Tíminn - 24.03.1964, Qupperneq 5

Tíminn - 24.03.1964, Qupperneq 5
ríU I I LK RITSTJORI HALLUR SIMONARSON ÞORSTEINN HALLGRIMSSON Langbezti maður íslenzka liSsins. SKORUÐU SIGURKORFUNA GEGN DÖNUM Á SÍÐUSTU SEKÚNDU! ísland varð í þriðja sætiá Norðurlandamótinu í Helsinki íslaud hreppti þriðja sæti á Norðurlandamótinu í körfuknatt- leik, sem fram fór í Helsinki um Jielgina. Finnar urðu sigurvegarar, en Svíar í öðru sæti. Lestina ráku Danir eins og í mótinu síðast. Baráttan um þriðja sætið stóð á mil*li íslendinga og Dana eins og fyrir fram hafði verið búizt við og litlu munaði, að ísland yrði undir í þeinri baráttu. Síðustu sekúndurnar í leiknum iréðu úrslit um og á þeim tryggði Þorsteinn Hallgrímsson, einn bezti leikmað- ur keppninnar, íslandi sigur, 56: 55. Þetta var eíni sigur fslands í keppninni. Fyrsti leikurinn gegn Svíum tapaðist 59:65 og fyrir Finum tapaðist 48 : 81. Þótt sigurinn gegn Dönum væri lítill og naumur, var frammistaða íslenzka liðsins með ágætum og með fullu liði hefði ísland átt möguleika á öðru sætinu. Fyrsti leikur íslands í keppn- inni var gegn Svíum á föstudags- kvöld og var leikurinn allan tím- ann jafn og tvísýnn. ísland byrjaði mun betur og hélt forustu fram yfir miðjan fyrri hálfleik, en þá komust Svíar yfir í fyrsta skipti í hálfleik var staðan 25 : 23 fyrir Svía Staðan í síðari hálfleik var margsinnis jöfn, en lokakafli Svía var mjög góður og þeir unnu með sex stiga mun, 65 :59. Undir lok- in var Hólmsteini Sigurðssyni vís- að út af og hafði það mikil áhrif. Bezti maður íslenzka liðsins í þess um leik var Þorsteinn Hallgríms- son, sem skoraði yfir 30 stig. Næsti leikur íslenzka liðsins var gegn Dönum á laugardag og varð það tvísýnasti leikur mótsins. Þeg- ar u.þ.b. tvær mínútur voru til leiksloka virtist ekkert annað en danskur sigur blasa við, en þá höfðu Danir tryggt sér fimm stiga forskot, 52 : 47. En leiknum var ekki lokið og þessar tvær mínútur urðu mjög afdrifaríkar. Anton skoraði eitt stig úr víti og litlu síðar skoraði Þorsteinn körfu. Stað an var 52:50. Og nú er dæmt víti á Dani — og Þorsteinn skorar örugglega úr báðum, sem verður að teljast vel af sér vikið, því taugaspennan var ofsaleg. Danir bæta einu stigi við úr víti, 53 : 52, en Þorsteinn nær forustu með fall egu skoti, 54 : 53. Tíminn líður óð- fluga og útlitið er heldur svart, þegar Danir ná forustunni aftur, 55:54. Og nú var aðeins talið í sekúndum, allar leiðir virtust von- lausar. Þorsteinn Hallgrímsson sýndi á þessum síðustu sekúndum einstakt keppnisskap. Þrátt fyrir, að hans væri gætt mjög vel af dönsku leikmönnunum brauzt hann örugglega og skemmti- lega í gegnum dönsku vörnina og skoraði sigurkörfu íslands, 56 : 55. Danir höfðu ekki tíma til að byrja með knöttinn. Leiknum var lokið. Síðasti ieikurinn var gegn Finn- um, sem áttu langsterkasta lið mótsins. íslenzka liðið byrjaði all sæmilega, en þegar lengra leið á, komu yfirburðir Finna í ljós. í hálfleik var staðan 40 :19, en loka- tölurnar urðu 81: 48. Meistararnir orðnir efstir Everton, meistararnir frá því I fyrra, hafa nú forustu í 1. deild með 46 stig, eftir sigur gegn Blackburn á laugardag 2:1. Everton hefur leikið tíu leiki í röð án taps, unnið átta leiki, en tveir hafa orðið jafntefli. Og þeir verða nú sífellt fleiri, sem álíta, að þeir veðji á réttan hest, þegar þeir segja, að Everton Iiljóti meistaratign aftur í ár. En munurinn á efstu liðum eftir umferðina á laugardag er sára- Iítill — og hvað þýðir eiginlega að spá nokkru fyrir fram í hinni marg- slungnu og óútreiknanlegu ensku knattspyrnu? I öðru sæti á eftir Everton er Liverpool með 44 stig, en hefur leikið tveimur likjum minna — og Tottenham, sem lá fyrir Manch. Utd. á heimavelli sínum í London á laugardag hefur einnig 44 stig, en hefur leikið jafnmarga leiki og Everton, eða 35. Þar fyrir neð- an koma svo Blackburn með 43 stig eftir 36 leiki og Manch. Utd. með 42 stig eftir 33 leiki. Hér koma úrslitin á laugardag: 1. deild Aston Villa — Fulham Blackburn — Everton Chelsea — WBA 3:1 Portsm. — Plymouth 1:2 Notth. F. — Sheff. W. 3:2 Sunderland — Preston 4:0 Sheff. U. — Leicester 0:1 Swindon — Middelsb. 2:0 Stoke — Ipswich 9:1 Northampt. — Leyton 1:2 Tottenham — Manch. Utd. 2:3 Helztu úrslit á Skotlandi: West Ham — Arsenal 1:1 Dundee — Hearts 2:4 Wolverh. — Burnley 1:1 Hibernian - - St. Mirren 1:0 2. deild r1 Kiímarnock — Celtic 4:0 Bury — Swansea 3:2 Rangers — Dunfermline 2:1 Leeds — Grimsby 3:1 Rangers er í efsta sæti með 49 Manch. C. — Southampt. 1:1 Stig, en Kilmarnock næst með Norwich — Huddersf. (Framhald á 11. síðu). FJORDA SÆTI Noirðurlandamót unglinga í; handknattl. fór fram í Eskilstuna| í Svíþjóð um helgina. fslenzka | unglingalandsliðið varð í f jórða! sæti í keppninni, sigraði í einum Ieik, gegn Finnum með 11:10. Keppnin um efsta sætið var mjög hörð og urðu Svíþjóð, Danmörk og Noregur jöfn að stigum, en Svíar hljóta efsta sætið í skjóli hagstæð-1 ustu markatölunnar. Danir koma svo í öðru sæti, þá Noirðmenn, I ísland í fjórða sæti og Finnar í fimmta sætL Úrslit í leikjum íslands urðu eins og hér segir: ísland —- Finnland 11:10 ísland — Svíþjóð 10 : 18 ísland — Danmörk 19 : 25 ísland — Noregur 10 :13 Vegna slitins sæsímastrengs tókst ekki að ná sambandi við Eskilstuna og verður því nánari frásögn af leikjunum að bíða. Frá fyrstu umferð mótslns. VI8 fremsta borðið eigast við sveitir Þóris Sigurðssonar og Benedikts Jóhanns- sonar. Frá vinstri Benedikt, Stefán Guðiohnsen (snýr baki í Ijósmyndarann). Gegnt honum er Þórir, og lengst til hægri Jóhann Jónsson. URSLIT KR-ingar efndu til afmælis- móta í innanhúss knattspyrnu og handknattleik um helgina. Innanhúss knattspyrnumótið hófst á laugardag og var keppt í tveimur riðlum. Úrslit uirðu cins og hér segir: A— riðill Valur — KR Fram — Haukar Fram — KR Valur — Haukar B — iriðiJl ÍBK — Víkingur 4:14 10:4 12:6 11:3 6:2 Þróttur — KR b 8:4 j KR b — ÍBK 5:5 ’ Þróttur — Víkingur 10:4 Mótinu átti að ljúka í gær- kvöldi. Á sunnudagskvöld hófst hand knattleiksmótið. Hver leikur : var 2x10 mín. Úrslit uirðu ei.ns og hér segir: Valur — IR 8:7 írmann — Frarn 7:6 v'ík. — Þiróttur 5:4 FH — KR 16:7 Fram — ÍR 9:6 KR — Þrótlur 12:6 Mótinu Iýkur í kvöld. brídge íslandsinótið í bridge hófst á laugardaginn í Reykjavík og er spilað i tveimur flokkum, meistara og 1. flokki. I meistaraflokki spila sj« sveitir um fslandsineistaratitilinn. cn í 1. flokki keppa 10 sveitir. í 1. umferðinni sigraði sveit Benedikts Jóhannssonar sveit Þór- is Sigurðssonar með 6-0, sveit Agn- ars Jörgenssonar vann sveit Ólafs Þorsteinssonar með 6-0 og sveit Einars Þorfinnssonar vann sveit Mikaels Jóiissonar Akureyri, með 4-2. Sveit Gísla Sigurðssonar, Siglufirði, sat yfir. í 2. umferð vann sveit Einars sveit Gísia með 6-0, sveit Þóris vann sveit Ólafs með 6-0 og sveit Benedikts vann sveit Mikaels með 6-0 og er því efst eftir tvær um- ferðir með 12 stig. Sveit Agnars sat yfir í 2. umferð. Þriðja umferð var spiluð í gærkvöldi, en úrslit ekki kunn, þegar blaðið fór í prent un. Fjórða umferð verður spiluð í kvöld í Klúbbnum við Lækjar- teig og pá spiluð 32 spil, en leik- irnir í meistaraflokki eru 48 spila. f kvöld spila m. a. saman sveitir Einars og Benedikts Eftir 4. umferðir í l.flokki er sveit Jóns Magnússonar efst með 24 stig, en sveit Elínar Jónsdótt- ur með 19 stig. T í M I N N , þriðjudaginn 24. marz 1964 5

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.