þess rífumst við um trúmál, um persónuleika, og — einu sinni á hverjum þúsund árum — um heimferðir. Slíkum tilhneiging- um — ef þær eru í eðlisfari ís- lendinga — væri gott að gleyma sem allra fyrst.“ Það má náttúrlega segja að „það siglir enginn í logni“. Getur skeð að við þurfum að rífast — rétt svona mátulega — að halda fjöri og festu. En gott er það, að sönnu, að sam- einast um grundvallaratriðin. Það gerum við — og það get- um við framvegis gert — í Þjóðræknisfélaginu. Sagt er að góð vísa sé aldrei of oft kveðin. Ekki má heim- færa það upp á ræður — en oft er höggvið í sama far og margt má endurtaka, til á- herzlu. Því þá ekki að ljúka erindinu með einni tilvitnun í viðbót, í uppáhaldshöfundinn — í ræðuna sem ég flutti hér á Frónsmótinu 1935? Hrifning- in hélzt enn þá af dvöl minni á íslandi, fyrir þrjátiu árum, núna að sumri. Svona voru þau orð, í febrúar 1935: „Eg flutti erindi í útvarpinu skömmu áður en ég fór frá íslandi í september í fyrra. í því minntist ég á baráttuna hér hjá okkur vestra að reyna að halda íslenzkunni við. Þar gat ég ekki annað en viðurkennt að málið sjálft deyr nú, ein- hvern tíma fyrr eða síðar, hjá okkur. En samt er engin nauð- syn á því að gefast alveg upp. Þó að málið í daglegu tali sé á förum, þarf ekki að fara að smíða líkkistu þess eða ráðstafa útförinni alveg strax.“ Sem innskot mætti ég segja núna, nærri þrjátíu árum seinna, að Ingibjörg ritstjóri, skammar mig alltaf fyrir svart sýni i sambandi við varðveizlu íslenzkunnar í Vesturheimi — en við hjónin, sem tölum ís- lenzku saman daglega oftar en ensku, verðum að játa það að erfitt er í stórborg, nú á tím- um, að láta börn okkar skilja Anton Valgeir Halldórsson UM ÞAÐ LEYTI, er ég var að fara í yfirstandandi ferð, á skipi því, sem ég er á, fékk ég frétt um, að Anton Vaigeir Halldórsson væri látinn. — Mér vannst ekki timi til að skrifa um hann á þeim rauma tíma, sem ég hafði yfir að ráða. Um hann hafa verið skrif- aðar margar greinar og væri því kannski óþarfi að fara að bæta þar við- En ég mun samt skrifa hér nokkrar línur, það er að segja örfá kveðjuorð, og er ástæð- an sú, að enginn sem skrifað hef- ui um hann, né presturinn sem út- förina annaðist (en um gegnum öldur ljósvakans hlustaði ég á út- fararathöfnina) minntist á eitt atr- iði, sem hinn látni vann að, en Anton Valgeir var einn af þeim mönnum, sem mest unnu að stofn un Matsveina- og veitingaþjónafé Jags íslands. Þann 12. febrúar 1927 komu 5 framreiðslumenn og 2 matreiðslumenn til fundar í Reykjavík, og var umræðuefnið að siofna verkalýðsfélag fyrir starfs greinar þessar, og var hinum látna falið ásamt öðrum manni (Ólafi Jónssyni, fyrsta formanni lélagsins) að semja lög fyrir félag ið, og fleira til undirbúnings þess ari félagsstofnun, og var endan iega gengið frá félagsstofóuninni 4 marz sama ár, og var Anton Valgeir kosinn fyrsti gjaldkeri fé íagsins. og gegndi hann því starfi íyrstu 3 árin. — Af þeim 7 mönn um, er til stofnfundar komu, er Valgeir sá fimmti, sem kveður þennan heim, en aðeins tveir eru nú á lífi, þeir Davíð Þorláksson og Sæmundur Þórðarson. Þeir sem á vundan eru farnir eru Ólafur Jónsson, Kristinn Sigurðsson, Steingrímur Jóhannesson og Gunn ar Gunnarsson. Anton Valgeir skildi vel nauð syn þess, að st.ofna slíkan félags skap, og vann hann ötullega að nenni, eins og fram kemur hér að L aman, og eftir að ég fór að starfa tyrir þennan félagsskap, leitaði ég oft upplýsinga og aðstoðar til t:ans, og vil ég á þessari stundu færa honum beztu þakkir. Þegar félagið var stofnað, vann Anton Valgeir við matreiðslustövf 5 Hótel Heklu í Revkjavík, síðan vann hann í eitt ár sem búrmaður á gömlu Esju, unz hann gerðist bryti á vinnuhælinu á Litla Hrauni — en þar mun hann hafa starfað i 17 ár. Vegna atvinnu sinnar gat Anton Valgeir ekki starfað lengi fyrir stéttarfélagið, en hann hefði sjálf sagt viljað það, ef unnt hefði ver ið. En brautryðjenda-starf hans, ei það mikið, að stéttarfélagar lians, er þá voru, og við, sem síðar komum undir merkið. getum ekki þakkað honum á þann hátt, sem vert væri. En þessar örfáu línur eiga að koma i þess stað. Veit ég, að ég tala í rafni stéttarsamtak anna, þegar ég færi honum beztu tveðjur _og þakkir á þessari stundu. Ég þakka honum kunn mgsskapinn, sem að vísu var ekki riáinn, en þó mikill. Eftirlifandi honu hans, börnum og öðrum ást vinum færi ég innilegustu samúð arkveðjur, við fráfall hins mikla drengskaparmar.ns. Hvíli hann í friði. Staddur á Austfjörðum 12. febr. 1964. Böðvar Steinþórsson. (Framhald á 9 síðu) þá nærri alla svo næma fyrir fegurð ljóða. Til eru undan- tekningar. Eg man þegar ég las í Sameiningunni fyrir mörg um árum ritdóm um nýjasta Almanak Ólafs Þorgrímssonar. Ein setning hefur verið mér minnisstæð: „í almanakinu að þessu sinni eru, Guði sé lof, engin ljóðmæli!" Stefán G. skyldi manna bezt þessa virkilegu þrá íslendinga að túlka tilfinningu sína í ljóði, þegar hann orti á þessa leið um skáldskap: Undarleg er íslenzk þjóð! Allt, sem hefur lifað, hugsun sína og hag í ljóð hefur hún sett og skrifað. Hlustir þú og sé þér sögð samankveðna bagan, þér er upp í lófa lögð: landið, þjóðin, sagan. ©itthvað íslenzkuna, hvað þá að tala hana. Jæja, áfram með tilvitnunina í orð ræðumannsins 1935: „Þeg- ar ég kvaddi landa okkar í þessu útvarpserindi, minntist ég í niðurlaginu á föðurarfinn sem við tölum ævinlega svo mikið um, og líka á þau áhrif sem ferðin hafði haft á mig. Með leyfi, ykkar öllum þakk- látur fyrir ánægjulega og skemmtilega samveru, ætla ég að ljúka máli mínu í kvöld með sömu orðunum sem ég notaði þegar ég lauk erindinu á fslandi: „Ef lítið væri varið í þennan föðurarf, ef það væri bara þungt og málfræðilega erfitt mál sem ekkert fylgdi, eða ef endurminningarnar væru um ómerkilega sögu og ófrítt land þá mundi það engan mun gera, þó að hann gleymdist strax. En þar sem hinn andlegi arfur okk ar Vestur fslendinga er eins dýrmætur eins og hann er, þá finnst mér það beinlínis skylda fyrir skynsamt fólk að varð- veita hann og viðhalda honum. „Það ér hægt að stunda margt sjálfum sér til mennt- unar og fróðleiks. Það er hægt að víkka sjóndeildarhringinn og auka þekkinguna á mörgum sviðum, sjálfum sér til upp- byggingar og gagns. En þar sem svo dýrmætar gjafir liggja alveg fast við fætur manns, finnst mér það auðveldast og gagnlegast að snúa sér fyrst að íslenzka arfinum. Þorsteinn Erlingsson, skáldið sem elskaði svo heitt þetta land og gaf þjóð sinni svo marga fagra gimsteina í Ijóðum sínum, lét í ljós nákvæmlega sömu hug- myndina með ,sinni venjulégri málsnilld og hjartanlegri til- finningu, þegar hann orti: Og samt á auðnan ekkert haf sem oss er tryggt að beri í trúrra faðm, en gæfan gaf og Gunnari aftur sneri. En þótt mætti af sonum sjá, hún sekkur ei til grunna, þú bíður, móðir, manna þá sem meira þora og unna. Og mjög af tímans tötrum ber þín tign í sögn og ljóði, hver geislinn verður gull á þér, ef glampar ljós í óði. Og sittu heil með hópinn þinn og hnipptu við þeim ungu. Þeir ættu að hirða um arfinn sinn sem erfa þessa tungu. fátæklingar Framhald af 7. síðu. laun en hvitir menn og atvinnu leysi er helmingi meira meðal þeirra en hvítra manna. 22% bandarískra fátæklinga eru svertingjar, en það er tvöfalt meira en vera ætti, miðað við hlutfallstölu þeirra af heildar íbúafjöldanum. Að tölunni til er mikill meiri hluti fátækling anna hvítir menn. Fátækt er ekki einkennandi fyrir neitt byggðarlag. Hún er sjálfsagður hlutur í öllum land búnaðarhéruðum, einkennir hinn vonlausa straum, sem flæðir til borganna og er kol- grafið mein í sérhverri stór- borg í landinu. Spónlagning Spónlagning og veggklæðning Húsgöcjn oq innréttinqar Ármúla 20 Símj 32400 TÍMINN, þriðjudaginn 18. febrúar 1964 — 13

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.