Tíminn - 16.04.1964, Síða 15

Tíminn - 16.04.1964, Síða 15
LENTU A SURTSEY Framhaid af 1. síðu. þar getur lending úr lofti verið stórhættuleg. Hins vegar er hún alveg hættulaus í f jörunni og mun betri en lending á bát. Þegar Sig urður og félagar fóru í land á gúmbátunum, var næstum blanka- logn, en samt var sigið svo mikið, að öðrum bátnum hvolfdi. Hinum bátnum hefði sjálfsagt hvolft, ef mennirnir hefðu efcki stokkið úr honum og teymt hann til lands. Fjaran, sem þeir þremenningar lentu á, var svo löng, að þeir fé- lagar þurftu ekki að nota nema hluta hennar fyrir bæði lendingu og uppflug á Cessna-180 flugvél- inni, sem ber einkennisstafina HIS Þeir lentu á Surtsey alveg gagn- stætt við hraunrennslið, sem er suðvestan á henni. Þama er mik- ið sléttlendi og flatar eyrar. Þeir verkfræðingar höfðu farið með Cessna-vélinni til Eyja á veg- um Landssímans fyrr um morgun- inn og átti hún að bíða meðan Kristján lyki verki sínu í Eyjum, en Þorvarður átti að vera eftir. Þehn datt í hug að taka sjálfir vélina á leigu í matartímanum, og það var upphafið að þessari sér stæðu ferð. Öll flugferðin tók inn an við þrjá stundarfjórðunga, og síðan héldu þeir Stefán og Kristj án til Reykjavíkur, þar sem blaða menn og Ijósmyndari frá Tíman- um tóku á móti þeim. BANASLYS •Framhald af 1. sf5u. og beið það þegar bana. — Nafn barnsins var efcki hægt að birta að svo stöddu, þar eð aðstandcndum hafði efcki verið gert aðvart. ÆFIR SARDAS Framhald af 16. síðu. áram brautskráðist hann í hljómsveitarstjóm frá Liszt- Ferenc-tónlistarháskólanum. — Árið eftir var hann ráðinn hljómsveitarstjóri Szeged-leik- hússins og hefur gegnt því starfi síðan. í sýningu Szardasfurstinnunn ar hér í Þjóðleikhúsinu, þar sem Szalatsy verður bæði leik stjóri og hljómsveitarstjóri, verða öll hlutverk leikin af ís- lendingum, nema furstinnan, sem verður leikin af ungverskri söngkonu, Tatjana Dubnovszky, sem kemur hingað 25. apríl. En önnur aðalhlutverk leika Svala Nielsen, Ketill Jensson, Guð- mundur Jónsson og Erlingur Vigfússon, en hann hefur í vet- ur verið við nám á ftalíu og kom heim með sömu ferð og ungverski hljómsveitarstjórinn í nótt. KVÖLDSALAN Framhald af 16. síðu. hættu, að rekast þar á skilti, seen bendir á aðra opna búð í nokkurra kílómetra fjarlægð. Ef framangreindar tillögur kaup mannasamtakanna koma til fram- kvæmda, leiða þær af sér aukinn reksturskostnað verzlana og hækkað vöruverð til neytenda. Þe-ssu til stuðnings bendum við á orð Sigurðar Magnússon í blaða viðtali við dagblaðið „Vísir“ 81. f. m., þar sem hann segir m. o. „að sú aukna þjónusta, ’er verzl anir mundu veita samkvæmt hina nýja fyrirkomulagi hefði að sjálf sögfðu aukinn kostnað í för með sér.“ Þetta ér svo augljóst, að ekki þarf að rökstyðja það frekar. Hins vegar benti S.M. einnig á það í umræddu samtali, að afleið ingin af þessum aukna kosntaöi verði óhjákvæmilega sú, að selja þurfi vörurnar á kvöldin með FLEYGT ÚT ÚR RÁÐUNEYTINU! EJ-Reyfcjavík, 15. apríl. Defiurnar í sambandi við frum- varp dönsfcu stjómarinnar nm að Danir, sem vinna í þjónustu hins opinbera á Grænlandi, skuli fá hærri laun en Grænlendingar, sem vinna sömu störf, hafa orðið há- værari með hverjum deginum, og s. 1. mánudag var Jonathan Motzfeldt, formanni Grænendinga- Angliustyrkur til náms í ensku Félagið Anglia hefir ákveðið að veita íslenzfcum kennara styrk til dvalar á sumamámsfceiði við brezfc an háskóla tfi náms í ensfcri tungu og bókmenntum. Styrfcurinn er að upphæð 50 sterlingspund tfi greiðslu á skólagjöldum og dval. arfcostnaði. Umsóknir sfculu send ar stjóm Angliu fyrir 20. maí n.k. Þriggja manna nefnd, sem sfcipuð er af stjóm félagsins, nrun velja styrfcþega úr hópi umsæfcjenda. auka álagi. Kvaðst hann vænta þess, „að verðlagsyfirvöldin myndu fallast á það sjónarmið kaupmannasamtakanna." f þessu sambandi er ástæða til þess að vekja sérstaka athygli á því, að þeir 40—50 kaupmenn, sem fram að þessu hafa veitt neytend- um meiri verzlunarþjónustu en með nýju reglunum er stefnt að, •seldu vörur sínar án aukaálags og eru fúsir til þess að halda því á- fram í sama formi og áður. Telja má fullvíst, að ef Borgar- ráð samþykkti framangreindar til lögur kaupmannasamtakanna, þá væri það einungis að samþykkja vilja stjórnar kaupmannasamtaK- anna sjáífra, en ekki vilja mat- vörukaupmanna almennt. Ennfremur skal á það bent, að samkvæmt 3. gr. samþykktar um afgreiðslutíma verzlana í Reykja vík, skal gefa Húsmæðrafélagi Reykjavíkur, Neytendasamtökun- um og Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur kost á að láta í ljós álit sitt um tilhögun kvöldsölunn ar áður en endanleg ákvörðun er tekin um hana. Neytendasamtökin munu þegar hafa látið í ljós það álit, að auka beri þjónustuna við neytendur. Húsmæðrafélagið taldi ekki ástæðu til breytinga. Verzlun armannafélag Reykjavíkur hefur hins vegar ekki tekið endanlega afstöðu til kvöldsölumálsins, sam kvæoit viðtali Guðmundar H. Garðarssonar, formanns V.R., við dagblaðið „Vísir“, 2. þ. m. Af þessu má sjá, að af þeim að- ilum, sem málið snertir, er stjórn kaupmannasamtakanna eini aðili, sem óskar eftir hinu nýja fyrir- komulagi. f ljósi framangreindra ábend- inga leyfa undirritaðir sér að vænta þess að tillaga kaup- cnannasamtakanna um fyrir- komulag kvöldsölunnar verði ekki sambykkt heldur verði mótuð ný stefna í anda sjálfstæðis og at- hafnafrelsis með það fyrir augum, að allar matvöruverzlanir, sem þes óska, fái leyfi til að reka kvöld sölu í svipuðu formi og verið hef ur, samanber áskorun 47 matvöru kaupmanna um bað mál til Borgar stjórnar, þegar málið var til um- ræðu í Borgarstjórn liðið haust.“ Á ÞINGPALLI að það yrði lagt fyrir þetta þing. f frumvarpi nefndarinnar væri gert ráð fyrir að verzlunarfólk fengi aðild að atvinnuleysistrygg- ingasjóði, en þó hefði einn nefndarmanna verið því andvígur. Einnig tók til máls Sverrir Hermannsson og talaði máli verzlunar- manna. félagsins í Danmörfcu, hent út úr Grænlandsmálaráðuneytinu! Jonathan Motzfeldt hafði lent í hörðum deilum um fæðingarstað- arákvæðið í frumvarpinu við Er- ling Höegh, sem var einn þeirra sem upprunalega komu fram með þetta ákvæði, og rifust þeir á tröpp um ráðuneytisins- Er líða tók á umræðunnar þótti Höegh nóg um árásir Mozfeld á ákvæðið og flúði því inn í veitingastofu ráðuneytis ins. En Motzfeldt var ekki á því að láta hann sleppa og fylgdi því á eftir. Héldu þeir áfram deilun um inni í veitingastofunni þar til einn þjónanna rak Motzfeldt út með þeim orðum, að umræður væru bannað í veitingastofunni! Höegh fékk aftur á móti leyfi til þess að vera þar áfram, enda seg ir „EKSTRABLADET“ að hann sé í fleiri en einum skilningi „heil- ög kýr“ í málefnum Grænlands. Danska „Stúdentersamfundet“ hélt fund um málið í Kaupmanna höfn í gær, og hafði bæði boðið Erling og öðrum „ákvæðismanni" Peter Heilmann, að verja þar mál sitt, en báðir afþökkuðu boðið. Fjárhagsáæthin Seltjarnarnes- hrepps Fjárhagsáætlun Seltjarnames- hrepps hefur verið samþykkt og eru niðurstöðutölur hennar 10.375.000,— krónur. Helztu tekju liðir eru: útsvör 6,3 milljónir og jöfnunarsjóðsgjald 950 þúsund. — Helztu gjöld eru: skólabygging 3 milljónir, vegir 2,65 milljónir, menntamál 750 þúsund og sveit- arstjórn 630 þúsund krónur. Á þessu ári verður unnð við að und- irbyggja Nesveg og Skólabraut fyr ir malbikun. Æskulýðshljóm- sveit Norðurlanda Æskulýðshljómsveit Norður- landa, sem æfir 4 vikur á hverju sumri í Lundi, Svíþjóð, boðar til æfinga dagana 15. júní til 13. júlí í sumar, og ber að senda þátt- tökutilkynningar til Lunds Stads Musiknámnd, Mártenstorget 5, Lundi, tyriir 1. maí. Til greina koma allir hljóðfæraleikarar á aldrinum 15—25 ára (undanþágur er hægt að fá), er leika á þau Wijóðfæri, sem notuð eru í sin- fóníuhljómsveit, en alls verða í hljómsveitiinni 90—100 leikairar. Auk hljómsveitarleiks, vcrða einn- ig æfð kammermúsíkverk. Á undanförnum árum hafa m.a. þessir fslendingar leikið í hljóm- sveitinni. Ásdís Þorsteinsdóttir, Helga Hauksdóttir, Jakob Hall- grímsson, Katrín S. Árnadóttir, Nanna Jakobsdóttir (Akureyri), Steinunn Bjarnadóttir, Þórunn Haraldsdóttir (öll á fiðlu) og Haf- líði Ilailgrímsson (selló)), og geta þau að sjálfsögðu veitt nán- ari uplýsingar. Þátttökugjald er 375 sænskar kr., og er uppiliald innifalið í því. PILTAP, EFPÍBEISieUNHUSriiNS . ÞÁ A ÉC HRÍNMNfl /. Fleiri gullhvörf EJ-Reykjavík, 15. apríl. Eins og sagt var frá í NTB-frétt í blaðinu í gær, hvarf gufisend- ing, sem fara átti með SAS-þotu frá London til Stokkhólms s.I. laugardag, og er hulin ráðgáta, hvað af henni hefur orðið. VANTAR HÓTEL Framhajd af 16, síðu. sem annað hvort væri aðstaða til skíðaiðkana á vetrum eða nálægð við jarðhita, svo koma mætti upp heilsulindum fyrir ferðamenn allan ársins hring. Mesta áherzlu lagði Lúðvík þó á nýtingu skóla og félags- heimila fyrir hótel á sumrin og benti á hið velheppnaða for- dæmi Bifrastar. Hann taldi skil yrðislaust nauðsynlegt, að all ir nýir skólar og félagsheimili úti um land verði teiknuð þann ig, að þeim mætti breyta í hótel um sumartímann án mikils til- bostnaðar. Hann taldi það mifc- inn galla á þeim skólum, sem þegar væru reistir ,að ekfci væri rennandi vatn og frárennsli í herbergjunum. Ef ■ slíkir skólar yrðu gerðir að hótelum að sumarlagi, þyrfti að kosta miklu í breytingar til þess að þeir yrðu sómasamleg- ir sem hótel, í þeim skilningi, sem Lúðvík sagðist vilja leggja í orðið hótel. En sá kostnað- ur væri ekki alls staðar of mik ill, t. d. þar sem skólarnir eru vel í sveit settir og vel byggðir. Lúðvík sagði, að hingað til hefðu aðallega komið hingað tvær tegundir ferðamanna. í fyrsta lagi ævintýramenn, sér- vitringar eða náttúruskoðend- ur og í öðru lagi þeir, sem eru að safna á sig löndum, en margt vei stætt Jólk.,á Vesturlöndum hefur heimsótt velflest lönd Evrópu, önnur en ísland, og vill bæta því við. En Lúðvfk sagði, að við yrðum að fá hing- að allar tegundir almennra ferðamanna, ef við vildum gera ísland að miklu ferðamanna- landi. Og Lúðvík taldi það hafa mikið þjóðhagslegt gildi. Árið 1962 voru tekjur landsins af ferðamönnum 56,3 milljónir, og Lúðvík sagði, að þá tölu yrði að stórhækka með átaki í ferða málunum. Á fundinum urðu nokkrar umræður um áfengislöggjöfina. Lúðvík sagði, að hér hefði aldrei skapazt neinn viðræðu- grundvöllur um áfengismál. Hins vegar hefðu hömlurnar orðið til hins verra, því bezt smakkaðist forboðni ávöxtur- inn. Hann sagði þurru miðviku dagana fáránlega og einnig hina þurru tíma dagsins, og spillti þetta mjög fyrir ferða- mannaiðnaðinum. Hann sagði einnig, að góð hótel úti á landi ættu að fá vínveitingaleyfi og einnig ætti að leyfa sterka bjór- inn. TÍU SÆTA FLUGVÉL Framhald af 1. síð'u. Flugmenn hafa ekki verið ráðn- ir til þess að fljúga vélinni, en hluthafar í Eyjaflugi eru m. a. Þórir Óskarsson, Jóhann Sigfússon flugmenn, báðir tveir og svo Flug sýn, sem hefur á að skipa æfðum flugmönnum. Nú hefuir rannsóknarlögreglan í Kapumannahöfn tfikyimt, að tvær gullsendingar hafi horfið á leið- inni London—Kaupmannahöfn, síðustu 12 mánuðina, og hefur löng og áköf rannsókn ekki varp- að neinu Ijósi á þessi dularfullu hvörf. DÝRIN TALA Framhald af 9. síðu. fær þá ósk sína uppfylta, að dýr- in geti talað við hann. Milli samtalsþáttanna eru sög- ur og ævintýri um dýr, ásamt spurningum, sem orðið gætu til- efni til munnlegra frásagna og skýringa. Bókin mundi henta vel þeim foreldrum, sem vildu lesa hana með bömum sínum og ræða efni hennar við þau. Bókin er 80 blaðsíður í Skímis- broti, skreytt 40 myndum, auk kápumynda, og eru allar teikn- ingar gerðar af Þresti Magnússyni, teiknara. Prentsmiðja Hafnarfjarðar hef- ur annazt prentun. ÚTSVAR KAUPFÉLAGSINS Framhald af 1. sfðu. árkróki, hefði lýst sig langþreytt- an í starfi í Morgunblaðinu dag- inn áður en dómur gefck í þessu máli í Hæstarétti. En hann styðst við bæjarstjómarmeirihluta Sjálf- stæðisflokksins á staðnum. Árið 1960 var Kaupfélagi Skag firðinga gert að greiða 411,100,00 kr. í veltuútsvar og 24.300,00 kr. í tekjuútsvar, eða samtals 435,100,00 krónur. Þann 1. sept. sama ár kærði kaupfélagið útsvarið, í fyrsta lagi vegna þess, að læfcka beri á því um 38%, eins og á öðr- um útsvarsaðilum staðarins, sem lækkað hefði verið á. Þessu var svarað í desember á þann hátt, að formaður niðurjöfnunarnefndar tilkynnti kaupfélaginu, að bókhald þess yrði endurskoðað. Endurskoð andi taldi bókhaldið efcki sem skildi og ákvað þá niðurjöfnunar- nefnd að leggja að nýju á kaup- félagið, og var því gert að greiða 726,200,00 kr. í útsvar. Kaupfélagið kærði þessa álagn- ingu, og stóð við fyrri kröfu sína um afsláttinn. Niðurjöfnunamefnd úrskurðaði 23. jan. 1961, að út- svarið skyldi .vera 726,200,00 kr. Kaupfélagið kærði til yfirsfcatta nefndar, sem úrskurðaði að út- svarið skyldi vera 638.400,00. — Kaupfélagið áfrýjaði til ríkisskatta nefndar, en hún staðfesti þennan úrskurð. Kaupfélagið greiddi þá útsvarið en leitaði til dómstól- anna. Héraðsdómur uppkveðinn af Guðmundi ísberg gekk bæjarsjóði í vil. Kaupfélagið áfrýjaði síðan til Hæstaréttar, sem felldi þann dóm að hækkunin væri ógild. og kvað jafnframt svo á um afsláttinn, að kaupfélagið ætti kröfu á 38% af- slættinum, sem öðrum hafði ver- ið veittur 1960 og úrskurðaði að út svar kaupfélagsins skyldi vera 327,330,00 krónur samanlagt að frádregnum 10% afslætti, þar sem kaupfélagið var skuldlaust við bæj 'jrsjóð 15. okt 1960. Bæjarsjóði var gert að greiða kaupfélaginu mis- muninn, 339,219,00 að viðbættum vöxtum. Eins og sést á þessu, er málið gjör unnið, og krafan um afslátt- inn, sem gerð var í upphafi, tekin til greina. Utför móSur okkar, Sigurborgar Einarsdóttur Vík f Mýrdal, fer fram frá Víkurkirkju, laugardaginn 18. þ. m. Athöfnin hefst meS húskveðju kl. 2 e. h. frá heimili hennar. Dætur ofl aðrir aðstandendur. T í M I N N, fimmtudagur 16. aprfl 1964. 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.