Tíminn - 16.05.1964, Síða 6
m
Sextugur á morgun
MINNING
Vilhjálmur Jónsson
EINN ágætasti forvígismaður
bindindishreyfingarinnar á landi
hér, Bjöm Magnússon prófessor,
verður sextugur á morgun. Margt
annað hefur hann unnið sér til á-
gætis, en á sviði bindindis- og fé-
lagsmála hefi ég starfað með hon-
um síðustu áratugina og kynnzt
þessum heilsteypta gáfumanni,
drenglund hans og fórnfýsi.
Bjöm er fæddur að Prestsbakka
á Síðu 17. maí 1904, sonur hjón-
anna séra Magnúsar Bjamasonar
og Ingibjargar Brynjólfsdóttur,
Jónssonar, prests í Vestmannaeyj-
um. Bæði faðir Bjöms og móður-
afi voru meðal fremstu manna
bindindishreyfingarinnar hér á
landi. Tvítugur að aldri lauk Björn
stúdentsprófi og 24 ára var hann
vígður aðstoðarprestur föður síns
en var prestur að Borg á Mýrum
1929—1945 og þar af 10 ár próf-
astur. Árið 1945 var hann settur
dósent i guðfræði við Háskóla ís
lands og prófessor frá 1949. Auk
þess hefur hann gegnt fjölmörg-
ym öðrum störfum, sem engin
tök eru að rekja í stuttri blaða-
grein. Hann var t. d. mörg ár í
stjóm Stórstúku íslands af IOGT
og stórtemplar 3 ár, einnig í stjórn
Prestafél. fslands og formaður
j Landssambands gegn áfengisbölinu
' allmörg ár.
! Bjöm prófessor er mikill fræð:-
] maður bæði í sinni sérgrein, guð-
j fræðinni svo og í sagnfræði og ætt
fræði og hefur ritað margar bæk-
; nr og ritgerðir um þau efni. Vís-
ast um það til Guðfræðingatals og
Eennaratals á íslandi.
ÖH þessi stðrf hefur Bjöm próf-
essor unnið af sinni alkunnu al-
úð og trúmennsku, auk þess er
hann mesta hamhleypa til allra
veika. Hann er einn þeirra fáu
manna, sem virðist hafa tíma ti’
alls og er hverju því m£li borgið
sem hann tekur að sér. Við góð-
templarar eigum honum mikið áð
þafeka. Hann varð templar fyrir
meir en 40 árum og hefur síðan
Áttræð verður 18. maí (mánu-
dag) Steinunn Halldórsdóttir fyrr
um húsfreyja að Kotmúla í Fljóts-
hlíð. Eg þekki ekki æviatriði henn
ar nógu vel til að geta rakið þau
í smáatriðum. Hitt veit ég að hún
getur litið yfir tímana tvenna, þó
að hún, með sínar fastmótuðu
skoðanir, sé ekki alltaf í sátt við
þjóðfélagshætti nútímans. Stein-
unn ólst upp og bjó sínum bú-
skap við lítil efni og erfiðar að-
stæður en hún er ein af þeim kvist
um sem brotna ekki. Hún missti
mann sinn, Guðna Guðmundsson,
stuttu eftir að þau hættu búskap,
en öll þeirra börn eru á lífi og
barnabörnin orðin æði mörg,
myndarlegur hópur sem hún get-
ur litið vfir með stolti á þessum
tímamótum.
Steinunn er vinsæl kona af öll-
um sem hana þekkja. Hún hefur
heilsteypta skapgerð, ákveðin í
skoðunum, vill öllum gott gera og
stendur ævinlega með þeim sem
hún telur minnimáttar. Persónum
eins og henni eigum við sem er-
um af yngrj kynslóðinni, óendan-
lega mikið að þakka, því hún er
ein af þeim óþekktu máttarstólp-
um sem háð hefur harða baráttu
til þess að við mættum lifa betra
lífl.
verið einn ötulasti og tryggasti
starfsmaður á þeim vettvangi. —
Kenning Reglunnar um bræðralag
allra manna mun hafa fundið góð-
an hljómgrunn hjá þessutn fölskva-
lausa og einlæga trúmanni og
mannvini. Hann er öruggur stuðn-
ingsmaður alls þess, sem horfir til
mannbóta og fús til hjálpar þeivn
samferðamönnum, er verða á leið
hans. — Þannig hefur séra Bjöm
komið mér fyrir sjónir. Ekki má
ég gleyma hve mikill verkmaður
hann er í venjulegum skilningi. —
Iðnaðarmaður hefur sagt mér, að
hann væri vel liðtækur sem tré-
smiður, múrari, málari o. fl.! Við,
félagar séra Björns höfum einnig
notið hjálpar hans í þeim efnum.
Séra Bjöm er gæfumaður í ein'ka
lifi sínu. Hann er giftur ágætri
(konu, Charlotte Jónsdóttur. Þau
eiga 8 böm, flest uppkomin og
mjög efnilegt fólk. Það er ánægjn
legt að vera gestur á heiimili þeirra
prófessorshjónanna, þar sem góð-
vild og gestrisni mæta manni í
hvívetna. Það er auðséð, að sam-
band foreldra, tengdabama, barna
og barnabarna er þar svo ástríkt,
sem verða má.
Af framangreindu er Ijóst, að
Eg óska henni allra heilla og
langra lífdaga.
Steinunn verður á afmælisdag-
inn stödd á heimili dóttur sinnar
að Sunnuveg 14, Selfossi.
V.
TiTsöiu
BÁTUR
Vélbáturinn Hreína II,
Hólmavík, er til sölu.
Báturinn er 7 tonn me’S
öllum útbúna'ði.
Er í mjög góíu ásig-
komulagi.
Báturinn er 2ja ára.
Nánari upplýsingar gefur:
EINAR HANSEN,
Hólmavík>sími 31
það er enginn meðalmaður á ferð
þar sem Bjöm prófessor er. Um
hann mætti skrifa langt mál, en
hér skal staðar numið. Þetta er
aðeins örstutt afcnæliskveðja, til
þess að votta afmælisbaminu þökk
fyrir trausta samfylgd og leiðsögn
á liðnum áram.
Allir félagar, vinir og samstarfs-
menn séra Björns árna honum og
fjölskyldu hans allra heilla og
blessunar á þessum merku tíma-
mótum í ævi hans. Þeir óska og
vona að njóta starfskrafta hans
ósérplægni og vináttu enn um
fjölda ára.
Ingimar Jóhannesson.
TIL SÚLU
vel með farin, stígin
SAUMAVÉL
Upplýsingar í síma 19130
ATVINNA
ÓSKAST
Norskur piltur, 17 ára, óskar eftir
sumarvmnu á tslandi frá ca. 2?..
júní n. k. Allt kemur til greina.
Skrifið til:
Vidar Toreld,
Rjukan,
NORGE.
28 ára
Stúlka með tvö börn,
þriggja og átta ára, óskar
eftir ráðskonustöðu í sveit
eða kaupstað.
Uppl. í síma 40016 f. hád.
Rúllukraga
peysur
Rúllukragapeysur
kr. 230.00
Póstsendum
KJARAKAUP
Njálsgötu 112.
Spónlagning
Spónlagning
og
veggklæðning
Húsqðgn oq innréttinqar
Ármúla 20 Sími 32400
Þinghóli,
F. 13 sept. 1867. — D. 8. maí 1964
„Veri blessað vort víðsýna, fá-
menna Frón.
Hvílík framtíð þess börnum með
stórleita sjón
yfir vélar og vinnandi hendur.
Þeirra von standi hátt. Þeiirra veg-
ur er beinn.
Þeim veröldin opin, sem staðizt
gat einn.
Það er einbúa-viljinn, sem harður
og hreinn
á að ' hefja tíl vegs þessar
strenduir.“
Þetta erindi úr hinu fagra ætt-
jarðarkvæði Einars Benediktsson
ar kom mér í hug, er ég minnist
Vilhjálms í Þinghól, en útför
hans verður gerð frá Akranes-
kirkju í dag. Hann var ungur að
ámm, þegar skáldið sá draum-
sýnir þær, sem fram koma í er-
indi þessu. Vilhjálmur var einmitt
dæmi um einbúaviljann — harðan
og einbeittan — sem sá stórleita
sjón um batnandi hag þjóðarinnar.
Hvernig vélar, menning og tæki
lyfta henni úr basli og fátækt
til betri og hamingjusamari daga.
Hann var sterk grein af góðum
stofni. Kjarkmikill þrekmaður,
sem jafnan fór sínar eigin götur.
•Skýr f hugsun og stefnufastur.
Barðist ótrauður fyrir þeim mál-
stað, sem hann taldi sér og öðr-
um fyrir beztu. Hann fylgdist vel
með öllu, sem gerðist til hinztu
stundar ‘ og verður samferðamönn-
unum serstæður og eftirminnileg-
ur persónuleiki.
Vilhjálmur var fæddur að Vatns
hömrum í Andakíl 13. sept. 1867
Foreldrar hans voru hjónin þar,
Ragnheiður Jóhannsdóttir prests
Tómassonar á Hesti og Jón Run-
ólfsson hreppstjóra Jónssonar á
; Innri-Skeljabrekku. Þau voru 10
svstkinin og Vilhjálmur sá 8. í
röðinni. Meðal systkina hans var
Þorsteinn á Grund. Kunnur mað-
ur á Akranesi, en látinn fyrir all
löngu enda nokkru eldri. Vil-
hjálmur vann að búi foreldra
sinna í æsku og stundaði nám í
búnaðarskólanum á Hvanneyri á
fyrstu árum skólans.
Þegar móðir hans deyr er Vil-
hjálmur rúmlega þrítugur. Þá
leysist aeimilið upp og kvæntist
hann þá Eyrúnu Guðmundsdóttur
á Ölvaldsstöðum í Borgarfirði og
þar hófu þau búskap árið 1899.
Eyrún var frábær ágætiskona og
lifðu þau saman í ástríku hjóna-
bandi í 63 ár, en hún lézt 9. sept
1962. Þau eignuðust fjögur börn.
Eitt dó f æsku, en hin era öll
búsett á Akranesi. Þau eru: Gísli
umboðssali, kvæntur Karen —
konu af norskum ættum — Guð-
björg er rekur matsölu og Jóna
gift Hendrik Steinssyni vélvirkja.
Vilhjálmur flutti á Akranes árið
1912. Þar hafði hann því átt heima
i 52 ár. Þar var hann lengst af
sjómaður og bóndi, en einnig stunri
aði hann kennslu barna um skeið,
bæði á Akranesi og í nágranna
sveitum Hann átti jafnan góð-
hesta og kunni vel með þá að
fara. Hann var hamhleypa til allra
starfa. enda kappsfullur og áhuga
samur að hverju sem hann gekk
Heimilisfaðir var hann ágætur og
umhyggjusamur í bezta lagi og
bjó jafnan við sæmilegan efna-
hag.
f stjórnmálum var hann óvenju-
lega áhugasamur strax á unga
aldri og fór þar sínar eigin götur,
en mótaðist hvorkl af eigin hags-
Akranesi
munum eða umhverfi. Hann varð
strax sem ungur maður eldheitur
stuðningsmaður Hannesar Haf-
stein og þegar Framsóknarflokkur
inn var stofnaður skipaði hann sér
þar í sveit af sama áhuga. Hann
mætti fyrstur manna á öllum
pólitískum fundum, tók vel eftir
og mundi allt sem fram fór. Var
hann betur að sér um menn og
málefni á pólitískum vettvangi en
almennt gerðist. Hann hlustaði á
allar útvarpsumræður um stjóm-
mál til síðustu stundar og sagði
jafnan, að það vantaði eitthvað
í það fólk, sem ekki hefði áhuga
á stjórnmálum
Hann var lengi útsölumaður
Tímans á Akranesi og vann mikið
og gott starf fyrir útbreiðslu blaðs
ins, þegar fáir vildu leggja því lið.
Síðustu 9 árin var hann blindur,
en ekki var hann í rónni fyrr en,
allar pólitískar greinar í Tímanum
höfðu verið lesnar fyrir hann.
Svo ræddi hann um efni þeirra
á eftir við kunningja sína. Eyrún
kona hans annaðist þennan lestur
fyrir hann, ásamt ýmsum ágætum
nágrönnum og var hann þeim inni
lega þakklátur fyrir. Eftir að kona
hans dó, dvaldi hann á hinu fagra
beimili Jónu dóttur sinnar við
ástríki og góða umönnun þeirra
hjóna.
Langri ævi er lokið. Sívakandi
baráttumaður hefur orðið að lúta
lögmálinu mikla. Baráttumaður,
sem sá strax í æsku, að
þeim er veröldin opin, sem staðizt
gat einn. Eftir því lögmáli lifði
hann. í hinni miklu framsókn
þjóðarinnar á 20. öldinni sá Vil-
hjálmur áhugamál sín rætast.
Hann var sá gæfumaður að eign-
ast ágæta konu, umhyggjusöm
börn, goða heilsu og brennandi
áhugamál. sem hann missti aldrei
sjónar á og héldu honum ungum
i anda, þótt öldin nálgaðist. Því
skulu honum að leiðarlokun
fluttar þakkir samferðamannanna.
Alveg sérstaklega flyt ég hontrrn
þakkir.frá Frams.fél. Akraness, en
hann var fyrsti heiðursfélagi þess
og þótti vel að þeirri sæmd kom-
inn. Blessuð sé minning Vilhjálms
i Þinghól.
Dan. Ágústínusson.
Auglýslng í Tímanum
kemur daglega fyrlr
augu vandláfra blaAa*
(esenda um allf land.
Áttræð á mánudag
Steinunn Halldórsdóttir
6
T 1 M I N N, iaugardagur 16. mal 1964.