Tíminn - 03.03.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.03.1964, Blaðsíða 14
25 sem hann hafði tekið að sér, Arabana. Lawrence reyndi á engan hátt að leyna þau þeirri hættu, sem heimsókn þeirra var samfara, og sagði þeim, að líf þeirra beggja héngi á bláþræði, á meðan þau gistu þetta land. „Egyptarnir eru sannfærðir um, að hr. Churchill sé hingað kominn til að hafa afskipti af innanlandsmálum þeirra. Þeir eru mjög gramir vegna stjórnar- stefnu Breta“, sagði hann henni. Þegar þau komu til píramídanna tóku staðarsjeikarnir á móti þeim með höfðinglegri reisn, ríðandi arabískum hrossum. Auk þess var þarna allmargt um úlfalda, sem egypzka úlfaldasveitin hafði á sín- um snærum. Clementine steig á bak stórum, horuðum úlfalda, sem hafði verið skreyttur með skemmtilegu, fjólubláu klæði vegna þessa tilefnis. Winston klifraði á bak sínu dýri, ánægður eins og skóladrengur yfir ný- breytninnl. Þegar skipun var gefin, klöngr- uðust úlfaldarnir á fætUr og þau valhoppuðu af stað í föruneyti hinna arabísku sheika og hesta þeirra. Það er erfitt fyrir óvaning að halda virðuleik á úlfaldabaki, en einhvern veginn tókst Clementine að sýnast enn vel til fara og virt- ist sóma sér í hvívetna á baki úlf- aldans. Stígir þú á bak úlfalda ferðu þangað, sem úlfaldinn fer. Taumur liggur frá hægri nös dýrs ins að söðlinum, en dragi maður í tauminn. fær maður stundum illt hornauga frá reiðskjótanum og þar við situr. Hún leit til Winstohs og sá, að hann hallaðist ískyggilega á baki úlfaldans og seig hægt til annarr- ar- hliðar og á meðan svipaðist hann um í örvæntingu eftir ein- hverju til að halda sér í. En fann ekkert. Skyndilega stanzaði lestin. Win- ston hafði fallið á hausinn í sand- inn. Arabarnir báðu hann að halda förinni áfram á einum hesta þeirra. Það vildi hann ekki. Þeir buðu einnig Clementine hest. Kurteislega og tignarlega afþakk- aði hún boðið og var jafnákveðin og bóndi ^nn í því að halda á- fram'förinni á baki úlfalda. Winston sagði þrjózkur: “Eg lagði af stað á úlfalda og ég ætla að komast á leiðarenda á úlfalda.’ Um leið og hann steig á bak aftur, hló Lawrence herforingi og sagði: “Það, sem gerðist, Winston var það, að úlfaldinn varð útblás- inn monti yfir að fá að ganga und- ir þér, þegar þeir hertu söðul- gjörðina. Þegar þú varst kominn á bak, fann hann að það var sama að ganga undir þér og öllum öðr- um mönnum og montið rauk úr honum, söðulgjörðin losnaði og þú fórst á hausinn.” Og áfram héldu þau. Þau voru sjö í föruneyti Churchills Til baka voru aðeins fimm. Alla þessa hastarlegu, vaggandí og hriktandi úlf aldareið heyrðist ekki æðruorð af munni Clemen-j tine, og var hún fast ákveðin í að halda hana út ásamt hinum. En' þegar átti að snúa aftur til KairóJ fór hún ekki á bak reiðskjóta sín- Um aftur, — en ók í bifreið til Kairó. Dögum saman lét hún ekki af striðni við Winston um, hve auð- veldlega valdamönnum yrði velt úr stóli og hve auðvelt væri að koma flugmálaráðherra niður á jörðina. Þegar þau komu aftur til Kairó beið þeirra mótmælaganga stúd- enta í Kairó. Stúdentarnir þrömm uðu fram og aftur fyrir framan Hótel Semirama og ákölluðu him- ininn í bæn um að færa bölvun yfir þau Churchillhjónin. Stúd- entarnir tóku aftur til, þegar Clementine og Winston lögðu af stað til Abdin hallar til að heim- sækja Fúad kóng í Egyptalandi. Þegar bifreiðin rann að hallar- hliðunum heyrðust hatursöskur frá mannfjöldanum. Og þá varð andskotinn laus. Stúdentarnir um- kringdu bifreiðina, og stukku upp á fótbrettin Tveir varðanna börðu á æpandi árásarmpnnun- um, og hallarverðir hlupu þeim til aðstoðar. Smám saman tókst að hnika bifreiðinni inn um hlið- in. Þegar haldið var frá höllinni var valin önnur leið til gistihússins og samt sluppu þau naumlega undan ofsafengnum múgnum. Churchillhjónin ákváðu að fara til hinnar heilögu borgar ásamt Lawrence herforingja og sir Her- bert Samuel, sem var stjórnar- fulltrúi Breta i Palestínu. Sir Herbert Samuel var kominn til Kairó til að vara Churchill- hjónin við áformum um að myrða þau með sprengju eða með því að skjóta þau einhvers staðar á leið- inni frá Kairó til Jerúsalem. Þegar Clementine var að pakka niður í töskurnar fyrir ferðina til Jerúsalem fékk Winston skilaboð frá Lundúnum ítalskur hershöfð- ingi, Badoglio að nafni, var að undirbúa herflutninga inn í Líbíu að skipun yfirmanns sins, einræð- ishefrans Mússólínis ítalarnir voru á leið inn í Afríku. Winston stóð um stund einn á svölum íbúð ar sinnar á hótelinu og horfði yf- ir eyðimörk Norður-Afríku. Hann sneri aftur inn í herbergið og sagði við Clementine: “Ef Bado- glio er á leiðinni, munum við verða að koma hingað einhvern tíma seinna.” Á leiðinm til landsins helga, stanzaði lestin í Gaza, og þau not- uðu tækifærið til að fara um borg ina og skoða nokkrar stofnanir í borginni, þar á meðai leirkera- verksmiðju. Þegar þau höfðu í hyggju að fara út úr húsinu aft- ur, reyndist ókleift að komast í gegnum mannfjöldann, sem í þetta sinn var augsýnilega fjand- samlegur. Ríðandi lögregla reyndi að mynda göng í mannhafið með því að ríða af augum beint inn í þröngina, en mennirnir gerðu sér lítið fyrir og gripu um - beizlis- taumana og ráku þá þannig ein- faldlega til baka. Skríllinn seig fram á við og allt útlit var fyrir að hann mundi gleypa ferðafólk- ið, þegar Lawrence herforingi rétti upp handlegginn. Rödd hans hljómaði. Hann sagði aðeins fá- ein orð, og það var eins og krafta- I verk hefði gerzt, mannhafið vék á báðar hehdur eins og Rauða- hafið forðum og eftir þessum göngum komust þau til lestarinn- ar aftur. Clementine var orðin hættun- um vön Aldrei var unnt að merkja á henni ótta, né heldur reyndi hún með hamagangi að varna því, að Winston legði sig í hættu. í stað þess gætti hún þess án þess að mikið bæri á, að allar varúðarráðstafanir væru gerðar honum til öryggis, og reyndi stöð- ugt að auka við varðmannasveit- j irnar með hjálp starfsmanna þeirra. Hún vissi, hve oft tilraun- , ir voru gerðar til að ná lífi manns síns og þessar tilraunir ógnuðu jafnframt oft hennar eigin lífi. Þegar þau sneru aftur heim frá Austurlöndum, var líf þeirra enn i stöðugri hættu, þar eð stuttu síð ar, bárust nýjar ógnanir annars staðar frá. í þetta sinn frá Sinn Feiners, leynilegu írsku andstöðu- hreyfingunni, sem þá beitti fyrir sig í baráttunni hermdarverkum og morðum Winston vaj 1 Neðri deildar- þingstofunni, þegar fréttirnar bár ust um, að írskar skyttur hefðu vegið sir Henry Wilson. Clemen- tine var fullljóst, að eftir víg sir Henrys, mundi Winston verða næsta skotmarkið, enda var hann nýlendumálaráðherra og bar því höfuðábyrgð á stjórn mála í fr- landi. Um þetta leyti áttu þau heima við Sussex Square, Paddington í Lundúnum. Vikurnar eftir að sir Henry var veginn, var heimilis þeirra gætt eins og það væri her- virki, og hún vissi að hætturnar ógnuðu ekki aðeins honum, held- 30 Livvy hljóp fram í ‘ eldhúsið að sækja klút og þurrka kaffið af teppinu. Meðan hún stóð við vaskinn og var að vinda upp tusk una, kom Símon fram til henn- ar. « — Adrienne virðist hafa yndi af að brjóta hlutina sína, sagði Livvy. — Stórt fat um daginn, bollinn núna . . . — Hafi þér einhvern tíma fall ið við þennan mann, hlýtur ÞETTA að hafa fengið þig til að skipta um skoðun, sagði Simon öskureiður. — Hvað? Eg skií ekki. Mein- arðu af því að bollinn brotnaði? — Þú veizt ósköp vel hvað ég á við. Af hverju fer Rorke ekki sína leið og lætur okkur í friði? — Satt að segja botna ég ekki í, hvað þú átt við. — Auðvitað gerirðu það! Fyrst þú! — og nú Adrienne! Hann hefur leiðinleg áhrif á ykkur báðar! — Rorke hefur engin áhrif á mig að neinu leyti, laug hún rólega og gekk fram hjá Simoni til dyra. — í guðanna bænum.þú skalt ekki halda að ég sé steinblindur! hróp- aði hann á eftir henni. — Þú ert engin leikkona Livvy og þú veizt það vel. Hún arkaði þegjandi út úr eld- húsinu. Hún hafði reynt að vera svo varkár, hugsa út hvert orð, ihverja hreyfingu — hvernig gat Simon vitað — eða getið sér þess til — að hún elskaði Rorke enn? Inni í dagstofunni sat Adrienne eins og myndastytta, Rorke minnt ist á að hann ætlaði að tygja sig. — Það er ekki áliðið enn, tautaði hún óskýrt. Rorke kinkaði kolli til Simonar, sem kom inn í sömu andrá, leit á Livvy og sagði: — Það hefur farið kaffi á kjólinn þinn. Góða nótt. Svo hvarf hann út um dyrnar. Livvy leit á blettinn á kjólnum sínum — Það er bezt að ég réyni að ná honum strax með- volgu vatni. Og svo flúði hún fram í eldhús- ið aftur. Meðan hún reyndi að ná blett- inum burtu, braut hún heilann um þennan undarlega og dular- fulla atburð, sem gerzt hafði þarna inni í dagstofunni nokkrumi mínútum áður. Orð Rorkes höfðu haft einhver óskapleg áhrif á Adrienne að því er virtist var það ófyrirgefanlegt. En Rorke var ekki þannig. Hvað. svo sem hann hafði sagt, hafði. hann áreiðanlega ekki ætlað að særa neinn af ásettu ráði, og hannj botnaði sjálfsagt jafnlítið í við-j brögðum Adrienne og Livvy. Þegar hún hafði náð blettinum, leit hún á staflann af óhreinu leir taui og ákvað að þvo upp snöggv- ast. Hún var langt komin, þegar Simon birtist aftur. Hann tók diskaþurrkuna og íór að þurrka fyrir hana, án þess að mæla orð af vörum. — Hvað átti þetta allt að þýða? spurði Livvy forvitnislega. — Rorke var vel ljóst... — Og það var þér líka, S'ijmon greip hún fram í. — Gerðu það því fyrir mig að segja mér. Og gættu að glasinu, það er mjög þunnt og brothætt. — Eg vildi óska að það væri Rorke sem ég gæti brotið niður. — Þú gætir sagt mér, hvers vegna? Hvað var þetta eigjplega sem gerðist? — Allt í lagi, viðutkenndi hann. — Það er engin ástæða til að þú fáir ekki að vita það. En láttu Adrienne ekki verða þess vara að ég hafi talað um það. Hann lækk- aði róminn og hvíslaði: — Þú veizt að hún nam lengi við Sorbonne í París. ■ Já. — Hún kynntist þar manni, sem hún varð hrifin af. Einn af þess- um óþekktu rithöfundum, það er að segja hann var óþekktur þang- að til hann skrifaði leikrit sem heitir “VEIÐIMAÐURINN SNÝR HEIM”. Það hefur reyndar verið fært upp í Englandi síðan. Adri- enne var með honum i leikhúsinu á frumsýningunni. Eftir sýningu var þeim boðið til veizlu fyrir ut- an París, en á leiðinni fór bíllinn út af veginum og hann beið bana. Adrienne og þau tvö sem sátu aftur í sluppu svo til ómeidd. En hún hefur aldrei jafnað sig að fullu eftir þetta. — Simon, þetta er átakanlegt! Eg hafði ekki hugmynd um ... — Þú komst hingað eftir að Adri- enne hafði búið hér alllangan tíma og hún talar aldrei um þetta. Hún sagði mér frá þessu einu sinni, þegar hún var venju frem- ur niðurdregin. En Rorke veit um þetta, alveg áreiðanlega. Og hann er svo ómerkilegur að hann rifj- ar það upp til að særa hana. — Nú finnst mér þú vera í hæsta máta óréttlátur! Rorke hefur á- reiðanlega ekki haft minnsta grun um það sem gerðist í París Fólk vitnar í ýmislegt án þess að meina neitt alvarlegt með því... — Hann gerði það viljandi — til að særa hana, sagði Simon bitur- lega. — f sannleika sagt, Livvy hvenær ætlarðu að horfast í augu við hvernig in'nræti hans er i raun og veru? Þú varst trúlofuð hon- um, svo að þú ættir að vita það. Þú hefur sjálfsagt uppgötvað hve illgjarn hann er og þess vegna slitið trúlofuninni Eg vildi óska að þér geðjaðist heldur ekki að honum lengur ... Liwy tók upp tappann í vaskin- um og fiskaði upp burstann. Hún óskaði að Simon færi sína leið. | Hann var ekki félaginn góði eins' og áður, heldur kaldur, hranaleg- ur og hrokafullur. — Eg elska þig Livvy og ég er afbrýðisamur út í hann, sagði hann skyndilega, — Eg býst við að það sé ástæðan til að ég þoli ekki að hafa hann fyrir augum. Rödd hans var allt að því auð- mjúk. — Æ, Simon! Hún var á báðum áttum, nærri lá að hún fyrirgæfi honum. — Þú hefur enga ástæðu til að vera afbrýðisamur út í Rorke.. — Þú hefur sýnt greinilega ... — Eg hef ekki sýnt nokkurn skap aðan hlut, nema ég veit að hann er ekki kvikindi. Og nú skulum við tala um eitthvað annað. Simon hafði lagt frá sér þurrk-| una og tók nú utan um hana báð-j um höndum — Æ, ég er blaut á höndunum, hrópaði hún upp og sneri sér frá. Hann hló. —Eg hlýt að elska þig heitt, fyrst mig langar að kyssa þig við upp- þvottabalann. Svo bætti hann biðjandi við: — Vertu nú hreinskilin við mig, Livvy! — Varst þú hreinskilinn við mig í dag, Simon? Orðin voru sögð, áður en hún áttaði sig, og hún sá, að hann hrökk við af undrun. Og fyrst hún hafði sagt þetta varð hún að halda áfram: — VILD'IR þú, að ég kæmi of seint á fundinn, svo að þið gætuð afgreitt málið áður en ég kæmi, af því að þú vissir, að ég var ekki sammála þér? — Þú velur furðulega stund til að spyrja mig um þetta. — Eg hefði gert það fyrr eða síð- ar. Hann nristi höfuðið. — Nei, ekki ef þú treystir cnér. Livvy svaraði ekki. — Við skulum fá þetta á hreint, hélt hann áfram — Við tvö eig- um mestöll hlutabréfin. Annað okkar hefur vit á viðskiptamál- um. Hitt ekki. Þar hefurðu svarið. Láttu mig sjá um reksturinn. Þetta var auðvitað ekkert svar, en hún sagði ekki meira. Hún þurrkaði af höndunum og bætti hljóðlega við: — Eg hef heyrt Clive tala á stjórnarfundum, hann gerði sér alltaf ljóst, að það var ekki heillavænlegt að gfna yfir of miklu. — Clive er dáinn! ÖU hans var- 14 T í M I N N, þriðjudagurinn 3. marz 1964. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.