Tíminn - 07.05.1964, Side 5

Tíminn - 07.05.1964, Side 5
Mótið verður haldið í júlímánuði 1965 Þessl mynd er frá Laugum í N.-Þlngeyjarsýslu, en þa r var síðasta Landsmót UMFÍ haldið. Fremst á myndlnnl er hllðlð að fþróttasvæðlnu, og lengra nlður frá má sjá tjöld í hundraða tall, en mikiS fjöl- mennl er |afnan, þegar landsmót eru haldln. maí því að forkeppni verð- ttr að fara fram sumarið 1964. THkynni ekki nema tvö hér- aðssambönd þátttöku í annarri hvorri þessara greina fellur keppni niður. Undirbúnings- nefnd og stjórn UMFÍ felur trúnaðarmönnum niðurröðun leikja. í keppninni skal telja tvö stig fyrir unninn leik, eitt fyrir jafntefli og 0 fyrir tap- aðan leik. Verði lið jöfn að stigum ákveðst röð til lands- móts stiga samkvæmt fjölda fenginna og skoraðra marka í undankeppni (fyrri og síðari). Þau 6 lið, sem eru eftir að lok inni fyrstu umferð skulu hljóta 5 landsmótsstig. Það lið sem er nr. 1 í úrslitakeppni, fær 9 stig auk 5 stiga úr undan- keppni, nr. 2 fær 6 stig auk 5 úr undankeppni og nr. 3 fær 2 stig auk 5 úr undankeppni. Það lið, sem sigrar, hlýtur sér verðlaun. Leikmenn í úrslitum hljóta viðurkenningarskjöl. E. Handknattleikur Sömu reglur gilda sem um knattspymu. Körfuknattleikur karla verð- ur tekinn á mótsskrá landsmóts ins sem sýningargrein. F. Starfsíþróttir Þingið leggur til, að á næsta landsmóti UMFÍ fari fram keppni í eftirtöldum starfs- íþróttum: 1. Lagt á borð og blómaskreyt- ing 2. fl. 2. Ostafat og eggjakaka 2. fl. 3. Jurtagreining 2. fl. 4. Dráttarvélaakstur 1. fl. ungl- ingar. 5. Gróðursetning trjáplantna 1. fi. 6. Búfjárdómar 1. fl. Stjórn og mótsnefnd heimil- ast þó að láta búfjárdóma fara fram á öðrum stað og tíma, ef hagkvæmara þykir. Ef keppni fer fram í tveimur aldursflokk um, skal yngri flokkur miðast við 20 ára og yngri, en sá eldri yfir 20 ára. Sé keppt í tveim- ur aldursflokkum, eru tveir þátttakendur háinark frá hverju héraðssambandi, en þrír ef um einn flokk er að ræða. Þess má að lokum geta, að Ungmennafélag fslands og Hér aðssambandið Skarphéðinn hafa nána samvinnu um allan undirbúning að þessu 12. landsmóti. Formaður UMFÍ er, eins og kunnugt er, sr. Ei- rfkur J. Eiríks. Héraösskóllnn a3 Laugarvatni. Bridgemótið í Juan Les Pins: MEÐALSKOR I 1. UMFERÐINNI Hsím, Reykjavík, 6. maL Stórmótið í bridge i Juan Les Pins í Suður-Frakklandi er ná f fulltnn gangi, en þátttakendnr okkar á mótínu eru fslandsmeistararn- Ir í tvímenningskeppni, Símon Símonarson og Þorgeir Sigurðsson. Þegar blaðið náði tali af þeim í dag hafði fyrsta umferð keppninnar verið spiluð og höfðu þeir holtið rúmlega meðalskor í hcnni, þrátt fyrir nokkra byrjunarörðugleika vegna málsins, en allar sagnir voru á frönsku, sem þeir höfðu ekki búizt við- Tvímenningskeppni mótsins hófst á þriðjudag klukkan fjögur eftir íslenzkum tíma og taka 250 pör þátt í henni — og þrátt fyrir, að Ólympíumótið standi yfir í New York á sama tíma, eru marg ir heimsfrægir spilarar, þar á meðal og má t. d. nefna fyrrver- andi heimsmeistara Frakkana Jais og Trezel, sem taldir hafa verið beztu menn franska lands- liðsins s. 1. áratug. Flestir þátt- takendur eru franskir, en einnig fjölmargir frá öðrum löndum, einkum nágrannalöndum Frakk- lands, og einnig enskir atvinnu- menn, svo að eitthvað sé nefnt. Eftir fyrstu umferðina á þriðju- dag voru Símon og Þorgeir rétt fyrir framan miðju með 3148 stig, en meðalskor er 3120. Alls verða spilaðar fimm umferðir og var önnur umferð í gærkveldi. Þeim Símoni og Þorgeiri gekk mjög illa framan af — allar sagn- ir voru á frönsku, sem þeir höfðu ekki búizt við — heldur ensku eins og er á nær öllum alþjóða- mótum — og einnig var þeim framandi frönsku orðin yfir ás, kóng, drottningu og svo framveg- is. Þetta háði þeim skiljanlega og eftir fjórar fyrstu seturnar höfðu þeir aðeins hlotið um 25% skor — eða voru um 400 stigum lakari árangur en meðaltalið. En þá voru málaerfiðleikarnir að mestu úr sögunni og þeir sóttu sig jafnt og þétt og þegar ég ræddi við þá í gær, voru þeir mjög ánægðir með að hafa komizt yfir meðal- tal, þrátt fyrir hina slæmu byrj- un, og virtust báðir bjartsýnir á áframhald keppninnar. Að sögn þeirra var veður hið fegursta á Bláströndinni, og allur aðbúnaður hinn bezti. Eftir fyrstu umferðina voru tveir óþekkt.ir franskir spilarar í efsta sæti með um 4000 stig — eða um 67%, sem er nær ótrú- legur árangur á jafn sterku móti. Frægir spilarar höfðu ekki beint blandað sér í baráttuna um efstu sætin eftir umferðina — enda á sennilega ýmislegt eftir að ske í jafn langri keppni, en eins og áður segir verða spilaðar fimm umferðir og lýkur tvímennings- keppninni á sunnudag. Afmælismót KR í körfuknattleik fór fram aS Hálogalandi í fyrrakvöld. ÍR-IISlð bar sigur úr býtum eins og vænta mátti, mætti KR í úrslitum og vann meS 35:28. Myndin aS ofan er frá leik ÍR og KR. Nýliðl í ÍR- liðinu, Jón Jónsson, skorar fyrir félag sitt, en þeir reyna að stöðva hann, Kolbeirrn og Kristján í KR-liðinu. TÍMINN, flmmtudaginn 7. maí 1964 5

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.