Tíminn - 14.05.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.05.1964, Blaðsíða 8
Gísii Magnússon, Eyhildarholti: HÆSTARÉTTARDÓMUR I. fhaldsblöðin í höfuðstaðnuin hafa ósjaldan gert sér alltítt um Kaupfélag Skagfirðinga. Er ekki nema sjálfsögð góðgirni að gera ráð fyrir því, að falslaus um- hyggja felist að baki, enda þótt svo óhöndulega takist til um stjórn á pennanum, að annað komi á pappírinn en það, sem inni fy.’ ir býr. Hér koma sýnishom af stór- karlalegum yfirskriftum nokkurra þessara blaðagreina, og gefa þær dáindis góða hugmynd um efni þeirra og inntak: Morgunblaðið 28. janúar 1961: Rannsókn hafin á bókhaldi K.S. físir 28. janúar 1961: Skattsvik í Skagafirði? Útsvar hækkað á Kaupfélagi Skagfirðinga um 290 þúsund kr. við að það kærði útsvar sitt Morgunblaðið 11. marz 1961: Misfeliur í bókhaldi og framtali Kaupfélags Skagfirðinga- Morgunblaðið 19. ágúst 1961: Útsvarskæra Kaupfélags Skag- firðinga kostaði fél. 203 þús. kr. hækkun. Söluskattsmál félagsins í rannsókn. Morgunblaðið 26. apríl 1964: Útsvarsmál Kaupfélags Skag- firðinga tekið upp að nýju. Stjórn Kaupfélags Skagfirðinga efur ekki talið ástæðu til að inna ð þessum ástarjátningum íhalds- Haðanna. En nú, þegar lokádóm- ur er genginn í útsvarsmáli kaup- félagsins, telur stjórnin við eiga að málefni séu rakin nokkuð og révt 1 rá staðreyndum skýrt. Gefur og grein Morgunbl. hinn 26. f. m. ær- ið tilefni til að hlutlaust sé greint trá dómi Hæstaréttar. II. Morgunblaðið birtir oft hæsta- réttardóma — óbrenglaða. Má það kalla góðra gjalda vert. Kaupfélag Skagfirðinga hefur átt í málaferlum við bæjarstjórann á Sauðárkróki f. h. bæjarsjóðs vegna álagningar útsvars árið 1960. Málið gekk sína boðleið — og þó með nokkrum töfum — til niðuv- jöfnunarnefndar, yfirskattanefn<l- ar, ríkisskattanefndar, héraðs- dómis, Hæstaréttar, Hinn 8. dag apríknánaðar s. 1 kvað Hæstiréttur upp dóm í mál- inu. Kaupfélag Skagfirðinga vann málið og náði að lokum óskoruð- um rétti sínum. Kröfur félagsins allar teknar til greina. Bæjarstjóri f. h. bæjarsjóðs dæmdur til að éreiða félaginu fjárhæð, sem, að viðbættum vöxtum, nemur meír en 400 þús. kr. Morgunblaðið birti ekki þenna dóm, enda ekki við að búast —: Samvinnufélag ber sigurorð af hreinhjartaðri íhaldsklíku. En Morgunblaðið gerir annað, minnugt þeirra klassisku orða Steph. G., að „hálf-sannleikur oft- ast er óhrekjandi lygi“. Hinn 26. f. m. birtir blaðið stórfrétt ura það, að cfaginn áður hafi framtals nefnd Sauðárkróks samþykkt „að tilkynna Kaupfélagi Skagfirðinga, að hún hafi í hyggju að taka úfc- svarsmál félagsins upp að nýju, þ. e. að hækka útsvarið fyrir árið 1960.“ Hinn 30. desember 1960 hækk- aði niðurjöfnunarnefnd Sauðár- króks áður á lagt útsvar á K. S. um kr. 290.800,00 — án þess að hafa úrskurðað og svarað út- svarskæru félagsins dags. 1. sept- ember, og án þess að hafa til- kynnt félaginu um þessa fyrirhug uðu hækkun, svo sem lög mæla fyrir, svo að félaginu gæfist kost ur á að leggja fram ný gögn og skýra málið af sinni hálfu. „Niðurjöfnunarnefnd gætti ekki þessarar skyldu sinnar um tilkynn ingu“, segir í dómi Hæstaréttar. Á þessum grundvelli ætlar svo framtalsnefnd að „taka útsvarsmál félagsins upp að nýju“ og „hefur í hyggju að hækka útsvar yð-or árið 1960 . . .“, sbr. bréf bæjar- stjóra til K. S. dags. 25. apríl og frásögn Morgunbl næsta dag —! og má svo náið fréttasamband milli hjúa og húsbænda vera mjög til fyrirmyndar. Mun þessi ráðagerð hafa til orðið á einum miklum píslarfundi í innsta hring íhalds- ins, er borizt hafði tilkynningin um hrellingardóm Hæstaréttar. Þessi fáu orð um tilkynningar- skylduna, sem greind eru, innan tilvitnunarmerkja, hér að framan, eru allt og sumt, sem Morgunbl. tilfærir úr dómi Hæstaréttar. Og ekki stendur á úrskurðinum —: „Hér er því um hreinan form- galla að ræða“, segir blaðið. Ójá, ekki var það nú annað né meira. Aðeins ofurlítill ,,formgalli“. Kaup félagið raunverulega í sömu sök- inni og áður, þrátt fyrir dóm Hæstaréttar. Bæjarstjóraklíkan engilhrein, því að svona mistök hafa „stundum komið fyrir áður“, segir Morgunblaðið- Aðeins „formgalli“. Má um þesa dómsmálafrétt Morgunblaðsins segja, að „sjaldan bregður mær vana sínum“, þegar samvinnufélög in eru annars vegar. En hér var raunar ofurlítið ann að og meira í efni, sem enn mun sýnt. III. Hinn 13. ágúst 1960 hafði niður jöfnunarnefnd Sauðárkróksbæjar lokið niðurjöfnun útsvara fyrlr það ár. Nam útsvar Kaupfélags Skagfirðinga kr. 435.400,00. Hinn 1. september 1960 kærði kaupfé- lagið útsvarið til niðurjöfnunar- nefndar og krafðist lækkunar. Uin ' ástæður fyrir þeirri kröfu segir svo í dómi Hæstaréttar: „I. Áfrýjandi (þ. e. K. S.) taldi, að lækka bæri útsvarið um 38% þar sem útsvör sumra útsvarsað- ilja hefðu verið lækkuð þanmg, en slfik lækkun ekki látin ná til. útsvars hans. Sé þessi aðferð ó- heimil samkvæmt ákvæðum 11. gr. laga nr. 43/1960. 2. Þá telur áfrýjandi, að óhei.n- ilt hafi verið að hækka gjaldstofn tekjuútsvarsins vegna framan- greinds frádráttar á samvinnu- skatti“, — en niðurjöfnunamefnd hafði hækkað gjaldstofn til tekju útsvars um kr. 11847,00 „vegna of- færðs frádráttar samvinnuskatts á rekstrarreikningi." Þessar voru meginástæður fyrir lækkunarkröfu K.S. Niðurjöfnunarnefnd lét ekki svo lítið að svara kærunni. Um það segir í dómi Hæstaréttar: „Ekki verður séð, að niðurjöfn- , unarnefnd hafi að sinni úrskurðoð ' kæru áfrýjanda samkvæmt 1. máls- • gr. 22. gr. laga nr. 66/1945 né , heldur tilkynnt honum samkv. 2. i málsgr. sömu greinar, að kæru i hans yrði ekki sinnt." f stað þess að úrskurða kæruna og tilkynna K.S. þann úrskurð, svo , sem henni bar skylda til, gerði < hún sér lítið fyrir og hækkaði áð- 1 ur álagt útsvar um kr. 290.800-00, ' þ. e. upp í kr. 726.200.00, að feng ; inni skýrslu endurskoðanda, er , nefndin hafði, samikv. bréfi bæj- , arstjóra til K. S. dags. 17. des. - 1960, fengið til „að athuga ýmis < atriði í bókhaldi áfrýjanda“ (Hrd.) 1 Þetta gerðist hinn 30. desemb ; er 1960. 1 „Áfrýjanda var“ —segir í dómi < Hæstaréttar — „tilkynnt þessi ' breyting á útsvari hans með bréfi, 1 dags. 31 desember 1960 Hinn * 10. janúar 1961 kærði áfrýjandi [ útsvarið til niðurjöfnunarnefndar. Krafðist hann 1) að felld yrði nið ur hækkun sú, sem gerð var á útsvarinu 1960, og 2) að lækkuð > yrði útsvarsfjárhæð samkvæmt a'ð aíniðurjöfnun í ágúst 1960, svo sem hann hafði áður gert kröfu til. Niðurjöfnunarnefnd úrskurð- aði á fundi 23. janúar 1961, að útsvarið skyldi standa óbreytt. Næst kærði áfrýjandi útsvarið til yfirskattanefndar hinn 25. jan úar 1961. Á fundi 21. febrúar 1961 úrskurðaði yfirskattanefndin gjald stofn útsvarsins þannig:“ Hér kemur sundurliðun gjald- stofna til útsvarsálagningar á K.S.. samkv. úrskurði yfirskattanefndar, og fjárhæð útsvarsins (tekjuútsvar veltuútsvar, eignaútsvar) ákvörðuð samkv. því kr. 638.400,00, þ. e. lækkun kr. 87.800.00. „Áfrýjandi skaut úrskurði yfir Framhald á 12. si3u. P Hesturinn og börnin Á fjölmörgum sveitaheimil- um ganga hestar að nafninu til tamdir, í högunum aldrei snert ir og afmyndaðir af spiki. Börn in á þessum heimilum þekkja lítið til hesta og koma sjaldar, sum aldrei, á hestbak. Innst inni þrá börnin að kynnast dýr unum og alveg sérstaklega hest- um og að læra að ríða þeim. Þetta má því ekki vera þann ig, að þau alist upp hestlaus þar sem hestamir em til. Á hverju einasta sveitaheimiii, þar sem börn og unglingar era, verður að hjálpa þeim til að nota hesta sér til gagns og gamans. Aðalvandi heimilanna er að eiga þæga, hrekklausa vel tamda hesta. Foreldrum í sveit um ber skylda til að leysa þá þraut að eiga þannig hesta, að böm geti notað þá sér t'l gamans. Hestana á svo að geyma á sumrin í girðingarhólfi við túnið- Hagar í þeirri girðingu mega vera snöggir að sumrinu, þó ekki verri en svo, að hestun um líði vel, þeir nýta mjög vel hagann og haustið er nægur tími til holdasöfnunar undir veturinn. Hestunum er það fyi- ir beztu sjálfum að þeir séa ekki mjög feitir og saddir þeg ar þeir eru notaðir, en þá t'á þeir að sjálfsögðu að taka nið ur í góðu haglendi. GuSmundur Þorkelsson tamdl Sóta slnn að mestu sjálfur. Þarna má sjá of saddan og feltan relðhest. Á þeim hestum, sem geymdir eru í hólfi heima, þarf bam- anna vegna að vera múll eða hálsband á þeim hestum, sem bömunum era ætlaðir til reið ar og góður krókur eða kofi svo að auðvelt sé að króa hest- ana af og ná þeim. Einnig þarf að vera góð bakþúfa. Börn og unglingar geta riðið á poka eða gæruskinni, þegar þau leika sér á hesti, en beizli þurfa þau að eiga. öll börn cg unglingar verða að fá sitt leik frelsi að lokinni hjálparvinnu fyrir heimilið og foreldrana. Til leiksins þarf að vanda og eitt og annað um að velja, eit.t af því á að vera hestar og þ'eir verða að vera við höndina, þá venjast börnin á að bjarga sór sjálf. Að elta hest og stríðn við að ná honum til þess uð skjótast á bak honum, gerir eng inn með glöðu geði tij lengdar. enda er það víðast svo nú að hestar em örsjaldan teknir 03 þess vegna verða jafnvel hæg- látir hestar styggir, óþægir 3 3 mjög óþjálir þegar lóksins er búið að handsama þá og komið er á bak þeim. í girðingu speki ast hestar fljótt séu beir oft teknir. Þá er líka auðvelt a"> skjóta að þeim brauði og matar leifum. Svo barf að tala við hestana, þeir skilja svo margt Þetta allt ásamt venjum m æfingu gerir þá þæga og ljúfa Jafnframt verða hestarnir ást Sigurbjörg Jóhannsdóttlr, Akureyri, með barnabörn sín á hestum afa þelrra. sælir á heimilunum og fava fljótt að veita fólkinu umhugs unarefni og unað. Þjóðin fær skilning á því á ný hvað hest urinn getur enn orðið henni dýrmætur þó að flest hin fornu afnot, sem íslendingar höfðu af hestinum séu úr sögunni Þrældómstímabilinu í lífi ísl hestsins er nú lokið — eins og hjá fólkinu. Nóg er til af nýjum þörfum verkefnum fyrir hestinn alveg eins og fólkið þrátt fyrir alla vélavinnuna. Á skemmtiferðum æskulýðsins á hestum lærir hann að þekkja og skilja, ekki einungis kosti og snilli heldur líka þarfir hestsins í brúkun og tileinkar sér nærgætni og marg víslegan þroskandi skilning í þeim samskiptum. Foreldrum ber að skýra fyr- ir börnum sínum, að þar sem hesturinn ekki getur talað við knapa sinn, beri honum að muna og hugsa vel og rétt um allt, sem hesturinn þarfnast og rækja það af alúð og umhyggju FramhalO 8 15 síðu. Ekl 8 T i M I N N, flmmtudagur 14. maí 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.