Tíminn - 03.03.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.03.1964, Blaðsíða 13
UM BÚSETU í LANDINU Pramhaid ai 9 sífíu. Þegar litið er á aðstæður um allt land, virðast fjögur svæði vera líklegust til að geta fallið undir það, sem kalla mætti minni þróunarsvædi. Það er miðhluti Vestfjarða með innan við 6 þús. íbúa, norðurhluti Austfjarða á- samt Fljótsdalshcraði með yfir 6 þús. íbúa, norðurhluti Snæfells- ness með um 3 þús. íbúa og Vest- mannaeyjar með tæpa 5 þús. íbúa, en þær hafa að sjálfsögðu sérstöðu sem eyjar. Mikilvægt er að byggja upp þrótt mikið atvinnulíf á öllum þessum svæðum en þó er aukning marg- vislegrar þjónustu enn nauðsyn- legri. Þetta sést bezt á því, að tekj ur manna á svæðunum eru oft mjög háar, en samt fjölgar fólk- inu ekki eða því fækkar jafnvel, þar sem ekki er hægt að fullnægja kröfunum um aukin lífsþægindi í nægjanlega ríkum mæli eða fólkið telur sig ekki njóta ýmiss konar íiagræðis, sem þéttbýlið veitir. Þetta verður áreiðanlega lang- mesta vandamál hinna minni þró- unarsvæða. og þarf að bæta úr eftir beztu getu, þótt við ramman reip sé að draga ,einkum vegna fámennisins. ísafjarðarsvæðið. Við ísafjörð er tengd Bolungarvík, Hnífsdalur cg Súðavík annars vegar og Flat- eyri, Suðureyri og væntanleg.r Dýrafjörður með Þingeyri hins vegar, en milli þessara staða er hinn erfiði vegur um Breiðadals heiði, sem kemst upp í 610 m. hæð. Þarf að draga verulega úr þeirri umferðartálmun, ef hægt á að vera að tala um samfellt þróun- arsvæði með aðalkjarna á ísafirði. Fiskveiðar og fiskiðnaður yrðu að sjálfsögðu áfram undirstaða at- vinnulífs á svæðinu, enda eru fiski miðin gjöful, og þyrfti að skipu- leggja nýtingu þeirra sem bezt. Þarna eru. nú f jórar litlar síldar verksmiðjur og hvorki meira né niinna en 14 hraðfrystihús, en sum þeirra eru mjög lítil. ísafjörð ur, sem hefur nær helming íbu- anna, er því eðlileg miðstöð alls konar þjónustu, er viðkemur út- gerð og sjávarvöruiðnaði. En jafn framt þyrfti bærinn að geta boðið þá þjónustu á sviði heilbrigðis- mála, skólamála og skemmtanalífs, sem mest getur orðið, miðað við inúafjölda þróunarsvæðisins. A ísafirði er flugvöllur fyrir stórar fiugvélar, sem mikilvægt er, að allt svæðið hafi not af, og einnig þyrfti að bæta samgöngurnar á sjó og landi við Reykjavík. Austfjarðasvæðinu svipar á ýmsan hátt til ísafjarðarsvæðisins, en er þó mun víðáttumeira vegna Iljótsdalshéraðs og býr yfir meiri fjölbreytni vegna landbúnaðarskil- yrðanna þar. Eins og landslagi er háttað á Austurlandi, benda líkur til, að þar verði aðalmiðstöð hér- aðsins að skiptast á milli Egils- staða og Búðareyrar við Reyðar- fjörð, en milli þessara staða eru 34 km um Fagiadal, þar sem veg- urinn kemst upp í 320 m. hæð. Ætti sá vegur að verða opinn meg inhluta ársins cftir þá endurbygg- ingu, sem nú er langt komin. Á Egilsstöðum er miðstöð sam- gangna um Fljótsdalshérað, og þar er stór flugvöllur. Við Búðar eyri er aftur á móti ágætt hafn- arstæði, þar er nóg landrými fyrir verulega byggð, og um staðinn liggja vegirnir til Eskifjarðar, Nes kaupstaðar og Fáskrúðsfjarðar. Það hefur staðið Austfjörðum verulega fyrir þrifum, að þar hef ur ekki myndazt vísir að ákveðn um „höfuðstað", svo sem Akureyri er fyrir Norðurland og ísafjörður að nokkru leyti fyrir Vestfirði Fjarðarheiði einangrar Seyðis- fjörð og Oddsskarð Neskaupstað. Það skiptir því mestu máli að fá endanlega úr þvi skorið, hvar þéttbýliskjarnanum verður bezt fyrir komið, og vinna síðan að eflingu hans, eftir því sem að- stæður leyfa. Austfjarðasvæðið hefur bæði skilyrði til landbúnað at og útgerðar, en í sambandi við hið síðarnefnda skiptir síldar- vinnsla nú mestu máli. Framtíðin verður svo að skera úr því, hvort hægt er að auka fjölbreytni at- vinnulífs frekar austan lands. Snæfellsnessvæðið er fámennast þeirra, sem nefnd hafa verið þró- unarsvæði. Það er hér látið ná frá Hellissandi að Stykkishólmi, enda tengist norðanvert Snæfellsnes vel innbyrðis, er lokið hefur verið við veginn fyrir Ólafsvíkurenni. Með tndanlegri hafnargerð í Rifi verð ur að telja víst, að þungamiðja út gerðarinnar og þar með byggðar innar á nesinu muni flytjast þang að. En Stykkishólmur ætti að geta veitt svæðinu ýmiss konar þjónustu. Milli Rifs og Stykkis- hólms verður um 80 km. vegur. Vestmannaeyjar eru ein helzta útgerðarstöð landsins og munu vissulega blómgast áfram. En lík ui benda til, að sú aukning, sem hefði getað orðið í Vestmanna- eyjum á fólksfjölda og fjárfest- ingu, muni að töluverðu leyti verða í Þorlákshöfn, eftir að hafn argerð er lokið þar. Fiskimið þess ara staða eru mikið til hin sömu, en það hefur svo marga kosti að búa á „meginlandinu“, ekki sízt til að njóta ýmiss konar þjónustu, að Þorlákshöfn ætti að vaxa miklu örar. Á hinn bóginn eru Vest- rrannaeyjar svo þróttmikill at- hafnastaður, að sjálfsagt er að telja þær til þróunarsvæðanna, þótt sérstaða þeirra sé augljós. Mikilvægir athafnastaðir. Auk þróunarsvæðanna sex, sem hér hef ui verið rætt um, eru fjórir stað- ir, er kalla mætti mikilvæga at- hafnastaði. Vatneyri við Patreks- fjörð og Sveinseyri við Tálkna- fjörð eru tengdar saman, og eru þar fiskimiðin höfð í huga og þjónustan við togarana. Blönduós er miðstöð Húnvetninga, og Itöfðakaupstaður (Skagaströríd’; getur reynzt mikilvægur vegna hugsanlegra síldveiða á Húnaflóa svæðinu. Á Raufarhöfn hefur lengi verið ein bezt nýtta síldar- verksmiðja landsins, og staðurinn ei mikilvæg söltunarstöð. Og írá Höfn í Hornafirði er róið til fiskimiðanna úti fyrir Suðaustur- landi, auk þess sem móttaka ferða manna getur orðið mikilvæg at- vinnugrein þar Niðurlag. Þróunarsvæðin sex ásamt hin- um fjórum athafnastöðum, sem rætt hefur verið um, höfðu 1. des ember 1960 159.500 íbúa eða 90% þjóðarinnar, og hefur þeim fjölgað að tiltölu síðan. Það eru því ekki margir, sem skildir eru útundan, ef svo mætti segja. Við þessi 90% bætast svo að nokkru leyti þeir, sem búa nálægt tengi- brautunum milli þróunarsvæð- anna, en af þeim brautum er leiðin frá Borgarfirði að Skaga- firði auðvitað langmikilvægast. þar sem hún tengir saman höfuð borgarsvæðið og Akureyrarsvæð- ið. Hér er að sjálfsögðu ekki verið aö gefa í skyn, að 10% þjóðarinn ar eigi engrar þjónustu að njóta og þurfi seim fyrst að flytjast t.il hinna 9/10 hlutanna. En þjónust an við þessar dreifðustu byggð- ii yrði eðlilega mun minni en við íbúa þeirra svæða, sem á- kveðið væri að byggja örast upp. Áætlanir um það, hve íslend- ingar verði margir um næstu alda mót, eru eðlilega nokkuð á reiki, en oft er talað um 360—380 þús. i þessu sambandi. Ef gert er ráð fyrir hærri tölunni og svipaðri þróun og verið hefur í fólksflutn- ir.gum innan lands, gætu „Reyk- víkingar" vel verið orðnir allt að 230 þús. eftir tæp 40 ár eða um 60% þjóðarinnar. Lítil þorp pg bæir geta aðeins að takmörkuðn leyti hamlað á móti slíkri þróun og þaðan af síður dreifbýlið í Utsala hefst á morgun Drengjajakkaföt Sfakir jakkar Stakar drengjabuxur Galiabuxur á unglincja kr. 130.00 Telpubuxur Unglingasokkar, Peysur Nælonsokkar kr. 25.00 Sokkabuxur Buxnaefni Ullargarn fyrir hálfvirði Mikið af barnafatnaði fyrir ótrúlega lágt verð Póstsendum Vesturgötu 12 Sími 13570 Jorö tií sölu ! Jörðin Brandagil í Hrúta- firði er til sölu. Veiðiréttindi í Hrútafjarð ará fylg.ia. Lágt verð; lág útborgun. Nánari upplýsingar gefur FASTEIGNASALAN TJARNARGÖTU 14. Símar: 20625 — 23987 sveitum. Önnur borg er eina mót- vægið, setn getur dugað. Og óneit anlega yrði það til meiri hvatning ar og öryggis og myndi gera þjóð- lífið fjölbreyttara og skemmti- legra, ef önnur borg tæki að vaxa i landinu. Loks sagði ræðumaður: Með hugleiðingunum er reynt að setja fram á kerfisbundinn hátt tillögur um, hvernig hafa megi jákvæð áhrif á þróun byggðarinnar í land inu. Áhrif, sem í senn tryggi þrótt mikla byggð í öllum landshlutum, án þess að hamla gegn hagvextin um, og taki jafnframt secn mest til Ii1 til óskanna um stöðugt bæUa þjónustu í samræmi við nútíma hugsunarhátt og lífsskilyrði. Svo vfirgripsmiklu efni verða aðeins gerð lausleg skil í einu erindi. En sýnist mönnum, að málefnið þurfi nákvæmari athugana við á þessum grundvelli, þyrfti að rrynda umræðunefndir sérfræð- inga samgangna og atvinnulífs til að gera tillögur um eðlileg þróun arsvæði og uppbyggingu þeirra. Húsnæði - Heildverzlun Húsnæði óskast fyrir heildverzlun. Tilboð sendist afgr. Tímans merkt: Heildverzlun. LOKAD í dag, kl. 10—12 f.h., vegna jarðarfarar Laugavegi 59 SALA Okkar árlega útsala er hafin. Stendur aðeins nokkra daga- Notið tækifærið. — Gerið góð kaup. 0L YMPIA Laugavegi 26. Lögtaksúrskurður Samkvæmt kröfu bæjarritarans í Kópavogi, vegna bæjarsjóðs Kópavogs, úrskurðast hér með lögtak fyrir ógreiddum fasteignagjöldum ársins 1964 til bæjarsjóðs Kópavogskaupstaðar, en gjöld þessi féllu í gjalddaga 15. janúar 1964 samkvæmt 4. gr. laga nr. 69/1962- Lögtök verða framkvæmd fyrir gjöldum þessum að átta dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, verði eigi gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn f Kópavogi, 26. febrúar 1964 Sigurgeir Jónsson, (sign) Tilboð óskast í gamlan læknisbústað, ásamt bilskúr í Laugarási í Biskupstungum, sem verður laus til íbúðar á hausti komanda. Læknisbústaðurinn er byggður 1938, steinsteyptur, 120 ferm., íbúðarhæð og kjall- ari. Tilboð séu send undirrituðum fyrir 20. þ.m. F. h. stjórnarnefndar Laugarásslæknishéraðs Jón Eiríksson, Vorsabæ. FRIÐGEIR GUÐMUNPSS RAFVÉLAVERKSTÆÐI O N • ÁRMÚLI 5 SÍMI 21877 T I M I N N, þriðjudagurinn 3. marz 1964. — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.