Tíminn - 14.05.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.05.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánssoh.11 Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Hin frosna hönd Kunnur atvinnurekandi í SjálfstæSisflokknum var nýlega inntur eftir því, hvort ekki væri nú bjart yfir at- vinnurekstrinum í landinu, þar sem góðæri væri víðast við sjávarsíðuna. Hann kvað því hins vegar ekki að heilsa, því að hin frosná hönd legði sína köldu fingur á flesta atvinnustarfsemi í landinu. Nánar aðspurður sagði hann, að hin frosna hönd væri hin mikla lánsfjárkreppa, sem hlotizt hefur af spari- fjárbindingunni í Seðlabankanum. 800 millj. af spari- fé þjóðarinnar hafa verið lagðar þar til hliðar og gerðar gagnslausar fyrir atv’innulífið og uppbygginguna í land- inu. Meðan ríkisstjórnir í öðrum löndum keppa að því að tryggja atvinnuvegum sínum eðlileg stofn- og rekstrar- lán, skapar íslenzka ríkisstjórnin lánsfjárkreppu með hinni stórfelldu frystingu sparifjárins. íslenzkir 'atvinnuvegir búa nú við meiri lánfjárskort, styttri lán og hærri vexti, en finna má dæmi um í ná- grannalöndunum. Lánsfjárhöftin leggjast vissulega eins og frosin lífvana hönd á flestan atvinnurekstur lands- manna. Aðeins þeir, sem njóti sérstakrar náðar valda- manna og lánastofnana, eru nú einhvers verulegs megn- ugir. Framtak allra annarra kyrkja lánsfjárhöftin meira og minna í greip sinni. Lánsfjárhöftin, sem eru afleiðing sparifjárfrystingar, leggja ekki aðeins sína frosnu hönd á atvinnuvegina i landinu. Þau gera efnalitlu fólki ógerlegt að eignast eigið húsnæði. Því hefur dregið mjög úr íbúðabyggingum og húsnæðisvandræðin, ásamt meðfylgjandi okri á flest- um sviðum, aukast svo að segja daglega. Ríkisstjórnin lofar því hátíðlega við flest tækifæri að hún skuli draga úr höftum. Efndirnar eru þær, að hún hefur komið á stórfelldustu lánsfjárhöftum, sem þrengja í vaxandi mæli aðstöðu atvinnuveganna og upp- byggingarnar í landinu. Og þó finnst ríkisstjórninni ekki nóg að gert. Seinustu daga þingsins hefur hún notað til þess að fá stóraukna heimild til sparifjárfrystingar og lánsfjárhafta. Svo ill, sem lánsfjárhöftin hafa verið hing- að til, munu þau reynast mörgum atvinnurekstri óbæri- leg, ef stjórnin reynir að nota þessa heimild. Því reyna nú margir vitrustu menn stjórnarflokkanna að koma í veg fyrir þetta, en vafasamt er, hvort það muni takast. Ný höft Ríkisstjórnin aflar sér nú heimildar til að geta hindrað einkabanka í því að opna útibú. Slíka heimild hefur hún raunverulega nú, hvað snertir ríkisbankana. í augum margra kann þetta að líta sakleysislega út, en sé nánar aðgætt er hér verið að skapa hið víðtækasta ‘fordæmi. Hver er t. d. munur á því, að setja höft á fjölgun útibúa og höft á fjölgun verzlana? Ef til vill kann ýmsum að þykja skynsamlegt að setja slík höft á verzlanir, en hvað er þá orðið úr samkeppni og frjálsræði, er átt hefur svo ríkan þátt í framförum vestrænna þjóða? Athyglisvert er, að þessi nýju höft eru runnin undan rifjum þess flokks, sem sérstaklega þykist fylgjandi frjálsu framtaki og vera andvígur höftum. Það kemur hér vel í ljós, að þessi málflutningur er aðeins áróðurs- bragð hjá Sjálfstæðisflokknum. Megintakmark foringja hans er að efla forréttindi vissra manna og fyrirtækja. í því skyni eflir hann nú alls konar höft og þó fyrst og og fremst lánsfjárhöftin. Marjorie Hunter:1 Appalachia - helzta landsvæði fátæktarinnar í Bandaríkjunum Johnson forseti leggur meginkapp á uppbyggingu þar. VIÐAST hvar í Bandaríkj- unum eru aSeins fátækrablettir innan um allsnægtirnar, en í Appalachia eru aðeins alls- nægta-blettir innan um fátækt- ina. Appalachia er stðrbrotið og fagurt landssvæði, sem nær til tíu fylkja í suður frá Pittsburg og allt til Birmingham. Lands- svæðið sem heild er eitt hið erfiðasta efnahagslega viðfangs efni bandarísku þjóðarinnar, þrátt fyrir mikil auðæfi í sum- um borgunum þar. Þarna eru víðlendustu fátækrahverfi í sveit í Bandaríkjunum og hin torveldustu viðfangs. f apríllok fór Johnson forseti fram á við fulltrúadeild þings- ins, að hún samþykkti 228 mill jón dollara fjárveitingu til um- bóta í Appalachia fjárhagsárið júlí til 1964 til jafnlengdar 1965. Ætlunin er að verja meira fé til uppbyggingar : þessum héruðum á næstu ár- um, eða jafnvel allt að 4 mill- jörðum dollara. APPALACHIA nyti auðvitað góðs af öðrum fjárveitingum samkvæmt fyrirhugaðri bar- áttu ríkisstjórnarinnar gegn fátæktinni almennt, en fyrir rúmum tveimur mánuðum fór stjórnin fram á við fulltrúa- deild þingsins milljarð dollara fjárveitingu í þessu skyni. Framkvæmdir þær, sem þar er um að ræða eru þó í þágu þjóðannnar allrar og einkum miðaðar við þarfir einstakling anna. Gert er ráð fyrir að koma á fót vinnusveitum fyrir æsku- fólk, þar sem það gæti notið nokkurrar menntunar samhliða starfsþjálfun. Til dæmis er ætlunin að útvega vinnu hluta úr degi með námi í miðskólum Ennfremur á að veita styrk til framkvæmda innan héraðs til þess að vinna gegn fátækt- inni, stofna friðarsveitir og út- vega fjármagn til eflingar land búnaði og ýmiss konar öðrum smáatvinnurekstri. Landsvæðið býr yfir ýmsum auðlindum, sem enn eru að mestu ónýttar. Þar eru miklir skógar. sem ekki næst til frá vegi. Mikið er um fallvötn, en orka beirra óbeizluð að mestu. Sums staðar í fjallahéruðum þessa landsvæðis er einhver mesta náttúrufegurð í austan- verðum Bandaríkjunum, en vegir sem þangað liggja, eru mjög lélegir, mjög lítið um tækifæri til að njóta þar hvíld- ar og hressingar og því fátt. sem iaðar ferðamenn þangað LAND9VÆÐIÐ Appalachia ei : heild fátækt og þess vegna er margt af fólkinu þar fátækt Og landsvæðið í heild er fá tækt af því að margir af íbúum þess eru fátækir. Fyrirætlun stjórnarinnar um að verja mill jarð dollara til baráttu gegn fátækúnni hrykki því skammi til að ráða bót á þeim vanda. sem við er að stríða í Appalac hia. Æskufólkið kæmi að vísu of an úr fjallahéruðunum til þess að ganga í vinnuflokkana og njóta góðs af starfsþjálfuninni APPALACHIA-POVERTY BELT Appalachia is a cfuonicaDy dcptctscd area in the Appata'chian Mountain rcgion. Figures in boxcs indicate uncmployment rates in states' Appalachia regions. o&lantic Ocecm UNEMPLOYMENT COMPARED AppatacMa En engin störf biðu þess að þjálfun lokinni, nema því að- eins að verulegar efnalegar framfarir yrðu á landsvæðinu almennt. Unnt væri að veita aðstoð til að koma á fót smáatvinnu- rekstri, en þó því aðeins, að fyrir hendi yrðu viðskiptavin- ir með einhver auraráð. Og unnt væri að fá iðnrekendur til þess að koma á fót iðnrekstri i Appalachia, en þó því aðeins, að séð yrði fyrir fullnægjandi vegakerfi, vatnsmiðlun og virkj unum. Forsetinn hefir látið i Ijós bá skoðun, að báðar fjár- veitingarheimildirnar þurfi til ef unnt eigi að vera að létta fargi fátæktarinnar af lands- svæðinu. LaNDSVÆÐI þetta nær yfir alla Vestur-Virginíu og hluta af níu öðrum fylkjunr Pennsylvaníu, Ohio, Kéntucky, Maryland, Virginíu, Tennessea. Norður-Karolínu, Alabama og Georgíu. Það er um 165 þúsund fermílur að flatarmáli, eða 10 sinnum stærra en Sviss. Þar eru 340 sveitarfélög og íbúarn ir 15.3 milljónir. Svæði þetta stendur öðrum hlutum Bandaríkjanna langt að baki, hvaða mælikvarði, sem notaðui er til samanburðar: Þar hefur þriðja hver fjöl- skylda neðan við 3000 dollara í árstekjur, en sé miðað við þjóðarheildina er það fimmta hver fjölskylda, sem svo lítið ber úr býtum Þar þurfa 26% íbúanna meiri háttar viðgerða við, en Dökka svæðið á uppdrættinum er Appalachia, fjallasvæðið, þar sem er mest fátækt I Bandaríkjunum. Tölurnar sýna atvinnuleysl í hinum ýmsu héruðum þessa landsvæðis. Uppdráttur þessi er úr The New York Times. ef miðað er við öll Bandaríkln er þessi tala ekki nema 18,1%. Atvinnuleysið í Appalachia nam 7,9% árið 1963, en 5,7% þegar öll Bandaríkjaþjóðin var tekin sem heild. Embættis- menn stjórnarinnar eru þó þeirrar skoðunar, að atvinnu- leysið sé í raun og veru mun meira en þetta, þar sem svo margir séu hættir að reyna að afla sér atvinnu. Þeir gera ráð fyrir, að um 15% karl- manna og 21,4% kvenna reynd ust atvinnulaus ef öll kurl kæmu til grafar. MENNTUNARKOSTNAÐUR á einstakling í Appalachia nemur 53,80 dollurum á ári, en 69,68 dolluruín þegar þjóðin er tekin sem heild Algengara er þar en annars staðar að unglingar hætti námi, Þar er keypt minna af vörum og minni sparifjár- söfnun en annars staðar. Miklu af því fé, sem ætlað er til eflingar efnahagslífsins á svæðinu, yrðj að v.erja til að- stoðar fylkjunum við vegalagn ingu, ef takast á að fá þangað fleiri terðamenn, koma af stað auknu skógarhöggi og auknum iðnaði. Miklu fé þyrfti einnig að verja til varna gegn vatns- flóðum, vatnsmiðlunar og virkj ana vegna iðnaðar og útilífs, skolpíagna, umbóta vegna trjá- ræktar og timbursölu, breytinga lélegs ræktarlands í bithaga fyrir búfé, til að greiða fyrir nýrri og aukinni notkun kola og endurbóla á landi,sem spillzt hefir vegna námureksturs. Framhald 6 13. siðu T í M I N N, fimmtudagur 14. maí 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.