Tíminn - 22.04.1964, Page 2

Tíminn - 22.04.1964, Page 2
Þriðjudagur, 21. apríl. NTB-Bangkok. — Souvanna Phouma reyndi í dag að endur nýja hl'utleysisstjórn sína, en hefur mætt erfiðleikum írá hendi uppreisnarmanna hægri sinna. Hafa þeir látið um- kringja bústað hans. NTB-New York. — Heimssýn- ingin hefst í New York á morg- un og mun Lyndon Johnson for seti setja liana. Undirbúningur- inn hefur staðið yfir í 6 mán- ■uði. Búizt er við, að um ein milljón manns muni sjá sýn- inguna á fyrsta degi. NTB-Washington. — Johnson forseti sagði í dag, að banda- ríska stjórnin hefði gert Kúbu. búum og bandamönnum þeirra ljóst, að sérhver tilraun Kúbu- manna til þess að stöðva könn unarflug USA yfir eynni muni skapa mjög alvarlegt ástand. NTB-New York. — U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag, að hann teldi, að grísku og tyrknesku herdeildirnar á Kýpur ættu að vera undir stjórn SÞ. NTB-Alsír. — Ben Bella, for- seti Alsír, var í nótt kjörinn formaður FLN-flokksins mcð samhljóða atkvæðum. NTB-Seol. — Rúmlega 1.000 stúdentar fóru í mótmælagöngu í Seol í Suður-Kóreu í dag, og er það fimmti dagurinn í röð, sem hópgöngur eru í borginni. Lögreglan dreifði mannfjöldan um með táragassprengjum. NTB-Berlín. — Tveir A-Þjóð- verjar flúðu tii V-Berlínar í dag. Óku þeir í vörubíl gegnum • sex gaddavírsgirðlngar og yfir sburð. Síðan syntu þeir yfir breitt síki við borgarmörkin. NTB-Hongkong. — 125 hvít- rússneskir flóttamenn frá Sink- iang-héraðinu í Kína komu i dag til Hongkong. Þeir vilja koimast til Ástralíu. Flóttinn tók 12 daga, en þeir gengu 5 500 km. NTB-Sofíu. — Þjóðhöfðingi Búlgaríu, Dimitar Ganev, lézt i nótt, 66 ára að aldri. NTB-Moskvu.,— Leninverðlaun unum svonefndu var úthlutað í dag. 22 listamenn og 130 vís- indamenn og könnuðir fengu þau að þessu sinni. * NTB-Osló. — 11 tíbetskir dreng ir koma til Noregs í næsta mán uði og ganga þar í skóla. Þeir eru á aldrinum 11—14 ára. NTB-Istanbul. — Tveim kirkju feðrum grísk-katólsku kirkjunn ar var vísað úr landi í Tyrl'- landi í dag. NTB-Brussel- -j- í allt eru um 1.2 milljónir atvinnuleysingja i Efnahagsbandalagi Evrópu flestir þeirra í Ítalíu. Rúmlega 700.000 stöður eru lausar. Bretar fara að fordæmi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og Draga úr framleiðslu plutoníum NTB-London og New York, 21. apríl. SFR ALEC Douglas Home, for- sætisráðherra Breta, tilkynnti í dag að framleiðslan á plutoníum til hemaðar verði smátt og smátt stöðvuð í Bretlandi. f gær til- kynntu bæði Johnson, Bandaríkja- forseti, og Nikita 'Krústjoff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, að þeirra lönd myndu minnka stór- lega framleiðslu kjamakleyfra efna. Plutonium er notað sem sprengi r Stefán fslandi fer í Óðinsvé HF, Reykjavík, 21. apríl. Stefán íslandi, óperusöngv- ari, hættir nú störfum hjá Kon unglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn frá og með 1. júlí næstkomandi. Hann hefur ým- ist sem gestur eða fastráðinn óperusöngvari verlð í tengslum við Konunglega leikhúsið í ná- lega 30 ár. f gær var svo gert opinbert, að hann hefði sótt uin starf sem yfirmaður söng- kennslu við hljómlistarháskól. ann í Óðinsvé á Fjóni. Það verð ur því ekki af því, að hinn heimsfrægi söngvari setjist að á íslandi. Samkvæmt nýju fjárlögunum í Danmörku er styrkur við þennan háskóla mjög mikið auk inn og nú stendur yfir endur skipulagning á kennslufyrir- komulaginu þar. Geir Aðils fréttaritari Tímans í Kaun- mannahöfn talaði við konu Stef áns í dag, þar sern hann var ekki við sjálfur. Sagði hún, að það væri rétt, að Stefán hefði sótt um þetta starf, og hefði hann verið beðinn um það- Stefán íslandi þykir hafa sýnt einstaka kennsluhæfileika og hefur undanfarið haft mikið að gera við söngkennslu. Meðal annars hefur hann kennt við óperuskóla Konunglega leik- hússins og haft einkatíma. Stefán söng í fyrsta sinn í leikhúsinu 1. október 1935, og frá 1938 var hann fastráðinn við óperuna. Fyrsta hlutverkið söng hann 20. apríl 1938, og eru því í dag liðin nákvæmlega 28 ár síðan. Fyrsta hlutverkið var Pinkerton liðsforingi í óperunni Madame Butterfly eftir Pucc- ini. Síðan hefur Stefán sungið tenórhlutverk í fjölmörgum óperum á sviði Konunglega leik hússins. En síðustu árin hefur það þó orðið æ sjaldgæfara að heyra hann og sjá í óperunni. efni í kjarnorkuvopn. Bretar hafa flutt hluta af framl. sinni til Bandaríkjanna og fengið úraníum 235 í staðinn. Sagði forsætisráð- herrann, að Bandaríkjamenn hefðu tilkynnt, að þeir myndu ekki nota brezkt plutoníum til hernaðar. Bæði forsætisráðherrann og Har old Wilson/ leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, lýstu í dag yfir ánægju sinni vegna tilkynninga þeirra Johnsons og Krústjoffs i gær um, að lönd þeirra myndu stórlega minnka framleiðslu kjarnakleyfra efna. U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, sagði á blaðamannafundi í dag, að ákvörðun landanna þriggja væri greinileg staðfesting aukins trausts milli ríkisstjórnanna þriggja og lofaði góðu um fram- tíðina. Brezk og bandarísk blöð ræða málið í forystugreinum sínum í dag og fagna þessari ákvörðun. — New York Times ségir, að þessi á- kvörðun dragi úr spennunni í heiminum og að hún sé tákn um gagnkvæman skilning, en hafi aft- ur á móti enga hernaðarlega þýð- ingu. New York Herald Tribune segir, að þessi ákvörðun veki á ný þá von, sem Moskvusamningur- inn um tilraunabann vakti. Brezka blaðið The Guardian skrifar, að þessar yfirlýsingar muni hjálpa til við að jafna ágreining austurs og vesturs. Blöð í Sovétríkjunum birtu í dag 500 orða frétt um ákvörðun Bandaríkianna. Slys á Laugarásvegi KJ-Reykjavík 21. apríl. Um hálf tíu i kvöld varð árekst nr á Laugarásvegi, og slasaðist eio iona. Tveir bílar voru á leið aust ur götuna, gamall Fordson er ók á undan og VW „rúgbrauð". Er komið var efst á Laugarásveginn ók VW bíllinn aftan á Fordsoninn, kastaði honum á ljósastaur, en sjálfur hentist hann út af hægri vegarkanti sem er allhár þarna, og síðan eina tuttugu metra áfram og-stöðvaðist í grjótinu fyrir neð- an veginn. Ökumaður var einn í VW-bílnum, secn var frá Hansa h.i. j FORSETAKJÖRIÐ BLAÐIÐ fékk í gær þær upplýs- ingar hjá Birgi Thorlacius ráðu- neytisstjóra, að sú venja hefur viðgengizt frá stofnun lýðveldisins að við endurkjör forseta íslands liggi frammi hjá bæjarfógetum og sýslumönnum áskriftarlistar fyrir stuðningsmenn frambjóðenda. — Það er því ekki nýmæli, að þ_að skuli gert núna við framboð Ás- geirs Ásgeirssonar forseta. SÖN6SKEMMT- ANIR í HREPPUM SG-Miðfelli, 21. apríl. SÖNGFÉLAG Hreppanna hefur æft af kappi að undanförnu og hyggst halda tvær söngskemmtan- ir, aðra að kvöldi sumardagsins fyrsta í félagsheimili Hruna- manna en hina sunnudaginn 26. apríl í Selfossbíói.. — Söngstjóri Söngfélagsins er Sigurður Ágústs- son, en einsöngvarar að þessu sinni verða þau Ásthildur Sigurð- ardóttir og Guðmundur Guðjóns- son( en undirleikari er Skúli Hall- dórsson píanóleikari. Nýtt gos við Eyjar? HF—Reykjavík, 21. aprfl. Klukkan 5,45 í morgun var Herjólfur staddur 18 sjómílur vest-norð-vestur af Heimaey á leið til Vestmannaeyja. Garðar Þor- stcinsson, annar stýrimaður, og háseti, voru í brúnni og sáu háan gufumökk koma upp úr sjónum 3 sjómflur suðvestur af Surti. Mökkurinn var að minnsta kosti 2—300 metra hár og gaus sam- fieytt í 20 mínútur, minnkaði svo 70-80TH. KASTI FB—Reykjavík, 21. aprfl f dag fékk Sigurpáll eitt allra stærsta kastið, sem sögur fara af, þar sem hann var að veiðum á Selvogsgrunni. Fékk hann milli 70—80 lestir í þessu eina kasti síð degis í dag. Allmargir bátar voru Sumarfagnaður Stúdentafélag Reykjavíkur ög Stúdentaráð halda sumarfagnað að Hótel Borg í kvöld. Dagskráin verður fjölbreytt. Meðal annars verður keppni í mælskulist milli horðan- og sunnanmanna, og taka ýmsir þjóðkunnir menn þátt í henni. en Friðfinnur Ólafsson stjórnar. Ómar Ragnarsson, stud. jur, verður með skemmtiþátt. Á miðnætti verður sumri fagnað, en síðan dansað til kl. 2. komnir inn til Þorlákshafnar um kvöldmatarleytið í kvöld, og voru þeir með um og yfir 40 lestir hver. í Vestmannaeyjum fréttum við að Ófeigur II. hefði verið með 55 lestir, Huginn með 40, Huginn II. með 50, Halkion með 34 og Ögri og Vigri með 30 lestir hvor. Yfirleitt var veiði nótabátanna mjög góð í dag, og netabátar höfðu fengið milli 10 og 20 lestir hver. f gær bárust 128 lestir til Bol- ungarvíkur, og var mestur hluti aflans þorskur. M- a. kom Hafrún með 84 lestir, sem hún hafði feng- ið á Selvogsgrunni. Geysimikil vinna hefur verið í Bolungarvík að undanförnu og hafa allir sem vettlingi geta valdið farið í fisk- vinnuna, bæði skrifstofumenn, og iðnaðarfólk til þess að flýta fyrir vinnslunni. og gaus slitrótt í eina þrjá stundar fjórðunga. Þá var Herjólfur kom- inn svo langt í burtu, að þess} nýi mökkur rann saman við mökkinn úr gamla Surtseyjargosinu. Sagði Garðar í viðtali við Tím- ann í dag, að neðst í mekkinum hefði greinilega sézt aska. Mökkur inn hefði mjög líkzt upphafi Surts eyjargossins og verið kraftmeiri en sá, sem sást upp úr áramótun- um suð-austur af Surtsey. Klukkan 9 í kvöld hafði Tíminr. fregnir af flugvél, sem var á flugi yfir Surtsey og nágrenni, og sagði flugmaðurinn, að allt væri þar ein; og það ætti að sér. Það sæist eng inn framandi gufumökkur. Halldór Einar Jónas Árni EFNAHA6S- 06 ATVINNUVE6A- RÁÐSTEFNA SUF í B0RGARNESI Ráðstefnar. verðui haldin um helgina 25.—26. apríl. Hún hefst í Samkomuhúsinu í Borg- arnesi kl. 3 á laugardaginn og verða þá flutt erindi. Um kvöld ið verður kvöldvaka í Hótel Borgarnesi. Framsögumenn á ráðstefnunni verða Halldór Sig urðsson, alþingismaður og Ein- ar Ágústsson, alþingismaður, Jónas Jónsson búvísindamaður og Árni Benediktsson fram- kvæmdastjóri. Þátttöku þarf að tilkynna í Reykjavík til skrifstofu Fram- sóknarflokksins í Tjarnargötu 26, í Stykkishólmi til Leifs Jó- hannessonar, í Ólafsvík til Jaf- ets Sigurðssonar, á Akranesi til Þorsteins Ragnarssonar, í Borg arnesi til Jóns Einarssonar, í Borgarfjarðarsýslu til Bjarna Guðráðssonar í Nesi, í Mýra sýslu til Snorra Þorsteinsson ar í Bifröst, og í Snæfellsncs sýslu til Njáls Gunnarssonar á Syðri-Bár í Eyrarsveit. 2 TÍMINN, mlðvlkudaginn 22. apríl 1964

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.