Tíminn - 24.03.1964, Qupperneq 13
Til sölu
3ja herb. íbúð á I. hæð með ,
sér hita og sér inngangi. Út-
borgun um 200 þús.
Skúrbygging á eignarlóð m/
vatni, frárennsli og raf-
magni. Mætti innrétta sem
íbúð.
3ja herb. risíbúð í Kópavogi.
Útb. 150—200 þús.
Vcrzlunarpláss í Vesturborg-
inni.
Fokheld hæð í Austurborg-
inni, 6 herb., tvöfalt gler og
kynditæki. Sanngjarnt verð.
Húseign á eignarlóð, I. hæð,
180 ferm., efri hæð 90 ferm.
Stór bílskúr. Góð lán áhvíl-
andi.
Hús í Fossvogi á 2ja ha. erfða-
festulandi.
Einbýlishús í Silfurtúni á einni
hæð, 3 svefnherb. tvær stof-
ur, eldhús, bað, geymsla og
bílskúr. Girt og ræktuð lóð. j
5 herb. hæð við Rauðalæk, sér
inng.
5 lierb. efri hæð við Skafta-
hlíð.
Ný efri hæð með öllu sér í
Kópavogi.
Hæð og ris, alls 7 herb., ásamt
verkstæðishúsi í Kópavogi.
Efri hæð og ris, tvær íbúðir,
getur verið ein 10 herb. íbúð.
5 herb. íbúð í sambýlishúsi í
Vesturbænum, endaíbúð.
3ja herb. íbúð í tvíbýlishúsi
við Hvassaleiti.
Jarðir í nærsveitum Rvíkur.
Rannvtig
Þorsfeinsdóttir,
hæstaréttarlögmaSur
Laufásvegi 2.
Sími 19960 og 13243.
Vantar
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í
smíðum, eða nýjar. Einnig
eldri íbúðír í borginni og
Kópavogi.
Til söiu:
2ja herb. íbúð við Langholts-
veg, 1. veðr. laus.'
2ja lierb. ný íbúð við Asbraut.
Glæsilegar innréttingar.
3ja herb. risíbúð við Mávahlíð.
3ja herb. ný standsett hæð við
Hverfisgötu. Laus strax.
3ja herb. íbúð við Miðstræti.
Sér hitaveita.
3ja herb. risíbúð við Laugav.
Sér hitaveita.
3ja herb. góð kjallaraíbúð i
Högunum. Sér inngangur.
Sér hiti.
3ja hcrb. liæð við Efstasund.
Sér inngangur. Sér hiti.
4ra herb. ný og glæsileg íbúð
í háhýsi við Sólheima. Teppa
lögð. Tvennar svalir. Hag-
kvæm kjör.
4ra herb. nýleg efri hæð við
Garðsenda. Sér inngangur.
Stórar svalir.
Sleinhús við Langholtsveg. 4ra
herb. íbúð í rísi, 3ja herb.
íbúð á hæð með herb. í kjall
ara. 800 ferm. lóð. 1. veðr.
laus í báðum íbúðunum.
Timburhús, járnklætt. Hæð og
ris á steyptum kjallara við
Öldugötu. Húsið er 1 3ja
herb. íbúð og 4 2ja herb.
íbúðir. Eignarlóð. Allt laust
14. maí.
Byggingarlóðir í Kópavogi.
AIMENNA
FASTEI6NASALAN
LÍNDARGATA 9 "sTmTTÍTsO
H3ALMTYR PETURSSON
Thorvald Olafsson Weyvadt
Talið er, að sætur sé sjódauði,
en að rerða bráðkvaddur, mun
fyllilega jafnazt á við það. Á þann
veg endaði jarðvistarlíf Thor-
valds.
Hann var fæddur á Vopnafarði
15. janúar 1893. Foreldrar hans
voru frú Conradine Weyvadt og
Ólafur sonur Jóns í Borgargarði,.
Nokkru fyrir aldamót fluttu for-
eldrar hans frá Djúpavogi til
Vopnafjarðar. Eignuðust þau
nokkur börn, en aðeins fjögur
þeirra komust til fullorðins ára,
tvær dætur, Petra og Jóhanna, og
tveir synir, Anton og Thorvald.
Thorvald var yngstur þeirra systk- I
ina. Anton bróðir hans fluttist til
Akureyrar og varð fjölskyldumað-
ur. Aðeins eitt barna hans er á
lífi, Ólafur, sem á heima í Vopna-
firði; Jóhanna systir hans giftist
á Vopnafirði og bjó þar, en Petra
systir hans giftist ekki.
Meginhluta aldurs síns átti
Thorvald heima á Vopnafirði.
Eftir fráfall foreldra sinna hjó
Thorvald í ættarhúsinu ásamt
Petru systur sinni, unz hún hneig
í valinn. Eftir það bjó hann einn
í húsinu. Það hús þótti á sínum
tíma eitt af glæsilegustu húsun-
um í Vopnafjarðarkaupstað.
Thorvald hlaut í vöggugjöf að-;
aleinkenm beggja ættanna, tryggð
og ástúð, einbeitni, hagsýni og
óbilandi kjark.
Snemma á árum tók Thorvald
þátt í félagslífi Vopnfirðinga. j
Hann mun hafa verið einn af stofn
endum verðalýðsfélagsins þar;
hann bar félagsskírteini nr. 1 frá
1922. HeiSursfélagi ‘þess. var!Íha'tin
kjörinn 7. jan. 1952. Gjaldkeri
félagsins var hann í 15 ár.
Þá lét hann og kirkjumál tals-
vert til sín taka. Var í safnaðar-
stjórn um skeið og gjaldkeri
kirkjufélagsins. Einnig var hann
meðhjálpari alllangan tíma.
Thorvald var harðduglegur
maður og traustur til allra starfa.
Hann mátti ekki vamm sitt vita í
neinu, en vann að öllum verkefn-
um með trúmensnku, einurð og
dugnaði. Einn af vinum hans,
Geir Stefánsson heildsali hefur
tjáð mér, að aldrei þótti neinu
máli fullráðið nema Thorvald væri
hafður með í ráðum, enda holl-
ráður, reglu- og hirðumaður.
Thorvald var sérstaklega barngóð-
4 Hann tók snemma tryggð við
l
fyrrnefndan Geir Stefánsson, þótt
aldursmunur væri mikill. Þá átti
Thorvald liðlega „sjektu“, sem
enginn fékk að snerta nema
drengurinn Geir. Honum var alltaf^
velkomið að fá bátinn lánaðan.
Þá þótti og Thorvald vænt um
skepnur og átti að jafnaði nokkr-
ar kindur og kú.
Síðustu ár sín á Vopnafirði!
starfaði nann við kaupfélagið og
var þar aðallega gæruvigtar-
maður.
Árið 1952 mun hann hafa haldið
suður til Reykjavíkur. Stuttu eftir
komuna til Reykjavíkur, fór hann
að vinna hjá Timburverzlun Árna
Jónsonar og var í þjónustu henn-
ar þegar hann andaðist.
Thorvald var alla ævi bindind-
ismaður á vín og tóbak, en gleði-
maður var hann að jafnaði, og
þótti mjög gaman að skemmta
sér við framsóknarvist og dans í
Góðtemplarahúsinu. Þar var hann
staddur föstudagskvöldið 13. þ.m.,
og hafði nýlokið dansi þar, þegar
hann færðist yfir landamæri lífs
og dauða eða framhaldslífs.
Thorvald kom oft á heimili mitt
og konu minnar, enda var móðir
konu minnar systir íöður hans.
Ávallt var hann hressilegur og
glaður í viðmóti. Við munum
ávallt minnast hans með velvild
og hlýju — og óska honum far-
sællar heimkomu til heimkynna
ódauðleikans.
Jón Þórðarson.
Lík hans var flutt austur til
Vopnafjaiðar til greftrunar s.l.
sunnudag.
Agnes Þorláksdóttir
„Fagra, dýra móðir mín,
minnar vöggu griðastaður,
nú er iifsins dagur dvín,
dýra, kæra fóstra mín.
Búðu um mig við brjóstin þín.
Bý ég þar um eilífð glaður.
Fagra, dýra móðir mín,.
minnar vöggu griðastaður.“
Þetta fagra vers Sigurðar frá
Arnarvatni kom í huga minn, er
ég var viðstödd útför vinkonu
minnar, Agnesar Þorláksdóttur.
Hún var ein af hinum kyrrlátu
konum, sem við kröpp kjör, þrot-
laust erfiði, fórnfýsi og nægju-
semi unnu lífsstarf sitt, og þjóðin
stendur í óbættri þakkarskuld við.
Agnes var komin af traustu,
skaftfellsku fólki, fædd 21. marz
1875. Foreldrar hennar, Steinunn
Þorsteinsdóttir og Þorlákur
Sveinsson, bjuggu í Þykkvabæ í
Landbroti, og þar ólst hún upp
meðal margra systkina.
Agnes var barn að aldri, þegar
hún missti föður sinn Með fram-
úrskarandi dugnaði og fyrir-
hyggju tókst móður hennar að
koma upp hinum mörgu og mann-
vænlegu börnum enda fóru þau
fljótt að hjálpa til. Sveinn sím-
stöðvarstjóri í Vík, bróðir Agnes-
ar, sagði einu sinni við mig um
hana: „Hún var ekki gömul, þeg-
ar hún stóð við rakstur austur á
Þykkvabæjarfit, víst ekki meira
en 7 ára.“ Strangt mundi það
þykja nú á dögum. en þá kallaði
þörfin að
Einu sinni, þegar móðir hennar
var fjarverandi, tók hún sig til á-
samt systkinum sínum að þvo all-
an bæinn og færa allt í lag, sem
bezt mátti verða Þegar móðir
þeirra kom heim, varð hún glöð
og þakkaði börnum sínum vel unn
ið verk. Kom þarna fram sem
mælt er, „að snemma beygist krók
urinn að því sem verða á.“ Það,
sem einkenndi þessa dugnaðar-
konu í starfi, var áhugi, fágæt
| vandvirkni og hreinlæti meira en
j venjulegt var
j Þegar Agnes var innan við tví-
; tugt, réðst hún að Eystri-Dalbæ.
i Þar átti hún eftir að vinna ævi-
: starf sitt. Nokkru síðar, þegar
j Auðun Þórarinsson, bóndi þar,
missti konu sína, gerðist hún bú-
stýra hans og yfirgaf hann ekki
meðan hann lifði. Minnast börnin
þess með virðingu og þökk. Mjög
reyndi á þrek og dugnað Agnesar
að annast þetta fjölmenna heim-
ili„ en öll störf sín leysti hún svo
vel af hendi, að orð fór af.
Agnes var greind kona og ráð-
snjöll, og kom það oft fram. Ekkij
fékk hún mikla menntun í æsku
frekar en þá var títt, en þó naut
hún uppfræðslu gáfu- og góðmenn-
isins Sigurðar Ingimundarsonar,
og varð vel að sér eftir þeirrar
tíðar hætti. Dáði Agnes mjög
þennan fornvin sinn.
Þau Agnes og Auðun áttu fjög-
ur börn, og eru þau hér talin eftir
aldri: 4uðun, bóndi í Ásgarði,
Steinunn, búsett í Reykjavík,!
Margrét, búsett í Reykjavík og
Sigurður býr í Ilveragerði. Öll
eru þau systkinin mikið dugnaðar-
og manndómsfdlk
Agnes fylgdist vel með öllu.
Þegar fækkaði á heimilinu og
störfin léttust. varð hún virkur
þátttakandi í félagsmálum sveitar
sinnar og sýndi með því áhuga
fyrir fræðslu og menningarmál-
um. Dætur hennar báðar fóru í
hússtjórnarskóla.
Smátt og smátt tíndust börnin
að heiman, og þau Agnes og Auð-
un urðu ein eftir. Frá þeim tíma
eru mín kynni af Agnesi. Við urð-
um nágrannakonur. Alltaf var hún
boðin og búin til að hjálpa mér.
Það var skemmtilegt að koma til
Agnesar og Auðunar. Bæði voru
þau mjög gestrisin og ræðin. Allt
það bezta, sem til var á heimilinu,
var látið 4 té. Stundum skrapp ég
til þeirra, og langar mig sérstak-
lega að nfja upp eina minningu
frá þeim heimsóknum. Það var á
sunnudegi Auðun var eitthvað
lasinn og hafði lagt sig, en Agnes
sat við borðið og var að lesa í
Nýja-testamentinu sínu. Sólin
skein glatt inn um gluggann. Það
var svo mikill friður og birta og
hlýja í kringum þau, að mér mun
ætíð verða ógleymanlegt.
Var það ekki einmitt þetta, sem
gaf þjóðinni þrek til að lifa um
aldirnar við erfið kjör, bæði vinn-
an og trúin á góðan guð, sem öllu
F. 13. okt 1892,
dáinn 12. ágúst 1963.
Nú svíða harma sárin
rú sveipast rökkri grund
nú titra tár á hvarmi
á tregans þungu stund.
Nú blikna vonir bjartar
á blómin fólva slær
i)ú verðum við að skilja
vinur hjarta kær.
Nú vinur vil ég þakka
er vegir skiljast hér.
Þá auðlegð alla er veittir
af ástúð þinni niér.
Minn þó dvelji muni
minningunum hjá
með orðum ei kann segja
það allt er vildi tjá.
Þú varst minn eiginmaður
þú varst mitt líf og sól
Þú varst það allt er ég unni
niitt yndi hlíf og skjól.
Þín hetjulundin hreina
þín hugarró og tryggð.
Þín vinátta og vilji
voru á kletti byggð.
Þú áttir allra hylli
þú áttir barnsins lund.
Þú áttir hreinleik hjartans
og hlýja og styrka mund.
Þú vildir verma og grséða
og veita birtu í sál
alla auma gleðja
var æ þitt hjartans mál.
Á guðs þíns gleðivegi
nú genginn ert á braut.
Frá jarðlífs svölum sölum
og sjúkdóms harðri þraut.
Um stund ég ein má una
unz andiun frelsi nær.
Þá veit ég að mín vitjar
vinur hjartakær.
Kveðja frá eiginkonu.
stjórnar, og handleiðslu hans í
verki?
Nokru síðar féll Auðun frá,
og dvaldist Agnes eftir það nokk-
ur ár í Dalbæ, en svo flutti hún
til Reykjavíkur til Margrétar dótt-
ur sinnar. Hjá henni átti hún gott
og friðsælt ævikvöld.
Það var mesta ánægja hennar,
þegar fólkið hennar að austan og
kunningjarnir heimsóttu hana.
Oft mun hugurinn hafa leitað á
æskustöðvarnar. heim í sveitina
hennar með víða og fagra fjalla-
hringinn Fyrir rúmum þrem ár-
um gekk Agnes undir mikinn upp-
skurð. Heilsunni smáhnignaði, og
síðasta arið, sem hún lifði, var
hún oft tárveik. Þá naut hún fá-
gætrar umhyggju og hjálpar
dætra sinna, sem allt gerðu, er í
þeirra valdi stóð, til áð létta henni
sjúkdómsbyrðina.
Hún andaðist á St. Jósefsspít-
ala 25. jan. s.l.
Agnes var jarðsett að Prests-
bakkakirkju á Síðu 2. febr.
K J
TÍMINN, þriðjudaginn 24. marz 1964
j