Tíminn - 24.03.1964, Síða 8
r
5T ?WT *1T ?TÍ«T3T2T HííT3^^ I Ttifa íT^TItll
Ég bý8 mennina velkomna, hvernig sem þeir koma til mín, ó Partha, því að sérhver vegur, sem þeir velja, er minn vegur, hvaðan sem hann liggur.
BhG- IV, 11.
SKIPUN OG SKYLDA
Akurgerði 23 — einbýlishús
og trjágarður. Á dyrabjöllunni
stendur: Sören Sörensson. Við
hringjum bjöllunni og húsráð-
andi kemur til dyra, maður þykk
leitur, hæruskotinn með vökul
augu: reynsla og spurn, maður-
inu sem þýddi Bhagavad-Gita og
Rigveda úr sanskrít, Dhamtnap-
anda úr palí.
Hann vísar okkur í kvisther-
bergið, þar sem han situr við
skriftir, þar sem þýðingar úr
sanskrít verða til.
— Hvenær fórstu að leggja þig
eftir sanskrít?
— Það var Um 1920. Þá hafði
ég kynni af Guðspekifélagshreyf-
ingunni hér, og sú hreyfing hef-
ur alltaf litið í austur. Um
þær mundir las ég Bhagavad-
Gita á dönsku, og þá vaknaði hjá
mér löngun til að lesa bókina á
frummálinu. Þá vissi ég ekkert
hvemig málið var; að læra það
var nánast barnaleg hugmynd.
Eg fór til Péturs heitins Halldórs
sonar bóksala og bað hann að
útvega mér sanskrít málfræði.
Hann sagði mér að nefna ein-
hvem titil. Eg fann nafnið
Sanskrít Grammar eftir Monier-
Williams, og hann pantaði þessa
bók. Þegar ég sá hana féll mér
allur ketill í eld. í fyrsta lagi
vora stafirnir ekki eins og í
venjulegum málum, heldur voru
þar samsettir stafir, allt að fimm
venjulegir í einum og þessir staf
ir vom tvö hundmð og fimmtíu
Auk þess fjórtán sérhljóðar og
þrjátíu og þrír einfaldir sam-
hljóðar. Eg fór svo að brjótast
í að læra þessa bók með ná
litlu enskukunnáttu sem ég
hafði.
— Hvaða menntun hafðirðu
þá?
— Enga, nema barnaskóla-
menntun, en á nokkrum árum
tókst mér að komast svo niður
í þessu, að ég gat lesið Bhaga-
vad-Gita á frummálinu.
— Hvað varstu lengi að læra
stafrófið?
— Eitt ár minnir mig. Svo fór
ég til Bandaríkjanna 1926 og var
þá ekkert farinn að þýða. Eg var
í Chicago á áttunda ár, og þar
við háskólann kynntist ég pró-
fessor í sanskrít. Eg fékk þar
nokkrar kennslustundir, og kom-
inn til íslands, þrettán árum eft-
ir að ég fékk málfræðina hjá
Pétri Halldórsssyni, fór ég að
þýða Bhagavad-Gita.
Bhagavad-Gita er trúarljóð,
hún er eiginiega Biblía Indverja.
Gandi segir frá því, að þegar
hann átti i erfiðleikum, leit hann
í Bhágavad-Gita til að finna sið-
ferðilega lausn vandans. Hvaða
indverskur trúflokkur sem er get
Ur tileinkað sér þessa bók. Hún
er eins aíþýðleg þar og Biblían
hér.
— Hvað varstu lengi að þýða
hana?
— Um tvö ár í ígripum. Eg
þýddi hana á óbundið mál og
bókin kom út í 299 tölusettum
eintökum árið 1939. Ekki veit
ég, hvort margir hafa lesið hana,
en ég tel, að allii hugsandi menn
hljóti að fitina þar eitthvert berg-
mál.
— Næsta verkefni?
— Svo þýddi ég bókina um
veginn eftir Laó tse, að vísu ekki
úr frummálinu. Eg þýddi hana
úr ensku.
— Er ekki erfitt að þýða Laó-
tse?
— Jú, þessar bækur eru erfið
ar, og það er mjög ólíklegt að
tveir menn fái sömu hugmynd
við lestur sömu setningar. Þess
vegna er Bhagavad-Gita þýdd á
ensku aftur og aftur. Nýir þýð-
endur, sem halda að þeir skilji
betur, koma stöðugt fram á sjón
arsviðið. Sjálfur hef ég nýlega
lokið við endurskoðaða þýðingu
á þeirri bók, og nú hef ég þýtt
hana á bundið mál.
— Hefurðu fleira á prjónum?
— Já, raunar hef ég lokið við
að þýða enn þá meira verk úr
sanskrít. Sú bók heitir Pancha
tantra, og þýðir Fimm bækur.
Hver þeirra bóka er ein drama-
tísk heild, en ævintýram er
skotið inn til áréttingar þeim
hugsunum, sem koma fram í
hverri bók. Elztu hlutar þessar-
ar bókar hafa orðið til í Kasmír
um 200 árum fyrir Krist. Ævin-
týri úr henni hafa gengið í þýð-
ingum um Austur- og Vestur-
lönd í áraraðir, en þó eru engin
dæmi til, að þau hafi borizt hing
að. Mér er ekki kunnugt um
heildarþýðingar á bókinni á Norð
urlandamál, en ég veit um tvær
enskar þýðingar og einá þýzka.
Þú þýzka er yfir hundrað ára
gömul og vár endurprentuð ný-
lega. Af þvi má marka, að sög-
urnar eru lesnar þótt gamlar séu.
— Hvað er þetta stór bók?
— Eg gæti trúað um 300 blað-
síður í Skímisbroti.
— Er mikill kveðskapur í
henni?
— Já, þar er mikið af alþýð-
legum kviðlingum, sem hafa
gengið mann fram af manni.
Sögupersónurnar krydda tal sitt
með stökum, eins og gamla fólk
ið hér. Sum ljóð þar eru tekin
úr fornum helgiritum, en í
Panchatantra eru um þúsund
ljóð. N
— Megum við heyra eitthvað
af þessum ljóðum?
— Eg ætla að lesa úr Bhagavad
Gita. Hún er hluti af Mahabhar-
ata, sem er hvað mest skáldverk
indverskrar menningar; hefur
sögulegan þráð og krydduð mörg
um ævintýrum. Skáldið iætur
Bhagavad-Gita gerast á vígvelli,
þar sem tvær andstæðar fylking-
ár standa reiðubúnar að berjast.
Þar kemur, að ein söguhetjan,
Argjuna prins, guggnar við til-
hugsunina um að vega ættingja
sína meðal andstæðinganna.
Meistarihn Krisná taiar um fyrir
honum og segir, að ekkert sé
að óttast. Hann verði að gegna
þeim skyldum, sem iífið leggur
á hann, án tillits til siðferðiíegra
hugmynda sinna.
— Gerir þessi höfundur eng-
an mun ó skyldúrh?
— Jú.
—’ Litur hann svo á, að skyld
an geti verið glæpsamleg?
— Nei, hann trúir á endur-
hoidgun og lítur svo á, að verk
mannsins á undangengnum ævi
skeiðum knýi hann til starfa. —
Maðurinn þarf hvorki að óttast
líkamlegan dauða sinn, eða hitt
að valda líkamlegum dauða ann
ars manns, því hvorir tveggja
endurfæðast.
— Er endurholdgunin ekki
refsing fyrir ófullkomið líf?
— Það má kalla hana refs-
ingu, en þeir sem trúa á endur-
holdgun gera það ekki. Þeir líta
á hana sem nauðsynlegan skóla.
Maðurinn verður að bera ábyrgð
gerða sinna, hvort sem það
eru gerðir hans í lifanda lífi
eða fyrra lífi. Hann verður að
vinna af sér, það sem hann hef-
ur vanrækt; bæta fyrir brot, ef
um brot er að ræða.
— Líta þeir svo á, að maður
bæti fyrir sér með því að upp-
fylla skylduna, hver sem hún er?
— Öll skylda er ekki afleið-
ing af fyrra lífemi, skyldan get:
ur alltaf orðið til. Til dæmis
styrjöld. Við erum nauðbeygðir
að taka þátt í henni, en búum
hana ekki til.
— Megum við ekki líta svo á,
að það sé skylda okkar að neita
að taka þátt í styrjöld og láta
ekki siga okkur í stríð, sem aðr
ir búa til?
— Jú, en sá sem verður fyrir
árás kemst ekki hjá því að verja
hendur sínar. Við skulum taka
Indverja og Kínverja til dæmis.
Bhagavad-Gita hefur mikla þýð-
ingu í Indlandi nú, vegna þess
að Kínverjar hafa ráðizt inn í
landið. Á Indverjinn gð nejta
að berjast við óvininn af því
hann hefur þá trú, að það sé
synd að drepa menn? Sjálfstæði
þjóðarinnar — ef það er ein-
hvers virði — kann að vera í
veði. Þess vegna ber landsmönn-
um skylda til að vernda sjálfstæð
ið, þjóðfélagslegt og persónu-
legt. Undir slíkum kringumstæð-
um, og samkvæmt endurholdgun
arkenningunni, getur stríð verið
ávinningur fyrir þann, sem fóm-
ar sér í því.
— Hvað segja þá Krisna og
Argjuna?
— Argjuna segir:
Hvemlg fæ ég vegið mæta mena
með beittri ör á strengdum
bogastreng,
þá Boshma og Drona er mér ber
að virða
og bera í brjósti velvild þeim
til handa? •
Betra væri að vera snauður
stafkarl
en standa yfir vinum sínum
dauðum.
Og ef ég ætti mæta vini að
deyða,
þá yrði öil mín fæða ötuð blóði.
Vér vitum eigi hvað oss væri
betra,
að sigra eða sjálfir dauðir falia.
Er vér hefðum vegið þá og
'sigrað,
Cr vaskir berjasl i liði vorra
fjeiidá,
þá bærðist engin þrá í brjósti
að lifa.
Meðaumkuhir) lieltekur mitt
hjartá.
og hugur minn hann skynjar
ei hið rétta.
Ég kem til þín, þú meistari
minn og herra,
og mæli: Ség mér Skýrt hvað er
hið eina rétta.
Ég fæ ei skynjað, séð, né heldur
skilið,
hvað sefað gæti sáran harm
míns hjarta
þótt ég hreppti öll vor jarðargæði
og hefði vald á himni sem á
jörðu.
Krisna segir:
Þú grætur þá sem eigi þarf að
gráta
þótt gáfuleg í eyram orð þín
hljómi.
En þeir sem hafa þekking
sanna og hreina,
þeir harma hvorki lifendur né
dauða.
Aldrei var sú tíð er eg var eigi
eða þú og þessar mætu hetjur.
Vér höldum áfram æ að vera til
og verðum áfram til í eilfíðinni.1
Líkaminn sem andinn íklæðist
á sér æsku, ungdóm, elliár,
en andinn tekur á sig nýja mynd,
og vitur maður harmar þetta ei.
Skynvitin þau skynja heitt og
kalt,
þau skynja einnig sælu og
hugarkvöl,
en þetta kemur, hverfur, varir
stutt,
ver ei háður því, þú konungsson.
Sá er lætur þetta ei snerta sig,
sem hugarór lifir jafnt í sælu
og sorg,
þá máttu vita, hái höfðingsson,
hann á í vitund vissu um eilíft
líf.
Það sem deyr það er ei
vananlegt,
og það sem varir eilífðinni vígt.
Eðlismismun þennan skilja þeir,
er þekkja sannleikann um líf
og deyð.
Vita skaltu að það sem í öllu býr,
það eilíft er og ótortimanlegt,
það verður ekki upprætt eða
deytt.
Líkamir andans deyja og hverfa
sýn,
en andinn lifir æ og týnist ei.
Hann ævarandi er og endalaus,
og af því skaltu berjast. Bharata.
Þeir er hyggja að hann vegi
eða veginn sé,
þeir vita ei og skilja ei sannleik
þann,
að sjálfur andinn deyðir ei né
deyr
Andinn fæðist ei og ei hann deyr.
hann er og verður nú og
endalaust.
Hann á sér ekkert upphaf, hættir
ei að vera til,
og ei hann deyr þótt holdið
vegið sé.
Sá er veit að andinn á sér lif.
eilíft, ótakmarkað, endalaust,
hann getur ekki sagt og segir ei
að andinn vegi eða veginn sé.
Eins og sá er leggur frá sér föt.
sem farin eru að slitna og fær
sér ný,
þannig leggur andinn af sér
líkamslín,
sem hann fær eigi lengur notazt
við
og fær sér annan nýjan
efnishjúp.
Sverð eigi getur hann sært,
og sviðið e* eldur hann getur.
Vatn getur eigi hann vætt
og vindar ei heldur hann
þurrkað.
Hann ósnortinn er af þeim
öflum,
sem eyða og brenna og þurrka.
Hann er hið eilífa í öllu
og aldrei hann breytist um
aldir.
Hann verður ei skilinn né
skýrður,
hann á sér ei upphaf né endi.
Og þegar þú veizt þennan
sannleik,
þá láttu harm þinn sefast.
Því þótt að þér virðist hann
deyja,
þá er þetta ei sem þér sýnist. . .
— Hvað má nú ekki afsaka
með þessari kenningu, Sören?
Nú standa réttarhöld í Þýzka-
landi yfir mönnum, sem frömdu
fjöldamorð og pyndingar á stríðs-
áranum. Ég geri ráð fyrir, að
þeir hafi unnið sér til dómsá-
fellis, en samkvæmt kenning-
unni má sýkna þá út á skyld-
una, sem hafi boðið þeim að
gera þetta, enda hafi þeir ekki
drepið andann.
— Þetta er rökrétt athuga-
semd.
— Hvað á að gera við þessa
menn, refsa þeim eða ekki, sam-
kvæmt kenningunni?
— Ég vil taka fram, að þetta
er ekki mín kenning. Þetta era
hugsanir, sem ég túlka. En slík
fílósófísk spursmál er hægt að
ræða endalaust án þess að kom-
ast að óyggjandi niðurstöðu. Af-
staða manna er svo mismunandi.
Sumir miða við trú sína, kristi-
lega eða heimspekilega, hverju
nafni sem hún nefnist. Hver hef-
ur rétt fyrir sér?
— Ef við geram ráð fyrir, að
Krisna hefði verið dómari við
réttarhöldin í Nurnberg — hvem
ig hefði hann dæmt?
— Ég veit það ekki. En skipt-
ir miklu, hvernig dæmt er, út
frá þessu sjónarmiði. Skiptir
nokkru, hvort maður er tekinn af
lífi eða deyr sjálfur, ef honum
verður ekki í hel komið andlega.
Þeir sem drepa í stríði og þeir
sem drepa í friði eru jafn sekir
um dráp. Það sem um er að
ræða, er að gegna skyldunni.
Getum við ekki komið okkur
saman um, að eitthvað sé til, sem
heitir skylda?
— Jú, en eigum við að taka
hana hráa. Eigum við ekki að
taka afstöðu til skyldunnar?
— Við eigum að taka afstöðu
til allra hluta, allra mála.
Við eigum ekki að vera
hópsálir. Skylda og boð er
ekki það sama. Þótt ég vinni
hjá einhverju fyrirtæki, þá er
ekki þar með sagt, að ég sé
skyldugur til að gera hvem
fjandann, sem yfirboðurum mín-
um hugkvæmist að segja mér. Þó
ríkisstjórnin finni upp á ein-
hverju, er ekki þar með víst, að
við séum skyldugir til að fara
eftir því. Það sem hér er átt við,
er siðferðileg skylda. Við get-
um ekki komizt fram hjá því, að
siðgæði Sé til.
— Er það ekki afstætt hugtak?
— Jú, en þó held ég, að sið-
gæðisvitundin sé alltaf fyrir
hendi. Hún kemur meðal annars
fram í því að gera vel við sína,
til dæmis börn sín Það er sið-
ferðileg skylda.
TÍMINN, þrlðjudaginn 24. marz 1964