Tíminn - 16.04.1964, Page 8

Tíminn - 16.04.1964, Page 8
Sextíu og þrír Skagstrendingar á vetrar- vertíð i Grindavík — karlar, konur og börn Grindavík í vetur. Eg kom hing að með konu og barn því heima er ekkert við að vera. Talaðu við þessa 17 sem eru í Söltuh arstöð Gunnars Halldórssonar og spurðu hvað þeir ætli að gera á Skagaströnd í sumar. Söltunarstöð Gunnars Hall- dórssonar stendur fram á sjáv arkambinum spölkorn fyrir vestan höfnina. Leiðin liggur um þröng húsasund, milli gam alla timburbygginga og skúra, sem vitna um sögu staðarins; furðu sviphreinar byggingar eins og oiörg verzlunar- og fisk- hús frá gamalli tíð í sjávar- plássum, en hrörnandi. Vestan við þessi gömlu hús er sölt- unarstöðin, nýleg skemma. Þar vinna'17 manns af Skagaströnd. — Þið ættuð að ljósmynda þingmennina okkar, sögðu þetr í stöðinni. Talið við þingmenn ina. Þeir hafa brennandi áhuga í kumbaldan- um er talað um sjálfstæðis- mál Skaga- strandár, með- an drukkið er kaffi. — (Ljós- myndir: Tím- inn). fyrir Skagaströnd. Jafnvægi í byggð landsins, segja þeir á alþingi. Við eigum að taka vilj ann fyrir verkið, heldurðu það ekki? Eða hvað stendur til — eru kosningar framundan? Skagstrendingarnir voru að rífa upp fisk, umsalta og stafla. Þeir voru með gúmmísvuntur og skeggbrodda og töluðu um kosningaloforð. — Þegar síldarverksmiðjan var reist á Skagaströnd, var gert ráð fyrir 5000—6000 manna bæ. Nú eru íbúarnir um 620. Þar af eru um 100 i burtu til að vinna fyrir sér og heimilum sínum í vetur, flest ir hér í Grindavík, nokkrir í Hafnarfirði, nokkrir í Sand- gerði. Nokkrir tóku sig upp með konur og böm. 1 Grinda- vík eru þrjár fjölskyldur frá Skagaströnd, og fjögur böro, þar af tvö að minnsta kosti, sem ganga hér í skóla. Heima lifa konur á búðarvörum, sem þær kaupa fyrir hýruna, sem við séndum þeim. Þannig er Iífið á Skagaströnd. Við sjáum ekki fram á neina breytingu Við skreppum heim í vor til að búast til brottferðar á nýj an leik. Skagaströnd mundi fara í eyði, ef menn gætu selt húsin sín. Það eru mörg ný hús á Skagaströnd. en þau er ekki hægt að losna við. Öfug- þróunin segir til sín. Vetur inn 1960 (ögðu tveir Skaga- strandarbátar upp f Grindavík. Þá voru örfáir Skagstrendingar hér í landi. Nú eru hér fim:n bátar að heiman. Tíu Skag- strendingar unnu í þessari Sö’.t unarstöð í fyrravetur. Nú erum við sautján, og tveir frá Blönduósi. — Við viljum fá tunnuverk smiðju á Skagaströnd, við vil.i um vera heima að vinna fyrir konum og börnum en ekki hrekjast hingað og þangað um landið, sumir með heimilin í eftirdragi eins og flökkufólk. Við viljum fá þessa verksmiðju )m borð í Keili: Bjarni Loftsson og Kristján Kristjánsson, skipverjar af Helgu Ijorgu og Eiður Hilmarsson, vélstjóri á Keili. — Það er hatrammt fyrir gamla menn að þurfa að sækja hingað að norðan til að hafa ofan í sig að éta. Eg læt vera með unga menn. Það fer oft vel á því, að ungir menn fari að heiman til vinnu, en fjöl- skyldufeður og gamalmenni ættu ekki að þurfa þess með. Það var Steingrfmur Jónsson, 67 ára gamall Skagstrendingur sem þetta mælti. Steingrímur horði fram fyrir sig með dauf- an glampa í blágráum augun- um. Hann lét tóbakskorn á vinnulúið handarbak og bar það upp að nefinu. — En mikil er peningalyktio hér í Grindavík, bætti hann við. Það er nokkurt kaup, sem maður fær, en það vill líka ódrýgjast. Fæðið kostar nú bara 75 krónur á dag, niður- greitt. Og iangur er vinnutíra- inn, 16 tímar á sólarhring. Það er langur vinnutími fyrir mann, sem er kominn hátt á sjötugsaldur, og á sér ekkert vist framundan- — Hvað ætlastu fyrir, þegar þú kemur heim? spurði frétta- maður. — Ætji ég fari ekki að bita gras. Það á víst fyrir okkur að liggja, Skagstrendingum, ef víð förum ekki alfarnir hingað súð ur. — Það.er vonin, sagði Þór- björn Jónsson, Skagstrendingu: sem flakar á Öðru borði í Hrað frystihúsi Grindavíkur. Þeir Steingrímur vinna sinn hvoni megin við færibandið. — Wð förum heim til að ganga með sauðkindinni, þessir 63 Skag strendingar, sem erum hér í gras T f M I N N, flmmtudagur 16. apríl 1964.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.