Tíminn - 07.05.1964, Side 6

Tíminn - 07.05.1964, Side 6
/\ Rætt við Pétur Siggeirsson, fomann félagsstjórnar ASalverztunarhús Kaupfélags N-Þingeyinga á Kópaskeri. , KAUPFÉLAG Norður-Þlngey inga minnlst 70 ára starfsafmælis sfns um þessar mundir. Aðalfund or félagsins var haldinn í Skúla- garfH í Kelduhverfi í gær, og að kvðldl fundardagsins efndi félags- stjémin tfl samkomu þar í félags- heimflinm þar sem afmælisins var minnzt að nokkru, en annars er ekki ætlun félagsins að halda upp á afmælið með öðrum hætti, sagði Þórhallur Bjömsson, kaupfélags- stjóri á Kópaskeri, er blaðið átti tal við hann í gær. — Ber það meðal annars til, sagði hann, — að formaður félagsins, Pétur Slg- geirs9on frá Oddsstöðum, er ekki heima, og okkur þykir nokkuð mik ið á skorta, þegar hann er ekki með okkur, ekki sízt við slík tækl- færl, sagði Þórhallur. Einn helzti hvatamaður að stofn- un Kaupfélags Norður-Þingeyinga var Jón Gauti Jónsson frá Gaut- iöndum, setn fór um héraðið milli Tunguheiðar og Öxarfjarðarheið- ar snemma vetrar 1893 að áeggj- an Péturs Jónssonar, bróður síns, formanns Kaupfélags Þingeyinga á Húsavfk, ásamt Júlíusi Ólafssyni búfræðingi frá ólafsdal, til þess að ræða við bændur í héraðinu um samvinnu í verzlunarmálum og helztu úrræði í því efni, en raunar átti þetta upptök sín í hvatningu og umleitunum manna austan Jökulsár, einkum í Núpa sveit, þar sem stofnað hafði verið til samtaika í verzlunarmáluim. Á fundi í Presthólum, þar sem komn ir voru flestir búendur í Núpa- sveit, var samþykkt að stofna kaupfélag eða pöntunarfélag er næði yfir Hólsfjðll, Öxarfjörð Kelduhverfi að nokkru, Núpasveit og Sléttu, en heimili þess yrði á Kópaskeri. Var einnig samþykkt að leita til Jóns Gauta um forstöðu og félagið skýrt Kaupfélag Norður Þingeyinga. Þorsteinn Þorsteins- son var og kjörinn formaður fyrstu félagsdeildar, Núpadefldar. Þetta eru fyrstu drðg að stofnun félags- ins, þó að formlegri félagsskipan kæmist á síðar, og félagið fékk fyrstu vðrur sínar í júní 1894, og voru þær afgreiddar til kaupenda að Snartarstöðum Að undirbúningi starfsins vann Jón Gauti öðrum fremur. Síðan þetta gerðist eru liðin 70 ár. Kaupfélag Norður-Þingeyinga hefur starfað með myndarlegum hætti, varð snemma traust félag og hefur verið það æ síðan. Það byggði myndarlegan verzlunarstað á Kópaskeri, kom þar upp verzl- unarhúsum og á þar nú miklar byggingar og rekur viðtæka starf- semi. Þar er myndarlegt verzlunar- hús, ágætar og nýtízkulegar vöru- geymslur, gott slátur- og frystihús, vélaverkstæði og sitthvað fleira. Félagið hefur meira að segja rek- ið gistihús á staðnum. Á síðusta árum hefur risið þarna fallegt þorp, og þar býr nú allmargt manna, sem flestir starfa á vegum samvinnufélagsins. Félagið reisíi snemma útibú á Raufarhöfn og hafði þar allmikla starfsemi þang að til stofnað var sérstakt kaup- iélag á Raufarhöfn og austurhluta Sléttunnar og tók við útibúinu. — Félagið tók og tekur enn myndar legan þátt í útgerð og síldarsölt- un á Raufarhöfn. Þá hefur félagið nú vörusölu bæði í Keldunesi oe. vörugeymslu á Hólsfjöllum. Segja má, að meginhluti allrar verzlunar þjónustu á félagssvæðinu hafi frá fyrstu tíð verið á vegum félagsins, samstaða fólks um það óvenjulega mikil og traust, enda félagið alla tíð sterkt og rekstur þess til mik illar fyrirmyndar, enda hafa þar að unnið afbragðsmenn hver fram af öðrum. Fyrsti formaður félagsins og kaupfélagsstjóri var sem fyrr seg- ir Jón Gauti Jónsson til ársins 1916, en þá tók Björn Kristjánsson við kaupfélagsstjóm og gegndi henni í meira en þrjá áratugi, en þá tók við núverandi kaupfélags- stjóri, Þórhallur Björnsson. Björn Kristjánsson er afar mikilhæfur félagsmálamaður og forsjá hans á kaupfélaginu var með miklum glæsibrag. Á eftir Jóni Gauta var Þorsteinn yngri Þorsteinsson á Daðastöðum kjörinn formaður félagsstjórnar og var það til dauðadags, en þá var kjörinn formaður Pétur Sig- geirsson bóndi á Oddsstöðutn, og er hann enn formaður félagsins, þótt orðinn sé hálfáttræður, ágæt ur forystumaður í félagsmálum, er notið hefur mikils trausts og vin- sælda í héraði. Varaformaður fé lagsins nú er Þórarinn Haraldsson, bóndi í Laufási í Kelduhverfi. Vegna þess, að formaður félags- stjórnar, Pétur Siggeirsson, dvelst um þessar mundir hér syðra, til rannsóknar í sjúkrahúsi en þó hress vel, hitti ég hann að máli og spjallaði við hann stundarkorn um sögu og málefni félagsins. Pétur er mikill áhugamaður tun sam- vinnumál og hefur glöggan skiln- ing og reynslu í þeim efnum, eins og glöggt hefur komið í ljós í forystustarfi hans í Kaupfélagi Norður-Þingeyinga. — Hve lengi heldurðu, að þú sért búinn að sækja kaupfélags fundi, Pétur? — Ætli það fari ekki að nálgast sex tugi ára segir Pétur með hýru brosi og glettni í augum. Ég mun hafa verið innan við tvítugt, þegar ég fór að fara á kaupfélagsfundi, enda sóttu þá í þá daga — eins og raunar enn — margir fleiri en kjörnir fulltrúar deilda. Kaupfé- lagsfundimir urðu snemma al- mennir umræðufundir um héraðs- mál og helzti vettvangur, þar sem framfaramálum var hreyft, enda hafa félagsmenn jafnan talið, að kaupfélagið ætti að láta sér fátt mannlegt óviðkomandi á félags- svæðinu og lyfta undir flest það, er gæti orðið til almannaheilla cg hagsbóta. — Þú varðst snemma deildar- stjóri? — Já, ég tók við deildinni á Vestur-Sléttu skömmu eftir að ég kom úr skóla, og ég held, að ég hafi verið fulltrúi á kaupfélags- fundi í fyrsta sinn 1916, en það var raunar sögulegt ár, því að þá fór Jón Gauti frá félaginu, og átti eg þá ásamt formanninum nokikurn þátt í samningum við það uppgjör. — En hvenær varstu kjörinn í stjórn félagsins? — Það mun hafa verið 1943. —Og formaður félagsins síðan? — Já, ég var varaformaður þeg- ar formaðurinn, Þorsteinn Þor- steinsson lézt árið áður. — Hvemig voru félagsfundimir framan af ámm? — Þeir vora bæði fjölmennir og áhrifaríkar samkomur. Framan af árum voru þeir oftast haldnir á stórum heimilum, þar sem húsa- kynni voru mikil, og hélzt svo fram um 1930. Fjórir bæir urðu oftast fundarstaðir — Snartarstað ir, Brekka, Skógar og Ærlækjar- sel og Garður. Þar var oft þröngt á þingi, þó að húsakynni væra mikil miðað við það sem þá gerðist i sveitum og myndarskapur húsráð enda eftir því. — Þama gistu menn eða dreifðu sár á næstu bæi, því að fundir stóðu þá að minnsta kosti tvo daga, cg eftast einhver skemmtan höfð jafnhliða fundarstörfum. Umræð- ur urðu oft miklar og gagnlegar á þessum fundum, og fæddust þar ýmis mikilvæg framfaramál, sesn urðu að ómældu gagnt síðar. Á siðari árum hafa kaupfélagsfund- irnir oftast staðið einn dag, og hefur þá ekki verið ráðrúm tíl að ræða annað svo teljandi sé en brýn- ustu félagsmál. Alltaf sækja þó töluvert fleiri fundinn en kjömir fulltrúar úr deildum. — Var ekki skipaafgreiðsla allt af erfið á Kópaskeri? —Jú mikil skelfing. Þar var engin bryggja, og allar vörur varð að flytja milli skips og lands á bátum fram á síðari ár. En þetía tókst vonum betur, og var það mikil mildi, að ekiki hlutust stór- slys af. Ég held, að þar eigi Brekku bræður, þeir Jón, Guðimundur, Árni, Sigurður og Rafn alveg é- venjulega afrekssögu að baki Þelr hafa annazt upp- og fram- skipun og gert það með s-'o milklum dugnaði, verklagni og karlmennsku, að á sérstöku orði hefur verið haft, og skipsmenn dáðust oft af því hve liðlega þetta gekk við þessar erfiðu aðstæður og kváðust taka afgreiðsluna á Kópaskeri fram yfir marga staði, þar sem góðar bryggjur væru. — Fyrst varð að róa uppskipunarbáL unum milli skips og lands, en snemma keypti Ámi þó vélbát til þess að draga þá. — Hverja telur þú fyrstu meg- instoð undir velgengni fclagsins og hinni tnikilvægu þjónustu þess við félagsmenn? — Ég tel, að í öndverðu hafi það ráðið einna mestu, hve snemma var ákveðið að leggja 2% af út- tekt í félagssjóð, sem síðar varð stofnsjóður. Þetta fé var notað til þess að kaupa birgðir vetrar- vöru til tryggingar, og það var betri ráðstöfun en peningar í kisti! handraða. Þetta kom að ómetan- legu haldi, og stofnsjóður félags- ins óx og varð gild og styrk stoð undir rekstri og viðgangi þess. — Hefur félagið veitt félags- mönnum lán eða aðstoð utan yerri unarsviðsins? — Já, okkur hefur verið ofar lega í huga að stuðla að bættri af komu og rétta þar hjálparhönd, sem þörf var mest. Félagið samþ. snemma, eða tnilli 1920—30, að veita félagsmönnum, nokkra styrki til kaupa á búverkfærum, einkum jarðræktar- og heyvinnuvélum, og kom það sér vel, meðan opinberir styrkir vora litlir eða engir til þess. Þannig reyndi félagið að örva framleiðsluafköst bænda og bæta hag þeirra. Einnig hefur fé lagið ætíð reynt að lána félag*- mönnum fyrir byggingarefni að nokkru, þegar þeir stóðu í fram kvæmdum og biðu eftir aðallán- um. — Hvernig fór á kreppuárun- um? — Já, það er einmitt rétt að minnast á það, því að ég tel þar um merkilegt atriði að ræða. Eít- ir 1930, þ egar kreppan fór að þrengja að bændum og skuldir höfðu safnazt, var samþykkt á kaupfélagsfundi tillaga um að félagið gæfi eftir hluta af skuld- um félagsmanna, ef hreppsfélögin kæmu til móts við það með eftir- gjöf að sínu leyti. Þetta kcwn einu ig til kasta sýslunefndar, og Bjðrn Sigurðsson bar málið þar fram og fékk það samþykkt. En svo kom stjómarúrskurður á þá lund, að Framh. á bls. 8. Jón Gauti Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson, framkvamdastj. og formaður 1916 formaður 1916—1942 Petur Siggeirsson, formaður félagsstjórnar Bförn Kristjánsson, kaupfélagsstjóri Þórhailur Björnsson, núverandi kaupfélagsstjóri I 6 T f MI N N, fimmtudaginn 7. maí 1964 — I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.