Tíminn - 16.05.1964, Blaðsíða 9
á mánudag:
75 ára
unnar Gunnarsson, skáld
Gunnar Gunnarsson er „sterkur
og virðulegur fulltrúi fornrar bók
nenntalegrar hámenningar nor-
rsnnar eins og hún hefur eflzt og
þ-oskazt með því lifi, sem lifað
var á „ey sagnanna" í þúsund ár“.
letta eru orð Halldórs Kiljans
Xaxness um skáldið og rithöfund
inn Gunnar Gunnarsson. Engan
Víginn verður sagt, að þau séu
alhlít lýsing á skáldskap Gunnars
Gunnarssonar, en þau gefa til
kynna með allskýrum hætti höf-
undarstöðu hans í íslenzkum bók-
menntum. Gunnar Gunnarsson er
a: alíslenzku bergi brotinn, alinn
upp við kröpp kjör fátæktar en
auðugar lindir íslenzkrar þjóð-
[menningar. Enginn rithöfundur
er íslenzkari en hannn, enginn er
meiri skýrandi íslenzkra viðirarfa,
íslenzkrar sögu og þjóðarsálar, og
enginn hefur teflt þessum þáttum
fram á skáborði heimsins með
meiri styrk og glæsileik, jafn-
framt því sem hann gaf íslenzkum
mönnum oft og einatt nýja sýn í
eigin barm.
Skáldferill Gunnars er orðinn
langur og mikill. Þó er sterkur
persónuleiki hans, djúpsæ vitund,
skýr samvizka og hörð dómgreind
enn viti þjóðarinnar í daglegum
vanda, þó að hann sé orðinn 75
ára. Þessi sterki stofn hefur í
engu bognað, og feyskjan sækir
ekki anda hans heim. Við eig-
um Gunnari Gunnarssyni mikið að
þakka, og okkur hefur lengi ver
ið sú þakkarskuld nokkuð ljós,
þó að síðar munum við líklega
skiija enn betur, hve stór hluti
hann var af íslandi og íslenzkri
þjóð á tuttugustu öld.
Gimnar Gunnarsson er alda-
skiptabam. Hann er fæddur á Val-
þjófsstað 18. maí 1889, sonur
Gunnars Gunnarssonar, bónda og
hreppstjóra þar og konu hans
Katrínar Þórarinsdóttur, og stóðu
að honum miklar kjarnaættir,
eins og raunar segja má um marg
an íslenzkan mann. Hann naut ætt
menna sinna í æsku, og fátt er
auðsærra í fari Gunnars Gunnars
sonar en mótun og áhrif þessara
ágætismanna á drenginn. Þessi rót
varð svo sterk, að síðar á ævi
varð hann nauðugur viljugur að
drekka í sig allan safa menningar
og áhrifa, jafnvel þótt fjarræn
væru, um æðar hennar. Allar
stundir hefur hann ræktað með
sér þennan íslenzka upprunaarf
af fágætri kostgæfni og heitri
ástúð. Hann fékk aldrei lánaða
erlenda mælistiku til þess að
mæla og gagnrýna það, sem ís-
lenzkt var, heldur bar sinn sterka
og skýra íslenzka kvarða á heim-
inn og mál hans, skoðaði hann
í íslenzku ljósi. Hann stefndi
aldrei íslenzkum málum fyrir er-
lendan dóm, heldur heiminum fyr-
ir íslenzkan dóm. Þó er gagn-
rýni hans á það, sem honum þyk-
ir miður hæft í íslenzku fari, oft
og einatt hörð og óvægin, en rétt-
sýnin og skarpskyggnin halla sjald
an máli.
Gunnar Gunnarsson mun
snemma hafa alið rithöfundar-
draum. Þrátt fyrir skýjarof á ís-
lenzkum himni um og eftir alda-
mótin, gat varla talizt vegljóst
ungum rithöfundi. Gunnar hélt
til Danmerkur með lítil efni um
fram ungan draum sinn. Fyrstu
missirin í Danmörku urðu honum
til lítillar uppörvunar, en hann
lagði sig fram um að læra danska
tungu, las mikið og orti ljóð, eins
og títt er ungum mönnum með
skálddraum.
Lítið kver kom út eftir hann
á íslenzku innan við tvítugt, Móð-
urminning, og árið 1911 ljóða-
bókin Digte á dönsku. Þar er heim
þráin mikils ráðandi og örvænting
in bylur sem elfur á bergi, en
það dylst engum, að þetta berg er
sterkt. Þessum unga manni finnst
hann vera á valdi meinlegra ör-
laga. Hann fann ekki farveg sinn
heima, og erlendis er hann enn
óánægður. En hann veit um or-
sök þeirrar ófullnægju. Hann
veit, að umhverfið skiptir ekki
meginmáli. Hann hlýtur að leita
allrar lausnar í sjálfum sér, og
hann er enn i leit að sjálfum
sér. En sú leit ber árangur áður
en varir.
Þegar Gunnar hélt til Danmerk
ur fór hann beint í lýðháskólann
í Askov og hefur vafalaust átt
þar gott nám í dönsku máli, en
vakning skólans, sem margir tala
um, mun að öðru leyti hafa látið
hann lítt snortinn, enda var hann
þegar rammger borg og ekki auð
sótt af aðblásandi vindum. Næst
reynir Gunnar að setjast að í Ár-
ósum og hyggst vinna þar fyrir
sér með ýmsum ritstörfum, en
engin von var til þess, að það
tækist. Hann mun hafa lifað við
fátækt mikla þessi fyrstu Dan-
merkurár, jafnvel svo að jaðraði
við skort. En hann bognaði ekki
og skrifaði eins og þróttur leyfði.
Enginn veit, hve atrennur hans
urðu margar, áður en hann hafði
ritað skáldsögu, sem fann náð
fyrir augrnn útgefanda, en þá var
Gunnar kominn til Kaupmanna-
hafnar. Sú skáldsaga kom út 1912
og var fyrsta bindi Sögu Borgar-
ættarinnar, en þá var Gunnar 24
ára að aldri, og hafði dvalizt sex
ár í Danmörku. Bókin hlaut brátt
byr og vakti athygli. Gunnar hafði
brotið ísinn. Hann kvæntist
danskri konu, Franziscu, dóttur
Carls Jörgensen vélasmiðs, og
skömmu síðar hélt hann heim til
íslands í skyndiferð. Vafalítið er,
að hann hefur varla talið sig geta
litið íslands að nýju, fyrr en hann
hefði fengið úr því skorið, hvort
hann gæti skrifað frambærilegt
skáldverk og hefði hlotið fyrir
það nokkra viðurkenningu.
Þessi fyrsta bók ber mikil ein-
kenni byrjandans sem vonlegt er,
en samt er þar svo sterkur þráður
spunninn, að hann þoldi átök tölu
vert fasttækra gagnrýnenda. En
rétt á eftir skellur heimsstyrjöldin
á og vandamál heimsíns knýja á
þennan unga höfund. Gunnar fer
til Sviss og dvelst þar um hríð og
reynir að horfa á leikinn sér til
skilnings af sjónarhóli til beggja
átta. Hann ritar söguna Sælir eru
einfaldir. Hann er að leita að
vopni, sem bíti, ekki í stríðinu
heldur gegn stríðinu, og hann tel
ur það vopn vera góðvildina. Enn
er myndin íslenzk. Hann hefur
beint íslenzkum sjónauka á hild-
arleikinn.
Eftir Sögu Borgarættarinnar
mátti Gunnar teljast viðurkennd-
ur rithöfundur í Danmörku. Þá
tóku að heyrast raddir frá fslandi
í nokkrum niðrunartón um það,
að honum færist illa að gerast
skáld á danska tungu og skerast
þannig úr leik, sem heima var
háður fyrir sjálfstæði og nýrri rit
öld. Vafalítið er, að Gunnari hef-
ur sárnað þetta, og honum hefur
orðið það til nokkurrar umhugs-
unar, hvort ásökunin væri rétt-
mætt. í því tilefni leitaði hann
ekki álits annarra, heldur stefndi
málinu fyrir dómstól samvizku
sinnar, og það mál er flutt og var
ið í ritverkinu Kirkjan á fjall-
inu. Og hvílík málsvörn. Hún var
slík, að dómur varð óþarfur, og
verður um alla framtíð. Kirkjan
á fjallinu kom út á dönsku í
fimm bindum á árunum 1923—29,
en _nær tuttugu ár liðu, þangað
til íslendingar fengu hana á móð-
urmálinu, en þá með þeirri reisn,
sem vel hæfði, í þýðingu Hall-
dórs Kiljans Laxness.
Engin skáldsaga síðari alda er
íslenzkari en Kirkjan á fjallinu,
engin á sér dýpri rætur í ís-
lenzkri þjóðarmenningu, engin
saga er sterkari eða sannari í lýs
ingu á íslenzku fólki. Þar er allt
saman tengt — stíll, mál og saga
— með svo listfengum hætti, að
sumir kaflar verka á mann eins
og fagurt Ijóð eða magnþrungið
kvæði. List höfundarins verður
líf og sál þessa rammíslenzka
fólks, sem hann leiðir fram. Marg
ir höfundar hafa ritað bækur til
þess að réttlæta sjálfa sig. Oft-
ast hefur það mistekizt hrapallega
að sameina það skáldlegri túlk-
un. En íslenzkum manni verður
varla sagt, að nokkrum höfundi
hafi tekizt það eins meistaralega
og Gunnari Gunnarssyni. Kirkjan
á fjallinu verður öndvegisverk
Gunnars Gunnarssonar í augum
landa hans.
Hér er hvorki rúm né ástæða
til þess að telja upp hin mörgu
og miklu skáldverk Gunnars
Gunnarssonar. Samgöngur voru
um skeið heldur strjálar milli
hans og fslendinga! Hann bjó í
öðru landi og ritaði á erlenda
tungu bækur sínar. Hann varð víð
lesínn höfundur og mikill í heims
ins sýn. Bækur hans voru þýddar
á margar tungur, og enginn höf-
undur hefur borið íslenzkar mynd
ir og íslenzk viðhorf víðar.
En loks sneri hann fari sínu
heim, því að á þeim hug var ei
brigð. Gunnar átti sinn ódáinsdal
heima á fslandi. Á æskuárum ól
hann draum um að komast út í
heiminn, en eftir að hann var
setztur að erlendis, settist draum-
urinn um að koma aftur til fs-
lands í það sæti og vék þaðan
aldrei. Grunur minn er sá ,að
Gunnari hafi fundizt, að hann
mundi fara mikils á mis, ef hon
um tækist það ekki að verða ís-
lenzkur bóndi. Og er hann venti
kvæði sínu í kross, gerði hann
það ekki til hálfs. Hann flutti
heim á höfuðból í fæðingarhéraði
sínu, Skriðuldaustur í Fljótsdal,
og reisti þar myndarbú, sem hann
stundaði af elju sem íslenzkum
bónda sæmdi nokkur ár. En að
sjálfsögðu gat hann varla til lang
frama nært þar hið sterka and-
lega líf, sem honum var í brjóst
lagið. Hann fluttist til Reykja
víkur og hefur mörg síðustu ár
átt heima í Reykjavik og setið
þar á stóli sem einn mikilvirtasti
andlegur höfðingi með þjóð sinni.
Gunnar Gunnarsson kom allur
heim, og fslendingar hafa fundið
það og skilið, að þrátt fyrir lang
dvalir erlendis var hann ætíð gest
ur þar. Milli hans og ættlandsins
hafði aldrei neinn óviðkenning
lagzt. Nær væri að ætla, að
hin ramma taug, sem tengdi hann
við ísland hafi styrkzt og togað
því fastar, sem dvöl hans í fjörr-
um löndum varð lengri. Svo ís-
lenzkur var hann í merg og blóð.
En Gunnar Gunnarsson kom
heim í dýpri skilningi en búferla
flutningi. Lengi vel reyndist held
ur þungt undir fót með útgáfur
verka hans á íslenzku. Borgar-
ættin kom þó út, og Einar H.
Kvaran þýddi Ströndina 1917. En
Kirkjan á fjallinu var lengi á
leiðinni eins og fyrr segir. Svo
var um fleiri skáldverk Gunnars.
Á síðustu áratugum hefur þó
mjög verið úr þessu bætt. Ut-
gáfufélagið Landnám með Ragnar
Jónsson í broddi fylkingar, hóf
fyrir alllöngu mjög vandaða út-
gáfu á verkum Gunnars, og er
henni nýlega lokið í tuttugu og
einu bindi. Er sú útgáfa kjör-
gripur, og sýnir það mat manna
á list Gunnars, að stórt upplag
hennar er löngu þrotið. Þegar
sýnt var, hvílík nauðsyn var á
að gefa fleiri kost á bókum Gunn
ars, hóf Almenna bókafélagið
mjög vandaða útgáfu á skáldverk-
um Gunnars, og lauk þeirri útgáfu
á s. 1. hausti. Er hún hin feg-
ursta og vandaðasta, og hefur enn
komið í ljós, að ekki mun hún
lengi duga til þess að metta alla
þá, sem kjósa sér skáldverk
Gunnars Gunnarssonar öðrum
bókum fremur.
Gunnar Gunnarsson, listmálari,
sonur skáldsins, hefur skreytt
þessa útgáfu — og fleiri útgáfur
að bókum föður síns — ágætum
myndum, sem mikill fengur er að.
Eftir heimkomuna tók Gunnar
Gunnarsson að rita bækur á ís-
lenzku, og bætti hann þá enn
mjög við skerf sinn með verkum
eins og Svartfugl, Heiðaharmi og
fleiri öndvegisskáldritum.
Um Gunnar Gunnarsson hafa
erlendir menn ritað bækur, til
dæmis Otto Gelsted, Kjeld Elfelt
og Stellan Arvidson, og hefur Jón
Magnússon fil. cand. þýtt bók
hins síðastnefnda á íslenzku. Er
þar margt nýtilegt að finna um
skáldskap Gunnars, en þess er
mjög saknað, að íslenzkir bók-
menntafræðingar skuli ekki hafa
lagt sig meira fram um það, en
raun ber vitni, að rita um þenn-
an öndvegishöfund okkar og
gefa landsmönnum meiri innsýn
í list hans, því að þess verður að
vænta, að íslenzkir bókmennta-
menn skilji hann betri • skilningi
en erlendir.
Gunnar Gunnarsson er mikill
snillingur á ritun máls. Þeir
menn, sem gerst mega vita, hafa
um það borið, að danskt mál
hans hafi verið með sérstökum
ágætum og stórbrotnum glæsi-
brag, en þó hafi ætíð mátt kenna
á því íslenzka markið. Samt hafi
þetta aldrei verið lýti, heldur hafi
Gunnar kunnað að beita því til
stíltöfra. Hitt vita íslendingar vel,
að móðurmáli sínu hafði Gunnar
ekki glatað í útivistinni og ritaði
það er heim kom af miklu valdi
og með snillitökum, þó að ýmsum
finnist, sem hann hafi til þess
hneigzt á síðari árum að hamra
nokkuð fast, en þau högg eru
ætíð smiðshögg hins gáfaða snill-
ings.
Gunnar Gunnarsson hefur bor-
ið aldurinn með mikilli reisn.
Hann er enn vel ern og heldur
andlegum þrótti ágætlega. Skoð-
anir hans og álit á mönnum og
málefnum eru enn sem fyrr hvik-
lausar og persónulegar. Hann
hefur ekki brugðið á það ráð með
aldri að sveigja inn á alfaraleið-
irnar og hætta að troða nýjar
slóðir. Þegar honum þykir ástæða
til, grípur hann penna og segir
til vegar — eða synda, og er
hvergi myrkur í máli. Stundum
getur undan þeirri leiðsögn svið-
ið, en það er ætíð tekið eftir
henni, og fáir munu vilja hafa
hana að engu. Sýnist honum
hættu stefnt að íslenzkum menn-
ingararfi, bregzt hann við hart
til varnar, og er nýlegt dæmi
órækast vitni um það.
Þar sem Gunnar Gunnarsson er
á þjóðin gildan og hávaxinn hlyn
í garði sínum. Lim hans er mik-
ið, og hann er enn allaufgaður.
Undir laufkrónu hans mun hún
lengi sitja og njóta unaðar við
lestur skáldsagna hans, þar sem
hún getur lesið sitt eigið líf sér
til meiri skilnings og þroska.
Andrés Kristjánsson.
T f M I N N, laogardagur 16. maí 1964.
9