Tíminn - 16.04.1964, Qupperneq 5

Tíminn - 16.04.1964, Qupperneq 5
m RITSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON LRÍ Hauka, sem sigraði í 2. deildar keppninni: Frá vinstri Gunnar, Þorleifur, Þórður, Viðar, Matthias, Karl, Pétur, Hafsteinn, Ásgeir, Ólafur og Hrörður. SYND AD BÆÐi LIÐIN SKYLDU EKKIKOMAST UPP í I. DEILD Haukar í l.deild eftir jafntefli við Val 19:19 Alf-Reykjavík, 16. apríl. Hápunktur keppni 2. d. liðanna í handknatHeik var að Hálogalandi á þriðjudagskvöld, þegar Haukum úr Hafnarfirði tókst óvænt að tryggja sér sæti í 1. deild næsta ár eftir æðisgengna baráttu við Val, sem lyktaði með jafntefli, 19 : 19. Þarna unnu Hafnfirðingar frækinn íþróttasigur, sem verður minnisstæður fyrir þá, sem á horfðu. Fáir höfðu spáð því fyrir fram, áð Haukar myndu standast Val snúning — og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og Valur hafði tryggt sér fjögurra marka forskot, 6 : 2, leit ekki beinlínis gæfulega út fyrir Hauka. En seigla þeirra Hafnfirðinga var aðdáunarverð. Þeir minnkuðu forskot Vals- manna niður, náðu að jafna í byrjun siðari hálfleiks, komust yfir, töpuðu forskotinu niður, kom ust tveimur mörkum undir rétt fyrir leikslok, en svo kórónaði Matthías Ásgeirsson, þjálfari og jafnframt leikmaður Hauka, verk- iá með því að jafna stöðuna, áð- ur en flaut tímavarðar gall við, og jöfnunarmarkið var stórkost- legt. Matthías skauzt út úr vörn- inni, greip inn í spil Valsmanna, SPRENGING ÍR og Víkingur leika um fallið. Fram ís- landsmeisiari. — Ár- mann vann FH með 20:18! Jafntefli hjá Fram og Víking Mjög óvænt úrslit urðu í 1. deildarkeppninni í hand- knattleik að Hálogalandi í gærkvöldi. Það var engu líkara en sprengju hefði ver ið varpað á stigatöfluna. — Tveir leikir fóru fram. — Fyrst mættust FH og Ár- mann og unnu Ármenning- ar leikinn með 20:18 og var sigur þeirra mjög sann- gjarn. Þetta gerði það að verkum, að Ármann var úr fallhættunni. Hver hafði búizt við því? Síðari leik- urinn var milli Fram og Vík ings. Víkingar höfðu yfir- höndina mest allan tímann og það var ekki fyrr en und ir lokin, að Fram tókst að jafna stöðuna. Úrslit urðu 19:19, sem kemur mjög á óvænt. Þessi úrslit gera það að verkum, að ÍR og Vík- ingur vérða að leika um fall sætið í deildinni, bæði með 7 stig. Hins vegar nægði tafnteflið Fram, sem nú er íslandsmeistari og skiptir þá engu máli hvernig kæru málið fræga frá Ilafnar- firði fer. náði knettinum og einlék upp með þrjá Valsmenn á hælunum, sem gerðu allt sem þeir gátu til að stöðva hann. En allt kom fyrir ekki — og knötturinn sigldi í net- ið', 19:19. Jafntefli nægði Haukum. Tíminn var því sem næst útrunn inn og skömmu síðar voru leik- menn Hauka umkringdir áhorf- endum frá Hafnarfirði, sem létu óspart gleði sína í ljós — og sá, sem stærsta þáttinn átti í þessu, Matthías Ásgeirsson, var borinn í gullstól út af. En gleðin var ekki alls staðar jafnmikil. Þetta er annað árið í röð, sem Valsmenn verða að bíta í það súra epli að missa af lest- inni „heim til sín“ i 1. deild — og kannski er sárast fyrir Vals- menn að kyngja þessum bita núna, því í leiknum var Valur ívið betra liðið. En þannig eru íþróttirnar. Það skiptast á skin og skúrir — og eftir leikinn hugsaði maður, að það væri synd, að bæði liðin skyldu ekki fara upp í 1. deild. Annars sannaði þessi úrslita- leikur í 2. deild hvað breiddin í íslenzkum handknattleik er mikil, því bæði liðin sýndu skínandi handknattleik. Talsverð tauga- spenna var á dagskrá til að byrja með, og það liðu einar 8 mínútur, áður en fyrsta markið var skorað. Það var Örn Ingólfsson, sem skor- aði fyrir Val — og síðan tóku PUSNINGAR- fí, » Heimkeyrður pússningar- sandur og vikursandur sigtaðureð a ósigtaður við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er eftir óskum kaupenda. Sandsalan við Elliðavog s f Sími 41920. mörkin að streyma, en þó frekar hægt. Um miðjan hálfleik hafði Valur náð 4 marka forskoti, 6:2, en fyrir hlé minnkuðu Haukar for- skotið í 2 mörku 9:7. Þótt manni fyndist ósjálfrátt Valsliðið vera sterkara, gat það með engu móti hrist Haukana af sér. Og það kom að því, að Hauk- ar jöfnuðu, II : 11, þegar 6 mín- útur voru liðnar af síðarihálfleik. Það var unglingalandsliðsmaður- inn Viðar Símonarson, sem jafn- aði. Valur náði aftur forystu með marki Péturs Antonssonar, 12 : 11, en Þórður jafnaði fyrir Hauka. Svona gekk þetta fyrir sig áfram, æsispennandi, og þegar rúmlega 9 mínútur voru eftir, komust Haukar yfir í fyrsta skipti, 16: 15. En þegar svo var komið, virtust Valsmenn ætla að gera út um leik- inn í eitt skipti fyrir öll, og þeir skoruðu þrjú mörk í röð, 18 : 16. Matthías skorar 17. mark Hauka, en Sigurður Guðjónsson skorar glæsilega af línu fyrir Val, 19 : 17, og nú voru eftir um 3 mín. Þessar síðustu þrjár mínúturnar urðu mjög afdrifaríkar. Matthías skoraði laglega 18. mark Hauka — og nú fóru taugar Valsmanna gersamlega úr sambandi — og það var fyrir flausturslegt spil þeirra, að Matthías rændi knettin- um frá þeim og skoraði úrslita- markið, rétt áður en flautað var af. Hauka-liðið kom mjög á óvart í þessum leik; það vann fyrst og fremst á seiglu, og það gafst aldrei upp. í liðinu eru margir prýðisgóðir leikmenn fyrir utan Matthías. Viðar Símonarson og Þórður eru ungir leikmenn, sem örugglega eiga eftir að láta að sér kveða í 1. deild næsta ár — og markverðirnir báðir eru þrýðis- góðir. Mörk Hauka skoruðu Viðar 7, Þórður 5, Matthías 4, Ásgeir 2, og Hafst. 1. Nú eru tvö Hafn- arfjarðairlið í 1. deild — það álít ég mikinn sigur fyrir Hafnarfjörð, þennan mikla handknattleiksbæ. Gæfan var i sumu tilliti ekki hliðholl Val í þessum leik, en samt vantar örlítið meiri kjölfestu i liðið. Valur lék vörnina mjög tramarlega í þessum leik, og má vera, að það hafi ráðið miklu hvernig fór, því vörnin var oft mjög losaraleg. Bergur Guðna- son, Sigurður Dagsson og Sigurð- ur Guðjonsson voru beztu menn liðsins ásamt Jóni Breiðfjörð í markinu, en ekki fannst mér Pét- ur Antonsson koma nógu vel frá leiknum. Mörk Vals skoruðu Bergur 6, Sigurður D., Jón og Sig- urður G. 3 hver, Pétur 2 og Örn og Hermann 1 hvor. Dómari í leiknum var Karl Jó- hannsson. Hann hélt leiknum yfir- leitt vel niðri, en sumir dómar orkuðu tvímælis. Leikið var í 1. og 2. deild á mánudag. Úrslit uirðu eins og hér segir: 1. deild: Manch. Utd. — Sheff. Utd. 2:1 Sheff. W. — Tottenham 2:0 2. deild: Bury — Portsm. 3:2 Huddersf. — Northmp. 0:1 Leyton — Cardiff 4:0 f gær fóru tveir leikir fram. Ipswisch — Wolves 1:0 Burnley — Liveirpool 0:2 Sigri Liverpool á heimavelli Bumley var vel fagnað og, og var engu líkara, en heimaliðið hefði sigrað. Staða efstu og neðstu liða er nú þessi: Liverp. 38 25 4 9 83:37 54 Manc.Utd 40 22 7 11 86:38 51 Everton 40 20 10 10 82:63 50 Bolton 40 10 8 22 48:75 28 Birm.h. 39 9 7 23 48:86 25 Ipswich 40 8 7 25 51:115 23 Skozka sundfólkið við komuna t qær: McGregor, Baxter og Harrower. Skozka sundfólk- ið keppir í kvöld Alf-Reykjavík, 14. apríl. f kvöld klukkan 8.30 hefst í Sundhöll Reykjavíkur afmælis- sundmót KR í .tilefni 65 ára af- mæli félagsins. Til mótsins er sérstaklega vandað og hefur KR boðið hingað til lands þekktu sundfólki frá Skotlandi, sem kepp ir á mótinu við allt bezta sundfólk okkar. Skozka .sundfólkið kom hingað til lands í fyrrakvöld og er hér um að ræða hinn 20 ára gamla Bobbj/ McGregor, heims- methafa í 110 yarda skriðsundi, Andy Ilarrower, 21 árs, skozkur meistari í fjórsundi — og loks sundkonan Ann Baxter. 18 ára, kunn bringusundskona með marga mcistaratitla. AIls verður keppt í tíu greinum i kvöld og keppa hinir skozku gest- ii þar af í fjórum greinum. f 200 m. skriðsundi keppa Mc Gregoi og mætir þá bæði Guðmundi Gísla syni og Davíð Valgarðssyni. f 56 m. flugsundi kcppa bæði Mc Greg or og Harrower. Og í 200 m. baksundi mætir Ilarrower m. a. Guðmundi G. og Guðmundi Harð arsyni. f 200 m. bringusundi kvenna Ieiða saman hesta sina Baxter og Ilrafnhildur Guðmunds dóttir. Sem fyrr segir hefst keppni kl. 20.30 í kvöld. f í M I N N, fimmtudagur 16. april 1964. — S

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.