Tíminn - 16.05.1964, Page 8

Tíminn - 16.05.1964, Page 8
I Wl Nemandi minn, sem héðan hverfur til nýrra anna og átaka, til þín beini ég orðum. Mál mitt hefst með spurn- ingu: Hvers vegna lágu leiðir okk- ar saman á þessum stað? Ein- fðld spurning, en opnar gátt- ir. Vafalaust má tilgreina marg- ar ástæður og mismunandi. Líf hvers einasta okkar er of- ið úr svo mörgum þáttum. Eitt hygg ég samt, að sé öruggt: Öll komum við sam- an á þessum stað af því með okkur bjó þrá. Kannski var hún óljós, kannski aldrei full- mótuð hugsun, aldrei meitluð í mál. En hún var þar samt. Sagt er líka, að sérhvert skeið mannsævinnar beri vitni sérstæðri þrá. f bernsku birt- ist hún í leiknum, í æsku í draumnum, á fullorðinsárun- um í athöfnum, í elli í vonum. Vel má vera, að satt sé. Ann- að er samt umhugsunarefni okkar á þessari stundu. II Því er trúað, að þekkingjar- þrá sé forsenda menntunar og lærdóms. Um það er ekki deilt. Menn deila aftur á móti um hitt, að hverju þekkingjarþrá- in beinist og hvemig henni verði fullnægt. Lengi hefur því verið trú- að og það líka á okkar landi, að tilgangur þekkingarþrár- innar væri þessi: Spurningum skyldi svarað, lausn á vanda- fundin, kjölfesta veitt fyrir alla framtíð. Fom-Grikkir vissu betur: Þekkingarþráin hefur annan tilgang, sögðu þeir. Tilgang- GuSmundur Svelnsson, skólastjórl, afhendir Hrelnl Ómarl Arasyni Borgarnesi, bókfærslublkar, fyrlr beita frammlstöðu f þeirri grein. (Ljósm.: TÍMINN-KJ). lega fólgið að leggja fram sinn skerf? í hverju er það fólgið að búa við mannle'gt hlutskipti? Öll fræði mannanna hafa reynt að svara spumingunum. Svörin kunna að virðast ólík, en samt er náinn skyldleiki á snilli. Dæmi skulu tilgreind þessu til sönnunar. Engilsaxneskar þjóðir hafa á seinni árum þrætt að því er virðist einkennilega slóð að nálgast vanda þessa viðfangs- efnis: Könnun á hinu mælta máli. Kannski er sá rannsókn- armáti heldur ekki eins óeðli- legur og virzt gæti í fljótu bragði, ef hitt er athugað, að tungumálið er máttugust sköp- un mannanna. Málið skilur á milli manns og dýrs. Því er spurt: Hvernig túlkar málið sjálft og tjáir sína eigin dýpt? Svar er veitt: Málið lýkur upp undruum sjálfs sín og lífs- ins í þrem blæbrigðum rök- hugsunarinnar. Fyrsta blæbrigðið er fólgið í rökhugsun hliðstæðunnnar, samanburðarins, eftirlíkingar- innar. Móðir náttúra er hinn mikli lærimeistari. Hennar for- dæmi skal fylgt, hliðstæður fundnar, samanburður gerður. Þannig hafa böm jarðar lært að lifa, sá og uppskera, safna og geyma. Annnað blæbrigði felst í rök hugsun hlýðninnar, skynjun virðingar, lotningar, að gefast því sem göfugt er. Þannig verður siðferðismat mannsins til, lög hans og löghlýðni, sæmd hans og heiður. Þirðja blæbrigðið er rök hugsun samfundarins, að standa frammi fyrir. Það er skynjun heilagleikans. Þannig öðlast maðurinn trú og trúar- Ræða séra Guðmundar Sveinssonar, skólastjóra, við skólaslit Samvinnuskólans að Bifröst hinn 1. maí urinn er ekki að fá svar við spurningum, heldur hitt að læra að spyrja. Ekki að fá lausn á vanda, heldur að læra að skynja vanda. Ekki að öðl- ast varanlega kjölfestu, held- ur að nema burtu öryggis- kennd óvitsins. Svo furðuleg var að dómi Forn-Grikkja þrá- in, sem til þekkingar leiddi og beindi för æskufólks til menntasetra. Ég trúi því, nemandi minn, að þessi óljósa og óskiljanlega þrá hafi þrátt fyrir allt tengt saman á þessum stað á liðn- um vetrí. Eg þykist hafa skynj-, að það og þó kannski aldrei betúr og greinilegar en á þess- ari stundu. Kannski stafar sú sannfær- ing mín af því, að ég trúi á sannlelk hinna fomu hug- mynda um ljóssókn og ljós- burð. í fornum sögum getur um myrkur, sem enginn vissi að grúfði yfir, vanþekkingu, sem enginn vissi að var fyrir hendi. Ljósið hafði aldrei birzt, þekkingin aldrei opinberazt. Fagurt ævintýri hefur varð- veitzt frá miðöldum um Ijós- burð. Það greinir frá hraust- um riddara. Hann var einn í hinum mikla hóp, er lagði leið sína til* Landsins helga. Þannig náði hann til Betle- hem og kom til fæðingar- kirkju Krists. Þar brann eld- ur á altari. Riddarinn ungi varð gripinn ólýsanlegri þrá að öðlast hlutdeild i birtu ein- mitt þessa Ijóss, bera það til ættlands síns og ættmanna. Hann kveikti á kerti við loga þess. Síðan lagði hann af stað í langa ferð um lönd og höf. Ljósburðurinn reyndist erfið- ur og vandasamur. Enn hann tókst fyrir þrautseigju riddar- ans og harðfylgi. Ljósið bar hann alla leið til landsins sins. En ljósburðurinn hafði önnur áhrif. Riddarinn breytt- ist og varð annar maður eftir. Hann strengdi þess heit, að halda áfram að vera Ijósberi, þó á annan hátt væri. Héðan í frá ætlaði hann að bera birtu inn í líf meðbræðranna, allra, sem á vegi hans yrðu. Hann ætlaði að dreifa myrkri harma og rauna, vanþekkingar og hindurvitna, hvar sem hann næði til. En ævintýrin eru ekki að- eins hugarburður og líkinga- mál. Undraheimar þeirra varpa nýju ljósi yfir veruleikann. Að þessu leyti bera ævintýr- in einkenni þekkingarþrár- innar. Eða til hvers benda annars orð Michelangelos? Hann sagði: „í hverjum kletti, hversu harður og kaldur, sem hann virðist vera, er engils- mynd falin. Það er mann- anna að leysa hana úr álög- um“. — Einmitt þannig er veruleikinn sjálfur: Sérhver vandi, hversu ógnþrunginn, sem hann virðist vera, býr yfir lausn, sem lætur okkur finna snertingu við eitthvað æðra og fegurra. Það er okkar mann- anna að finna lausnina og hag- nýta. Töfrasprotann fáum við í hendur. Þekkingarþráin er máttug. „Þeir gömlu trúa öllu, þeir miðaldra tortryggja allt, þeir ungu vita allt“. Þessi fleygu orð myndu vissulega sönn lýs- ing á mannkyninu, ef leit og þrá vantaði. III Ég hef leitt huga þinn, nemandi minn, sem burtu hverfur á þessum degi að dvöl þinni í Bifröst. Ég veit, að þér muni fara sem mér, að töfrar staðarins, fegurð hans muni fylgja þér langa ævi. Umhverfið hið ytra er lista- smíð höfundar tilverunnar. Húsakynnin bera vitni um þá virðingu, sem borin er fyrir námsstarfi og æsku landsins. Hafi þekkingarþráin seitt þig til þessa staðar, nemandi minn, þá muntu líka fara héð- an ríkari af fegurðarþrá. Margir álíta, að þrá manns- ins, öll, sem því nafni verði í sannleika nefnd, birtist í tveim blæbrigðum: Annars veg- ar þekkingarþrá. Tilgangur hennar er að uppgötva, læra. Hins vegar fegurðarþrá, sem vekur viljann að skapa, að starfa. Alla ævi muntu báðum bund- inn. En þó verða nú skil í lífi þínu. Starfið er framund- an, kall þitt og köllun. Þann- ig birtist þér líka á þessari stundu, það sem verða mun og orðið getur. Til eru þeir, sem gera grein- armun á kalli og köllun. Telja hið fyrra felast í andsvari við eggjun og áskorun að utan, hið síðara hlýðni við sannfær- ing og samvizku að innan. Kannski er þetta rétt. En vert er þó að minnast orða Shakespeares: Djásn mannsins ætti fremur að skreyta hjarta hans en höfuð. Víst er það ekki demantar og dýrir stein- ar. Djásn mannsins er ánægj- an að hafa rækt starf sitt“, þ.e. gert skyldu sína og greitt þannig skuldina við lífið. Sönn eru líka orðin, að sá skildi kall sitt bezt og köll- un, er ekki sóttist eftir að auðgast á henni, heldur að vaxa af henni. IV Eigi starfið rætur að rekja til fegurðarþrárinnar verður það líka skiljanlegra, hvers vegna sérhvert starf tengir mennina gátum tilverunnar, hinum dýpri rökum. Spurn- ingar gerast áleitnar: í hverju er það raunveru- tilfinning. Hann veit sig höndl- aðan, finnur skuld sína og skyldu. Hvert blæbrigði málsins tengist ákveðnu sviði lífs og starfs. Verkefnin eru verald- argengið, samfélagið, trúarlíf- ið. Á meginlandi Evrópu nálg- ast fræðimenn sama vanda úr annarri átt. Þar er spurt: Hvað er þetta óþekkta og dularfulla, sem er að leitast við að taka á sig sýnilega og áþreifanlega mynd í tilverunni? Hvað er þetta undursamlega, er leitar þekkingar á sjálfu sér í mann- lífinu? Er hægt að skilja eðli þess og takmark? Svarið er óljóst og hikandi: Það er erfitt og vandasamt, er sagt. En tvennt er mikil- vægast, þegar skilja á líf og starf. Annað er túlkað með fornu hugtaki Epoche, að gera hlé á, að nema staðar, að hafa hug- rekki til að vera í óvissu. Hitt er skýrt með öðru gömlu orði Eidos, líkingin, skynjun ímyndarinnar. Sann- astur veruleiki birtist í ímynd- un ekki staðreyndum. „Staðreynd" er villandi hug- tak. Það vekur hugmynd um fullnaðarlausn. Fullnaðarlausn er engin_ til. Þá villu ber að forðast. Á hennar reikning má skrifá alvarlegasta ágalla sam- tíðarinnar: Vanmat á gildi. Samtíðin á erfitt með að greina á milli þess, sem er. og hins, sem sýnist. Gildismat mannsins breyt- Framhald á 13. sfðu. 8 T í M I N N. lauaardaaur 16. mal 1964.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.