Tíminn - 16.04.1964, Síða 7

Tíminn - 16.04.1964, Síða 7
I Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. FuUtrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jómas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augk, sími 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands: — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Skattalækkanír rikisstjórnarinnar Fyrir fjórum árum var það hátíðlega tilkynnt í.stjórnarblöðunum, að ríkisstjórnin hefði sett skattalög, sem gerði almennar launatekjur, þ. e. framfærslutekjur fyrir meðalfjölskyldu, skattfrjálsar. Tveimur árum síðar, birtust stórar fyrirsagnir aftur í stjórnarblöðunum, þar sem sagt var frá mikilli skattalækkun, er hefði það mark- mið að gera almennar launatekjur skattfrjálsar. í gær birtust svo í þriðja sinn svipaðar fyrirsagnir 1 stjórnar- blöðunum. Sannleikurinn um allar þessar skattalækkanir er sá, að þær fela ekki í sér neina raunverulega skattalækk- un. Það, sem hefur gerzt er það, að sívaxandi dýrtíð hefur leitt til óhjákvæmilegra kauphækkana, og þannig hafa nauðsynlegustu þurftartekjur, sem áður voru skatt- frjálsar, orðið skattskyldar, því að þær hafa lent undir hærri skattstiga en áður. Útreikningar Hagstofunnar hafa greinilega sýnt þetta, því að beinir skattar, sem hafa lagzt á vísitölufjölskylduna, hafa stöðugt farið hækkandi síðustu árin. „Skattalækkanir11 Gunnars hafa beinzt að því að leiðrétta þetta nokkuð, en niðurstaðan er samt sú, að eftir þessa seinustu „skattalækkun“, hvíla hærri beinir skattar á vísitölufjölskyldu Hagstofunnar en þegar „viðréisnarstjórnin" kom til valda. Þetta er svo ekki nema hálf sagan. Hér er aðeins átt við beina skatta, tekjuskatt og útsyar. Hinir óbeinu skattar, þ. e. tollar og söluskattar, hafa margfaldazt í fjármálaráðherratíð Gunnars Thoroddsens, eins og sést á því, að álögur ríkisins eru nú áætlaðar í fjárlögum um 3000 millj. króna, en voru áætlaðar í fjárlögum 1958 um 800 millj. kr. Álögur hafa þannig miklu meira en þre- faldazt á þessum tíma og felst sú hækkun fyrst og fremst í hækkun tolla og söluskatta. Samkvæmt því, sem stjórnarblöðin upplýsa, lækkar skattur á fimm manna fjölskyldu, sem hefur um 130 þús. kr. árstekjur, um 2.500 kr. samkv. seinustu skattalækk- un Gunnars, miðað við að skattstiginn hefði verið ó- breyttur. Söluskattshækkunin, sem stjórnin ákvað um ára mótin, nemur um 300 millj. kr. á ári eða 1600 kr. á hvern landsmann eða 8000 kr. á fimm manna fjölskyldu. Þessar tölur lýsa hinni réttu þróun í skattamálunum síðan „viðreisnarstjórnin“ tók við og Gunnar Thoroddsen varð fjármálaráðherra. Hinar stóru fyrirsagnir í stjórnarblöðunum eiga að dylja þessa staðreynd, en það mun ekki takast, því að hvert heimili í landinu finnur nú þungann af neyzlu- tollum og sölusköttum ,,viðreisnarinnar.“ „Neikvæð,> afstaða Morgunblaðið segir, að afstaða Þórarins Þórarinsson- ar í útvarpsumræðunum, hafi verið neikvæð. Það, sem Þórarinn sagði, var að þátttaka íslands i vestrænni samvinnu væri sjálfsögð, en henni mætti hins vegar ekki fylgja það að íslendingar afsöluðu sjálfs- ákvörðunarrétti sínum og gæfu herforingjaráði Nato siálfdæmi í málum okkar t. d. Hvalfjarðarmálinu. Þetta lýsir vel afstöðu ritstjóra Mbl. til sjálfstæðis ís- lands. Að dómi þeirra er það neikvætt að vilja ekki láta sjálfsákvörðunarréttinn í hendur útlendinga. Ilvað finnst óbreyttum Sjálfstæðismönnum um slíka sjálfstæðisstefnu? Úr ræflu J. W. Fulbrighls öldimgadeildarþingmanns :*""**"•■** Kúbustjórn er ógeðfelldur veru- leiki, en ekki ðþolandi hætta f samræmi viö það ber að endurskoða afstööuna tii hennar KÚBU-vandamálið er miklum mun erfiðara viðfangs en Pan- ama-vandamálið. í sambandi við það eru gömlu ímyndanirn ar miklum mun þyngri í skauli og fleira „óhugsandi". Eg hygg, að ekki sé seinna vænna að taka stefnu okkar gagnvart Kúbu til gagngerðrar athugun ar, jafnvel þó að við kunnum að kotnast að ógeðfelldum nið- urstöðum. Bandaríkin hafa átt og eiga um þrjár leiðir að velja gagn- vart Kúbu. í fyrsta lagi er fjarlæging Castro-stjórnarinnar með innrás í landið og hernámi. í öðru lagi er að reyna að veikja stjórnina og fella hana að lokum með pólitískri útilok- og hafnbanni. f þriðja lagi er að viðurkenna stjómina sem ógeðfelldan veruleika og ó- þægindi, sem ólíklegt er að takast megi að losna við í ná- inni framtíð, þar sem ekki er völ á viðhlítandi aðgerðum til fjarlægingar. Fyrsta aðferðin, innrásin var reynd, en með hálfum huga og reyndist ekki haldgóð Almennt er viðurkennt, að inn rás á Kúbu og hernám hennar bryti í bága við skuldbindingar okkar sem þátttakanda í Sam- einuðu þjóðunum og samtök- um amerísku ríkjanna, kynni að hafa alvarlegar afleiðingar í Mið- og Suður-Ameríku og víð- ar, og gæti jafnvel valdið ó. friði í álfunni. Eg þekki engan stjórnmála- mann, sem mælir með þessavi leið. Stjórn okkar hefir hafnað henni og almenningsálitið einn ig. Eg hygg því, að óhætt sé að hafna henni sem nothæfri stefnu fyrir Bandaríkin, nema eitthvað sérstakt kemi til. VIÐ höfum aðhyllzt aðra að- ferðina, sem lýst er hér á und & an, það er tilraun til að veikja Castro-stjórnina og fella hana að lokum með pólitískri og efnahagslegri útilokun. í þessu skyni höfum við beitl ströngum hömlum gegn verzlun banda- rískra þegna við Kúbu, útilox- un hennar frá samtökum Ameríkjuríkjanna og reynt að fá stuðning Mið- og Suður-Am- eríkuríkjanna til þess að ein- angra Kúbu bæði efnahagslega og pólitískt- Ennfremur höfum við reynt, eftir pólitískum leið um, að fá önnur ríki hins frjálsa heims til að útiloka Kúbu efnahagslega, og beitt i þeim tilgangi ákveðnum aðgerð um í sambandi við verzlun og fjárhagsaðstoð. ( Nú virðist liggja ljóst fyrir, að þessi stefna liafi mistekizt enn sem komið er, og engin ástæða er til að ætla að hún takist í framtíðinni. Tilmælum til bandamanna okkar um að þeir hætti viðskiptum við Kúbu, hefir yfirleitt verið hafn að. Hin venjulegu viðbrögð hafa ef til vill óvíða komið jafnvel fram og í andsvari brezks framleiðanda við banda rískri gagnrýni á sölu brezkra strætisvagna til Kúbu: „Hati Bandaríkin umframbirgðir áf hveiti, þá höfum við umfrarn- FULBRIGHT birgðir af strætisvögnum.“ BANDARÍKJAMENN hafa vegna Kúbumálsins dregið úr hernaðaraðstoð við Stóra-Bret- land, Frakkland og Júgóslavíu samkvæmt 620. grein laga um erlenda aðstoð frá 1963, en það hefir verið unnið fyrir gíg. Að- stoðin, sem um er að ræða, er óendanlega lítil og möguleikinn til að vinna þannig fylgi við hafnbann okkar enginn, en að- gerðin kann að verða til nokk- urs ama og óþæginda fyrir þau ríki, sem hlut eiga að máli. Gagnvart Bretlandi og Frakklandi gat varla heitið að um aðstoð væri að ræða. Fre:n ur mætti nefna það aðgerðir til aukinnar sölu, þar sem brezk ir og franskir hernaðarleiðtog ar komu til Bandaríkjanna til að skoða og kaupa bandarísk vopn, sem á boðstólum voru. Litla þýðingu hafði að hætta við þetta. Bretar og Frakkar þurfa ekki á aðstoð okkar að halda. Að hverfa frá aðalatrið- inu til þess að mótmæla verzl- un þessara þjóða við Kúbu haf III. KAFLI ir enga aðra þýðingu en þá, að láta heimamenn halda ranglega að um harðneskju og dug sé að ræða af okkar hálfu. ÚTFLUTNINGUR hius frjálsa heims til Kúbu hefir far ið minnkandi síðustu árin, en heildarinnflutningur Kúbu- euanna hefir aukizt síðan 1961. Eg leyfi mér, herra forseti, að leggja hér fram tvær töflur yfir verzlun ákveðinna, frjálsra ríkja við Kúbu árin 1958 iil 1963. Tölur þessar gefa ekki til- efni til ályktana um skjótan endi á viðskiptum hins frjálsa heims við Kúbu. Samkvæmt skránni um útflutning til Kúbu kemur í ljós, að útflutningur Bandaríkjanna er meiri en út- flutningur nokkurrar annarrar frjálsrar þjóðar árin 1962 og 1963. Heita má þó, að hér sé einvörðungu um lausnargjald að ræða fyrir fanga sem tekn- ir voru við Svínaflóa, og þessu má því ekki rugla saman vi:3 venjulega verzlun. Eg vil taka skýrt fram, að ég er ekki að andmæla þvl, að hefndarráðstafanir gagnvart stjórn Catros væru æskilegar, heldur möguleikunum á fram kvæmd þeirra. Tilraun hefir verið gerð og allar upphrópan- ir okkar um bönn og gagnráð- stafanir gegn þeim þjóðum hins frjálsa heims, sem verzla við Kúbu, geta ekki leynt því til lengdar, að útilokunarstefnan hefir mistekizt. Hún hefir ekki mistekizt vegna vanmáttar eða linkindar af hálfu ríkistjó'rnar okkar. Þessu heyrist oft haldið fram, en það er einhver skaðlegasta skröksagan, sem látin er óma í eyrum bandarísku þjóðarinn- ar. Útilokunarstefnap hefir mis tekizt vegna þess, að Bandarík in eru ekki almáttug og geta ekki orðið það. VIÐ verðum að horfast í augu við þau sannindi, að það er ekki á okkar valdi að neyða bandamenn okkar til að hætta viðskiptum við Kúbu nema því aðeins að við séum reiðubúnir að grípa til mjög strangra hefndarráðstafana gegn þeim, eins og til dæmis að loka okkar eigin markaði fyrir hverju því fyrirtæki, sem skiptir við Kúbu, eins og Nixon vill. Við getum auðvitað geit þetta, en áður en til þessa er gripið verðum við að vera sann færðir um, — eins og Nixon virðist vera, — að útilokun Kúbu sé meira virði en vin- samleg sambúð við bandamenn okkar. Raunin gæti orðið sú, að jafnvel hinum harðvítugustu ráðstöfunum yrði svarað með þverúð en ekki undanlátssemi. Okkur er það eitt fram- kvæmanlegt, að biðja aðrar þjóðir að gera gagnvart Kúbu þær ráðstafanir, sem við mæl- um með. Þetta höfum við gert og orðið vel ágengt á sumum sviðum. Á öðrum sviðum, lil dæmis gagnvart efnahagslegri útilokun, höfum við farið fram á fulla samvinnu annarra þjóða hins frjálsa heims, en verið neit að um hana að mestu leyti. Nú er það okkar að ákveða, hvort við viljum heldur bregðast við með áframhaldandi geðvonzku legum en innantómum hótun- um, í trúnni á þá skröksögu, að við getum öðlazt hvað sem er, ef við aðeins reynum nógu á. kveðið, — æpum nógu hátt í þessu tilfelli, — eða viður- kenna að tilraun okkar hafi mis tekizt og hefja rólega og skyn samlega endurskoðun á stefnu okkar með hliðsjón af þeim I hagsmunum, sem hún á að i þjóna. | HORFURNAR á því að fella | stjórn Castros með pólitískri og B efnahagslegri útilokun hafa K aldrei verið sérlega miklar. ö Jafnvel þó að takast mætti al g menn útilokun af hálfu frjálsra 1 þjóða, er ólíklegt að Rússar i neituðu að cxla hina fjárhagr- i Framhald ð t3 sf5u / T í M I N N, fimmtudagur 16. apríl 1964.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.